Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
fttargtmfrlfKfrft
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19,_sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Heilög kýr
Alþýðubandalags-
ins: verðbólgan
Stundum ratast Tímanum sönn orö — eða fast að því sönn
orð — í munn. í leiðara blaðsins í gær segir svo um
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974—’78:
„Verðbólgan var 40—50% þegar stjórnin komst til valda
sumarið 1974“. Hér er að vísu dregið úr þeim verðbólguvexti,
sem varð á vinstristjórnarárunum 1971—1974. Sú vinstri
stjórn tók við stöðugleika í verðlagsmálum, um og innanvið
10% verðbólgu, sem tókst að hemja allan sjötta áratuginn,
raunar í 12 ár viðreisnarstjórnarinnar. Vinstri stjórnin
skilaði hinsvegar þjóðarbúinu í 54% verðbólgu og sprakk á
verðbólgulimminu ári áður en kjörtímabil hennar var á
enda. Afram segir í leiðara Tímans um ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar: „Hún kom henni (þ.e. verðbólgunni) lengst
niður í 26% á miðju ári 1977. Þá komu sólstöðusamningarnir
svokölluðu til sögunnar og eyðilögðu þann árangur, sem
náðst hafði“.
Hér vekur Tíminn athygli á veigamikilli staðreynd, sem
vert er að íhuga nánar. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
tekur við þjóðarbúinu í 54% verðbólgu haustið 1974. Á miðju
ári 1977 hefur tekizt að ná þessum verðbólguvexti niður um
helft hans. Það var athyglisverður árangur og mikilsverður
áfangi að því marki, að ná á ný þeim stöðugleika í
efnahagsmálum og verðlagi, sem hér ríkti öll tólf ár
viðreisnarinnar. En „þá komu sólstöðusamningarnir svo-
nefndu til sögunnar", segir Tíminn, “og eyðilögðu þann
árangur, sem náðst hafði".
Þeim viðnámsaðgerðum, sem ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar greip til 1977 og 1978, til að rétta af
þjóðarskútuna, var mætt með misbeitingu launþegahreyf-
ingarinnar. Þessi misbeiting gerði allt í senn: 1) blés að
glóðum verðbólgunnar, sem var og er heilög kýr á stalli
Álþýðubandalagsins; 2) veikti rekstrarstöðu atvinnuveganna
og þar með atvinnuöryggi almennings, en rekstraröryggið og
atvinnuöryggi eru tvær hliðar á sama hlutnum og í 3) vóg að
markaðsöryggi útflutningsafurða okkar með þeim hætti, að
afleiðinganna sér enn stað.
Potturinn og pannan í þessu skemmdarstarfi var Alþýðu-
bandalagið. Hver man ekki herópin, sem bergmáluðu um allt
þjóðfélagið: „Samningana í gildi“, „kaupránsstjórnin frá“ og
„kosningar eru kjarabarátta". Allur þessi bægslagangur
fleytti Álþýðubandalaginu upp í ráðherrastóla á ný, og sá
var tilgangurinn af þess hálfu. Þegar ný ríkisstjórn Olafs
Jóhannessonar, sem lifði aðeins eitt ár, hugðist síðan snúa
sér að verðbólguvandanum, stóð Alþýðubandalagið þversum
í veginum — og allt rann út í sandinn. Ríkisstjórnin sprakk á
verðbólgulimminu.
Síðan gerðist það að Alþýðubandalagið er enn leitt til
valda í veigamestu þáttum þjóðarbúskapsins. Því eru fengin
ríkisfjármál í hendur. Því eru færð orku- og iðnaðarmál á
silfurdiski, þó það sé svarnasti fjandmaður æskilegrar
nýtingar hins hvíta gulls raforkunnar í tengslum við
orkufrekan útflutningsiðnað, auðförnustu leiðar þjóðarinnar
til bættra lífskjara. Það fær í ofanálag að ráðskast með
félags-, heilbrigðis- og tryggingarmál. Aldrei í sögu
þjóðarinnar hefur Alþýðubandalaginu verið fengin í hendur
jafn sterk aðstaða til að koma ár sinni fyrir borð í
þjóðfélaginu sem nú. Allt var þetta afsakað með „niðurtaln-
ingu verðbólgunnar", sem Alþýðubandalagið hló að við
stjórnarmyndunina og hlær að enn, enda sést þessi
„niðurtalning" ekki undir sterkustu smásjá. Alþýðubanda-
lagið var staðráðið í því að ekki yrði hróflað við
verðbólgunni. í „fyrsta fjárlagafrumvarpi Alþýðubandalags-
ins“ eru ríkisútgjöld hátt í þreföld að niðurstöðu í
samanburði við fjárlög ársins 1978. Skattheimtan 1981 á enn
að vaxa um 5 milljarða króna með þeim hætti að
skattvísitala er ekki látin fylgja launabreytingum milli ára.
Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar mun verðbólg-
an 1980, frá byrjun til loka árs, verða um 54% meðaltals
hækkun á árinu. Sú er „niðurtalning" þjóna verðbólgunnar á
árinu 1980. Alþýðubandalagið unir vel sínum hag á
fjósbitanum.
Oft var mikið að gera hjá Karli og SÍKurði. Hér hafa þrir biiar verið stöðvaðir.
í.josm, Mbl.: RAX.
Hraðamælingar lögreglunnar:
Á f jórða þúsund öku-
manna teknir á árinu
borginni ok samanlagðar sekta-
greiðslur eru væntanleKa farn-
ar að nálgast 100 milljónir
króna. Þarna er þvi um að ræða
miklar fjárhæðir, sem kæmi sér
betur fyrir borgarana að hafa í
vasanum.
Morgunblaðið fylgdist í gær
með hraðamælingum lögregl-
unnar í borginni. Fyrst var farið
á Hringbraut við Elliheimilið
Grund og radarnum komið þar
fyrir. Lögreglumennirnir Rík-
harður Björnsson og Sigurður
Steingrímsson fylgdust með
mælinum í lögreglubílnum en
lögreglumennirnir Karl Magn-
ússon og Sigurður Þórðarson
voru viðbúnir í nokkurri fjar-
lægð og stöðvuðu þá bíla, sem
mældust yfir mörkunum. Rad-
argeislanum var beint austur
Hringbrautina og radarinn byrj-
aði að mæla hraða bifreiða strax
í nokkur hundruð metra fjar-
lægð. Áður en mælingin hófst
var radarinn prófaður með því
að slá á tónkvísl á radarsviðinu
en þá á mælirinn að sýna
ákveðna tölu. Rétta talan kom
fram á mælinum og því var allt í
lagi.
Það er skemmst frá því að
segja að ökumenn stóðu sig með
mikilli prýði þann hálftma, sem
mælt var á Hringbrautinni við
Grund. Langflestir bílar voru á
hraðanum 50—55 km miðað við
klukkustund og þó hraðamörkin
séu þarna 50 km var ekkert sagt
við því. Ekki þótti rétt að stöðva
menn og sekta fyrr en komið var
að 70 km mörkunum og aðeins
einn bíll fór yfir þau mörk,
mældist á 71 km hraða.
Næst var radarinn fluttur á
Hringbraut við Smáragötu og
ekki var fyrr búið að setja hann
upp en í Ijós kom að þar var
hraðinn miklu meiri. Nokkrir
bílar mældust strax yfir 70 km
mörkunum og alls voru skrifaðir
sektarmiðar á 15 ökumenn þær
40 mínútur, sem lögreglumenn
voru við mælingar á þessum
stað. Fjórir bílar mældust á yfir
80 km hraða, þrír á 87 km hraða
og einn á 85 km hraða. Sekta-
greiðslur þessara 15 bílstjóra
munu samtals verða tæpar 400
þúsund krónur. Dálagleg upp-
hæð það.
Lögreglumennirnir upplýstu
okkur um það að radarmælingar
færu fram flestalla daga ársins
og oft er mælt á nóttunni.
Margir eru teknir fyrir of hrað-
an akstur en lögregluyfirvöld
telja að það aðhald, sem radar-
mælingarnar skapa, komi í veg
fyrir hraðaakstur enn fleiri öku-
manna. Síðar verður sagt frá
hraðamælingum lögreglunnar á
þjóðvegunum nálægt Reykjavík.
-SS
Ríkharður með mælingabókina. Mælir radarsins sýnir töluna 48.
REKJA má stóran hiuta allra
árekstra i höfuðborginni tii
hraðaksturs, ökumenn virða
ekki þær reglur sem settar eru
um hraða i umferðinni. Það er
þvi ekki að undra að lögregian
leggi mikla áherzlu á að halda
ökuhraðanum innan skynsam-
legra marka og beiti til þess
ýmsum ráðum. Radarmælingar
eru helzta vopn lögreglunnar
til að halda niðri hraðanum og
veita ökumönnum nauðsynlegt
aðhald. Refsingar við of hröð-
um akstri voru tíundaðar hér i
Mbl. sl. sunnudag en venjulega
eru það sektir á bilinu 20—40
þúsund krónur en ef farið er
yfir 100 km mörkin eru viður-
lögin timabundinn réttinda-
missir og enn hærri sektir. Það
sem af er árinu hafa á fjórða
þúsund ökumenn verið teknir
fyrir of hraðan akstur i höfuð-