Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 25

Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 25 tekist að vélvæða: barnauppeldið. Þess vegna eru börnin borin út í bítið hvern dag, niðursett hjá vandalausum út í bæ og sótt um kvöldið til þess að þau geti sofið „heima". Allir sjá að þetta gengur ekki, þessvegna hlýtur það að vera til bráðabirgða — fyrr en varir er það orðið normalt, ekkert sjálf- sagðara. Hvað skyldu stjórnmálaflokk- arnir bjóða upp á til úrbóta? Eða eru þeir kannski sammála um að iáta staðar numið við frómar yfirlýsingar um „mikilvægi fjöl- skyldunnar". Sveigjanlegur vinnu- tími og dagvistun eru engin lausn. Við viljum einfaldlega styttan vinnutíma til að geta verið saman. Þjóðfélagið verður að viðurkenna að það framleiðir ekki bara fisk, heldur börn og rétt eins og fiskurinn verða þau að meðhöndl- ast af lágmarks natni, að öðrum kosti fer allt í gúanó. í dag þarf Fjölskyldufrídag. Þar verði bornar fram kröfur um næði staða kvenna hefur ekki breytzt til batnaðar þau ár, sem síðan eru liðin, áhrif þeirra hafa ekki auk- izt, allra sízt á stjórnmálasviðinu. Og virtist mér sem fullmikillar bjartsýni gætti um skjótan árang- ur jafréttisbaráttu kvenna í kjöl- far 24. okt. rétt eins og þjóðfélags- leg staða kvenna gæti í skyndingu færzt til betra horfs. Slík leiftur- sókn réttlætis og jafnréttishug- sjóna væri auðvitað með ólíkind- um. Karlmenn eru enn sem fyrr forréttinda- og yfirráðastétt, og þeir skammta konum nauma þátttöku á vettvangi mikilvægra ákvarðana, forystu og stjórnunar. Þeir virðast upp til hópa því miður ekki skilja það enn, að framgang- ur jafnréttismála er öllum í hag, körlum ekki síður en konum, Fátt bendir til þess, að þeir séu tilbúnir til þess að breyta viðhorfum sínum og lífi og viðurkenna konur sem jafningja. Þeir, sem bera skarðan hlut frá borði og eru SOFFÍA GUOMUNDSDÓTTIR SÆMUNDUR GUOVINSSON til að vera saman, ræða málin, sitja á koppnum, klæða sig í, vera veik. Þá myndi miðbærinn springa og enginn sitja heima — nema kannski þessi sem ég nefndi í upphafi. Pétur Gunnarsson Má ég byrja á því að taka fram, að 24. okt. 1975 var ekki kvennafrí, heldur kvennaverkfall, og hug- myndin þar um kom fyrst fram á ráðstefnu um kjör láglauna- kvenna, sem haldin var j Lindar- bæ í ársbyrjun 1975. íslenzkar konur voru ekki á þessum degi að efna til settlegrar skrúðgöngu svo sem upp á punt í þjóðlífinu. Þessi dagur og aðgerðir honum tengdar áttu sér það inntak að sýna fram á mikilvægi atvinnuframlags kvenna í okkar þjóðfélagi. Kon- urnar voru ekkert í fríi þennan dag, heldur færðu þær til starfs- vettvang sinn, frá daglegri önn við ýmis störf yfir á svið þjóðfélags- legrar baráttu með jafnréttissjón- armið að leiðarljósi. Það kom í ljós, að þjóðfélagið var óstarfhæft, hjól atvinnulífsins snerust ekki daginn þann sem konur um allt land tóku sig saman um að leggja niður vinnu, gera verkfall í áðurgreindum tilgangi. Hvað svo? er spurt og það að vonum. Öllum má ljóst vera, að órétti beittir, verða sjálfir að berjast fyrir bættum hag, og þess eru engin dæmi, að forréttinda- hópar láti neitt af hendi fyrr en í fulla hnefana. Konur verða að efla með sér samtök þvert á alla hefðbundna skipan stjórnmála- flokka og hagsmunasamtaka í ljósi þeirrar staðreyndar, að kon- ur sem kyn sæta kúgun, sem birtist í margvíslegum myndum innan allra stétta þjóðfélagsins. Þótt lítið sýnist hafa miðað í jafnréttismálum frá 24. okt. 1975, er ekkert vafamál, að áhrifa frá þeim degi hefur þó gætt að nokkru og gætir enn. Eg dreg ekki einungis i efa, að nú á því herrans ári 1980 sæti kona Bessastaði sem forseti íslenzka lýðveldisins, held- ur einnig að framboð konu til þess embættis hefði yfirleitt komið fram, ef ekki hefði um áratuga skeið verið háð í þessu landi jafnréttis- og kvennabarátta. Ég er varla ein um þá skoðun, að þess baráttuanda, sem ríkti meðal kvenna, er undirbúningur og framkvæmd kvennaverkfallsins 24. okt. 1975 stóð sem hæst, gætti þeim mun eindregnar sem nær dró forsetakosningunum 29. júní 1980. Þennan anda baráttu og sam- stöðu meðal kvenna verðum við að efla. Að öðrum kosti mun fátt gerast markvert á sviði jafnrétt- ismála. Soffía Guðmundsdóttir Dæmigerðir karlaklúbbar safna tugum ef ekki hundruð milljóna króna á ári til styrktar líknar- starfsemi í landinu. Á meðan auglýsir kvenfélag kirkjunnar basar og skal öllum ágóða varið til kaupa á nýjum stól undir organ- istann. Fjöldi karla hóar sig sam- an á ráðstefnu og flytur erindi um hvernig skipuleggja skuli heil- brigðisþjónustu við landsmenn. Kvenfélag elliheimilisins selur prjónles til að fjármagna kaup á 60 koppum í nýju álmuna sem alltaf er lofað fyrir kosningar. Og allir una glaðir við sitt — eða hvað? Auðvitað er þetta ekki svona auðvelt og ekki sett fram til að lítilsvirða hlut kvenna í ýmsum framfaramálum á liðnum árum og áratugum. En á meðan konur sitja á fundum og ráðstefnum og hug- leiða hvernig haga skuli jafnrétt- isbaráttunni heldur lífið áfram með karlmenn við stjórnvölinn. GUÐRÚN SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR Þeir ráða í sveitarstjórnum og á Alþingi og konur eiga engan rétt á aukinni þátttöku þar bara af því þær eru konur. Þær halda hins vegar áfram að tala og eru nú eflaust að safna fyrir skóhlífum handa prestinum meðan þær bíða eftir því að völdin verði rétt þeim í hendur. Sem einstaklingar eru konur að sjálfsögðu jafn hæfar og karl- menn til flestra starfa. Meðan þær kjósa að eyða tíma sínum í orðræður í stað athafna mega þær halda áfram að kveina og kvarta mín vegna. Hvarvetna bíða óleyst verkefni í hrönnum í þessu þjóð- félagi og ég sé enga ástæðu til að við bíðum eftir því að karlmenn gefi sér tíma til að leysa þau. Það er á valdi kvenna hvort þær hasla sér stærri völl í þessu þjóðfélagi, láti til sín heyra og til sín taka á vettvangi þjóðmála og stjórnsýslu. Þær verða sjálfar að ákveða sína lífsbraut eins og karlar: hvað hreppi ég ef ég vel þessa leið og hvað missi ég? Hver kona verður að vega þetta og meta, ótrufluð af upphrópunum um dagheimili fyrir öll börn allan daginn og að konan eigi að „ráða yfir eigin líkama". Eitt má þó aldrei gleymast í þessari umræðu. Það eru börnin. Ef „kvennabaráttan" á að koma niður á börnunum eignist þá frekar gullfiska í búri. Hver sem er getur gefið þeim að éta og það þarf víst ekki einu sinni að tala við þá. Sæmundur Guðvinsson Kvennafríið 24. október 1975 er án efa þegar komið á spjöld sögunnar, er konur um allt land sýndu með ótrúlegri samstöðu gildi vinnuframlags síns í þjóðfé- laginu. Aðgerðirnar vöktu ekki aðeins konur til umhugsunar um stöðu sína heldur fengu þær og hljómgrunn með allri þjóðinni og reyndar víða út um heim. En markaði kvennafríið þáttaskil í þróun jafnréttis og jafnstöðu kynjanna hér á landi? Ég tel, að kvennafríið hafi náð tilgangi sínum sem slíkt og hafi verið mikilvæg stundarvakning bæði fyrir einstakar konur og kvenþjóðina í heild. Hins vegar virðist sú vakning ekki hafa rist nógu djúpt. T.d. hafa orðið tvenn- ar Alþingiskosningar og einar kosningar til bæjar- og sveitar- stjórna á tímabilinu án þess að konur hafi rétt hlut sinn þar svo nokkru nemi. Þær eru nú 5% Aiþingismanna og 6% sveitar- stjórnarmanna. Annars staðar á Norðurlöndum eru konur t.d. 25% þingmanna. Verkaskipting inni á heimilum sem utan er óbreytt enda eru fimm ár of stuttur tími til verulegra umbreytinga hvað þetta snertir. Hvað hefur þá áunnist á síðast- liðnum fimm árum? Mikilvægum áfanga var náð með setningu laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla þar sem jafnrétti og jafnstaða kynjanna er lögfest sem samfélagslegt mark- mið. Konur hafa sótt fram á ýmsum sviðum þjóðlífsins, farið nýjar slóðir í náms- og starfsvali. Er skemmst að minnast framboðs og kosningar Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti forseta íslands í sumar. Fundir og ráðstefnur hafa verið haldnar um einn eða fleiri þætti jafnstöðumála. í seinni tíð hefur umræðan mjög beinst að fjölskyldunni og málefnum henn- ar. Er augljóst, að á þeim vett- vangi er mikilvægt verk að vinna til framdráttar raunverulegri jafnstöðu kynjanna i þjóðfélaginu. I því sambandi má nefna foreldra- leyfi v/ barnsburðar, jafna for- eldraábyrgð, foreldrafræðslu, styttri og sveigjanlegan vinnu- tíma o.fl. Allt eru þetta mjög jákvæðir þættir, sem stuðlað gætu að betri uppvaxtarskilyrðum fyrir börnin og heiibrigðara fjölskyldu- lífi. Hugsanlegt er, að kvennafríið eigi sinn þátt í því, að þessi mál eru nú komin í brennidepil. Ég er þeirrar skoðunar, að konur geti ekki lengur firrt sig ábyrgð á mótun samfélagsins. Þeim ber skylda til að axla þá ábyrgð sameiginlega með körlum. Það ætti líka að vera ljóst, að aukin þátttaka kvenna í löggjöf og öðrum ákvörðunum á opinberum vettvangi auðveldar framgang jafnstöðu annars staðar í þjóðfé- laginu. Stjórnmálaflokkarnir eru þau lýðræðisöfl, sem helst geta veitt konum brautargengi og ber að hefja nýja sókn og hvetja konur til að láta æ meira að sér kveða á þeim vettvangi. Þverpólitískt fé- lag eins og kvenréttindafélag ís- lands, sem í rúma sjö áratugi hefur dyggilega fylgt eftir kröf- unni um jafnrétti karla og kvenna, gæti enn sem fyrr orðið mikilvæg lyftistöng í þeirri sókn. Guðrún Sigríóur Vil- hjálmsdóttir. Hve ég man þann dag vel, hann byrjaði sem hver annar dagur, rólegur án fyrirheita og ég bjóst ekki við neinni opinberun. Maður- inn minn sagði við mig „er þetta ekki þinn frídagur" og bætti við „Ætlar þú ekki á fundinn?" Mér varð svarafátt, hvað var í aðsigi? Svo sannarlega fór ég á fundinn og þegar ég stóð niður á Lækjar- torgi með dóttur minni innan um þennan kvennaskara og var alltaf að koma auga á gamlar kunn- ingjakonur, sem ég hafði ekki séð árum saman, þá vissi ég að eitthvað vár að gerast. Þann dag UNNUR S. ÁGÚSTSDÓTTIR vaknaði mörg konan til vitundar um, að hún stendur jafnfætis karlmanninum, húsbóndi og hús- móðir eru jafningjar. Það kom rót á huga minn og margar kynslóðir formæðra minna vöknuðu í huga mínum. Hún móðir mín hafði ekki kosningarétt, þegar hún eignaðist elstu bðrnin sln og ömmur mínar og langömmur ... Við höfum hlotið jafnrétti lög- um samkvæmt og fögnum því, en aðeins í orði, ekki á borði og hygg ég að enn eigum við eftir stranga göngu. Að drottna, hefur verið karlmanninum eðlislægt frá örófi alda, ennþá skilur mikið á milli eðli manns og konu. Horfið til allra þeirra mála sem oft eru nefnd „kvenfélagsmál", til þessa þekki ég vel eftir 25 ára félags- störf. Konur þurfa að sameinast, hvar er nú neistinn frá kvennafrí- deginum?, látum nú reyna á, hvort hugur fylgdi máli og komum fleiri — mörgum — konum inná Alþingi og í sveitarstjórnir við næstu kosningar, rennum ekki hug að hvaða stjórnmálaskoðanir þær hafa. Svo mikið traust ber ég til íslenskra kvenna, að hagsmunir heimilanna sitji ætíð í fyrirrúmi hjá þeim. Veitum heimilum okkar alla þá ástúð og hlýju er við búum yfir, því sá heimur sem börn og barnabörn okkar ganga til móts við er ógnvekjandi. Unnur S. Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.