Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
27
Friðrik Sophusson alþingismaður í umræðum á Alþingi:
„Tvískinnungur Alþýðubanda-
lagsins augljós í Flugleiðamálinu44
Friðrik Sophusson, al-
þingismaður, fjallaði
nokkuð um aðför Alþýðu-
bandalagsins að Flugleið-
um í ræðu sinni á Alþingi í
fyrradag, þegar fram fór
fyrsti hluti umræðna um
skýrslu samgönguráð-
herra og frumvarp fjár-
málaráðherra. Fer hér á
eftir kafli úr ræðu Frið-
riks:
I þeirri skýrslu, sem hér er til
umræðu, er lýst í stórum dráttum
sögu málsins undanfarin ár.
Minna fer fyrir því að sagt sé frá
þeim ágreiningi sem átti sér stað
milli Alþýðubandalags og Fram-
sóknar, bæði innan ríkisstjórnar
og utan. Meira fór fyrir því stríði
á síðum dagblaðanna í síðasta
mánuði, þegar ríkisstjórnin lét
loks verða af því að gera tillögur í
málum Flugleiða. Til að átta sig á
þessum pústrum þarf að rifja upp
nokkur atriði sem skýra afstöðu
Alþýðubandalagsins og varpa ljósi
á tilgang þess, þegar þeir ófrægja
aðgerðir hæstv. samgönguráð-
herra.
Hv. þingmaður Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins, flutti tillögu
á sinum tíma um rannsókn á
starfsemi Flugleiða. í raun var
tillagan aðeins tilraun til að sá
fræjum efa og tortryggni um
rekstur Flugleiða og fyrsti þáttur-
inn í markvissri viðleitni flutn-
ingsmanns til að koma flugrekstr-
inum í hendur opínberra aðila, en
það er trú Alþýðubandalagsins, að
flugmálum þjóðarinnar sé betur
borgið í höndum ríkisvaldsins en
hjá einkaframtakinu. í tillögunni
sagði flutningsmaður, að það væri
grundvallarmarkmið að öryggi á
sviði samgangna við umheiminn
væri ekki í höndum aðila sem
störfuðu á grundvelli þröngra
gróðasjónarmiða. svo að hans orð
séu notuð. í greinargerðinni skýrir
hann sjónarmið sín með eftirfar-
andi hætti með leyfi forseta:
„Flestar þjóðir sem íslendingar
hafa samskipti við í Vestur-
Evrópu, hafa í samræmi við þessi
grundvallaratriði tryggt forræði
kjörinna fulltrúa þjóðarinnar yfir
mikilvægustu samgöngutækjun-
í kafla um horfurnar 1981 segir,
að erfitt sé að ráða í framvindu
efnahagsmála í Bandaríkjunum á
næstu misserum og ekki síður í
þróunina á fiskmarkaði þar. Þess
er getið, að í spám alþjóðastofn-
ana sé gert ráð fyrir að samdrátt-
urinn í þjóðarbúskap Bandaríkj-
anna verði skammvinnur, en erfitt
sé að segja, hvaða áhrif væntan-
legur bati, sem yrði hægur, hefði á
eftirspurn á fiski, en hann ætti þó
að auðvelda að jafnvægi komist
aftur á á fiskmarkaði. Það geti
hins vegar tekið nokkurn tíma og
því óvíst, hvort verðlag hækki á
næstunni, en það fari einnig eftir
um. Þar sem járnbrautir eru lífæð
samgöngukerfisins eru þær yfir-
leitt í þjóðareign. Sams konar
þróun hefur víða einkennt stærri
flugfélög. Meðal íslendinga hafa
flugvélar og farmskip að mestu
gegnt hlutverki járnbrauta án
þess þó að kjörnir fulltrúar þjóð-
arinnar hefðu hér svipaða aðstöðu
til að gæta hagsmuna almennings
eins og tíðkast með helztu ná-
grannaþjóðum okkar.“ Tilvitnun
lýkur.
í ræðu sinni sem flutt var 7.
desember 1978 sagði hv. þingmað-
ur m.a. á þessa leið:
„I flestum þessara landa hefur
forræði kjörinna fulltrúa þjóðar-
innar yfir mikilvægustu greinum
samgöngukerfisins verið tryggt á
þann hátt, að opinberir aðilar
hafa ýmist að öllu leyti eða á
afgerandi hátt verið eignaraðilar
að mikilvægustu samgöngutækj-
unum og er þannig leitazt við að
tryggja, að samgöngukerfið þjóni
hverju sinni almennum þjóðfé
lagssjónarmiðum og velferðar-
sjónarmiðum fólksins í landinu.
Hér á landi hefur hins vegar orðið
sú þróun, að öflugust fyrirtækin í
samgöngukerfi þjóðarinnar eru
einkafyrirtæki og hefur mikilvægi
þessara fyrirtækja aukizt til
muna á allra síðustu árum.“ Til-
vitnun lýkur.
í ræðu hv. þingmanns frá 7.
desember 1978 kennir margra
grasa. Hann gerir því t.d. skóna,
að það sé tilgangur Flugleiða að
stinga undan fjármagni og flytja
til í rekstri sínum og koma með
þeim hætti íslenzkum flugmálum
á kaldan klaka. í ræðu sinni sagði
hv. þingmaður Ólafur Ragnar
Grímsson orðrétt með leyfi for-
seta:
„Og kann sú hætta ekki að vera
einnig fyrir hendi, (háttvirtir
þingmenn), að undir slíkum kring-
umstæðum kjósi eigendur Flug-
leiða vegna þröngra eiginhags-
muna að bjarga sínu skinni með
því að flytja áherzluþungann frá
flugrekstrinum innanlands og
færa eignirnar til hinna alþjóð-
legu fyrirtækja, Air Bahama og
Cargolux og flugfélagsins í Uru-
guay og kannski einnig í Shri
Lanka til þess að þeir björguðu þó
sínum eignum, þótt þjóðin sjálf
sæti uppi flugflotalaus. í jafn
verðlagi á öðrum matvælum, en
búizt hafi verið við hækkun á
verði ýmissa matvælategunda
undir lok ársins. „Að öllu saman-
lögðu virðist ekki útlit fyrir al-
menna verðhækkun á frystiafurð-
um á næstunni."
Þá er bent á að takmörk séu
fyrir því, hvað unnt er að auka
saltfisk- og skreiðarframleiðslu án
þess að það komi niður á verðinu.
„Að öllu samanlögðu má líklega
segja, að um þessar mundir sé
markaðsástand þannig, að erfitt
gæti reynzt að auka framleiðslu
og útflutning botnfiskafurða að
marki, að minnsta kosti um sinn.“
alþjóðlegri og flókinni fyrirtækja-
samsteypu sem Flugleiðir eru nú
orðnar, er sá möguleiki vissulega
fyrir hendi og það væri blinda að
útiloka hann með öllu.“ Tilvitnun
lýkur.
Þetta rifja ég hér upp til þess að
benda á, að þessi hv. þingmaður
var þeirrar skoðunar, að tilgang-
urinn væri sá að flytja fjármagn
frá íslandi til annarra landa. Nú
hefur það hins vegar komið í ljós,
að tapinu á Norður-Atlantshafs-
flugleiðinni hefur fyrst og fremst
verið mætt með því að ganga á
eignir félagsins og bitnar það að
sjálfsögðu mest á eigendum fyrir-
tækisins, þeim sem hafa lagt fram
fjármagn til að halda uppi sam-
göngum við aðrar þjóðir.
Nú kann einhver að spyrja: En
er það alveg víst, að hv. þingmað-
ur Ólafur Ragnar hafi átt við
þjóðnýtingu? Því er til að svara,
að hv. þingmaður Ólafur Ragnar
Grímsson átti viðtal við dagblaðið
Vísi haustið 1978 eða nánar tiltek-
ið 23. okt. Þar spyr blaðamaður:
„Áttu við þjóðnýtingu með orðun-
um aukinni eignaraðild?"
Og flutningsmaður svarar orð-
rétt méð leyfi forseta:
„Ef svipast er um í löndunum í
kringum okkur, þá eru mikilvæg-
ustu samgöngutækin í öllum þess-
um löndum þjóðnýtt og við getum
alveg eins notað það orð. Það
hefur ekkert ríki í Vestur-Evrópu
treyst sér til að byggja samgöngur
sínar eingöngu á einkareknum
fyrirtækjum.“ Tilv. lýkur.
Og enn spyr blaðamaður:
Hvernig ætti slík þjóðnýting að
fara fram? Og hv. þingmaður
Ólafur Ragnar Grímsson svarar
með leyfi forseta: „Fyrsta skrefið í
þeim efnum gæti verið að skilja á
milli þeirra flugsamgangna, sem
ég tel að séu nauðsynlegar fyrir
öryggi landsins og þjóðarhag. Þar
á ég bæði við flugsamgöngur
innanlands og utan, sem yrðu þá
reknar af opinberum aðilum, en
einkaaðilum yrði látið eftir
áhættuflugið, ef þeir vilja frekar
það flug áfram."
Þess orð hv. þingmanns Ólafs
Ragnars Grímssonar, formanns
þingflokks Alþýðubandalagsins,
lýsa mjög vel tilgangi þeirra
alþýðubandalagsmanna með að-
gerðum sínum í Flugleiðamálinu
fyrr og síðar.
Eins og menn rauna, var tillaga
hv. þingmanns Ólafs Ragnars ekki
útrædd á Alþingi á sínum tíma,
enda var tilgangurinn ekki sá að
ná fram samþykkt í málinu, held-
ur fyrst og fremst að grafa undan
einkarekstri á sviði flugsam-
gangna í landinu.
Næsta tilraun þeirra alþýðu-
bandalagsmanna var í sumar í
ágúst og september þegar málið
var á dagskrá í ríkisstjórninni 9.,
11., 15. og 16. september. í þessum
þætti lék aðalhlutverkið Baldur
Freðfískframleiösla á Bandarikjamarkað:
20% samdrátt-
ur á þessu ári
FREÐFISKFRAMLEIÐSLA fyrir Bandaríkjamarkað hefur dregizt
sáman um 20% á þessu ári til ágústloka. segir í þjóðhagsáætlun
Þjúðhagsstofnunar. Framleiðsla fyrir aðra markaði hefur aukizt. en
framleiðsla frystra afurða virðist hafa dregizt saman um 3—4%
fyrstu átta mánuði ársins. Saltfiskframleiðslan hefur hins vegar
stóraukizt og er útiit fyrir að hún verði rúmlega tvöfalt meiri í ár en í
fyrra. Vegna minni loðnuafia er reiknað með að framleiðsla á mjöli og
lýsi verði minni á þessu ári en í fyrra.
Óskarsson, fóstbróðir hv. þing-
manns Ólafs Ragnars, nema þegar
lýsa þurfti áliti Alþýðubandalags-
ins á ólesinni skýrslu frá endur-
skoðendum Flugleiða, þá var hv.
þingmaður Ólafur Ragnar að
sjálfsögðu kvaddur til og fenginn
til þess að bera brigður á innihald-
ið. Hvatvíslegar yfirlýsingar Bald-
urs Óskarssonar, sérlegs eftirlits-
manns fjármálaráðherra, urðu
m.a. til þess að málgagn sam-
gönguráðherrans, dagblaðið Tím-
inn, sagði í leiðara, að það væri
skýlaust trúnaðarbrot, sem eftir-
litsmaður fjármálaráðherra hefði
framið með yfirlýsingu sinni í
fjölmiðlum um málið. Árásir
þeirra fóstbræðra á hæstv. sam-
gönguráðherra voru sprottnar af
sömu rótum og tillaga hv. þing-
manns Ólafs Ragnars áður. í
þessum efnum helgar tilgangur-
inn meðalið.
Þriðja tilraun Alþýðubanda-
lagsins, þriðji þátturinn í þjóðnýt-
ingaráformum þeirra, var síðan
gerð með bréfi hæstv. fjármála-
ráðherra til Flugleiða, dags. 10.
október, en það bréf er að finna
sem fskj. í skýrslu hæstv. sam-
gönguráðherra. Það er þetta bréf,
sem samgönguráðherrann kallaði
flækjubréfið, en hæstv. sam-
gönguráðherra sagði í viðtali við
Morgunblaðið hinn 12. október sl.
orðrétt með leyfi forseta:
„Eg er mjög óhress yfir því, að
fjármálaráðherra sé að flækja
þetta mál með bréfi sínu til
Flugleiða. Það á að ganga hreint
til verks og þetta mál liggur fyrir
afgreitt í ríkisstjórninni." Tilvitn-
un lýkur.
Þetta bréf hæstv. fjármálaráð-
herra er að sjálfsögðu skrifað í
sama tilgangi og fyrri aðgerðir
alþýðubandalagsmanna. Hér er
reynt að draga málið á langinn og
flækja það til þess að gera hæstv.
samgönguráðherra og stjórnend-
um Flugleiða erfiðara um vik í
stöðunni. Ég ætla ekki að tíunda
frekar hér þátt Alþýðubandalags-
ins í þessu máli öllu, en kemst þó
ekki hjá því að undirstrika tví-
skinnung þeirra með því að vitna
til nýlegs blaðaviðtals í Helgar-
póstinum, þar sem Ólafur Ragnar
Grímsson, hv. þingmaður, situr
fyrir svörum. Hann segir þar, að
hann hafi aldrei sett fram ákveðn-
ar skoðanir um þjóðnýtingu Flug-
leiða. Og síðar í sama viðtali segir
hann, að slíkar hugmyndir séu
varla tímabærar, því að fyrst
þurfi að greina á milli nauðsyn-
legs flugs innanlands og við næstu
nágrannalönd annars vegar og
áhættuflugs hins vegar.
Þetta vil ég leggja áherzlu á, því
að enn er lokaþáttur málsins eftir
og þótt Alþingi samþykki heimild-
arlög fyrir ríkisstjórnina um að-
stoð við Flugleiðir, þá á ríkis-
stjórnin endanlega eftir að ganga
frá sínum málum. í samþykkt
ríkisstjórnarinnar frá 16. sept-
ember er gerður greinarmunur á
svokölluðu grundvallarflugi og
öðru flugi. Á þetta lögðu alþýðu-
bandalagsmenn ofurkapp að
greina á milli þessa tvenns og
þessi kafli í samþykkt ríkisstjórn-
arinnar verður án efa notaður í
framtíðinni af Alþýðubandalaginu
til tilrauna, sem ganga í átt til
meiri áhrifa, opinberra aðila eða
jafnvel þjóðnýtingar í flugsam-
göngum þjóðarinnar.
Sigurður Óskarsson formaður
verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins
Stefnum að því sam-
starfi sem bezt trygg-
ir okkar mann og lýð-
ræðislega stjórn ASÍ
„í ÞESSUM viðræðum okkar við kratana hafa engin nöfn verið
nefnd í sambandi við æðstu embætti Alþýðusambands íslands. en
hjá okkar mönnum er nafn Björns Þórhallssonar nefnt númer
eitt, ef hann fengist til að gefa kost á sér til forsetakjörs. Ilitt er
svo aftur óljóst enn með hverjum hætti við sjálfstæðismenn fáum
bezt tryggð áhrif okkar og lýðræðislega stjórn í ASÍ,“ sagði
Sigurður óskarsson, formaður verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðis-
flokksins. er Mbl. spurði hann í gær um viðræður sjálfstæð-
ismanna og alþýðuflokksmanna um undirbúning fyrir ASÍ-þing í
haust. Sigurður sagði, að auk viðræðnanna við alþýðuflokksmenn
hefðu farið fram óformlegar viðræður við fulltrúa annarra
flokka.
Sigurður kvaðst telja næsta
víst, að á þinginu í haust yrði
lögum breytt og kosnir forseti og
tveir varaforsetar, en upphaflega
lögðu sjálfstæðismenn fram fyrir
nokkrum árum tillögu um þetta,
en hún náði þá ekki fram að
ganga. Sagðist Sigurður ekki hafa
í viðræðum sínum við ýmsa menn
fundið neina andstöðu við það, að
þessi breyting yrði gerð nú.
Alþýðubandalagsmenn munu nú
hafa staðfest forsetaframboð
Ásmundar Stefánssonar og af
alþýðuflokksmönnum mun Karvel
Pálmason standa næst forseta-
framboði. Sigurður Óskarsson
sagði í samtalinu við Mbl., að
hann teldi nú vilja flestra að
samkomulag yrði á sem breiðust-
um gruridvelli. Mbl. spurði Sigurð,
hvort skiptar skoðanir væru með
sjálfstæðismönnum um það, hvort
samstarf ætti að hafa við alþýðu-
flokksmenn eða alþýðubanda-
lagsmenn. „Ég held, að allir séu
sammála um það, að bezt verði
samstarf á sem breiðustum
grundvelli. Við sjálfstæðismenn
stefnum að því samstarfi, sem
tryggir okkar manni bezta braut:
argengið til æðstu embætta ASÍ
og einnig er ljóst, að við munum
ekki lengur sætta okkur við þann
óeðlilega hlut, sem við höfum haft
í miðstjórn ASÍ,“ sagði Sigurður.
í viðræðunefnd sjálfstæð-
ismanna sitja, auk Sigurðar, Pétur
Sigurðsson, Guðmundur H. Garð-
arson, Bjarni Jakobsson og Sverr-
ir Garðarson og frá Alþýðuflokkn-
um eru Jón Helgason, Karvel
Pálmson og Karl Steinar Guðna-
son.