Morgunblaðið - 23.10.1980, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 23. OKTÓBER 1980
84 félög boðuðu
ekki verkfall
Frá bryggjunni neðan við söltunarstöð Auðhjargar á Eskifirði i gær. (Ljósni. Æv»r)
Margir halda út aftur
án þess að fá löndun
EskifirAi. 22. október.
ST/ERSTUR hluti síldveiðiflot-
ans var hér á Reyðarfirðinum i
nótt og um áttaleytið i morgun
mátti sjá um 40 skip á firðinum
og sjálfsagt hafa ekki allir verið
taldir. Bæði nóta- og reknetaskip
voru að draga og þungt i hjá
mörgum, þvi afli var góður.
í dag hafa 25—30 bátar komið
hingað inn, en ekki hefur verið
hægt að taka við af þeim öllum.
Því hafa sjómenn gripið til þess
ráðs að taka ís í síldina í lestunum
og ætla síðan aftur út í kvöld.
Nokkrir þeirra munu hugleiða að
sigla til hafna lengra í burtu en
hér á fjörðunum. Ekki sér fram úr
síldarsöltuninni, þó mikið sé unn-
ið, berst stöðugt meiri afli á land.
— Ævar
SAMKVÆMT upplýsingum
Vinnuveitendasambands íslands
eru 84 félög innan Alþýðusam-
bands Íslands, sem hafa ekki
boðað verkfall hinn 29. október
næstkomandi, en alls munu vera
rúmlega 200 félög innan ASÍ.
Hér fer á eftir listi yfir þau félög,
sem boðuðu ekki verkfall:
Félög með beina aðild að ASÍ:
Bókbindarafélag íslands, Félag
hárgreiðslu- og hárskerasveina,
Félag ísl. hljómlistarmanna, Fé-
lag leiðsögumanna, Félag mat-
reiðslumanna, Félag starfsfólks í
veitingahúsum, Félag sýningar-
manna v. kvikmyndahús, Flug-
freyjufélag íslands, Flug-
virkjafélag íslands, Hið ísl. prent-
arafélag, Mjólkurfræðingafélag
Isl., Múrarafélag Reykjavíkur,
Sveinafélag pípulagningamanna,
Bifreiðastjórafélagið Keilir,
Keflavík, Verkalýðsfélag Tálkna-
fjarðar, Verkalýðsfélagið Skjöld-
ur, Flateyri, Vélstjórafélag ísa-
fjarðar, Verkalýðs- og sjómanna-
félag Álftfirðinga, Verkalýðsfé-
lagið Hvöt, Hvammstanga, Verka-
lýðsfélagið Ársæll, Hofsósi,
Verkalýðs- og sjómannafélag
Stöðvarfjarðar, Bifreiðastjórafé-
lagið Ökuþór, Selfossi, Bifreiða-
stjórafélagið Sleipnir, Reykjavík.
Verkamannasamband Íslands:
Verkalýðsfélag A.-Hún.,
Blönduósi, Verkalýðsfélagið Hörð-
ur (skeyti barst of seint), Verka-
lýðsfélag Skagastrandar (skeyti
barst of seint), Verkalýðsfélag
Raufarhafnar, Raufarhöfn,
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar,
Vopnafirði, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Fáskrúðsfjarðar,
Verkalýðsfélag Reyðarfjarðarhr.,
Reyðarfirði, Verkalýðsfélagið Jök-
ull, Höfn, Verkalýðsfélagið Sam-
herjar, Kirkjubæjarklaustri,
Verkalýðsfélagið Víkingur, Vík,
Bílstjórafélag Rangæinga, Hellu,
Verkakv.fél. Aldan, Sauðárkróki
(skeyti barst of seint).
Landssamhand iðnverkafólks:
Iðja, félag verksmiðjufólks, Ak-
ureyri.
Landssamband ísl. verzlunar-
manna:
Verzlunarmannafélag Hafnar-
fjarðar, Verzlunarmannafélag
Suðurnesja, V'erzlunarmannafélag
Akraness, Verzlunarmannafélag
Borgarness, Verzlunarmannafélag
Stykkishólms, Verzlunarmannafé-
lag V.-Barðastr.sýslu, Verzlun-
armannafélag Bolungarvíkur,
Verzlunarmannafélag ísafjarðar,
Verzlunarmannafélag V.-Hún-
vetninga, Hvammstanga, Verzlun-
armannafélag Húnvetninga,
Blönduósi, Verzlunarmannafélag
Skagfirðinga, Sauðárkróki, Verzl-
unarmannafélag Siglufjarðar,
Siglufirði, Verzlunarmannafélag
A.-Skaft., Höfn, Verzlunarmanna-
félag Vestmannaeyja, Verzlun-
armannafélag V.-Skaft., Vík,
Verzlunarmannafélag Rangár-
vallasýslu, Hvolsvelli, Verzlunar-
mannafélag Árnessýslu, Hvera-
gerði.
Málm- og skipasmíöasamband ís-
lands:
Iðnsveinafélag Stykkishólms,
málmiönaðardeild, Félag járniðn-
aðarmanna ísafirði, Sveinafélag
járniðnaðarmanna, Húsavík,
Sveinafélag málmiðnaðarmanna
N.-Múl., Seyðisfirði, Sveinafélag
járniðnaðarmanna Vestmanna-
eyjum (skeyti barst of seint).
Rafiðnaðarsamband íslands:
Félag ísl. línumanna, Félag ísl.
rafvirkja, Félag ísl. skriftvéla-
virkja, Sveinafélag útvarpsvirkja,
Rafiðnaðarmannaféiag Suður-
nesja, Rafvirkjafélag Akureyrar,
Félag rafiðnaðarmanna Vest-
mannaeyjum, Félag rafiðnaðar-
manna Suðurlandi.
Samband byggingarmanna:
Veggfóðrarafélag Reykjavíkur,
Iðnsveinafélag Stykkishólms
byggingarmannadeild, Iðnsveina-
félag Skagafjarðar byggingar-
mannadeild Sauðárkróki, Verka-
lýðsfélagið Jökull byggingar-
mannadeild, Höfn, Félag bygg-
ingariðnaðarmanna, Vestmanna-
eyjum.
Sjómannasamband íslands:
Matsveinafélag SSÍ, Sjómanna-
félag Reykjavíkur, Þernufélag Is-
lands, Sjómannafélag Hafnar-
fjarðar, Vélstjórafélag Suður-
nesja, Sjómannadeild Vlf. Kefla-
víkur og nágrennis, Sjómanna- og
vélstjóradeild Vlf. Grindavíkur,
Sjómannadeild Vlf. Akraness,
Vélstjóradeild Vlf. Akraness, Sjó-
mannafélag ísfirðinga, Sjómanna-
félag Eyjafjarðar, Sjómannafélag-
ið Jötunn, Vestmannaeyjum.
Vetrarríki
KKÍIsstoAum. 21. október.
HÉR ER alhvít jörð og
hefur verið síðan veðrið gekk
yfir viku af október. Þá munu
hafa orðið talsverðir fjár-
skaðar á úthéraði og í
Jökulsárhlíð. Þykir mönnum,
að fyrsti snjórinn hafi staðið
nógu lengi við og er flesta
farið að lengja eftir hláku.
Á þetta ekki sízt við bá sem
sjá um hitaveitufra. .nvæmdir
hér á Egilsstöðum. - Jóhann
Kulturhistorisk Leksi-
kon í ljósprentun
DANSKA útgáfufélagið Rosen-
kilde og Bagger hefur hafið
ljósritun á Kulturhistorisk Leks-
ikon og er fyrsta hindið nú komið
út og er gert ráð fyrir, að eitt
bindi komi út á mánuði, nema í
júlí 1981 og 1982, en ailri Ijós-
prentun 22ja hindanna á að vera
lokið í október 1982.
Islenzkir fræðimenn hafa tekið
verulegan þátt í þessu norræna
samstarfi um menningarsögu, en
upphafsmaður þess var dr. phil.
Lis Jacobsen, sem fékk hugmynd-
ina, þegar hún var flóttamaður í
Svíþjóð í síðasta stríði. Tæplega
900 fræðimenn frá fimm Norður-
löndum hafa lagt hönd að verki og
skrifað 6000 greinar, sem fylla
14.490 dálka í ritverkinu, auk
margra mynda. I verkinu eru um
100.000 tilvísanir til heimilda.
Kulturhistorisk Leksikon kom
út frá 1956—1978, en er nú
uppseld og mun kosta 7—8000
danskar krónur á fornsölum. Gert
er ráð fyrir, að nýja útgáfan kosti
milli 3—4000 danskar krónur.
Leiðrétting
í VIÐTALI, sem tekið var við þá
Þorstein Sigmundsson og Jón M.
Guðmundsson, féll niður ein setn-
ing. Þar var spurt um skoðanir
þeirra á tillögum Stéttarsam-
bands bænda og var Þorsteinn
fyrir svörum og taldi þær hafa
mótast af lítilli þekkingu á búskap
fuglabænda. Þessu mótmælti Jón
og taldi þetta misskilning af hálfu
Þorsteins, en viðurkenndi að
vegna tímaskorts á fundinum
hefðu tillögurnar borið af því
greinilegan keim.
Þessi ummæli Jóns féllu niður
og er hann beðinn velvirðingar á
því.
Daníel Þórðarson afhcndir Grensásdeildinni myndsegulbandið.
Lionsklúbburinn Njörður gaf Grensás-
deild Borgarspítalans myndsegulband
SÍÐASTLIÐINN mánudag, gaf Video-þjónustan á Skólavörðu- um og tóku þau Adda Bára
Lionsklúbburinn Njörður stíg ókeypis áskrift að einni Sigfúsdóttir, formaður stjórnar
myndsegulband til Grensás- mynd vikulega. Daniel Þórar- spítalans, og Ásgeir B. Ellerts-
deildar Borgarspítalans og var insson, formaður klúbbsins, af- son, yfirlæknir deildarinnar, við
það liður í því að minnast 20 ára henti myndsegulbandið að við- gjöfinni.
afmælis klúbbsins. Einnig gaf stöddum fjölmörgum sjúkling-