Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 37 Frá opnun sýningarinnar á Sveaborg, talið irá vinstri: Sven Wiik Hansen, Hringur Jóhannesson. Inghiid Karlsen og Martti Aiha. Hufvudstadsbladet um myndir Hrings á Sveaborg: „Nauðsynleg leiðsögn í heimi sem einkennist af andstæðum“ „Áherzlumerki i norrænni list 1979—80“ var heiti mynd- listarsýningar i norrænu menn- ingarstöðinni Sveaborg i sumar. Einum listamanni frá hverju Norðurlandanna var boðin þátttaka i sýningunni, en skilyrði var að þátttakandi hefði vakið sérstaka athygli i ættlandi sínu fyrir sýningu á sl. vetri. Varð Hringur Jóhannes- son fyrir valinu af hálfu ís- lands, en myndir hans á Svea- borg voru frá sýningu hans í Norræna húsinu i febrúar og marz sl. Dómnefnd þá, sem tók ákvörðun um þátttakendur, skipuðu fimm menn, einn frá hverju landi og var Þóra Krist- jánsdóttir, listfræðingur, þar fulltrúi íslands. Gagnrýnendur helztu blaða í Finnlandi fara lofsamlegum orð- um um sýninguna í heild og ekki síður um framlag Hrings Jó- hannessonar, en þátttakendur auk hans voru Sven Wiig Han- sen frá Danmörku, Inghild Karlsen, Noregi, Petter Zenn- ström, Svíþjóð, og Finninn Martti Aiha. Þar sem vikið er sérstaklega að Hringi Jóhannessyni í gagn- rýni Dan Sundell í Hufvudstads- bladet segir m.a.: „Hringur Jóhannesson er í senn concept-listamaður og landslagsmálari. íslenska sveitin og sveitalífið er hans gefna upphaf og sú viðmiðun sem hann hefur á ný sjónarhorn á daglegt líf. Þaðan lítur hann á heiminn eins og hann er í dag, og býr sér til eigin samfellu þess liðna og þess sem tilheyrir okkar tímum. Gamli sauðskinnsskórinn sem Hringur málar og teiknar í mörgum tilbrigðum verður tákn verðmæta liðins tíma, þaT sem hinsvegar endurnýjunin er sýnd í svipmyndum séðum gegnum bílrúðu á ferð um ísland. Sá vélarpartur sem glittir á í hlöðu- opinu, úr umhverfi þar sem notalegt og hlýlegt rökkur hvílir yfir. — Úr mynd eins og þessari má einnig lesa hvernig gamalt og nýtt mæt.ist í list hans. Listrænt starf Hrings Jóhann- essonar er nauðsynleg leiðsögn í heimi sem einkennist af and- stæðum, af tilraunum til að finna framhald sem hafi eitt- hvert gildi — framhald af því sem áður var einfalt og öruggt." Gagnrýnandi Helsinki Sano- mat, Marja Terttu Kivi, segir: „íslendingurinn Hringur Jó- hannesson og Norðmaðurinn Inghild Karlson hafa bæði hvor á sinn hátt orðið fyrir áhrifum af náttúrunni. Forsendur Hrings eru augljósari. Náttúran í mynd- unum sýnist vera áþreifanleg, jafnvel þó að listamaðurinn við- urkenni það umbúðarlaust að hann máli landslag sitt gegn um bílrúðu. Þegar maður stendur andspænis málverkum hans fer maður að velta því fyrir sér hvernig manneskjan kemur Hringur i vinnustofu sinni. (Ljóxm. ól.K. Matcn.) fram við náttúruna. Listamaður- inn er þó ekki að predika. Hann dáist að fegurðinni og hana finnur hann hvort heldur í vélum eða gömlum sauð- skinnskó." Gagnrýnandi Uusi Suomi seg- ir svo: „Málverk Hrings Jóhannes- sonar eru nákvæm og raunsæis- leg eins og ljósmynd og gefa sýningunni menningarlegan og yfirvegaðan, en um leið fallegan svip. Listamaðurinn veit fylli- lega hvað hann er að fara þegar hann velur sér til dæmis gamlan sauðskinnskó, leysingu á vori, útsýn úr hlöðuopi — allt þetta virðist tákna leit að gömlum hefðum og virðingu fyrir nátt- úrulegum lífsháttum." Um sýninguna í heild segir Dan Sundell í Hufvudstadsbla- det: „Ef bregða á upp sýnishornum af myndlist Norðurlandanna, þá getur árangurinn orðið harla margvíslegur, eftir því hverjir fyrir valinu standa. Það að 5 norrænir veljendur hafa sett saman á Sveaborg sýningu sem ber heitið „áherzlumerki í nor- rænni list ”79—’80“, og tekist að gefa henni svip sem í senn segir talsvert um listina í hinum löndunum og jafnframt myndar heild sem sýning — það getur verið heppni, ellegar árangur góðrar samvinnu. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þessar 5 sérsýningar sem þær í reynd eru, búa allar yfir frumleika og krafti sem lýsir stöðu norrænnar listar og á hvaða leið hún er. Þessir 5 dómnefndarmenn, einn frá hverju landi, sem hafa fengið það erfiða verkefni að benda á mikilvægustu listsýningu liðins árs, hafa í vali sínu bersýnilega haft svipaða viðmiðun. Þarna er verið að leitast við að sýna það sem býr yfir listrænum frum- leika, leiknu handbragði og næmri tilfinningu fyrir því sem er að gerast í kring um okkur. Og það eru einmitt þessir eigin- leikar sem verða samnefnarar þessarar sýningar. Og það, burt séð frá því hve ólíkt hinir einstöku listamenn þar tjá sig. Hver og einn af þessum lista- mönnum hefur eitthvað að gefa, meira en það eitt að gleðja augað. Þessi staðreynd getur varla farið fram hjá nokkrum sýningargesti. í heild er sýning in fjölbreytileg. Öll hin hefð- bundnu form myndlistar, olíu- málverk, grafík, skúlptúr eru þar — en þannig saman sett og í svo augljósum tilgangi sem á ekkert sameiginlegt með „hefð“ í þrengri merkingu þess orðs. Fyrir þessa 5 listamenn má setja jafnaðarmerki milli hefðarinnar og þeirrar kunnáttu, þeirrar tjáningartækni sem listamenn dagsins í dag ráða yfir þegar þeir taka sér fyrir hendur að búa til mynd af sinni samtíð fyrir sína eigin samtíð." Gagnrýnand- inn heldur síðan áfram að lýsa því hvernig hver og einn af þessum 5 listamönnum nýtir sér hefðina sem frjótt afl í listsköp- un sinni.“ Hitaveitusamband sveitarfélaga stofnað HITAVEITUSAMBAND sveitarfélaga var formlega stofnað sl. föstudag í Reykja- vík og var Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóri í Reykjavík, kjörinn formaður sambands- ins. Með honum í stjórn, Vil- helm Steindórsson, hitaveitu- stjóri á Akureyri og Sigurð- ur Pálsson, oddviti í Hvera- gerði. Jóhannes sagði í samtali við Mbl., að aðal tilgangurinn með stofnun þessa sambands væri, að efla samstarf hita- veitna og vinna að öðru leyti að hvers konar sameiginleg- um hagsmunamálum þeirra, s.s. með samræmingu á reglu- gerðum og gjaldskrám og miðlun af reynslu. Veröur í Súlnasal Hótels Sögu annaö kvöld, föstudag 24. október. Húsiö veröur opnaö kl. 7 fyrir matargesti. Réttur kvöldsins kostar aöeins ||QQ0 krónur. Forsala aösöngumiöa og boröapantanir í dag, fimmtudag, milli kl. 5 og 7 í fordyri Súlnasalarins. Skídaskólinn í Kerlingafjöllum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.