Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 47

Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 47 Trausti fer ekki til IFK Gautaborgar — Örgryte og AIK sýna áhuga “ Það verður ekkert úr því að ég fari til IFK Gautaborg. Liðið sýndi mér frekar takmarkaðan áhuga, og i gærkvöldi talaði ég við Þorstein Ólafsson markvörð liðsins og hann tjáði mér að Gautaborg ætlaði sér að kaupa sænska landsliðsbakvörðinn sem leikið hefur með Vesterás“ sagði Trausti Haraldsson landsliðs- bakvörður í knattspyrnu og leik- maður með Fram í viðtali við Mbl i gær. En skýrt var frá þvi i einu dagblaðanna i vikunni að Trausti væri á leið til Gautaborgarliðs- ins. — Ég hef mikinn áhuga á þvi að breyta til og spreyta mig með erlendu liði. Otto Laufdal er að athuga málin fyrir mig i Sviþjóö, og tvö lið eru aðallega inni i myndinni. Það eru lið Harðar Hilmarssonar AIK, og lið ör- gryte sem örn óskarsson leikur með. Bæði liðin unnu sig upp i 1. deild á keppnistimabilinu sem er að ljúka og eru þegar farin að huga að kaupum á nýjum leik- mönnum. Eins og fram hefur komið i fréttum Mbl. var Trausti Har- aldsson stigahæstur i einkunna- gjöf Morgunblaðsins síðasta keppnistimabil og hlaut titilinn leikmaður Islandsmótsins. Trausti var mjög vel að titlinum kominn hann lék mjög vel allt síðasta keppnistimabil bæði með félagi sinu Fram og ísienska landsliðinu. — ÞR. Knattspyrna 1 Leikmaður íslandsmótsins i knattspyrnu. Trausti Haraldsson Sundmaðurinn Ingi Þór varð fyrir valinu Árshátíð íþróttabandalags Akraness var haldin fyrir skömmu. Þar var m.a. lýst kjöri iþróttamanns Akraness 1980. Stjórn ÍA velur íþróttamann Akraness og tilnefnir hver stjórnarmaður fimm íþrótta- menn og gefur þeim efsta fimm stig. Silfurmerki IA var afhent á árshátíðinni og hlutu það íris Dröfn Smáradóttir, íslandsmeist- ari í tvíliðaleik meyja í badminton og meistaraflokkur kvenna í hand- knattleik fyrir sigur í 2. deild 1980. Þá veittu sérráð og félög innan (Jrslit urðu þau. að Ingi Þór Jónsson sundmaður hlaut kosn- ingu með yfirburðum, hlaut 53 stig. Næstur honum kom Ingólf- ur Gissurarson sundmaður. en þess má geta að Ingólfur var kosinn iþróttamaður Akraness 1979. ÍA ýmis verðlaun, fyrir leikja- fjölda og annað, og Þýsk-íslenska verslunarfélagið útnefndi Grohe- mann ársins í knattspyrnu í annað sinn. Þau verðlaun hlaut nú lands- liðsmaðurinn Sigurður Halldórs- son. BlaK ) Haustmót í blaki HAUSTMÓT i blaki fer fram dagana 24.—26. okt. og er mótið í umsjá Í.S. að þessu sinni. Þátt- taka í mótinu er ágæt, alls hafa 21 lið tilkynnt þátttöku. í mfl. karla 12 lið, þar verður leikið í 3 riðlum og síðan úrslitakeppni. í mfl. kvenna 4 lið og í 3. fl. pilta 5 lið. Leikið verður á 3 stöðum sem hér segir: Föstudagur íþrh. Háskóla íslands kl. 19.30-21.00 3. fl. pilta. Föstudagur íþrh. Háskóla íslands kl. 21.00—22.30 mfl. kvenna. Laugard. íþrh. HÍ 13.00—17.00 mfl. karla. Laugard. Vogaskóli 13.00—14.30 3. fl. pilta. Sunnud. íþrh. K.H.Í. 10.00—21.00. Allir fl. Leikið verður upp á 2 unnar hrinur og verður hámarkslengd á hrinu 15 mínútur til að tímaáætl- un geti staðist. ' í mfl. karla keppa: 1. riðill 2. riðill 3. riðill Hveragerði Fram Í.S. Í.B.V. H.K. U.M.S.E. Víkingur Þróttur Umf. Samhygð Þróttur b) Þorri Þróttur Neskaupst. I mfl. kvenna l.S. Víkingur, Þrótt- ur og U.B.K. 9 í 3. fl. pilta H.K. Þróttur, Víking- ^ ur, Stjarnan og Hveragerði. % Eftirtalið íþróttafólk hlaut stig í kjörinu: Ingi Þór Jónsson, sund 53 stig Ingólfur Gissurarson, sund 24 stig Laufey Sigurðardóttir, handkn./badmint. 18 stig Ragnheiður Jónasdóttir, badmint./handkn. 18 stig Bjarni Sigurðsson, knattspyrna 11 stig Kristján Olgeirsson, knattspyrna 10 stig Magni Ragnarsson, sund 10 stig Árni Þ. Hallgrímsson, badmint./knattsp. 9 stig Jón Alfreðsson, golf 7 stig Sigurður Jónsson, knattspyrna 4 stig Árni Sveinson, Sigurður Halldórsson og Valdimar Sigurðsson, knatt- spyrnumenn hlutu allir 2 stig. ULLAR- BUXUR Satín fóöraöar, 100% ullarefni. Litir: Grátt — Vínrautt — Svart Camelbrúnt — Grænt — Milliblátt. Hönnun: Margrét Siguröardóttir. KOMNAR AFTUR Fæst hjá — Blátt — KARNABÆ og einkasöluaöilum hans um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.