Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980
Sá boðskapur hefir verið látinn
út ganga, að frumvarp handbókar-
nefndar ísl. kirkjunnar hafi verið
samþykkt á síðastliðinni presta-
stefnu. Sannleikurinn er þó engu
að síður sá, að frumvarp þetta
sætti þar miklum aðfinnslum, eins
frá „hægri" mönnum sem
„vinstri".
Allt of lítill tími var ætlaður til
umræðna um þetta viðamikla mái.
Og mér er næst að halda, að ekki
hafi verið til þess ætlazt, að
prestar fengi of rúman tíma til
þess að bera saman bækur sinar
um þetta áttunda furðuverk ver-
aldar. Tilgangurinn var sá að fá
„gæðastimpil" prestastefnunnar á
handverkið. Og það tókst, þótt
ætla hefði mátt annað.
Til þess að friða þá, sem ekki
voru alls kostar ánægðir, var
prestum gefinn kostur á því að
koma athugasemdum sínum til
nefndarinnar fyrir haustið. Nærri
má geta, hvaða árangur slíkt
mundi bera. Því kýs ég heldur að
skrifa fáein orð í Morgunblaðið.
Almenningur í landinu á líka
fullan rétt á því að fá að fylgjast
eitthvað með í þessum málum,
hafi hann áhuga á því. Ekki sízt
þar sem látið er í veðri vaka, að
allt sé þetta gert af umhyggju
fyrir söfnuðunum í landinu. En
einmitt þess vegna skýtur það
skökku við, að málið skuli ekki
vera lagt fyrir héraðsfundi, þar
sem fulltrúar safnaðanna fengju
að kynnast því og segja sitt álit.
Ekki er flas
til fagnaðar
Þeim ágætu mönnum, sem voru
svo óheppnir að lenda í handbók-
arnefndinni, vil ég segja það til
afsökunar, að þeim var engan
veginn ætlaður nægur tími til
verksins, auk þess sem „helgisiðir
verða ekki samdir við skrifborðið“,
eins og vitur maður sagði á
prestastefnunni.
En hvers vegna liggur svona
mikið á? Það mætti jafnvel sýnast
sem guðskristnin í landinu væri á
„síðasta snúningi" og breyting á
helgisiðunum álitin eina hugsan-
lega bjargráðið! Aðra skýringu get
ég ekki gefið á þessu handbókar-
„rallýi“ nokkurra fyrirmanna
kirkjunnar, enda búið að lýsa yfir
því, að nú sé „vond tíð“. En hér
mun það gilda, eins og annars
staðar, að ekki er flas til fagnaðar,
og væri það allmikið slys, ef
handbókarfrumvarpið, eins og það
kemur frá nefndinni, væri látið á
þrykk út ganga.
Ekki minnist ég þess, að Jesús
Kristur legði neina ofuráherzlu á
helgisiðina. Það gerðu hins vegar
Farísearnir og hinir skriftlærðu.
Ekki sagði Jesús: Oss liggur lífið á
að breyta helgisiðunum. En hann
sagði: „Gjörið iðrun og trúið
fagnaðarboðskapnum".
Að búa til vandamálin
Ýmislegt er sagt til réttlætingar
handbókar-frumvarpinu, meðal
annars það, að stefnt sé að meiri
þátttöku safnaðarins í messu-
gjörðinni. Það á að „flytja þunga-
miðjuna frá prestinum og yfir á
söfnuðinn”. Það á miklu fremur að
vera „söfnuðurinn sem messar“
heldur en presturinn. Látum þetta
hjal allt eiga sig. Að sjálfsögðu er
söfnuðurinn aðalatriðið, prestur-
inn aðeins þjónn hans. Það er
engin ný speki.
Lúter vildi efla þátt safnaðar í
messunni með sálmasöng, og var
það miklu skynsamlegri hugmynd
en sú, sem handbókarmenn hafa í
kollinum. En þar scm talið er, að
þetta með óufnaðarsonginn hafi
mistekizt, skal nú leitað annarra
raða. t>g riiðurstaðan verður sú, að
þátttaka safnaðar verði bezt
tryggð með alls konar upphrópun-
um, hér og hvar í messunni.
^karkali lífsins virðist nútíma-
manninum orðinn svo inngróinn,
að hann geti helzt ekki ímyndað
sér að neitt sé þar að gerast, sem
ekki er hávaði á ferðum. Ég vil þó
halda, að söfnuðurinn geti tekið
fullan þátt í guðsþjónustunni, þótt
hann sé hljóður í kirkju sinni. í
Guðs orði segir: „Ver hljóður
frammi fyrir Drottni". Líka hefir
sagt verið, að öll tilbeiðsla sé háð
lögmáli hljóðleikans. Það er gefið
mál, að slíkur hávaði, sem hand-
bókarmenn ætla söfnuðinum að
fremja í messunni, muni aðeins
hafa truflandi áhrif á hinn sanna
bænar- og tilbeiðsluanda. Drott-
inn heyrir, þótt ekki sé talað
upphátt við hann. Hins vegar er
það gott, að hinn almenni kirkju-
gestur syngi með, finni hann þörf
hjá sér til þess.
Ég vil því andmæla eindregið
þeirri útbreiddu skoðun, að
kirkjugestir taki ekki þátt í mess-
Sr. Bjartmar Kristjánsson:
Frumvarp
að handbók
Athugasemdir á víð og dreif
Undarleg er t.d. sú spurning
prestsins, „hvort barnið eigi að
skírast til þeirrar trúar, sem vér
höfum játað“. Kristnir foreldrar
koma með barn sitt til skírnar og
fá þá framan í sig þessa gáfulegu
spurningu, hvort barnið eigi að
skírast til kristinnar trúar!
Ekki veit ég til hvers á að lesa
við skírnarguðsþjónustu annað
eins og það, er „ísraelslýður mögl-
aði gegn Móse“ í eyðimörkinni! Én
hvers vegna þá að sleppa „vatns-
bæn“ Lúters, þar sem Drottinn er
lofaður hástöfum fyrir það að
hafa drekkt Faraó og öllu hans
hyski í Hafinu rauða? Sú „bæn“
hefði einmitt sómt sér vel innan
um annað í frumvarpi handbókar-
nefndar, enda er hennar getið með
virðingu í greinargerðinni.
Tíl þess að gera langt mál stutt
tek ég dæmi, sem talar sínu máli
um smekkvísina, sem hvarvetna
blasir við augum í umræddu
frumvarpi. Það er fyrirbæn með
handayfirlagningu, er barnið hefir
verið vatni ausið. Handbókar-
frumvarp: „Almáttugur Guð, faðir
Drottins vors Jesú Krists, sem nú
hefur endurfætt þig fyrir vatn og
heilagan anda, tekið þig inn í riki
unni, nema þeir „láti í sér heyra“.
Og hver er það, sem ekki hefir
fundið þá „stemmningu", sem
söfnuðurinn skapar á hátíðlegum
og alvarlegum stundum í húsi
Drottins? Hverjum dettur t.d. í
hug, að þeir sem koma til jarðar-
farar, taki ekki þátt í þeirri
athöfn, þótt hljóðir séu?
Hér er að mínum dómi verið að
búa til vandamál. Það er veitzt að
þeim, sem rækja kirkju sína og
sagt, að þeir taki hreint ekki þátt í
því sem fram fer! Þetta er ósann-
gjarnt. Raunverulega vandamálið
er hins vegar í sambandi við þá
allt of mörgu, sem lítt eða ekki
sækja kirkju. Eitthvað þyrfti að
gera til þess að laða þá til Guðs
húss. En það verður ekki gert með
helgisiðum einum, og allra sízt af
þeirri gerð sem nú eru fyrirhugað-
ir.
„Misvitur er Njáir
Svo var sagt forðum. Ef til vill
mætti svipað um handbókarnefnd
segja. Annars vegar vill hún
endurvekja gamlar hefðir í sam-
bandi við helgihaldið. Hins vegar
varpar hún fyrir róða öðru, sem
rekja má til elztu tíma kristninn-
ar. Skulu hér fáein dæmi nefnd:
í samkunduhúsum sínum lásu
Gyðingar úr „lögmálinu og spá-
mönnunum". Sem hliðstæðu við
það lásu kristnir menn „pistil og
guðspjall". Nú þykir allt í einu
nauðsynlegt að bæta við lestri úr
Gamla-testamentinu. En svo á
aftur að fella niður lestur texta á
undan prédikun. Þann eðlilega og
sjálfsagða hátt er þó að rekja til
Meistarans sjálfs, sbr. Lúk. 4.16-
21. Með lestri textans er nauðsyn-
legur grundvöllur lagður undir
prédikunina. Þetta er víst ekki að
gera breytingar breytinganna
vegna!
Þá skal hinum ævafornu útdeil-
ingarorðum breytt, það er að
segja, hluti þeirra er felldur niður.
Þar má nú hvorki nefna „bikar
lífsins" né heldur „brauð lífsins",
sem Jesús þó nefndi sjálfan sig.
Breyting þessi er í þá átt að
undirstrika einmitt það, sem
mörgum hefir verið hneykslunar-
hella í sambandi við hina helgu
minningarmáltíð.
Að Guð sé ávarpaður með heit-
inu: Faðir, kemur varla fyrir í
kollektunum Allir kristnir menn
vita þó, hve kært Jesú var að
ávarpa Guð á þann hátt.
Að lokum skal minnzt á naín
Jesú, sem menn á æðri stöðum
virðast ekki kunna að beygja
lengur, eins og það hefir tíðkazt
frá elztu tímuin.
„Þeir ílytja
íangar bænir“
Almenna kirkjubænin, sem
flutt er eftir prédikun af stól, er
færð til í messunni. Ekki skiptir
það svo sem máli, en tilgangurinn
vandséður. Kannski er þetta þó
liður í því að fella burt hinn
„hátíðlega ramma umhverfis
prédikunina", ásamt með því að
leggja niður lestur texta, og einnig
postullega kveðju.
Eins og bæn þessi kemur fyrir
sjónir í margnefndu frumvarpi,
minnir hún á orð Meistarans um
hinar „löngu bænir“ Faríseanna.
Þar að auki skal hún flutt eins og
framhaldssaga og ætlazt til, að
söfnuðurinn ýti við Drottni inn á
millum, að hann nú heyri og hlýði.
„Meiri lofgjörð og tilbeiðslu", er
meðal fjölmargra slagorða hand-
bókarmanna. Og líklega hefir það
tekizt, sé tommustokkurinn notað-
ur sem mælikvarði. En athygli
vekur, að þrátt fyrir allt orðaflóð-
ið, eða kannski vegna þess, hefir
bæn fyrir framliðnum ekki gefizt
rúm. Ekki mun það af vangá,
hetdur með ráði gjört. Að baki
liggur gömul kirkjukenning, sem
nefndin vill sýnilega styðja við
hakið á. En hún er á þá lund, að á
dauöastundinni séu endanlega
ráðin örlög mannanna annars
heims. Sú sál, sem „fer til sælu-
ranns", þarfnast engra fyrirbæna.
Þeirri, sem fer „hina leiðina”,
getur ekkert bjargað. Þar er
fyrirbænin þýðingarlaus.
í samræmi við þetta er svo
bænin (ef bæn skyldi kalla) á
minningardegi framliðinna, AUra
heilagra og Allra sálna messu. Þar
sýnist manni, að Himnafaðirinn
muni, „fyrir rest“, sitja uppi með
nokkurn hóp „útvalinna" í kring-
um sig, og vera sæmilega ánægður
með sinn hlut.
Um kollekturnar vil ég sem
minnst segja. Þetta eru fornar
flíkur, dregnar upp úr rúmshorni
frá liðinni öld. Svo sannarlega
hefðu þær átt að fá að hvíla í friði.
Meðhjálparabænin gamla, sbr.
Helgisiðabók 1910, er enn mjög
vinsæl, enda sannkallað snilldar-
verk. En svo hafa handbókarmenn
frá henni gengið, að ekki er sjón
að sjá. Það er hér eins og víðar,
alltaf þurfa breytingarnar að vera
á ógæfuhliðina. Aðalatriðið virðist
það, að hnoða sem mestri guð-
fræði inn í hverja setningu. Énda
segir í greinargerð, að „gæta verði
þess í allri endurskoðun messunn-
ar, að hinum guðfræðilegu megin-
reglum sé hlýtt“.
Mikil ósköp hlýtur fagnaðarboð-
skapur Frelsarans að vera fátæk-
legur, svo gersneyddur sem hann
er allri þessari guðfræöi! Það
hefði verið einhver mundur fyrir
Krist að hafa handbókarnefndina
sér til trausts og halds en ekki
þesr.ar postulavæflur, sem voru án
efa ennþá Iélegri í guðfræðinni en
sjálfur hann.
Skírnarformálinn
Ékkert er Ioflegt um breytingar
á skírnarformálanum að segja.
síns elskaða sonar, þar sem er
fyrirgefning syndanna, líf og sálu-
hjálp — hann styrki þig með náð
sinni til eilífs lífs. Friður sé með
þér“. Helgisiðabók 1934: „Algóður
Guð blessi þig og leiði, svo að þú
verðir um tíma og eilífð hans
ástfólgið barn, sem hann hefir
velþóknun á“.
Hér þarf engra skýringa við. Þó
vil ég benda á, að hið fyrrnefnda
er helmingi lengra mál og mestur
hluti þess fullyrðing en ekki bæn.
Þá bregður fyrir klúðurslegu orða-
lagi, svo sem: „þar sem er“. En
slíkt er ekkert einsdæmi í frum-
varpinu.
Akkillesarhæll hinn
minni og meiri
Fáein orð um postullegu trúar-
játningunu „Píndur undir Pontí-
usi Pílatusi", sbr. Helgisiðabók
1910, þykir að vonum ekki góð
íslenzka. „Píndur á dögum P.P.“,
eins og núgildandi Helgisiðabók
hefir, þvkir heldur ckkí nógu gott.
Nú er lagt til að þarna standi:
„Píndur undir valdi “ o.s.frv. En
„undir valdi" er ekki hætis hót
betri íslenzka en það áðurnefnda.
Bezt færi á þvi að segja: Pindur á
valdadögum Pontíusar Pílatusar.
En svo er það „upprisa holds-
ins“, þetta eilífa ágreiningsmál.
Handb. frumv. setur þarna „upp-
risu mannsins". Það takmarkar
upprisutrúna, og ekki fannst mér
prestum lítast vel á þá uppá-
stungu, og er hún vonandi úr
sögunni. Skilst mér, að þetta hafi
átt að vera eins konar málamiðlun
á milli „harðlínumanna“ og hinna,
sem vilja halda sig við „upprisu
dauðra“.
í Nýja-testamentinu er talað
um „upprisu dauðra“, eða „upprisu
frá dauðum", en hvergi minnzt á
„upprisu holdsins". Það er yngri
tilbúningur. Orðalagið, „upprisa
dauðra", er hlutlaust, og getur
hver og einn hugsað sér upprisuna
í hvaða formi sem hann kýs. Þeir
sem endilega vilja rísa upp í
holdinu, sínum gamla líkama, geta
mætavel lifað í voninni um að
Drottinn veiti þeim þá ánægju á
sínum tíma.
En nú er sá hængurinn á, að
postulinn Páll notar þráfaldlega
orðið „hold“ um það í eðli manns-
ins, sem syndinni er háð og getur
ekki erft guðsríkið. Þess vegna var
í núgildandi Helgisiðabók horfið
frá hinu gamla orðalagi. Postulinn
taldi ávinning í því að deyja, ekki
sízt fyrir þær sakir, að þá losnuðu
menn undan valdi „holdsins“.
Sums staðar í kristninni er þarna
haft „upprisa líkamans", og er það
sök sér. Því að líkamir þurfa ekki
endilega að vera jarðneskir, geta
líka verið andlegir og himneskir.
Bezt er þó að halda sig við
„upprisu dauðra", enda styðst það
orðalag eitt við helgar ritningar.
Meistarinn ásakaði andstæð-
inga sína harðlega fyrir einstreng-
ingslega fastheldni við „erfikenn-
ingu feðranna", og sagði, að með
henni „ónýttu þeir jafnvel boðorð
Guðs“. Hvað hefði hann sagt um
þá fastheldni við gamalt og úrelt
orðalag „feðranna", sem hér um
ræðir?
Ég hefi aldrei getað skilið það,
að kristnir menn þurfi að varpa
skynseminni fyrir borð, trúar
sinnar vegna.
Að eta kristindóminn
í margnefndu frumvarpi er
hlutur hins talaða orðs lítillækk-
aður eins og mögulegt er. Það er
talin óheillaþróun, að „hlutur
prédikunarinnar varð æ meiri, unz
svo var komið, að hún var talin
aðalatriðið í messunni og útrýmdi
öðru“. Svipaða umsögn fær sálma-
songurinn. ()g „afleiðingin varð
sú, að lútersk messa hætti að vera
samfélag um Guðs horð“. (Grein-
argerð, bls. 16).
Satt er það, að prédikanir voru
langar fyrr á tíðum. En nú eru
þeir timar löngu liðnir og ekki um
Karl Helgason lögfræðingur:
Opið
bréfkorn
til
ykkar
Kæru þið!
Það kemur ykkur kannski á
óvart að ég skuli senda ykkur línu.
En það gerðist dálítið um daginn
sem ég má til með að segja ykkur
frá. Það vildi svo til að ég sat í
langferðabíl ásamt hópi ung-
menna í skemmtiferð. Nokkur
tóku sig ti! og fóru að syngja.
Indælt, hugsaði ég, á ferðalogum á
einmitt að syngja — láta lífsfjör í
ljós — samtengja hópinn — sam-
eina hugi.
(Það athugast að ég hugsa
stundum dáiitið hátíðlega — má
segja að iaðri við að vera ung-
mennafélags- aidamótalega þó að
ég sé árg ’46 )
Ef til vill ru ekki allir vissir á
texta í f>rstu en eftir að hann
hafði veriö -sunginn tvisvar-þris-
var hófðu lieslir tekið undir.
Nú er það svo að ég hiusta oft
þannig á lög að heyri ekki textann.
ÞAÐ
Mér finnst það oft ekki síðra; má
til bera að einhverjir séu mér
sammála um að það saki ekki
endilega þó að eitthvað í missist af
sumum dægurlagatextunum. Ég
undi því um stund við að hlusta án
þess að heyra orðaskil. Fjörugir
krakkar, firnagott lag. Fínt! Og
bara sjö ára hnokkar og hnátur!
En með því að textinn var
einfaldur og endurtekinn býsna
oft síðustu orðin loks inn fyrir
skelina:
Viskí, viskí, sódavatn og sitr-
óna — drekktu þig nú blind-
fullan — ah-ha ha ha haa.
Æ, þetta hefði mátt vera
huggulegra. En hvað, þau myndu
syngja fleira, eitthvað það sem að
mínum smekk ætti betur við
Raunin varð sú að önnur lög
áttu erfitt uppdráttar. Þetta var
„grípandi", textinn einfaidur. Að
vísu var þetta aðeins hluti lagsins
en var látið duga.
Og það hvarflaði að mér:
Af hverju syngja þau þotta svo
ákaft og lítið annað?
— Ja, sjö ára krakkar kunna nú
ekki svo margt — það er ekki
hægt að ætlast til þess.
— En því þetta helst?
— Tilviljun, einhverjir hafa
heytt þetta einhvers staðar. Bless-