Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Varaformannskjörið: Hefð að brjóta lögin - en Karvel fylgdi lögunum „FORSETI þin>?sins hefur komið fram af fullri reisn, en röð kosninganna var rön%. Þaó hefur aðeins einu sinni áður verið kosið svona. 1974. o>? öll vitum við af hvaða persónuleKu ástæðum það var gert. Karvel urðu á mistök með því að haga kosninirunni með þessum ha“tti. en ég fyrirsef þér Karvel,“ sa«ði Vilmundur Gylfason í ræðu, sem hann flutti að loknu varaformannskjöri á flokksþinKÍ Alþýðuflokksins á lauKardaKskvOld. Sagði Vilmund- ur, að hefðin væri sú, að vara- formannskjör færi fram að loknu formannskjöri ok hefði verið rangt að breyta út af þeirri hefð nú, án þess að láta sig sem frambjóðanda til varaformanns- embættis vita og síðan hafna algjörlega tilmælum sínum úm að farið yrði að hefð. Sagði Vilmundur, að það hefði haft áhrif á úrslit varaformannskosn- inganna. að þær fóru ekki fram fyrr en búið var að kjósa for- mann. ritara og gjaldkera. en munurinn á honum og Magnúsi væri trúlega meiri en svo, að kosningafyrirkomulagið hefði haft úrslitaáhrif. Karvel Pálmason, forseti fiokksþingsins, sagði, að þegar hann hefði verið kosinn forseti þessa flokksþings, hefði hann tek- ið það svo, að hann væri kosinn til að stýra þinginu eftir lögum Alþýðuflokksins. „Hafi mér verið ætlað eitthvað annað, þá bar þeim, sem það vildu, að getá þess Alþýðuflokksfélag A-Skaftafellssýslu: Vítur á Kjartan - vildu fá Jón Bald- vin í mótframboð SIGURÐUR Hjartarson. fulltrúi Alþýðuflokksfélags Hornafjarð- ar, tók til máls á fiokksþinginu á laugardag og las þá m.a. sam- þykkt félagsfundar Alþýðu- flokksfélags A-Skaftafellssýslu, um vítur á Kjartan Jóhannsson og stuðningsfólk hans fyrir fram- komu þeirra gagnvart Benedikt Gröndal. Sigurður hafði þá gengið á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar og kynnt honum síðari hluta sam- þykktar félagsfundarins, sem var áskorun á Jón Baldvin um að fara í formannskjör á móti Kjartani. Jón Baldvin sagði nei og ákvað Sigurður þá að láta þessa hluta fundarsamþykktarinnar ógetið í ræðu sinni. fyrirfram. Ég vísa því alfarið frá, að þetta hafi verið mistök. Lögin mæla fyrir um þessa röð kosn- inga.“ Að loknu formannskjöri var dreift atkvæðaseðlum til vara- formannskjörs, en Karvel lét inn- kalla þá og dreifa atkvæðaseðlum til ritarakjörs, þar sem lög mæltu svo fyrir, að fyrst skyldi kjósa formann, þá ritara, síðan gjald- kera og svo varaformann, vararit- ara og varagjaldkera. Vilmundur Gylfason mótmælti þessu og sagði það hefð, að varaformannskjör færi fram að loknu formannskjöri, en Karvel sagði sér ekkert koma við, hvað gert hefði verið á fyrri flokksþingum. Hann hefði lögin við hendina og færi eftir þeim. Tillaga um aðra kosningaröð væri tillaga um brot á lögum. Þess skal getið, að þetta var fyrsta flokksþing Alþýðuflokks- ins, sem Karvel situr. Benedikt Gröndal, fráfarandi formaður, varð fyrstur til að óska Kjartani Jóhannssyni til hamingju með úrslitin i formannskjörinu. Á milli þeirra sést Karl Steinar Guðnason, sem var endurkjörinn ritari Alþýðuflokksins. I.j'ism. Mbl.: Emilia. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Stefnumótun í atvinnumálum ber hæst af störfum þingsins „ÞESSA hlið málsins hef ég nú bara ekki hugleitt ennþá,“ sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði hann að loknu flokksþingi á sunnudaginn, hvernig tilfinning það væri, að hafa nú náð þvi takmarki að verða formaður Alþýðuflokks- ins. „Mér eru hins vegar efst í huga öll þau verkefni, sem við okkur blasa. Það er mitt mat. að málefnastaða okkar sé sterk og við munum nú leggja allt kapp á að fylgja henni eftir með öflugra starfi, bæði innan flokksins og út á við.“ Mbl. spurði Kjartan álits á þeim umræðum um innanflokks- mál, sem fram fóru á þinginu og snerust þá einkum um stjórn- arslitin 1979. „Þessi umræða leiddi í sjálfu sér ekkert nýtt í ljós,“ sagði Kjartan. „Það voru skiptar skoðanir um stjórnarað- ildina 1978 og stjórnarslitin árið eftir. Þetta vissum við fyrir þetta flokksþing og umræðurnar hér hafa í sjálfu sér engu breytt, hvað þetta varðar. En það er okkar styrkur að geta skipzt á skoðunum og þá um þessi mál sem önnur.“ Mbl. spurði Kjartan, hvernig það hefði verið að vera einn í formannsframboði með tilliti til þess, að hann hefði gefið kost á sér gegn Benedikt Gröndal með þeim ummælum, að hann vildi ekki koma í veg fyrir lýðræðis- legar kosningar á flokksþinginu. „Ég gerði ekki néítt til að hindra það, að mótframboð kæmi fram gegn mér.“ — Hvað segir þú um úrslit formannskjörsins? „Ég get ekki verið annað en ánægður með það traust, sem mér finnst mega lesa út úr þeim tölurn." — Áttirðu von á öðrum tölum? „Um það vil ég ekkert segja. Ég mun bara gera það sem ég má og megna til þess að reynast þessa trausts verður. Mér er vel ljóst, að það er mikill vandi að feta í fótspor þeirra, sem gegnt hafa formannsstörfum í Alþýðu- flokknum. En sú braut verður nú fetuð.“ — Fékkst þú þá menn með þér í stjórn, sem þú vildir? „Ég lét ekki í ljós neinar langanir um það. Við höfum útkljáð okkar forystumál með lýðræðislegum hætti og ég, sem aðrir, virði þá niðurstöðu, sem fengin er. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi nýja stjórn verður samhent í starfi." — Telur þú að þessar kosningar milli manna eigi eftir að hafa áhrif á flokksstarfið? „Allar mannabreytingar hafa einhver áhrif. Hver maður hefur sinn stíl og menn leggja mis- mikla áherzlu á ýms atriði. En ég óttast ekki, að þær kosningar, sem hér hafa farið fram á milli manna, eigi eftir að skaða alþýðuflokkinn. Vilji þessa flokksþings er sá, að við hefjum öll sókn af fullum krafti, og auðvitað erum við fyrst og fremst Alþýðuflokksfólk, sem vill vinna flokknum og stefnu hans allt það gagn, sem við getum." Kjartan sagði það sitt mat, að af störfum þingsins bæri hæst sérstaka stefnumótun í atvinnu- málum, þar sem rík áherzla væri lögð á nýtingu orkulinda og orkufrekan iðnað. Þá væri það einnig breyting til betri lífskjara að hafa hóf á landbúnaðarfram- leiðslunni, halda áfram upp- byggingu fiskistofna og sporna gegn stækkun fiskveiðiflotans. „Hófleg landbúnaðarfram- leiðsla, hæfilega stór fiskiskipa- floti og sterkir fiskistofnar, eru með auknum nýtingum orku- linda okkar grundvallarforsend- ur þess, að stefnan í atvinnumál- unum geti fært okkur betri' lífskjör og framfarir," sagði Kjartan. „Þá hefur reynsla und- anfarinna mánuða sýnt, að sú jafnvægisstefna, sem Alþýðu- flokkurinn hefur boðað í efna- hagsmálum, er sú eina rétta. Það er ljóst, að aðeins með skynsamlegri stefnu í atvinnu- málum og jafnvægisstefnu í efnahagsmálum er unnt , að skapa svigrúm fyrir betri lífs- kjör og þær mörgu félagslegu umbætur, sem Alþýðuflokkurinn berst einnig fyrir." i Ágúst Einarsson var fljótur að sýna flokksþingsfulltrúum, hvað það þýddi að kjósa hann sem gjaldkera. Hann gekk á milli manna með söfnunarkassa meðan beðið var úrslita i varaformannskosningunni og safnaði 1.138.350 krónum. Kjartan fékk öll at- kvæðin nema fjórtán KJARTAN Jóhannsson fékk 166 atkva“ði í formannskjöri á flokks- þingi Alþýðuflokksins á laugar- daginn. Benedikt Gröndal fékk 1 atkvæði og Karvel Pálmason ann- að, en tólf seðlar voru auðir. Þingfulltrúar með atkvanlisrétti voru 180, frá 47 félögum og samtökum, þar á meðal tiu þing- menn. Magnús H. Magnússon var kosinn varaformaður með 110 atkvæðum, en Vilmundur Gylfa- son fékk 68. Kristin Guðmunds- dóttir fékk 1 atkvæði og 1 seðill var auður. Karl Steinar Guðnason var kos- inn ritari með 116 atkvæðum, en Kristín Guðmundsdóttir fékk 62. Magnús H. Magnússon og Sig- hvatur Björgvinsson fengu eitt atkvæði hvor. Ágúst Einarsson var einn í framboði til gjaldkera og fékk 169 atkvæði. Karvel Pálmason, Helga Möller og Garðar Sveinn Árnason fengu eitt atkvæði hvert, 1 seðill var auður og 4 ógildir. Fjórir voru í framboði til vara- ritara. Helga Möller var kjörin með 97 atkvæðum, Guðmundur Bjarnason fékk 35, Bragi Jóseps- son 21 og Grétar Geir Nikulásson fékk 19 atkvæði. Kristín Guð- mundsdóttir fékk 1 atkvæði og 1 seðill var ógildur. Garðar Sveinn Árnason var einn í kjöri til varagjaldkera eftir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir dró framboð sitt til baka. Garðar Sveinn fékk 158 atkvæði. Kristín Guðmundsdóttir fékk 1 atkvæði og Þorkell Valdimarsson 1, einn seð- ill var ógildur og 6 auðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.