Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 „Ég er búinn að segja strákunum að reyna að fótbrjota þig ef þeir fá tækifæri til þess“ —Nokkrir kaflar úr nýútkominni bók Emlyn Hughes Emlyn Hughes þykir vera einn litrikasti knattspyrnumaður Bretlandseyja síðustu árin. Hann gerði garðinn frægan með Liverpool í mörg herrans ár og vann með félaginu flesta þá titla sem möguleiki er að hremma. Þá var hann fastur maður í enska landsliðinu og sankaði að sér fjölda landsleikja. Á ýmsu hefur gengið á ferli kappans og þegar nokkrir kunningjar hans hvöttu hann til að skrifa æviminningar sínar, var hann ekki lengi að slá tíl. Nú er komin út bók sem heitir Emlyn Hughes — Crazy Horse Hughes rifjar upp kynni sin við hina og knattspyrnunnar. Alan Ball Ferill Hughes hófst hjá Blackpool. Þá var Alan Ball, sá kunni knattspyrnumaður aðal stjarna liðsins. Hughes segir: — Við litum allir upp til Alans, ungu strákarn- ir hjá Blackpool. Hann átti rauðan Ford Zephyr og hann ók iðulega með okkur strákana fram og aftur um baeinn og talaði um knatt- spyrnu. Alan var stjarna Black- pool, en ég var bara varamaður sem fékk það hlutverk að eiga við hann á æfingum. Eitt sinn var aefingarleikur á fullri ferð og við vorum í gagnstæðum liðum. Ein- hverju sinni sóttum við báðir að knettinum og ég varð heldur fyrri til. Utkoman varð sú, að ég sparkaði í leiðinni duglega í ökkl- ann á Alan með þeim afleiðingum að hann féll emjandi til jarðar. Það varð uppi fótur og fit, stór- stjarnan lá slösuð á vellinum og allir dæstu reiðilega til mín. Mér leið eins og aumingja. En hann reis á fætur og fáein- um mínútum síðar kom upp svipað atvik. Nema hvað nú fór ég ekki í návígið af fullum krafti. Fyrir vikið þeysti Alan burt með knött- inn. Eftir að hafa skilað honum af sér, hljóp hann til mín og var reiðilegur mjög. „Gerðu þetta aldrei aftur, aldrei draga þig út úr návígum, annars er ekki til í þér knattspyrna." þessa frömuði ensku mæta vel hvernig þér líður, en ég ræð þessum liðshóp, ég vél liðið og ég vel varamenn og ef þú passar þig ekki þá sendi ég þig heim með fyrstu vél.“ Nú var ég alveg eyðilagður og sagði: „Fyrirgefðu mér, ég hef brugðist þér, þetta kemur aldrei fyrir aftur." En Alf sagði þá: „Heyrðu vinur minn, þú hefur ekki brugðist mér, en ef einhver blaðamaður hefði komist á snoðir um tiltæki þitt, hefði hann getað skrifað krassandi grein um drykkjuskap ensku leik- mannanna hér í Mexíkó. Þá hefðir þú einungis brugðist sjálfum þér M Bill Shankley — Sama dag og ég skrifaði undir samning við Liverpool, var framkvæmdastjórinn Bill Shank- ley, að aka mér frá Blackpool til Liverpool. Þá gerðist það að ekið var aftan á bifreið Shankley með þeim afleiðingum að ljósker brotnuðu. Eftir orðaskak við hinn • Emlyn Hughes ásamt dóttur sinni litlu, Emilíu. Alf Ramsey • Tryllta hrossið á landsliðsæfingu undir stjórn Don Revie. þessu varla, ég hafði ekki verið félagsbundinn Liverpool nema í tvær klukkustundir, en þegar hafði framkvæmdastjóri minn verið viðriðinn ákeyrslu, verið stöðvaður af lögreglunni og talað um mig sem landsliðsfyrirliða. Þessu var erfitt að kyngja í einum bita ..." Ron Yeats Ron Yeats var einn af frægari leikmönnum Liverpool á sjötta áratugnum. Gefur tryllta hrossinu orðið: Ég gleymi aldrei atviki nokkru sem átti sér stað á æfingu skömmu eftir að ég kom til Liverpool. Eins og venjulega á æfingaleikjum hjá Liverpoool, var andrúmsloftið rafmagnað eins og um bikarúrslitaleik væri að ræða. Yeats var með knöttinn, en mér sýndist hann fara með hann út fyrir hliðarlínu og hrópaði því „innkast". „Hann fór ekki út af maður minn,“ var svarað um hæl. Ég brosti bara og sagði: „Láttu ekki svona Ronnie, vertu ekki með þennan barnaskap, víst fór knött- urinn út af.“ Þetta hefði ég betur látið ósagt, því nú kom Yeats æðandi til mín og reiðin skein úr augum hans. Hann urraði: „Aldrei skaltu kalla mig barn aftur væni minn, þá slít ég af þér handlegg- ina.“ Að þessu sögðu minntist ég sögu sem gekk um Ronnie, þess eðlis að hann hefði drepið naut með berum höndunum þegar hann var unglingur í Aberdeen. Ég bendlaði hann aldrei við barna- skap eftir þetta ... Tommy Docherty — Einhverju sinni lékum við bikarleik gegn Chelsea, en Tommy Docherty var þá við stjórnvölin hjá Lundúnafélaginu, en ég var þá enn leikmaður hjá Blackpool. Pet- er Osgood og ég höfðum marga hildi háð í leiknum, eða þar til að við sóttum báðir að knettinum eitt sinn í síðari hálfleik. Hraðinn var mikill og ég sá að Peter byrjaði að gefa eftir áður en í návígið kom. Ég heyri enn fyrir eyrum mér brestinn er fótur hans brotnaði. Mér varð illt í maganum. ökumanninn, var skipst á heimil- isföngum og símanúmerum og loks haldið áfram ferðinni. Aðeins tveimur mínútum síðar stöðvaði lögregluþjónn okkur og tjáði Shankley að kerin væru brotin. Shankley sýndi ekki beint þolin- mæði, heldur hreytti út úr sér hvað vörður laganna hefði tekið til bragðs undir sömu kringumstæð- um, þar sem kerin hefðu brotnað fyrir tveimur mínútum. Lögginn var kurteis en gaf sig ekki og missti Shankley þá alveg stjórn á sér og sagði: „Djöfulinn ertu að tefja okkur, veistu hver þetta er hérna í bílnum hjá mér? Þetta er tilvonandi fyrirliði enska lands- liðsins í knattspyrnu." Ég trúði Emlyn Hughes var í landsliðs- hóp Englands á HM í Mexíkó 1970. Hughes var varaskífa á þeim árum og ekki orðinn fastamaður í liðinu. Tryllta hrossið segir: „Ég braut reglurnar eitt kvöldið og fór út að skemmta mér eftir að hafa fengið mér neðan í því með föður mínum. Á æfingu daginn eftir sagði Alf við mig að hann óskaði eftir viðtali eftir æfinguna. Mér leið illa og sá sjálfan mig fyrir mér á næstu flugvél heim á leið, rekinn heim með skömm. Eftir æfinguna sagði Alf: „Hvaða reglur setti ég í gærkvöldi ungi maður?“ Ég svaraði: „Það er rétt, ég braut reglurnar. En þú hlýtur að skilja hvernig mér líður. Ég er hér og þú veist hve ég ann knattspyrnunni og hversu heitt ég óska þess að fá að leika með.“ Hann horfði kulda- lega á mig og svaraði: „Ég veit nrrarninj f Knaltspyrna I — Leiknum lauk sem jafntefli og er við mættum í Stamford Bridge í aukaleikinn nokkru síðar, kallaði Docherty til mín og dró mig afsíðis. Ég hélt að hann ætlaði að skýra fyrir mér líðan Peter. Hann horfði fyrst vel og vandlega allt í kring um sig eins og til þess að ganga úr skugga um að enginn heyrði hvað hann ætlaði að segja. Síðan lamaði hann mig gersamlega er hann mælti loks: „Ég er búinn að segja öllum leikmönnum mínum að reyna að fótbrjóta þig ef þeir fá tækifæri til þess“. Ég sagði stjóra mínum, Ron Stuart, strax frá þessu, en vitni voru engin og ekkert hægt að aðhafast. • ♦ v.# Don Revie Hughes heldur áfram: — Þegar Ron Revie var gerður að landsliðs- einvaldi Englands, fannst mér að réttur maður væri kominn á réttan stað. Framan af gekk okkar samstarf í landsliðinu snurðu- laust. En fyrir leikinn gegn Walsea i bresku meistarakeppn- inni 1975, kallaði hann mig til sín og sagði: „Þú verður ekki í liðinu á morgun og ég hef ekki þörf fyrir þig framvegis. Ég er að byggja upp lið fyrir framtíðina, ætla að byggja á vissum kjarna leikmanna og þú ert ekki í þeim kjarna.“ — Tveimur árum síðar varð hann að velja mig á nýjan leik, hann vantaði leikreynslu fyrir mikilvægan HM-leik í Róm. Bog Paisly, stjóri minn hjá Liverpool, hringdi heim til mín og sagði mér að Reive myndi síma til mín síðar um kvöldið," og hvað sem þú gerir eða segir, ekki æsa þig upp“ voru lokaorð Paisly. Skömmu seinna hringdi síminn og samtalið var eitthvað á þessa leið: „Halló, Émlyn? Þetta er stjór- inn hérna". „Stjóri, hvaða stjóri?" „Landsliðseinvaldurinn, Don Reive“. „Nú já, hvernig hefur þú það? Bob Paisly sagði mér að þú myndir hringja. Hvað get ég gert fyrir þig? -„Ég ætla bara að segja þér, að ég hef valið þig í landsliðshópinn sem á að mæta ítölum“. „Vertu ekki svona góður við sjálfan þig, ég hef verið besti miðvörðurinn í Englandi um langt skeið, en þú hefur samt horft fram hjá mér síðustu 15 landsleikina. „Ég bjóst ekki við slíkum við- brögðum hjá þér vinur". „Viðbrögð? Hvað með þín við- brögð? Þú hefur séð mig leika að undanförnu og ég hef jarðað hvaða mótherja sem er, meðal annars suma af þessum Sout- hampton-strákum sem þú hefur tekið ástfóstri við“. „Hugarfar þitt er ósanngjarnt vinur“. „Hvers vegna að velja mig í liðið nú, þú ert búinn að nota hina og þessa miðlungskarla í öllum stöðum á vellinum, en ef þú hefðir ekki horft fram hjá mér, væri ég orðinn fjórði landsleikjahæsti knattspyrnumaðurinn í Eng- landi". „Við sjáumst þegar hópurinn verður tilkynntur" sagði Revis og lagði á. — Reiðin fjaraði úr mér og ég ætlaði að fara að hringja til að biðja karlinn afsökunar, þegar síminn hringdi. Það var Revie. „Eg hef verið að hugsa málið vinur, ég er hættur við að velja þig“: Ég svaraði um hæl: „Ég ætlaði að fara að hringja og biðja þig afsökunar. Ég missti stjórn á mér. Reyndu að taka mér eins og ég er, ég hef aldrei verið betri en síðustu tvö árin“. Og Revie lét þetta gott heita og tók mig í sátt. Þegar við hittumst tók hann mér eins og týndum syni ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.