Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • bað íór ekki svo að Eyjamenn eignuðust ekki Islandsmeistara i knattspyrnu i ár. 2. fl. ÍBV færði titilinn örugglega heim á siðasta keppnistimabili undir stjórn Úlfars Steindórssonar þjálfara. Strákarnir i ÍBV tryggðu sér titilinn i mikium baráttuleik við Breiðablik og sigruðu 2—1. Hér kemur siðbúin mynd af liðinu. Til hamingjU. Pabbi hennar Steinunnar Sæmundsdóttur ibróttamanns Reykjavikur 1980 óskar henni til hamingju. Sæmundur Oskarsson pabbi Steinunnar var i mörg ár formaður Skiðasambands íslands. En Steinunn er ein fræknasta skiðakona sem við höfum átt. • Um síðustu helgi fór fram Norðurlandamót unglinga i lyftingum fram i Reykjavík. Fjórir af tiu keppendum i islenska landsliðinu voru frá Akureyri. bað voru þeir Viðar Eðvarðsson, Haraldur ólafsson og tviburarnir Garðar og Gylfi Gislasynir. Á efri myndinni má sjá hvar leikið er blak, og á neðri myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu sem tókst i alla staði mjög vei. Vel heppnað námskeið íþróttasamhand fatlaðra efndi til leiðbeinendanámskeiðs i iþróttum fatlaðra 30. okt. sl. — 5. nóv. bátttakendur voru alls 22. Námskeiðið fór fram i Álftamýr- arskóla og i Sjáifsbjargarhúsinu Hátúni 12. Forstöðumaður námskeiðsins var Magnús H. Ólafsson, íþróttakennari og sjúkraþjálfari, en auk hans önnuðust margir kennslu og tilsögn, þ.á m. læknar og íþróttakennarar. Þátttakendur voru m.a. úr röð- um íþróttakennara, sjúkraþjálfa, þroskaþjálfara o.fl. Iþróttastarfsemi fatlaðra nær nú til æ fleiri staða og einstakl- inga, enda er víðast hvar meira og minna af fötluðu fólki sem bæði vill taka þátt í og þarf á íþróttum og útivist að halda, en vantar tilsögn og nauðsynlega uppörvun. Þess vegna er tilkoma fleiri leiðbeinenda mikil nauðsyn og er raunar ein forsendan fyrir því, að íþróttastarfsemi fatlaðra nái að þróast með eðlilegum hætti. Námskeiðið stóð í 6 daga frá kl. 9.00—17.00 hvern dag. Margir lögðu hönd á plóginn til að gera námskeiðið mögulegt og jafn yfir- gripsmikið og raun varð á, og vill Iþróttasamband fatlaðra koma á framfæri þakklæti til þeirra mörgu sem þar áttu hlut að máli. • Norska stúlkan Grete Waitz kemur í mark i New York Maraþonhlaupinu á nýju glæsi- legu heimsmeti 2 klukkustundum 25,41 mín. Waitz sem er frá Osló hefur þrívegis hlaupið maraþon- hlaup og sett nýtt heimsmet i hvert skipti. bað mætti margur karlmaðurinn sem keppt hefur i maraþonhlaupi vera ánægður ef hann næði þeim góða tima sem Grete Waitz hefur náð. Körfubolti var leikinn af miklum krafti úr hjólastólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.