Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980 27 • A myndunum hér ad ofan má sjá einfætta hástökkvarann Arnold búa sig undir og stökkva síöan 1,96 metra á Ol-leikum fatlaðra í sumar en þeir fóru fram í Hollandi. MAÐURINN á þessum myndum er besti hástökkvari heims. Það er að setfja á einum fæti. Arnold Boldt er 22 ára Kamall. Hann þykir mjöK viðkunnanlegur ung- ur maður ok sérstaklega vilja- sterkur. Arnold varð fyrir því óhappi að lenda í slysi og missa annan fótinn, en hann lét það ekki aftra sér frá þvi að ná þeim markmiðum sem hann ætlaði sér i lifinu. Fyrir sex árum síðan fékk Arnold mikinn áhuga á frjálsum íþróttum og þá sér í lagi á hástökki. En hvernig átti hann að ná árangri. Hoppa á einum fæti og stökkva svo upp. Ómögulegt sögðu vinir hans. Nei alls ekki sagði Arnold. Hann hóf æfingar af feykilegum krafti og smátt og smátt náði hann góðu valdi yfir atrennunni. Hann studdi sig við hækjur áður en hann fór af stað til þess að ná einbeitingu og síðan hoppaði hann á fullri ferð að ránni og upp. Lengi vel komst hann lítið hærra en 1,50 metra. En hann setti markið hátt. Gullverðlaun á Ol-leikum fatlaðra í Toronto 1976, ætlaði hann sér að vinna í há- stökki. Og það tókst honum. Hann stökk 1,86 metra og setti nýtt Ol-met. A síðustu Ol-leikum sigr- aði Arnold aftur og stökk þá 1,96 metra. Ef veðrið hefði verið betra hefði ég farið yfir tvo metra sagði hann. Arnold hefur stokkið hæst 2,08 metra. Það var í Danmörku á síðasta ári. Og grannt skoðað er það aðeins 24 sm lægra en heims- metið í hástökki sem sett var á Ol-leikunum í Moskvu í sumar. Það sýnir best hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. „Maður verður að leggja hart að sé og reyna að hugsa eins og stóru meistararnir gera, Björn Etorg og strákarnir," segir Arnold með brosi á vör. Hann ætlar sér að bæta metið sitt. „Maður leggur aldrei árar í bát því að þannig næst ekkl árangur á neinu sviði,“ segir Arnold. Honum var sagt að hann yrði að standa á eigin fæti JllovflnnblntHö iirnmnra Frlðlsar Ibrðttlr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.