Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 10

Morgunblaðið - 08.11.1980, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Islenzka óperan: Hátíðatónleikar í minn- ingu Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar I'au flytja barokktónleist i Bústaðakirkju annað kvold kl. 20.30, f.v.: Helíía InKÓlfsdóttir. Pétur Þorvaldsson. ólöf Kolbrún Harðardóttir. Rut Ingólfsdóttir og Laufey Sigurðardóttir. Kammersveit Reykjavikur: Flytur barokktón- list i Bústaðakirkju FYRSTU tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur á þessum vetri verða í Bústaðakirkju ann- að kvöld kl. 20.30. Flutt verður harokktónlist eftir A. Vivaldi og G.F. Hándel. Kammersveit Reykjavíkur er nú að hefja sitt sjöunda starfsár. Reynslan hefur sýnt að mikill áhugi er fyrir barokktónlist hér á landi og því hefur Kammersveitin ákveðið að á fyrstu tveim tónleik- unum verði eingöngu barokktón- list. Þess misskilnings gætir mjög að barokktónlist sé eingöngu and- leg tónlist til flutnings við helgar athafnir, en svo er ekki og á fyrstu tónleikunum annað kvöld verður flutt barokktónlist af léttari og veraldlegri toga. Þar mun Ólöf K. Harðardóttir syngja í tveim Kant- ötum eftir Hándel og ennfremur verða flutt tvö verk eftir Vivaldi þar sem Camilla Söderberg blokk- flautuleikari verður meðal flytj- enda. Hún er nú sest að hér á landi og leikur í fyrsta sinn með Kammersveitinni á þessum tón- ieikum. Á jólatónleikum Kammersveit- arinnar verða aftur á móti flutt barokktónverk af andlegri toga, þ.e. konsertar eftir Bach, Tele- mann og Corelli. í janúar verður endurtekinn flutningur verksins „Pierrot Lunair" eftir Schoenberg vegna fjölda áskorana, en Kammersveit- in flutti þetta verk á Listahátíð 1980 við hrifingu og lof gagnrýn- enda. Gestir Kammersveitarinnar á þeim tónleikum eru Paul Zu- kovsky og Rut Magnússon, en auk „Pierrot Lunair“ verður fluttur klarinett-kvintett Brahms. Á síðustu tónleikunum verða flutt tvö íslensk verk; Sex sönglög eftir Hjálmar Ragnarsson sem ekki hafa heyrst á tónleikum hér í höfuðborginni áður og nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann semur fyrir Kammersveit Reykjavíkur. Starfsárinu lýkur svo með flutningi hins þekkta verks Igor Stravinskys „Sagan af dátanum". Tónleikagestum er gefinn kost- ur á því að kaupa áskriftarkort með fjórðungs afslætti eða kaupa aðgang að einstökum tónleikum og eru áskriftarkortin seld við inn- ganginn á fyrstu tónleikana í Bústaðakirkju annað kvöld. Kirkjuþing: Hvetur til að styðja kristniboðsstarf TÓLFTA Kirkjuþing minnir söfn- uði landsins á kristniboðsdag kirkjunnar, sem verður næstkom- andi sunnudag, 9. nóvember. Hvetur kirkjuþing þjóðina til stuðnings við kristniboðsstarfið. Kristniboðsins verður minnst í kirkjum landsins og á samkomum á sunnudaginn, en á vegum Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga er nú rekið kristniboðsstarf í Eþíópíu og Kenya. Snemma árs 1978 stofnuðu ýmsir áhugamenn um óperu- flutning með sér samtök sem þeir nefndu íslenzku óperuna, í þeim tilgangi að flytja óperur á Islandi. Frumkvöðull þessa fyrirtækis var Garðar Cortes söngvari, skólastjóri Sönskólans í Reykjavík, en í undirbúnings- nefnd formlegrar félagsstofnun- ar tóku sæti með honum Elín Sigurvinsdóttir, Sigrún Andrés- dóttir, Sigurður Þórðarson og Þuríður Pálsdóttir. Upphafleg ætlun íslenzku óperunnar var að sýna fyrsta óperuna La traviata eftir Giuseppe Verdi, og náðust samningar við Covent Garden söngleikahúsið í London um nokkurt fulltingi við þá sýningu. Af sýningunni gat þó ekki orðið eins og sakir stóðu, svo að haustið 1978 var ákveðið að takast heldur á við nokkru smærra verkefni, Pagliacci eftir Ruggiero Leoncavallo. Um sömu mundir var Gunnlaugur Snæv- arr ráðinn framkvæmdastjóri þeirrar sýningar. Paliacci var frumsýnd í Há- skólabíói hinn 10. marz 1979. Kór og hljómsveiti íslenzku óperunnar tóku þátt í sýning- unni, en stofn hljómsveitarinnar var Sinfóníuhljómsveitin í Reykiavík. Hljómsveitarstjóri var Garðar Cortes og leikstjóri Þuríður Pálsdóttir. Var óperan sýnd fimm sinnum fyrir fullu húsi, og hlaut sýningin frábærar undirtektir og hina beztu dóma þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Að svo búnu varð nokkurt hlé á starfsemi íslenzku óperunnar, enda tóku nú ýmsir máttarstólp- ar félagsskaparins til starfa að flutningi La traviata á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, en hann fór fram í febrúar 1980 undir stjórn Gil- berts Levine. Hinn 21. maí 1980 gerast svo þau tíðindi að skiptaforstjórar í dánarbúi Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar — hæstaréttarlögmennirnir Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, Jó- hann Hinrik Níelsson og Sveinn Snorrason — kalla formann Is- lenzku óperunnar á sinn fund. Var erindi þeirra að kanna viðbrögð formannsins við þeim hugsanlega möguleika að nokkr- um arfahlut ónefnds efnafólks kynni að verða varið til þess að íslenzk óperustarfsemi fengi húsnæðisaðstöðu í Reykjavík. Eftir þann fund og tvo aðra, svo og einn fund formanns Islenzku óperunnar og þá nýskipaðra leikhússtjóra Leikfélags Reykja- víkur, tilkynntu skiptaforstjór- arnir þeim sem hlut átti að máli að Islenzka óperan kæmi hugs- anlega til álita sem arfþegi umrædds arfahlutar. En til þess þyrfti vitaskuld að halda hinn löngu ráðgerða formlega stofn- fund félagsskaparins og kjósa honum stjórn. Ennfremur þyrfti að leita staðfestingar forseta Islands á skipulagsskrá félags- skaparins. Loks bæri nauðsyn til að vinda bráðan bug að þessum gjörðum. Föstudaginn 3. október 1980 var haldinn í sal Söngskólans í Reykjavík stofnfundur íslenzku óperunnar, 'og voru til hans boðaðir allir þeir sem áttu aðild að hinum upphaflega félagsskap, sem enn átti sér engin lög, svo og örfáir aðrir áhugamenn um ís- lenzku óperuna sem til náðist með svo skömmum fyrirvara sem nauðsyn krafði. Á fundinum voru samþykktar einum rómi tvær skipulagsskrár, önnur fyrir íslenzku óperuna og hin fyrir Styrktarfélag og styrktarsjóð ís- lenzku óperunnar. Frumvörp að skipulagsskránum hafði samið Þorsteinn Júlíusson hæstarétt- arlögmaður. Samkvæmt skipu- lagsskránum var síðan kjörinn formaður íslenzku óperunnar, og náði Garðar Cortes einróma kjöri. Með honum voru kjörin í stjórn þau Ásrún Davíðsdóttir, Ólöf K. Harðardóttir, Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Júlíusson, en í varastjórn þau Elín Sigur- vinsdóttir, Gunnar Guttormsson og Halldór Vilhelmsson. Siðar skipti stjórnin með sér verkum, og var Þorsteinn Gylfason kjör- inn ritari og Þorsteinn Júlíusson gjaldkeri. Hinn 7. október 1980 staðfesti forseti íslands hinar tvær skipu- iagsskrár. Hinn 31. október til- kynntu svo skiptaforstjórar dán- arbús Helgu Jónsdóttur og Sig- urliða Kristjánssonar að ís- lenzka óperan væri arfþegi að einum fjórða meginhluta dánar- búsins, og mætti meta arfahlut hennar á tæpan milljarð króna. Vegna þeirrar skyndingar sem á varð að hafa um stofnun Islenzku óperunnar er ástæða til að leggja á það sérstaka áherzlu að íslenzka óperan er félags- skapur sem er öllum opinn, og væntir stjórn óperunnar þess að allir íslenzkir söngvarar g aðrir tónlistarmenn, svo og allir áhug- amenn um eflingu íslenzkrar tónlistar og tónlistarlífs í land- inu, gangi til liðs við óperuna. Teljast allir þeir sem í styrktar- félagið ganga fyrir árslok 1980 stofnfélagar Islenzku óperunnar. Árgjald einstaklinga hefur verið ákveðið tíu þúsund krónur hið lægsta. Fyrsti aðalfundur Is- lenzku óperunnar verður haldinn samkvæmt skipulagsskrá í maí 1981. Stjórn íslenzku óperunnar hefur ákveðið að fyrsta verkefni hennar verði hátíðatónleikar í minningu hjónanna Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar. Verða þeir haldnir í Háskólabíói laugardaginn 27. desember 1980 kl. 14, og verða aðgöngumiðar að þeim jafn- framt stofnfélagaskírteini ís- lenzku óperunnar. Munu íslenzk- ir óperusöngvarar og Sinfóníu- hljómsveit Islands sameinast um að þeir megi verða sem veglegastir svo sem tilefni þeirra hæfir — „tónleikar aldarinnar" í tilefni þess sem skiptaforstjórar hafa nefnt „gjöf aldarinnar, ef ekki allra alda“. (Fréttatilkynning) Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta 25 ára Þetta áriö er Félag húsgagna- og innanhússarkitekta 25 ára. Fyrir 25 árum voru þeir fáir sem töldust til þessarar starfsstéttar, og stofnendur félagsins aðeins átta. Fyrstur íslendinga sem lauk námi sem í húsgagnaarkitektúr, var Friðrik Þorsteinsson; útskrifaður frá Þýskalandi 1923. Nokkrum árum síðar bættust þeir við Jónas Sólmundsson og Garðar Hall og stofnsettu þessir menn allir verkstæði og framleiddu húsgögn og innréttingar. Frá blm.fundi Félags húsgagna- og innanhússarkitekta i Norræna húsinu. Félagið stofnað Árið 1938 komu þeir Helgi Hall- grímsson og Skarphéðinn Jóhanns- son heim frá námi við Listiðnað- arskólann í Kaupmannahöfn, og teljast þeir hinir fyrstu, sem gera húsgagna- og innanhússteikningar að atvinnu sinni hérlendis. Það fjölgaði hægt í þessari stétt manna og þess vegna var Félag húsgagna- og innanhússarkitekta ekki stofnað fyrr en á árinu 1955. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Hjalti Geir Kristjánsson, formaður, Helgi Hallgrímsson, ritari, og Árni Jónsson, gjaldkeri. Síðan 1965 hefur félagið verið aðili að Alþjóðasam- bandi innanhússarkitekta, IFI, og frá 1970 hefur félagið haft náið samstarf við félög innanhússarki- tekta á Norðurlöndum. Þegar félagið heldur nú upp á 25 ára afmæli sitt eru félagsmenn orðnir 45 talsins og núverandi stjórn skipa þau Erna Ragnarsdótt- ir, formaður, Jón Ólafsson, ritari, og Gíslína Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Menntunin Á blm.fundi sem félagsmenn Fé- lags húsgagna- og innanhússarki- tekta héldu fyrir skömmu í Nor- ræna húsinu, kom m.a. fram, að flestir þeirra höfðu numið á Norður- löndum, sérílagi í Danmörku. Vildu félagsmenn eindregið koma því á framfæri, að þeir sem ætluðu að stunda þessi fræði skyldu snúa sér til félagsins og leita upplýsinga um viðurkennda skóla. Innanhúsgagnaarkitektunum fannst svokallaðri „sjónmennt" ekki nægur gaumur gefinn í íslenska skólakerfinu, fremur en annarri handmennt. — Og verði ekki breyt- ing í þessu efni, þá næst ekki árangur á sviði iðnaðar, bættu þeir við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.