Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
Hannes Kr. Davíðsson:
I>á blindur
leiðir blindan
Vegna viðtals blaðamanns
Morgunblaðsins við ýmsa aðila og
mig þar á meðai varðandi nýlega
framkomna tillögu Hjörleifs Stef-
ánssonar, arkitekts, að skipulagi í
Grjótaþorpi, ritaði Hjörleifur
grein í Morgunblaðið þann 9. okt.
si. og kallaði „Skipulag Grjóta-
þorps, athugasemd“. í raun var
þessi grein Hjörleifs að óverulegu
leyti um skipulag Grjótaþorps en
að mjög verulegu leyti um Hannes
Kr. Davíðsson og hefði því átt að
hafa aðra fyrirsögn.
I viðtali mínu við blaðamanninn
lét ég í ljós það álit mitt, að
skipulagstillögunni væri mjög
áfátt að því leyti, að í henni væri
ekki gerð grein fyrir fjárhagssjón-
armiðum og ekki væri gerð grein
fyrir sambýli „Morgunblaðshúss-
ins“ og annarra húsa í hverfinu og
ég taldi það til faglegs óheiðar-
leika að leggja fram skipulagstil-
lögu að þessu svæði í bænum, án
þess að afstaða væri tekin til
þessara þátta og grein gerð fyrir
lausn þeirra, efnahagslegri og
fagurfræðilegri. Hjörleifur segir í
grein sinni „Skipulagstillagan að
Grjótaþorpi sem mál þetta fjallar
um er enn á vinnslustigi." Með
þessu gefur hann til kynna að ekki
eigi að gagnrýna tillöguna sem
frágengna. Engir slíkir fyrirvarar
eru þó á titilblaði bókarinnar
„Grjótaþorp 1980 greinargerð með
skipulagstillögu", en aðeins eftir-
farandi upplýsingar: Tillöguna
gerðu: Hjörleifur Stefánsson,
arkitekt og Peter Ottosson,
þjóðháttafræðingur. Útgefandi er
Borgarskipulag Reykjavíkur, júní
1980.
Ekki fæ ég annað séð en slík
fyrirsögn frá hendi arkitekts sé
afdráttarlaus tilkynning um að
verk sé lagt fram. Raunar er svo
að sjá að höfundar telji öruggt um
framgang hennar því Hjörleifur
vitnar til beinnar „ákvörðunar
yfirvalda um að varðveita eigi
flest öll húsin í Grjótaþorpinu."
Fagna ber, ef höfundur lýsir sig
fúsan til að endurskoða ákvarðan-
ir sínar, því þá ætti að vera minni
hætta á mistökum, en að sjálf-
sögðu því aðeins að hugurinn sé
opinn fyrir breyttri niðurstöðu.
Að svo sé í þessu tilfelli dreg ég þó
í efa og byggist sá efi minn á
yfirlýsingu höfundar á bls. 87 í
Grjótaþorp 1980: „Þær deilur
stóðu ekki lengi og sú almenna
breyting varð á skömmum tíma á
afstöðu manna að varðveislu-
stefnan varð ofan á.“ Hér er komið
að því varhugaverða í þessum
málum öllum og því sem þó mótar
afstöðu ýmissa aðila til vanda-
mála byggingarlistar í dag.
— Varðveislustefnan hefur orð-
ið ofaná — og því þurfum við ekki
að vega og meta. Nú skal friða og
þá friða menn hvað sem er, það er
að segja ef bárujárn kemur við
sögu.
I grein sinni tekur Hjörleifur
einnig fram eftirfarandi: „Þessari
skipulagstillögu var alls ekki ætl-
að að marka stefnu eða leita
sannleikans eins og Hannes orðar
það.
í þeim málum hafði borgar-
stjórn ákveðið að mat borgar-
minjavarðar á gildi húsanna
skyldi haft til viðmiðunar en það
mat var sett fram í greinargerð-
inni Grjótaþorp 76.“ Hér setur
arkitektinn fram sínar forsendur
en þær voru ekki það að nálgast
úrlausn á skipulagsvandamálinu,
sem hér var fvrir hendi með eigin
vinnu og athugunum heldur að
taka við og hlýða fyrirmælum
yfirvalda, sem hann þóoftútkar f»g
Hannes Kr. Davíðsson
gerir samþykkt Borgarráðs að
samþýKki Borgarstjórnar.
í viðtali við blaðamann Morgun-
blaðsins lét ég þess getið, að ég
hefði árangurslaust innt þá, er að
skipulagstillögunni stóðu, eftir því
„hvað réttlætti að gera þennan
hluta miðbæjarins í Reykjavtk að
byggðasafni eða smáhúsahverfi?"
Hjörleifur viðurkennir að ég
hafi sett fram spurninguna og
bætir því við að ég hafi fengið svar
en lætur þess starfsheiðarleikan-
um samkvæmt að sjálfsögðu ekki
getið hvert svarið var.
En svar Hjörleifs var svohljóð-
andi:
„Eg vil svara þessu með annarri
spurningu. Hvað réttlætti bygg-
ingu Grjótaþorpsins á sinni tíð?“
Ég benti þá Hjörleifi á að þetta
væri ekki svar við spurningu
minni. Ég vildi fá svar við vanda-
máli nútímans og ég endurtek, ég
hefi ekki fengið spurningu minni
svarað. Þar sem Hjörleifur Stef-
ánsson vísar alfarið til Grjótar
þorps 1976 sem þess grundvallar
sem skipulagstillagan byggist á
hlýtur að verða að taka það verk
tii athugunar.
Fyrirsögn á titilblaði þess verks
er svohljóðandi:
Grjótaþorp 1976. Könnun á sögu
og ástandi húsanna.
Verk þetta er tilkomið vegna
þess að Umhverfismálaráð
Reykjavíkurborgar fól borgar-
minjaverði þann 12. nóvember
1975 að gera „úttekt á Byggingar-
sögulegu gildi húsanna og ástandi
þeirra auk þeirrar sögulegu könn-
unar sem þegar var byrjað á.“ Það
var mjög þörf ákvörðun að fara í
þetta verk og vinnan vel af hendi
leyst sem yfirlitsathugun. En ljóst
var þó að nánari athugun þyrfti að
gera á ýmsum húsanna, þess
vegna tók húsafriðunarnefnd boði
eiganda Fjalakattarins um að-
stöðu til kannana og mælinga í
júlí 1978. Boð Þorkels Valdimars-
sonar var sett fram vegna þess að
hann hugði þá á niðurrif hússins.
Til verksins réði húsafriðunar-
nefnd Hjörleif Stefánsson, arki-
tekt, en hann hafði ásamt Stefáni
Erni Stefánssyni, arkitekt, gert
ástandskönnun húsanna í Grjóta-
þorp 1976. Hann lagði svo teikn-
ingar sínar fyrir nefndina þann 3.
apn'l 1979. Ég hefi ekki séð
mælingar Hjörleifs í endanlegu
formi þar sem ég fór úr húsafrið-
unarnefnd á áramótum 1978—
1979, en hafði þá setið í nefndinni
frá því hún tók til starfa þann 3.
febrúar 1970. Tekið skal fram að
það, að ég beitti mér fyrir því að
húsafriðunarnefnd léti kanna hús-
ið nánar og mæla, var að ég taldi
rétt að varðveittist á skjölum
hvílík hrákasmíði og hrófatildur
hafði farið fram á þessum stað.
Um sögu húsanna eins og hún
birtist í Grjótaþorp 1976 get ég
verið fáorður. Ég efa ekki, að rétt
sé farið með þær upplýsingar og
verður það að teljast mjög gagn-
legt að hafa safnað þeim fróðleik
til eins staðar. Nánari könnun á
högum þess fólks sem byggði þessi
hús á sinni tíð og samanburður á
þess högum og samfélagi við
þjóðfélagið i dag hefði að sjálf-
sögðu farið langt út fyrir þau
mörk sem borgarminjavörður
setti könnuninni í upphafi en
hefði hins vegar komið í veg fyrir
að fagmenn væru að rugla saman
forsendum fyrir uppbyggingu
Grjótaþorps fyrir 100 árum og
skipulagsforsendum fyrir varð-
veislu þess í dag og fram í tímann
sbr. áður á minnst „svar“ Hjör-
leifs Stefánssonar. Einn þáttur í
Grjótaþorpi 1976, sem ég vildi
taka til athugunar, er sú virð-
ingargerð „með endurnýjun í
huga“ sem höfundar verksins
gerðu.
Höfundar verksins gera þá
grein fyrir þessum þætti verksins
að þeir hafi lagt til grundvallar
kostnaðaráætlanakerfi Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins fyrir fjölbýlishús, þannig að
þeir lögðu til grundvallar
kostnaðarskiptinguna í prósent-
um, síðan meta þeir tilsvarandi
liði gömlu húsanna, sem hlutfall
af nýsmíði eða eins og segir í
Grjótaþorp 1976
og
Grjótaþorp 1980
Svar til
Hjörleifs
Stefánssonar
bókinni bls. 42: „Nauðsynleg
endurnýjun hvers byggingarhluta
var metin sem hlutfall af kostnaði
við nýsmíði byggingarhlutans.“
Hér er tvennt að athuga. Fyrst
er að nokkuð hæpið er að gera ráð
fyrir því sem næst sömu kostnað-
arskiptingu á þessum gömlu hús-
um og í steinsteyptum blokkar-
enda í dag, að vísu gerðu þeir
nokkrar smábreytingar milli liða
svo sem greinir í bókinni á bls. 42.
Hvort þær breytingar hafa verið
nægjanlegar skal ég ekki segja, en
í því sambandi er sjálfsagt að
athuga, að Rb. kemst að allt
annarri kostnaðarskiptingu milli
sömu framkvæmdaliða þegar um
einbýlishús er að ræða.
Þegar Grjótaþorp 1976 var unn-
ið hafði Rb. ekki gefið út kostnað-
arliði fyrir einbýlishús en mér
sýnist að býsna óvarlega hafi
verið að verki staðið þegar kostn-
aðarskiptingin var ákveðin í þess-
ari endurnýjunarmatsgerð.
Máli mínu til skýringar og
almenningi til upplýsinga læt ég
fylgja samanburð á þessum pró-
sentutölum eins og þær voru í
vísitölum byggingahluta okt. 1979
útgefnum af Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins.
Er ekki húsum betra að falla með virðingu en lifa við örkuml?
1. undirbygging Rb. fjölbýlishús 4% Rb. einbýlishús 13% Grjótaþorp 1976 4,17%
2. ylirbygging 27% 32% 39,29%
3. frágangur yfirbyggingar 24% 16% 11,46%
4. innréttingar 19% 10% 19,27%
5. útbúnaður 13% 10% 13,26%
6. frágangur (ytri) (lóðar) 3% 4% 2,50%
7. annað 10% 15% 10,15%
100%
100%
100% (100,1%)
Aukastafirnir í skiptingunni
hjá höfundum Grjótaþorps 1976
gætu komið fáfróðum til að halda
að um mjög nákvæm vinnubrögð
væri að ræða, en til upplýsinga
skal á það bent að skipting milli
kostnaðarliða hjá Rb. er breytileg
eftir breyttu verðlagi á ýmsum
vörum og vinnu. Það virkar ekki
sannfærandi þegar farið er að
ræða jafn óvissa hluti með ná-
kvæmni upp á 1/100 úr prósentu.
Enda fer þetta eitthvað í handa-
skolum hjá höfundum Grjóta-
þorps 1976 því samtala prósentu-
hluta þeirra er 100,1 en ekki 100
eins og þeir endurtaka við öll
húsin, svo varla getur verið um
prentvillu að ræða.
Eins og áður sagði var endur-
nýjunarkostnaður í Grjótaþorp
1976 svo metinn „sem hlutfall af
kostnaði við nýsmíði byggingar-
hlutans".
I þessari starfsaðferð er hrein-
lega sleppt öllum kostnaði við að
fjarlægja gamla byggingarhluta
úr húsinu og koma þeim frá sér
auk þess að oft þarf nokkuð
kostnaðarsamar varnaraðgerðir
vegna vinnu við gömul hús bæði
vegna veðra, umferðar og einnig í
sambandi við burtnám burðar-
hluta. Um þessa liði og í þessu
tilviki mundi ég trúa meira á
leiðbeiningar reyndra handverks-
og framkvæmdamanna heldur en
áætlunartölur Rb. um byggingu
fjölbýlishúsa. Auk þess sem ég tel
tölurnar ekki byggðar á nægum
rannsóknum. Ég nefni sem dæmi
á bls. 47 í Grjótaþorp 1976 j)ar sem
fjallað er um Aðalstræti 2, en þar
segir: „Timburhús, múrhúðað lík-
lega á bárujárn — múrinn er
ósprunginn og heill og fúi enginn
sjáanlegur." Endurnýjunarþörf
yfirbyggingar talin 1%. Þessi
matstala er tekin þó að matsmenn
lýsi því yfir að þeir eru ekki vissir
um hvað tekur við undir múrhúð-
inni. Ég vil benda á að fúi getur
verið í burðargrind og klæðningu
þótt hann sjáist ekki utan á
„forskölluðu" húsi. Ég tel hiklaust
að frekari rannsóknar hafi verið
þörf. Við skoðun á þeirri vinnuað-
ferð sem þeir arkitektarnir Hjör-
leifur Stefánsson og Stefán Örn
Stefánsson völdu við kostnaðar-
matið sést ennfremur að þeir hafa
fyrirfram útilokað þann mögu-
leika, að endurbygging húss geti
farið fram úr byggingarkostnaði
nýs húss, hámarkskostnaður sem
þessi aðferð þeirra rúmar er 100%
af nýbyggingarkostnaði og er þó
augljóst, að þá er ótalinn kostnað-
ur við hreinsun og burtflutning
gamla hússins og ekki tekið tillit
til aukins kostnaðar við að smíða
að nýju ýmsa byggingarhluta sem
eru ekki markaðsvara lengur.
Ég tel mig með þessum ábend-
ingum hafa sýnt fram á, að
virðingargerðin á sér ekki end-
ilega stoð í raunveruleikanum. Ef
litið er til matsgerðarinnar á
Aðalstræti 8, hinum margum-
rædda Fjalaketti, þá er í Grjóta-
þorpi 1976, talið að endurnýjunar-
kostnaður sé 62,1%. Mér þykir
ósennilegt að Hjörleifur Stefáns-
son vildi taka að sér að endur-
byggja þetta hús fyrir 62% af
nýbyggingarkostnaði nú þegar
hann á að vera búinn að kanna
húsið betur í gegnum starf sitt
fyrir húsafriðunarnefnd. Jafnvel
þótt honum væri í því ekki sér-
staklega falið að kanna húsið með
tilliti til endurnýjunar.
Ég læt þetta nægja hvað endur-
nýjunarmatið áhrærir.
Umsagnir um hús
í Grjótaþorpi 1976
Annar er sá liður í Grjótaþorp
1976 sem hlýtur að umfjallast
nokkuð en það er umsagnarkafli
sem fylgir í lok almennrar lýs-
ingar á hverju húsi. Ég birti
umsagnarkafiann um Aðalstræti
2 sem fyrr var á minnst:
„Húsin eru ómissandi vegna
sögu sinnar, legu og gerðar. A
staðnum hefur einna lengst verið
verslað í Reykjavík, enda var hér
aðalathafnasvæðið. Byggingarnar
eru dæmigerð verslunarhós, fram-