Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 Hersýning á Rauða torginu: Sendiherrar NATO- og EBE-ríkja fjarverandi Moskvu. 7. november. AP. MIKIL hersýning var á Kauða torKÍnu í dag þegar Rússar minntust þess, að 63 ár eru liðin frá byltingu bolsévika í Rússlandi. Að minnsta kosti 17 fulltrúar vestrænna þjóða og Asíu- þjóða voru fjarverandi ok vildu með því mótmæla innrás Rússa í Afganistan. Veður víða um heim Akureyri 12 hálfskýjaó Amsterdam 3 snjókoma Aþena 24 heiðskírt Borlín 3 rigning BrOssel 3 skýjaö Chicago 20 skýjað Peneyjar 10 þokumóða Frankturt 1 snjókoma Færeyjar 7 alskýjað Genf 3 skýjað Helsinki 2 heiðakírt Jerúsalem 22 skýjað Jóhannesarborg 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 skýjað Las Palmas 23 skýjað Lissabon 18 heiðskírt London 4 slydda Los Angeles 24 skýjað Madrid 6 skýjað Malaga 18 þokumóða Mallorca 19 skýjað Miami 25 heiðskfrl Moskva -2 heiðskfrt New York 10 skýjað Osló 5 skýjað Parfs 4 heiðskfrt Reykjavík 7 þokumóða Ríó de Janeiro 37 heiðskfrt Rómaborg vantar Stofckhólmur 4 heiöskírt Tel Aviv 24 heiöskírt Tókýó 18 skýjað Vancouver 13 rigning Vinarborg 2 rigning Varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, Dmitri F. Ustinov, flutti ræðu á grafhýsi Lenins og réðst harkalega á Bandaríkin og hið „árásargjarna Atlantshafsbanda- lag“ og sagði, að Rússar yrðu að efla hermátt sinn „til að halda heimsvaldasinnum í skefjum og ná hernaðaryfirburðum". Ustinov veik ekki berum orðum að Ronald Reagan, væntanlegum Banda- ríkjaforseta. ' Við hlið Ustinovs á grafhýsi Lenins var Leonid Brezhnev for- seti og aðrir meðlimir æðstaráðs- ins og tóku þeir við hyllingu tugþúsunda manna, sem skörtuðu borðum, blómum og blöðrum. Eft- irtekt vakti, að Alexei Kosygin, sem lét af embætti forsætisráð- herra í síðasta mánuði, var ekki í röð fyrirmannanna á grafhýsinu, en í hans stað var hins vegar kominn Nikolai Tikhonov, eftir- maður hans. Sendiherrar NATO-ríkjanna og Efnahagsbandalagsríkjanna voru ekki viðstaddir hersýninguna, að undanskildum sendiherra Noregs og Tyrklands, og vildu þeir með því mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan. Sömu sögu var að segja um sendiherra Kína, Japans, Astralíu og Nýja-Sjálands. Með þessu nýstárlega listaverki vill bandariski listamaðurinn Dustin Shuler minna á það að dagar bensínknúinna bifreiða eru brátt taldir. Ilann lét krana lyfta naglanum langt upp yfir Cadillacinn sem stóð á olíutunnum. Lét hann naglann svo detta niður á hílinn. Útkoman varð þetta listaverk sem stendur i Carson i Kaliforníu. Tékkóslóvakía: Dómar fyrir söng og hljóðfæraslátt ERLENT Vín. 7. nóvember. AP. HAFT VAR eftir tékkneskum út- lögum í Vín í dag, að tveir tékkneskir hljómlistarmenn hefðu Verið dæmdir í 10 og 12 mánaða Allt í óvissu um Madrid-ráðstefnuna Madrid. 7. nóvember. AP. LÍKUR eru á því, að ráðstefna 33 Evrópuríkja og Bandarikjanna og Kanada um öryggismál Evr- ópu hefjist á þriðjudaginn án þess að samkomulag hafi tekist um dagskrá hennar. Á fimmtu- daginn lögðu Svíar ásamt fleiri hlutlausum rikjum fram tillögu. sem miðaði að málamiðlun milli austurs og vesturs um dagskrána en þeirri tillögu var hafnað strax sama dag af kommúnistarikjun- um. Fulltrúi Bandarikjanna sagði eftir undirbúningsnefnd- arfund í dag, að allt benti til þess, að Sovétmenn hefðu engan áhuga á því, að ráðstefnan yrði haldin. Síðan í byrjun september hafa fulltrúar allra þátttökuríkjanna setið á fundum í Madrid til að reyna að ná samkomulagi um fyrirkomulag Madrid-ráðstefn- unnar, sem haldin er í samræmi við ákvæði Helsinki-samþykktar- innar frá 1975 um öryggi og frið í Evrópu. Deilurnar um dagskrána hafa snúist um það, að kommún- istaríkin vilja takmarka ræðutíma í því skyni að koma í veg fyrir, að ítarlegar umræður geti farið fram um mannréttindabrot þeirra og innrásina í Afganistan. Vestur- lönd vilja, að dagskráin verði með svipuðu sniði og á Belgrad-ráð- stefnunni 1977, þar sem farið var ítarlega yfir einstaka liði Hel- sinki-samþykktarinnar og það rakið hvernig staðið hefði verið að framkvæmd hennar í einstökum löndum. Atlantshafsbandalagsríkin hafa öll ákveðið að koma til setningar- fundar ráðstefnunnar í Madrid á þriðjudaginn, hvort sem sam- komulag hefur þá tekist um dagskrá hennar eða ekki. Um helgina verður gerð úrslitatilraun til að ná samkomulagi. Ýmis mannréttindasamtök hafa boðað til útifundar við ráðstefnu- höllina í Madrid á þriðjudaginn til að mótmæla mannréttindabrotum Sovétríkjanna. fangelsi i gær og hefði þeim vcrið gefið að sök að hafa sungið „óvið- urkvæmilega“ söngva i brúðkaupi vinar þeirra. Karel Soukup, kunnur söngva- og ljóðasmiður í Tékkóslóvakíu, fékk tíu mánaða dóm fyrir að hafa valdið hneykslan á almannafæri, og hljómlistarmaðurinn Jindrich Tomachek var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Hann var sakaður um að hafa hvatt til „óhæfunnar". Soukup, sem er faðir þriggja ungra barna, hefur oft áður orðið fyrir ofsóknum lögreglunnar og árið 1976 var hann hafður í gæsluvarðhaldi í fimm mánuði ásamt félögum sínum í hljómsveitinni „Plastfólk alheims- ins“ án þess að til réttarhalda kæmi. Viliam Kozik, aðalritari mið- stjórnar tékkneska alþýðusam- bandsins, bættist í dag í hóp þeirra flokksforingja, sem hafa að undan- förnu verið að vara Tékka við tilhneigingum til að líkja eftir ástandinu á dögum Dubceks og ástandinu í Póllandi nú. Hann sagði, að talsmenn pólskra verka- manna færu vissulega klókindalega að og kynnu að aka seglum eftir vindi, en það væri þó aðeins eitt, sem vekti fyrir þeim: að valda upplausn og grafa undan kommún- ismanum. Kosningar í Bandaríkjunum 4. nóvember 1980 Sigur repúblikana árang- ur hægri þróunar sem tafðist vegna Watergate? ^ Frá Önnu Bjarnadóttur. íróttaritara Mbl. í Bandaríkjunum. ÚRSLIT kosninganna í Bandaríkjunum á þriðjudag voru svo óvænt og óvenjuleg. að stjórnmála- og sagnfræðingar munu væntanlega leita skýringa á þeim að mörgum árum liðnum. Leitin hófst þegar á kosninganótt. Niðurstöður fréttaskýrenda á stærstu sjónvarpsstöðv- unum þremur voru. að kjósendur væru óánægðir með efnahags- ástandið í landinu. dvínandi virðingu fyrir Bandaríkjunum erlendis og tími væri kominn til að breyta til. Stórsigur Ronald Reagans er athyglisverður. en þó skiptir sigur Repúblikanaflokksins í þing- kosningunum mun meira máli. Án hans hefði þingið getað staðið í vegi fyrir stefnu Reagans. en nú má vænta verulegra breytinga í stjórnmálastefnu Bandaríkjanna. Jimmy Carter forseti sagði fréttamönnum á miðvikudag, að hann teldi, að óánægja kjósenda síðustu 6 mánuði með varnarleysi Bandaríkjanna gegn stjórnvöld- um í Iran, sem hafa lagt blessun sína yfir varðhald Bandarísku gíslanna í heilt ár, og ákvörðun Fidels Castro að hleypa flótta- mönnum frá Kúbu til Bandaríkj- anna, að þeim forspurðum, hefði haft veruleg áhrif á úrslit kosn- inganna. Hann sagði, að mátt- leysi stjórnarinnar gegn verð- bólgu hefði einnig haft sín áhrif. Carter sagði, að kjósendur hefðu ekki verið að greiða atkvæði gegn honum persónulega. Dálkahöfundurinn Patrick Buchanan er á öðru máli. Hann minnti á í fréttaþættinum Mac- Neil Lehrer Report á miðvikudag, að vinsældir Carters meðal kjós- enda í skoðanakönnunum fyrir ári, voru minni en nokkurs for- seta síðan Harry Truman sat á Reagan á blaðamannafundi i Los Angeles. AP-símamynd. forsetastóli. Hann sagði, að Cart- er hefði verið neitað um forseta- útnefningu Demókrataflokksins í sumar, ef gíslarnir hefðu ekki verið teknir í íran, en forseta hefur aldrei verið neitað um endurútnefningu flokks síns, ef hann hefur sótzt eftir henni. Aðrir fréttaskýrendur hafa minnt á, að Carter hefur aldrei átt fastan hóp stuðningsmanna innan Demókrataflokksins. Hann náði köri 1976 fyrst og fremst sem heiðarlegur og traustvekj- andi maður. Skoðanakannanir NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á kosningadag sýndu, að stærri hluta fólks fannst Reagan meira traustvekjandi en Carter. Þar með var undirstaða fylgis Carters horfin og forsetaembættið með. Flest bendir til þess, að kapp- ræður frambjóðendanna viku fyrir kosningar hafi rekið smiðs- höggið á sigur Reagans. Reagan sýndi þá, að hann er jafnoki forsetans, hlýr í viðmóti og ekki eins hættulegur og Carter lét í veðri vaka í kosningabaráttu sinni. Demókrötum tókst ekki undir forystu Carters að hemja verðhækkanir eða standa vörð um virðingu Bandaríkjanna og líf einstaklinga erlendis. „Svo þegar Reagan spurði," skrifar David Broder, dálkahöfundur Washing- ton Post, í dag, „hvort kjósendum þætti þeir hafa það betra nú, en þegar Carter tók við embætti, var svarið augljóslega neikvætt." Aðeins 52,3% kjósenda greiddu atkvæði í kosningunum. Minnst var þátttaka í hverfum hinna bágstöddu og það kom demókröt- um illa. Carter óttaðist, að fram- boð John Andersons myndi kosta hann kosningarnar, en svo var ekki. Anderson hlaut 7% at- kvæða, Carter 41% og Reagan 51%. Anthony Lewis, dálkahöfundur New York Times, sagði á mið- vikudag, að sigur repúblikana í þinginu benti til þess, að óánægja með' Carter hefir ekki aðeins ráðið kjöri Reagans. Hann sagði, að hægri sveifla í landinu hefði lengi verið í spilunum, en Wat- ergate-hneykslið hefði tafið fyrir henni. Repúblikanar notuðu tím- ann eftir 1974 til að byggja flokkinn upp og finna nýjar lausnir og nýja menn til að takast á við gömul og ný vandamál. Framboð þingmanna voru vel undirbúin og fjármögnuð, og frambjóðendurnir minntu kjós- endur oft og tíðum á, að ekki væri nóg að fella Carter, ef breyta ætti til, heldur þyrftu repúblikanar einnig að ná völdum í þingsölum. Þeir eiga nú 53 sæti af 100 í öldungadeildinni, en höfðu 41 áður. Þeir unnu 30 sæti í fulltrúa- deildinni, eða 10 fleiri en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona. Sigur repúblikana er talinn munu binda endi á velferðar- stefnu demókrata, sem hófst 1932 með kjöri Franklins D. Roosevelt, og tímabil frjálslyndisstefnu í Bandaríkjunum. Reagan lofaði kjósendum í kosningabaráttunni „að lyfta af þeim oki ríkisins", lækka við þá skatta og styrkja varnarmátt og virðingu Banda- ríkjanna. Hann hefur stuðning í þinginu til þess, svo vænta má róttækra breytinga í Bandaríkj- unum næstu fjögur árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.