Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
27
efnahagsráðstafana
„ÞETTA eru persónulesar skoðan-
ir Tómasar. Þaó er rétt. að við
framsóknarmenn viljum. að eitt-
hvað verði >rert. en við höfum þó
ekki fjallað beint um það að fresta
verðbótunum 1. desember.“ sagði
SteinKrimur Hermannsson, er
Mbl. spurði hann. hvort það væri
stefna Framsóknarflokksins. að
fella niður verðlajísba-tur 1. des-
ember og „sameina verðbótatíma-
bil allra kostnaðarþátta 1. janú-
ar“. „Þessi hugmynd er góðra
gjalda verð,“ sagði SteinKrímur,
þegar Mbl. spurði um hans álit.
„Þetta gæfi meira svigrúm til þess
að gera einhverjar marktækar
ráðstafanir og tengja þær Kjald-
miðilsbreytinKunni um áramótin.~
Mbl. spurði þá, hvort vænta
mætti tillagna frá framsóknar-
mönnum í ríkisstjórninni í þessum
dúr. „Við erum búnir að leggja fram
okkar tillögur um niðurtalningu
verðlagsins," sagði Steingrímur.
„Frekari tillögugerð hefur ekki ver-
ið rædd, en ég legg áherzlu á, að það
er algjört samkomulag hjá okkur
um full samráð við aðila vinnu-
markaðarins."
Mbl. spurði Steingrím, hvort
\9á
framsóknarmenn vildu auknar
niðurgreiðslur á móti vísitöluhækk-
un 1. desember?
„Það segir í stjórnarsáttmálan-
um, að niðurgreiðslur verði auknar
í hlutfalli við verðlagið. Við erum
ekki með neitt umfram það,“ svar-
aði Steingrímur.
V>RNKB5TFIK-
wxi.aMm!
WK M 30?
wiM)vís\
Ragnar Arnalds:
Ekki trúaður á ann-
að en verðbætur
verði greiddar 1. des.
„ÞETTA er nú ekki ný hugmynd.
Henni hefur skotið upp á 3ja
mánaða fresti um langt skeið.
þegar menn hafa sagzt vilja
fresta þessari dagsetningunni
eða hinni.“ sagði Ragnar Arn-
alds. er Mbl. spurði hann í gær
álits á hugmynd Tómasar Arna-
sonar. viðskiptaráðherra. um
frestun verðbóta „allra kostnað-
arþátta" 1. desember. „Ég er ekki
trúaður á annað. en að 1. desem-
ber verði greiddar þær verðbætur
á laun, sem greiða á.“ sagði
Ragnar.
„Hækkun á verðbótaþætti launa
um 10% þann 1. desember er út af
fyrir sig ekkert nýtt,“ sagði Ragn-
ar. „Hún er aðeins til marks um
það, að verðbólgan er nú tæplega
50% og verðbætur á laun eru
aðeins afleiðing þess, sem gerzt
hefur. Við alþýðubandalagsmenn
erum því algjörlega andvígir, að
menn einblíni bara á verðbætur
launa, en ætli verðbólgunni að
æða áfram að öðru leyti, þannig að
launamenn liggi eftir og kaup-
máttur launa þeirra falli.“
Þegar við stefnum á efnahags-
ráðstafanir í sambandi við gjald-
miðilsbreytinguna um áramótin,
þá höfum við í huga aðgerðir í
sambandi við fjölmarga efnahags-
þætti, sem eiga að draga úr
sjálfvirkninni og hægja á víxl-
ganginum í efnahagslífinu.
Auðvitað eru verðbæturnar einn
þáttur þessarar sjálfvirkni, en það
er ekki á stefnuskrá Alþýðubanda-
lagsins að minnka kaupmátt
launa.“
„Það eru ýmsar leiðir færar til
þess,“ svaraði Ragnar, þegar Mbl.
spurði, hvaða leiðir Alþýðubanda-
lagið vildi fara. „En það er of
snemmt að ræða þetta frekar
núna.“
— Hvenær koma þessar efnahags-
ráðstafanir?
„Eg skal ekkert segja um það,
hvenær efnahagsráðstafanirnar
sjá dagsins ljós. Það er talað um
að tengja þær gjaldmiðilsbreyt-
ingunni um áramótin, þannig að
flest bendir til, að þær komi til
framkvæmda öðru hvoru megin
við næstu áramót."
Framkvæmdastjórn Kaupmannasamtaka íslands: Fv. Jónas Gunnarsson, Asgeir S. Ásgeirsson,
Magnús E. Finnsson. framkvæmdastjóri, Gunnar Snorrason. formaður og Þorvaldur Guðmundsson. Á
myndina vantar Hörð Pétursson.
Kaupmarmasamtök
íslands 30 ára
KAUPMANNASAMTÖK íslands eru þrjátíu ára í dag. Þau voru
stofnuð 8. nóvember 1950 og hétu þá Samband smásöluverslana.
Kaupmannafélögin sem að stofnun samtakanna stóðu voru Félag
matvörukaupmanna, Félag vefnaðarvörukaupmanna, Félag bús-
áhalda- og járnvorukaupmanna og Kaupfélag Hafnarfjarðar.
Fljótlega fjölgaði sérgreinafélögum og kaupmannafélögum innan
samtakanna og nú hafa m.a. verið stofnuð kaupmannafélög i
hinum ýmsu landshlutum. Auk þess eru í samtökunum kaupmenn,
sem ekki hafa stofnað sérgreinasamtök vegna fámennis eða eiga
verslanir á stöðum þar sem engin félög kaupmanna eru.
Tilgangurinn með stofnun
Kaupmannasamtakanna var
einkum sá að vinna að hags-
munamálum kaupmanna í land-
inu, beita sér fyrir umbótum á
verslunarlöggjöfinni og afnámi
hafta, verðlagsákvæða og
hverskonar þvingana sem skerða
frjálsræði verslunarinnar.
Á blaðamannafundi sem boð-
að var til vegna afmælisins sagði
Gunnar Snorrason, formaður
samtakanna, að mikið hefði
áunnist á starfstíma samtak-
anna. Hann benti á að sú
haftastefna sem var allsráðandi
á fyrstu árum samtakanna væri
nú á stöðugu undanhaldi og að
skilningur yfirvalda væri smám
saman að glæðast á nauðsyn
frjálsræðis í verslunarmálum,
bæði fyrir neytendur og kaup-
menn. Hann sagði þó, að ráða-
menn reyndu sífellt að ganga á
hlut verslunarinnar þegar geng-
isfellingar eiga sér stað og því
verði að heyja stöðuga varnar-
baráttu til að halda í horfinu.
Kaupmannasamtökin hafa
stuðlað að stofnun margra fyrir-
tækja og félaga tengdum verslun
og viðskiptum. Má í því sam-
bandi nefna Verslunarsparisjóð-
inn á sínum tíma, sem nú er
Verslunarbanki Islands hf. og
Lífeyrissjóð verslunarmanna, en
bæði þessi fyrirtæki hafa átt
stóran þátt í uppbyggingu versl-
unar í landinu. Fyrir um það bil
tuttugu árum var farið að vinna
að stofnun stofnlánasjóða innan
vébanda Kaupmannasamtak-
anna til þess að leysa, eftir því
sem hægt væri, lánsþörf lands-
manna. Stofnlánasjóðirnir eru
nú fjórir og hafa þeir unnið að
uppbyggingu smásöluverslunar í
landinu.
Á undangengnum árum hefur
framkvæmdastjórn samtakanna
lagt mikla áherslu á að stofna
kaupmannafélög víðs vegar um
landið og fá önnur til að ganga í
samtökin. Nú eru starfandi
kaupmannafélög innan vébanda
Kaupmannasamtakanna um
landið allt og vinna þau ásamt
samtökunum að lausn á vanda-
málum landsbyggðarverslunar-
innar.
Á síðasta ári gerðust Kaup-
mannasamtökin stofnendur að
samtökunum Viðskipti og versl-
un, en að þeim samtökum standa
félagasamtök viðskiptalífsins í
landinu, launþegar og atvinnu-
rekendur. Markmið þeirra er að
auka skilning almennings á mik-
ilvægi frjálsrar verslunar og
virkja til átaka alla þá, sem vilja
aukið frálsræði í verslunarmál-
um. Takmarkið er afnám allra
verslunarhafta enda samræmist
það best hagsmunum launþega,
kaupmanna og stjórnvalda.
Kaupmannasamtökin eru
meðlimir í samtökum kaup-
manna á Norðurlöndum, Nor-
disk Kobmandskomite, og var
fundur samtakanna haldinn á
íslandi sumarið 1978.
Kaupmannasamtökin hafa í
gegnum árin beitt sér fyrir i
margvíslegri fræðslustarfsemi.
Haldnar hafa verið ráðstefnur
um verslunarmál og samtökin
hafa staðið fyrir fjölmörgum
námskeiðum fyrir kaupmenn,
verslunarstjóra og afgreiðslu-
fólk.
Samtökin hafa gefið út tíma-
ritið Verslunartíðindi óslitið frá
stofnun samtakanna og ritstjóri
þess nú er Jón I. Bjarnason.
I framkvæmdastjórn Kaup-
mannasamtakanna sitja auk
Gunnars Snorrasonar formanns,
þeir Þorvaldur Guðmundsson
varaformaður, Ásgeir S. Ás-
geirsson gjaldkeri, Jónas Gunn-
arsson ritari og Hörður Péturs-
son meðstjórnandi. Fram-
kvæmdastjóri samtakanna er
Magnús E. Finnsson.
Eldur í Keflvíkingi
ELDUR kom upp í loðnubátnum Keflvíkingi KE í
Keflavíkurhöfn í gærmorgun ok urðu talsverðar
skemmdir á vistarverum skipverja.
Loftskeytastöðin í Keflavík
tilkynnti slökkviliðinu um
eldinn klukkan 7.27. Slökkvi-
liðið brá hart við og þegar það
kom á staðinn logaði eldur í
klefa matsveins og reyk lagði
um aðrar vistarverur. Mat-
sveinninn hafði verið í klefa
sínum en tókst að komast upp
á þilfar. Slökkvistarf gekk
greiðlega en talsverðar
skemmdir urðu á vistarverum
skipverja eins og áður sagði.
Eldsupptök eru ókunn en
málið er í rannsókn. Keflvík-
ingur var með fullfermi af
loðnu en engar skemmdir
urðu á loðnufarminum. Óljóst
er hvað skipið verður lengi
frá veiðum vegna þessa
óhapps.
Steingrimur Hermannsson:
Slókkviliðsmenn um borð í Keflvíkingi i gærmorgun. Mbl Arnor'
Frestun verðbóta
gæfi aukið svig-
rúm til marktækra
itj
keflvíking