Morgunblaðið - 08.11.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980
35
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón Sighvatur Blöndahl
íslenzka ríkisvaldsins og hefur
samvinna þess og SIF verið með
miklum ágætum.
Það er rétt að bæta því við á
þessum stað, að í þessum erfið-
leikum hefur berlega komið í ljós
sá styrkur, sem felst í því að
starfa saman. Augljóslega hefði
orðið miklu erfiðara að knýja
fram lausnir á þeim pólitísku
vandamálum, sem við hefur verið
að glíma hverju sinni, ef salt-
fiskframleiðendur hefðu ekki ver-
ið jafn einhuga eins og raun bar
vitni og notið mikilvægs stuðn-
ings stjórnvalda.
Nýir markaðir eru ekki ýkja
margir þó nokkra megi nefna, en
eins og áður segir er neysla
saltfisks afar hefðbúndin og hefur
reynst erfitt að kenna nýjum
þjóðum að meta þessa vöru.
Vinnslan er sömuleiðis ennþá
mjög rótgróin og hafa tiltölulega
litlar breytingar orðið á fram-
leiðslurásinni, enda þótt nokkurri
tæknivæðingu hafi verið viðkom-
ið. En það verður að fara mjög
varlega í sakirnar vegna hinna
sterku bragðeinkenna vörunnar,
sem vissulega breytast strax og
framleiðsluaðferðum er breytt
eitthvað að ráði. Saltfiskur er
afar hefðbundin vara með sterk
bragðeinkenni eins og áður sagði,
sem neytendur virðast aðlagast
frá blautu barnsbeini en verður
síðan snar þáttur í matarvenjum
þeirra, eins og t.d. hangikjöt hjá
okkur.
Vissulega mætti eyða löngu
máli i markaðsmálin, neyslumál-
in og skipulag framleiðslunnar
hér innanlands en þó að mér hafi
orðið nokkuð tíðrætt nú þegar um
stöðu útflutningssamtakanna
hérlendis, þá mun ég koma að því
aftur og reifa það nokkuð nánar.
Mér finnst full ástæða til þess, því
um þau hljóta að snúast mestar
umræður um útflutningsmál
sjávarafurða. Því miður finnst
mér oft gæta mikils misskilnings
og tortryggni í garð þeirra. Sjálf-
sagt er ein ástæðan sú, að þau
vinna störf sín í kyrrþey og hafa
lítt haft sig í frammi í fjölmiðl-
um. Þau eru í eðli sínu íhaldssöm.
Til eru t.d. þeir, sem telja sig
sjálfskipaða verndara frjálsræðis
í hvaða formi sem það er. Sölu-
samtökin virðast vera fyrir þeim
og þeir vilja allt til vinna að koma
þeim á kné. Aðrir og reyndar
mjög margir segja, að sjálfsagt sé
að halda þessu fyrirkomulagi
enda hafi það margsannað gildi
sitt, en nauðsynlegt sé að gefa
einum og einum útflytjanda tæki-
færi fram hjá sölusamtökunum af
og til.
okkar framleiðslu sé seld til út-
landa, um 60% af því beint í okkar
nafni og um 20% í formi vara frá
öðrum saumastofum, sem keypt
hafa ullarbandið af okkur. Það
sem eftir er fer svo á innan-
landsmarkað, þar á meðal öll
teppaframleiðslan, sem reyndar
hefur verið hálfgerður höfuðverk-
ur hjá okkur undanfarin ár. Við
höfum hugsað mjög alvarlega um
að hætta hreinlega teppafram-
leiðslunni, en í dag erum við eini
íslenzki framleiðandinn á teppum.
Hinir hafa allir lagt upp laupana,
með auknu flóði erlendis frá. Þessi
vara okkar týnist hreinlega í öllu
flóðinu, það er ekki að hún sé ekki
samkeppnisfær í verði og gæðum.
Úrvalið er bara svo mikið af
erlendu teppunum,“ sagði Pétur.
Hverjir eru ykkar aðalmarkaðir
erlendis? — „Okkar framleiðsla
fer að mestu leyti til Evrópu,
Þessi „haltu mér, slepptu mér“
stefna er örugglega ekki mjög
ígrunduð hjá þessum aðilum. Það
er auðvelt að benda á marga
ókosti slíkrar stefnu, sem yrði til
þess eins að draga úr styrkleika
samtakanna erlendis. A hinn bóg-
inn er erfitt að sjá nokkra skyn-
samlega ástæðu til þess að taka
upp slíka stefnu, nema menn séu
sannfærðir um, að sölusamtökin
standi sig illa.
Mín skoðun er sú, að þá sé ekki
við samtökin sem slík að sakast
eða fyrirkomulagið í heild sinni
heldur séum það við, sem þar
störfum, sem ekki stöndum okkur
sem skyldi og sé þá kominn tími
til að fá nýja menn í okkar stað.
Eins og kunnugt er þurfa allir
útflytjendur að fá leyfi viðskipta-
ráðuneytisins til útflutnings.
Núgildandi fyrirkomulag þar um
leggur að vísu mikla vinnu á
viðskiptaráðuneytið og sjálfsagt
er heldur óskemmtilegt að svara
óvæginni gagnrýni þeirra aðila
sem synjað er um útflutning, en á
hinn bóginn er það augljóslega
kostur við núverandi fyrirkomu-
lag, að ráðuneytið getur veitt
öðrum leyfi, ef það er sannfært
um, að sölusamtökin hafi brugð-
ist. Ljóst er af reynslu undanfar-
inna áratuga, að flestir viðskipta-
ráðherrar hafa lagt það mat á
þessi mál, að allar breytingar sem
gengju gegn hagsmunum samtaka
framleiðenda, væru vafasamar og
hafa því stutt við bakið á sölu-
samtökum þeirra.
Að lokum vil ég taka fram, að
sú ákvörðun mín, að taka fyrir í
þessu stutta ávarpi spurninguna
um stöðu útflutningssamtakanna,
byggðist á því að um þetta efni er
sífellt verið að ræða hér og hvar,
en oftast einkennast þær umræð-
ur af lítt grunduðum rökum.
Það má vel vera, að einhverjum
finnist þessi orð vera einhvers
konar vörn fyrir sölusamtökin og
að ég telji þau í varnaraðstöðu.
Því fer víðs fjarri, því þeirra starf
hefur einkennst af stöðugri sókn.
Sú sókn hefur staðið um ára-
tuga skeið og aldrei hafa samtök-
in sannað betur gildi sitt en þegar
erfitt er í ári.
Við eigum nú í harðri og
óvæginni samkeppni á öllum
helztu mörkuðum okkar, sem ör-
ugglega fer vaxandi.
Aðal keppinautar okkar eru
ríkisstyrktir, beint og óbeint, og
ákveðnir í því að ná verulegum
hlut á rótgrónum mörkuðum
okkar.
Við höfum nú sem fyrr allt að
vinna, en við höfum líka miklu að
tapa.
nánar tiltekið til Skandinavíu,
Vestur-Þýzkalands og Englands,
en auk þess fer nokkur hluti til
Bandaríkjanna og Kanada. Um
nýja markaði er það að segja, að
við stefnum að mikilli sókn í
Frakklandi, Sviss og í Benelux-
löndunum," sagði Pétur.
í ár framlejðir Álafoss liðlega
250 þúsund „meiriháttar" flíkur,
þ.e. fyrir utan smávöru eins og
vettlinga, húfur og trefla. Mestur
hluti framleiðslunnar fer fram í
verksmiðjuhúsi fyrirtækisins í
Mosfellssveit, sem er um 6500
fermetrar, en hefur þegar sprengt
starfsemina utan af sér. Pétur
sagði, að þegar væru hafnar byrj-
unarframkvæmdir við viðbygg-
ingu, sem yrði 2000 fermetrar og
væri áætlaður byggingarkostnað-
ur við þetta nýja húsnæði um 500
milljónir króna í dag. Stefnt er að
því, að taka nýja húsnæðið í
gagnið á miðju næsta ári.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Tveimur umferðum að fjórum
er lokið í hraðsveitakeppninni og
hefir sveit Gests Jónssonar tekið
örugga forystu, hefir hlotið 1319
stig.
Röð næstu sveita:
Ingvar Hauksson 1133
Margrét Þórðardóttir 1119
Ragnar Óskarsson 1106
Sigfús A. Sigurhjartarson 1100
Næsta umferð verður spiluð
nk. fimmtudag í Domus Medica
og hefst keppnin stundvíslega
klukkan 19.30.
Bridgedeild
Húnvetninga
Fjórum umferðum af fimm er
lokið í tvímenningskeppninni
sem stendur yfir hjá deildinni.
Alls taka 12 pör þátt í keppninni.
Staða efstu para:
Dóra — Sigríður 609
Jóhann — Jón 598
Karl — Haukur 580
Jón — Ólafur 580
Valdimar— Sigrún 568
Meðalskor 532
Keppninni lýkur á miðviku-
daginn. Spilað er í félagsheimili
Húnvetninga og hefst keppnin
kl. 19.45.
Næsta keppni deildarinnar
verður hraðsveitakeppni og er
skráning þegar hafin í síma
37757 (Valdimar).
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. þriðjudag var spiluð eins
kvölds hraðsveitakeppni með
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
þátttöku 5 sveita. Sveit Baldurs
Bjartmarssonar sigraði með
miklum yfirburðum, hlaut 574
stig. í sveit Baldurs voru ásamt
honum: Rafn Kristjánsson, Sig-
ríður Rögnvaldsdóttir, og Einar
Guðlaugsson.
Sveit Bergs Ingimundarsonar
varð önnur með 509 stig og sveit
Friðjóns Margeirssonar þriðja
með 484 stig.
Á þriðjudaginn kemur hefst
3ja kvölda hraðsveitakeppni og
verður spilurum hjálpað að
mynda sveitir áður en keppnin
hefst.
Spilað er uppi í húsi Kjöts og
fisks, Seljabraut 54 og hefst
keppnin stundvíslega kl. 19.30.
Keppnisstjóri er Hermann Lár-
usson.
Spilaklúbbur
Bridgeskólans
Á miðvikudagskvöldið var hélt
klúbburinn fyrsta keppniskvöld
vetrarins. Spilaður var stuttur
einmenningur í 3 riðlum.
Helstu úrslit:
A-riðill:
Jón Jónsson 46
Anna Ólafsdóttir 30
Anton Sigurðsson 30
Helgi Backman 30
B-riðill:
Anna Vigd. Ólafsdóttir 36
Valgerður Pétursdóttir 36
Dagbjört Sigurbjörnsd. 32
C-riðill:
Ester Ingvarsdóttir 38
Aðalheiður Hákonardóttir 34
Karólína Sveinsdóttir 34
Meðalskor var 28 stig.
Þessi leikur verður endurtek-
inn næsta miðvikudagskvöld kl.
20.30. Nemar skólans á síðasta
vetri virðast ekki allir hafa áttað
sig á spilaaðstöðunni, sem veitt
er og eru þeir auðvitað einnig
velkomnir.