Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 47

Morgunblaðið - 08.11.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1980 47 Njarðvíkingar halda forystunni UM TÍMA lék vafi á því að leikur Njarðvíkinga ojf ÁrmenninKa í úrvalsdeild körfuboltans jfæti farið fram. Ástæðan er sú að fyrir leikinn settu Ármenningar sig í samband við forráðamenn UMFN og sögð- ust ekki spila leikinn nema Njarð- víkingar greiddu 2000 dollara skuld Danny Shouse við Ármann, en það eru rúmar 1100 þúsund krónur. Að sögn forráðamanna UMFN hófust langar og strangar samningaviðræður sem lauk þannig að UMFN féllst á að borga skuldina. Var hún greidd for- manni körfuknattleiksdeildar Ármanns að leik loknum í gær- kvöldi. Forráðamenn UMFN sögðu í gærkvöldi, að þegar Shouse hélt af landi brott sl. vor hafi hann aðeins átt farmiðana og 75 dollara. Helsta ástæðan fyrir auraleysi hans hafi verið lág laun, sem Ármenningar greiddu. Ármenn- ingar féllust á að greiða honum 2000 dollara rétt áður en hann fór, en létu Shouse skrifa undir skuldaviðurkenningu. Að sögn for- ráðamanna UMFN töldu Ármenn- ingarnir að Shouse myndi leika með argentínsku liði og hugðust rukka það en þegar ijóst var að hann færi til UMFN hefðu þeir ákveðið að rukka Njarðvíkingana. Shouse mun hins vegar hafa talið að 2000 dollararnir væru bónus fyrir að koma Ármanni í úrvals- deildina. Forráðamenn Njarðvíkinga sögðu að lokum að ekki hefði verið annað að gera en fallast á að greiða skuldina, að öðrum kosti hefði þurft að aflýsa leiknum og endurgreiða áhorfendum miðana. Sögðu þeir þetta mál allt hið furðulegasta og það hlyti að hafa einhverja eftirmála. Koma yrði í veg fyrir það að lið gætu látið leikmenn skrifa undir skuldavið- urkenningar og síðan rukkað þau lið, sem viðkomandi leikmenn léku næst með. -SS Armann neitaði að leika nema UMFN borgaði 1100 þús. kr. skuld Danny Shouse STAÐAN á toppi og botni úrvals- deildarinnar í körfuknattleik breyttist ekkert þegar UMFN og Ármann mættust i íþróttahúsinu í Njarðvík í gærkvöidi. Heima- menn unnu öruggan sigur. 108:80, og eru sem fyrr á toppi deildarinnar og ósigraðir en Ár- menningarnir verma botnsætið sem fyrr og hafa engan leik unnið. Snillingurinn Danny Shouse lék þarna gegn liðinu sem hann kom upp í úrvalsdeildina t fyrra en hann var ekkert að spara sig kappinn sá. Hann lék á ais oddi í fyrri hálfleik, aðeins tvö skot ÞÓR FRÁ Akureyri og ÍR gerðu jafntefli í 2. deild á Akureyri i gærkvöldi. Leikur iiðanna sem var mjög spennandi og harður endaði með jafntefli, 20—20, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12—9 fyrir ÍR. Mikil harka var í leiknum og hart barist á báða bóga. Síðari hálfleikur var mjög vel leikinn jafnframt því sem hann var harður og grófur á köflum. Leikurinn gat farið á báða bóga. Þór jafnaði metin úr vítakasti þegar 20 sek. voru eftir geiguðu hjá kappanum og hann skoraði 35 stig. Flest stigin skor- aði hann með glæsilegum lang- skotum. I seinni hálfleik tók Danny lífinu með ró, hvíldi sig á bekknum fyrri hlutann en kom svo inná og hugsaði fyrst og fremst um að leika upp aðra leikmenn Njarðvíkinga. Það má með sanni segja að Njarðvíkingarnir hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir tryggðu sér Danny. Byrjun fyrri hálfleiksins var jöfn, bæði liðin skoruðu og tölur voru oft jafnar. Þeir skoruðu grimmt Shouse og risinn í Ár- mannsliðinu, Breeler. Var eigin- af leiktímanum. ÍR-ingar áttu dauðafæri i lok leiksins en mis- tókst að skora og jafnframt að sigra í leiknum. Besti maður Þórs i leiknum var Ragnar markvörður og Sigurður Sig- urðsson. Mörk Þórs: Sigurður 11, 3v„ Sigtryggur 3, Guðmundur 3, Dav- íð, Árni og Reynir 1 hver. Mörk ÍR: Guðmundur 6, lv., Sigmar 4, lv., Ásgeir og Guðjón 3, Bjarni, Björn og Björn II. 1 hver. — þr lega um skotkeppni að ræða milli þeirra á tímabili. En þar kom að Breeler fór að þreytast og Njarð- víkingarnir sigu örugglega framúr og höfðu 18 stig yfir í hálfleik, 60:42. í seinni hálfleiknum spilaði varalið Njarðvíkinga lengst af og stóð sig ágætlega. Munurinn jókst smá saman og var kominn í 30 stig um miðjan hálfleikinn. En undir lokin tóku Njarðvíkingarnir lífinu með ró og lokatölurnar urðu 108:80. UMFN - Ármann 108-80 Danny Shouse var sem fyrr yfirburðamaður í liði UMFN og einnig léku þeir vel Gunnar Þor- varðarson, Jón V. Matthíasson og Jónas Jóhannesson, sem hirti mik- inn fjölda frákasta. Guðsteinn Ingimarsson lék að vanda stórt hlutverk í sóknarleiknum en eftir- lét félögum sínum að skjóta í þetta sinn. Lið UMFN er geysigott og kannski er loks komið að því að það hreppi íslandsmeistaratitil- inn, sem það hefur verið svo nálægt að vinna undanfarin ár. Stig UMFN: Danny Shouse 48, Jón Viðar 14, Gunnar Þorvarðar- son 12, Jónas Jóhannesson 7, Árni Lárusson 6, Stura Örlygsson 6, Valur Ingimundarson 5, Júlíus Valgeirsson 5, Guðsteinn Ingi- marsson 3, Brynjar Sigmarsson 2. Stig Ármanns: Breeler 38, Atli Arason 19, Valdimar Guðlaugsson 14, Guðmundur Sigurðsson 4, Dav- íð Arnar 2, Hörður Arnarson 2, Kristján Rafnsson 2. Bræðurnir Gunnar og Sigurður Valgeirssynir dæmdu og fórst það vel úr hendi. —SS. ÍR og Þór gerðu jafntefli í gær Tekst FH að stöðva sigurgöngu Víkings? ÞAÐ VERÐA margir leikir á dagskrá i Islandsmótinu i hand- knattleik um helgina. Sá leikur sem kemur til með að vekja hvað mesta athygli er leikur FH og Vikings. Leikur liðanna fer fram i Laugardalshöllinni i dag og hefst kl. 14.00. íslandsmeistarar Vikings stefna nú hraðbyri að titlinum og það virðist vera erfitt að stöðva sigurgöngu liðsins. En liðið hefur nú leikið 20 leiki i röð án þess að tapa leik. Þá verður fróðlegt að sjá hvernig Þrótti gengur gegn Val i dag en liðin leika strax að loknum leik FH og Víkings. Staðan i 1. deild fyrir leiki helgarinnar er nú þessi: Víkingur 6 5 1 0 110:92 11 Valur 6 3 1 2 126:99 7 KR 6 3 1 2 125:124 7 FH 6 3 1 2 121:130 7 Þróttur 5 3 0 2 107:97 6 Haukar 6 2 1 3 118:122 5 Fylkir 5 1 0 4 89:116 2 Fram 6 0 1 5 122:138 1 Markhæstu leikmenn: Sig. Sveinsson, Þrótti, 52/10 Kristján Arason, FH, 51/29 Hörður Harðarson, Haukum,35/20 Axel Axelsson, Fram, 44/22 Gunnar Baldursson, Fylki, 34/11 Alfreð Gíslason, KR, 41/4 Konráð Jónsson, KR, 30 Hér á eftir fara leikir helgarinnar í handknattleik. Njarðvík kl. 13.00 Laugardagur 8. nóvember 2. deild kvenna A UMFM — Stjarnan Akureyri kl. 14:00 Laugardagur 8. nóvember 2. deild karla KA - ÍR kl. 15:15 1. deild kvenna Þór — Valur Laugardalshöll kl. 14:00 Laugardagur 8. nóvember 1. deild karla Víkingur — FH kl. 15:15 1. deild karla Þróttur — Valur kl. 16:30 1. deild kvenna KR — Haukar kl. 17:30 1. deild kvenna Fram — FH kl. 18:30 2. deild kvenna A Fylkir - ÍR Vestm.eyjar kl. 13:30 Laugardagur 8. nóvember 2. deild karla Týr - UMFA kl. 14:45 2. deild kvenna B ÍBV — Þróttur Varmá kl. 15:00 Laugardagur 8. nóvember 2. deild karla HK — Ármann kl. 16:15 2. deild kvenna B IIK — Ármann Seltjarnarnes kl. 15:00 Sunnudagur 8. nóvember 3. deild karla Grótta — Óðinn Keflavik kl. 14:00 Sunnudagur 9. nóvember 2. deild kvenna A ÍBK - UMFA Seltjarnarnes kl. 15:00 Sunnudagur 9. nóvember 2. fl. karla C Grótta — UBK Laugardalshöl) kl. 20:00 Sunnudagur 9. nóvember 1. deild karla Fram — Haukar kl. 21:15 1. deild karla Fylkir - KR Bandarikiamaðurinn Brad Miley i sinum fyrsta leik hér á landi með Val gegn IS. Ljósm. KÖE. „Körfuboltinn betri en ég bjóst viö“ - sagði Brad Miley NÚ IIEFUR körfuknattleiksdeild Vals fengið til liðs við sig þriðja Bandaríkjamanninni á þessu keppnistimabili. Sá er 2,05 metr- ar á hæð og heitir Brad Miley. Miley lék áður með háskólanum i Indiana. körfubolta-rikinu mikla. Þar lék hann með leikmönnum eins og og hinum fræga Larry Bird sem nú leikur með Boston Celtics i NBA i Bandarikjunum. Miley lauk í vor prófi í vfðskipta- franfi en hefur í hyggju að stunda nám við Háskóla Islands i vetur jafnframt þvi sem hann mun þjálfa alla yngri flokka Vals i körfuknattleik. Að sögn Baldvins Jónssonar stjórnarmanns körfu- knattleiksdeildar Vals leggur deildin höfuðáherslu á að fá góða þjálfara fyrir yngri flokkana, en jafnframt sterkan leikmenn með meistaraflokki. Brad Miley hefur þegar hafið störf hjá félaginu með yngri flokkunum sem hann mun þjálfa og hefur leikið einn leik með meistaraflokki. Eftir sigurleik Vals gegn ÍS spjallaði Mbl. við Miley og spurði hann álits á leiknum og á því að vera kominn hingað til starfa. — Leikurinn kom mér nokkuð á óvart. Hann var mun betri en ég bjóst við. Sér í lagi voru skytturn- ar betri. Leikmenn Vals og sumir hjá IS virkuðu á mig sem mjög góðir körfuknattleiksmenn og góð- ar skyttur. Ég er ekki enn kominn í æfingu. Ég er nýkominn til landsins og þarf nokkra aðlögun með liðinu og svo þarf ég betri æfingu. Eftir nokkrar vikur verð ég kominn í góða æfingu. Það er þjálfari minn við háskólann í Indiana sem átti hvað mestan þátt í því að ég kom hingað. Hann þekkir vel til Danny Shouse og fleiri og það er skemmtilegt að fá tækifæri til þess að spreyta sig hér sem þjálfari og leikmaður, sagði Miley. Á morgun, sunnudag, leikur Miíey með liði sínu Vaí gegn KR í Laugardalshöllinni kl. 14.00 og þá má búast við skemmti- legum og spennandi leik. Það er greinilegt að Valsmenn eru að komast á gott skrið í íslandsmót- inu og takist þeim að sigra KR er ekki ólíklegt að leim takist að verja titil sinn. — ÞR. * IS og Þróttur mætast ÍSLANDSMÓTIÐ i blaki er nú hafið af fullum krafti og fara nokkrir leikir fram um helgina. Leikir ÍS og Þróttar bæði i karla og kvennaflokki ættu að bjóða upp á mikla spennu eins og jafnan þegar þessi lið mætast. Völsungur á Húsavik sem vann 2. deildina í fyrravetur sendi Blaksambandinu skeyti 13. október. þar sem félagið sagði sig frá keppni í 1. deild vegna manneklu. Stjórn BLÍ ákvað á fundi 15. okt. að Fram sem varð í 2. sæti 2. deiidar og UMSE sem féll úr 1. deild í fyrravetur skyldu keppa aukaleik um sæti Völsungs í 1. deild. Fram vann siðan þann leik 3—1, en hann var leikinn í Hagaskóla 26. okt. Hér á eftir fara leikir helgarinnar í blakinu. Laugardagur 8. nóvember. Glerárskóli Akureyri kl. 17.00 — ÍMA — Víkingur ldkv Vestmannaeyjar kl. 16.00 — ÍBV — Samhygð 2dsv Sunnudagur 9. nóvember Hagaskóli Reykjavík kl. 13.30 — ÍS — Þróttur Hagaskóli Reykjavík kl. 14.45 — ÍS — Þróttur ld Hagaskóli Reykjavík kl. 16.00 Fram — UMFL ld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.