Morgunblaðið - 15.11.1980, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
Starfsmannafélag Arnarflugs:
Fái Arnarflug ekki að
starfa sjálfstætt liður
félagið undir lok
EINS «k kunnuKt er af fréttum
hefur starfsmannafélaK Arnar-
ÍIuks óskað þess aó kaupa meiri
hluta hlutahréfa FluKleiða i Arn-
arfluKÍ. Það var einnÍK eitt af
skilyrðum ríkisstjórnarinnar
fyrir ríkisábyrKð að svo yrði.
StarfsmannafélaK ArnarfluKS
hoðaði nýleKa hlaðamenn á sinn
fund til að kynna sjónarmið sin í
þessu máli.
Þar kom meðal annars fram að
það væri lögð á það mikil áherzla
af hálfu starfsmannafélagsins að
starfsfólk Arnarflugs fengi að
kaupa meirihluta hlutabréfa
Flugleiða í Arnarflugi á þeim
forsendum að ef félagið fengi ekki
að starfa sem sjálfstæður aðili
yrði þess skammt að bíða að
félagið liði undir lok og myndi þá
að öllum líkindum verða innlimað
í Flugleiðir.
„Við teljum að það sé sam-
kvæmt yfirlýsingum ríkisstjórn-
arinnar að samgöngur til og frá
landinu í lofti séu ekki á einni
hendi, og teljum ennfremur að það
væri Flugleiðum til góða að fá
samkeppni og sá samkeppnisaðili
viljum við verða.
Við rituðum stjórn Flugleiða
bréf 13. október þar sem við fórum
fram á viðræður um það að við
vildum kaupa hlutabréfin. Þessu
bréfi hefur enn ekki verið svarað.
Þá teljum við að sá fyrirsláttur
Flugleiðamanna að leggja verði
söluna fyrir hluthafafund, sýni
aðeins fram á að þeir vilji ekki
selja. Þarna er um svo litla
upphæð að ræða að ekki er þörf á
slíku og hafa þess háttar mál
hingað til ekki verið lögð fyrir
hluthafafund.
Arnarflug hefur á ferli sínum
aflað sér verulegrar alþjóðlegrar
markaðsþekkingar, sem komið
hefur félaginu .vel í leiguflugi
erlendis. Og siðastliðin tvö ár
höfum við gert alla erlenda flug-
leigusamninga fyrir Flugleiðir.
Einhugur, sveigjanleiki og sam-
starfsvilji starfsfólks Arnarflugs
hefur haft mikið að segja í
velgengni félagsins. Við sættum
okkur hins vegar ekki við það að
okkur hefur verið bolað út úr flugi
til og frá Islandi.
Það er okkur mjög mikilvægt að
hafa eitthvert akkeri hér heima
fyrir stóru vélarnar. Það er mikið
álag á starfsfólk að þurfa að
starfa langtímum saman erlendis
og því viljum við geta hvílt það á
útlegðinni með flugi hér heima.
Það eru einnig margir ónýttir
markaðsmöguleikar í heimaflug-
inu og þó að okkur væri gefinn
kostur á að nýta það, ætti það
fremur að vera Flugleiðum til
góðs en ills.
Nafnverð hiutabréfa Arnarflugs
er aðeins 120 milljónir og það ætti
þvi ekki að verða erfitt fyrir 100
manna starfsmannafélag að
kaupa hlut F’lugleiða, sem er um
69 milljónir.
Flugleiðir:
Við viljum fyrst og fremst fá að
vera sjálfstæður og óháður flug-
rekstraraðili. Það hefur sýnt sig að
sameining Loftleiða og Flugfélags
íslands misheppnaðist. Það hlýtur
að vera til góðs að fá samkeppni á
hvaða svið sem er. Það ætti að
hafa í för með sér vandaðri og
betri rekstur, sem öllum kæmi til
góða,“ sagði Halldór Sigurðsson
varaformaður starfsmannafélags
Arnarflugs meðal annars.
Fulltrúar starfsmannafélags Arnarflugs. Frá vinstri: óskar Sigurðsson, örn Ilelgason, Halldór
Sigurðsson, Ellert Eggertsson og Sigrún Magnúsdóttir.
Hrauneyjafossdeilan:
Verkbannið og tilboð VSÍ
hertu samstöðu starfsmanna
MINNSTU munaði að upp
úr slitnaði í íyrrinótt í
viðræðum verkalýðsfélag-
anna á virkjunarsvæðinu
við Ilrauneyjafoss og verk-
takanna þar efra. Samn-
inganefnd starfsmann-
anna taldi tilboð verktak-
anna mjög lélcgt og nán-
ast ekki svara vert, en nýr
sáttafundur var þó boðað-
ur í gær. Lögðu þá vinnu-
veitendur fram nýtt tilboð,
sem var mun betra og í
samræmi við annað. sem
gerzt hefur í samninga-
umleitunum undanfarið.
Gaffalbitar
fyrir á annan
milljarð til
Sovétríkjanna
SAMNINGAIt við Sovétmenn
um kaup á allt að 10 þúsund
kössum af gaffalhitum héðan
voru undirritaðir í K»r. Verð-
mætið er um 1.2 milljarðar
íslenzkra króna. Fyrr á árinu
hafði Solustofnun laKmetis
samið um sölu á 35—40 þús-
und kössum af Kaffalhitum til
Prodintorg í Sovétríkjunum.
Framleiðsla er hafin upp í
nýja samninginn og tryggir
hann samfellda vinnu hjá
Sigló-síld á Siglufirði og K.
Jónsson og co. á Akureyri
eitthvað fram á næsta ár. Er
þessi samningur mjög mikil-
vægur fyrir þessi fyrirtæki, en
framleiðslunni verður afskipað
jafnóðum og varan verður
framleidd.
Pílagrímafluginu
í Nígeríu lokið
PÍLAGRÍMAFLUGI Flugleiða
milli Nigeríu og Jeddah lauk á
fimmtudagskvöld og komu flug-
liðar í gær til Luxemhorgar. Er
starfsfólkið vamtanlegt til íslands
i dag. en um 50 manns hafa unnið
við flugið siðustu 3 vikur.
Eftir nokkra byrjunarörðugleika
gengu flutningarnir vel og er talið
hugsanlegt að jafnvel hafi verið um
skemmdarstarfsemi að ræða, en
fólk var nú flutt á nýtt svæði í
Nígeríu, Maituguri, en þangað hef-
ur erlent flugfélag ekki flogið áður.
Fluttir voru um 8.400 pílagrímar
frá Jeddah, sem er nokkru fleira
fólk en flutt var til Jeddah í fyrri
hluta verkefnisins. Farnar voru 34
ferðir, en flugið milli Jeddah og
Nígeríu tekur 4 tíma. Við kveðjuat-
höfn að fluginu loknu, voru starfs-
menn Flugleiða leystir út með
gjöfum og yfirvöld færðu félaginu
og starfsfólki þakkir fyrir vel
unnin störf.
Kjarasamningurinn við Hraun-
eyjafoss, sem nefndur hefur verið
Tungnaársamningurinn og gerður
var 1978 hefur 7 verkamannataxta
og nokkra iðnaðarmannataxta.
Yfirleitt hefur kaupgjald verið þar
efra nokkru hærra en í byggð.
Fyrir nokkrum dögum var hald-
inn fundur starfsmanna við
Hrauneyjafoss og var þá sam-
þykkt að beina þeirri áskorun til
Verkalýðsfélagsins Rangæings að
það afboðaði vinnustöðvun, sem
koma ætti til framkvæmda á
mánudag. Því neitaði Rangæing-
ur. I gær var svo haldinn annnr
starfsmannafundur. Þar var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun til
Brúin yfir Gufá verður tekin i notkun í desember.
Farið er að aka yfir nýju brúna yfir Þverá.
Ljósm. ófeÍKur
Miklar vegaframkvæmd-
ir í Borgarfirði í sumar
Hvanneyri 13. nóvember.
Á siðastliðnu sumri var unnið mikið að vegagerð. Svo mikið að ég man
varla annað eins sumar. Bundið slitlag hefur nú verið laKt á veginn
undir Hafnarfjaili, við Borgarnes og í Norðurárdal, alls um 15 km. Til
stóð að setja bundið slitlag á veginn ofan Akraness, en þar var unnið
fyrir um 200 millj. króna í sumar, en því var frestað til næsta sumars.
Tvær brýr voru byggðar, önnur í lögð niður. Þar hafa orðið mörg
Gufá í Borgarhreppi og á að taka
hana í notkun um miðjan desem-
ber. Hin brúin er yfir Þverá hjá
Kaðalstöðum í Stafholtstungum
og er farið að aka yfir hana. Þá
hafa verið gerðar verulegar endur-
bætur aðrar. Mætti nefna veg
norðan Hestháls, á Uxahryggja-
leið, í Lundarreykjadal, hjá
Hamraendum í Stafholtstungum,
ofan við Borgarnes og víðar.
Þá má nefna að nú í haust
verður svonefnd Eskiholtssneið
umferðaróhöpp á liðnum árum. í
tengslum við nýju brúna á Gufá
kemur nú vegur framhjá Eski-
holtssneiðinni. Að sögn Eiríks
Bjarnasonar hjá Vegagerð ríkisins
í Borgarnesi, hefur sumarið reynst
vel til vegagerðar og er undir-
ritaður þeirrar skoðunar að vel
hafi verið að vegaframkvæmdum
staðið sl. sumar. Alls var unnið
fyrir um 750 m. kr., en eins og
áður sagði er enn eftir að vinna til
áramóta að nokkrum verkefnum.
Ófeigur.
18 daga þorskveiði-
bann til loka desember
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að togara-
flotinn verði í þorskveiðibanni í
18 daga frá 20. nóvemher til loka
ársins. Frá 1. október til 31.
descmber eiga þessi skip að vera
samtals 36 daga frá þorsk-
veiðum. Þá hefur verið ákveðið,
að frá og með 20. descmber til
áramóta skuli öllum skipum öðr-
um en togurum vera óheimilt að
stunda þorskveiðar.
samninganefndar:
„Fundur starfsmanna við
Hrauneyjafoss haldinn 14/11 ’80
kl. 12,30, skorar á samninganefnd
sína að svara verkbanni atvinnu-
rekenda og smánarlegu tilboði
þeirra með festu og standa saman
um að verjast þeim kjaraskerðing-
aráformum sem í tilboðinu felast."
Borgarf jörður eystri:
Ótryggt atvinnu-
ástand er tveir
bátar skemmdust
TVEIR hátar. sem gerðir eru út frá
Bakkagerði á Borgarfirði eystra.
stórskemmdust er þeir slitnuðu upp
og þá rak upp i fjöru í aftakaveðri
er Kerði þar aðfararnótt fimmtu-
dags. Er annar hátanna talinn
gjörónýtur, en reyna á að gera við
hinn, en hann er stórskemmdur.
Aðrir bátar eru ekki gerðir út frá
Borgarfirði í vetur og lítur þvi illa
út með atvinnu milli 25 ok 30
manna, er starfað hafa við sjósókn
og fiskverkun.
Bátarnir voru við bryggju í höfn-
inni og töldu menn að kvöldi mið-
vikudags ekki ástæðu til að vaka yfir
bátunum. Um nóttina gerði norðan
rok, en það er versta áttinn og veldur
miklu óróa í höfninni, og soguðust
bátarnir út úr höfninni og rak upp í
fjöru skammt utan við hana. Línu-
bátarnir, sem eru 8 og 12 tonna, voru
helstu atvinnutæki Borgfirðinga og
sagði Arngrímur Magnússon útibús-
stjóri Kaupfélags Héraðsbúa, sem
rekur frystihúsið, að um 25-30
manns, sem unnið hefðu við sjósókn
og fiskverkunina, misstu nú atvinnu
sína. Nokkru af tækjum var bjargað
úr bátunum og sem fyrr segir verður
reynt að gera við þann, sem minna
er skemmdur. Nokkrir trillubátar
hafa verið gerðir út frá Borgarfirði í
sumar og haust, en þegar þessi
árstimi er kominn fækkar róðrum og
marga er búið að taka upp.
Þrír aðilar á
sáttafundum
I GÆRKVELDI voru þrír aðil-
ar á sáttafundum hjá
rikissáttasemjara. bókagerð-
armcnn, blaðamenn ok samn-
inganefnd starfsmannanna
við Hrauneyjafoss. Lítið hafði
hreyfzt í samkomulagsátt hjá
bókagerðarmönnum ok prent-
urum, en tilboð var komið frá
verktökunum við Hrauneyja-
foss ok var samninganefnd
starfsmannanna að fjalla um
það. Búizt var við fundum
fram eftir nóttu ok var ætlun
sáttasemjara að halda áfram
samningaumleitunum I daK-