Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 5
LEIKBRÚÐULAND:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
5
Sýningar hef j-
ast á morgun
Á MORGUN kl. 15 hefjast að
nýju sýningar i Leikhrúðulandi
að Fríkirkjuveiíi 11. Jólasýning
leikhússins, „Jólasveinar einn og
átta“ verður nú færð upp í 6. sinn
og jafnframt hið siðasta.
„Það má segja, að þessi sýning
sé það eina sem við getum kallað
hefð í okkar leikhúsi. Það er því
með söknuði í hjarta, sem við
kveðjum jólasveinana okkar, og
við viljum gera kveðjustundina
hátíðlega, eins og þeir eiga skilið.
Því ákváðum við, að í ár skyldi
jólunum heilsað snemma. Sjálf-
sagt eru einhverjir fastagestir
okkar komnir í jólaskap og tilvalið
fyrir þá að fá sér fyrsta jólaeplið
strax. Hjá okkur eru jólin nefni-
lega komin, með kertaljósum, epl-
um og öllu tilheyrandi.
Þessi sýning er byggð á kvæði
Jóhannesar úr Kötlum um gömlu
jólasveinana okkar og foreldra
þeirra, heiðurshjónin Grýlu og
Leppalúða. Palli og amma hans
koma líka við sögu, og ekki má
gleyma álfunum sem búa í túnfæt-
inum.
Jón Hjartarson er bæði höfund-
ur og leikstjóri. Ýmsir þekktir
leikarar Ijá brúðunum raddir sín-
ar. Brúðurnar eru unnar í Leik-
brúðulandi.
Eftir áramót hefjast að nýju
sýningar á „Sálinni hans Jóns
míns“, sem frumsýnd var að
Kjarvalsstöðum sl. vor.
Sýningar verða á hverjum
sunnudegi fram að jólum kl. 3.
Miðasala hefst kl. 13 og þá er
svarað í síma Æskulýðsráðs,
15937.
(FréttatilkynninK)
Ilausthappdrætti
Sjálfstæðisflokksins:
Dregið
í kvöld
í DAG eru síðustu forvöð að
tryggja sér miða í haust-
happdrætti Sjálfstæðisflokks-
ins, því dregið verður í kvöld.
Öflugt flokksstarf kostar
mikið fé. Happdrættið gegnir
veigamiklu hlutverki i fjáröfl-
un flokksins og því treystir
hann á velvild og skilning
stuðningsmanna sinna og
væntir þess, að þeir vilji
leggja fram hver sinn skerf til
styrktar stefnu hans og verk-
efnum, sem framundan eru.
Þeir, sem ennþá eiga ógerð
skil á heimsendum miðum,
eru vinsamlega beðnir að gera
það strax í dag — það verður
aðeins dregið úr seldum mið-
um.
Afgreiðsla happdrættisins
er i Valhöll. Iláaleitisbraut 1
og verður hún opin til kl. 19
— síminn er 82900 og geta
þeir. sem óska látið sækja
greiðslu til sín og eins er ha'gt
að fá heimsenda miða.
(FréttatilkynninK-)
Tónleikar í Félags-
stofnun stúdenta
HÓPUR tónlistarfólks, sem nefnir sig
Músíkhópinn, stendur fyrir tónleikum í
Félagsstofnun stúdenta við Hring-
braut, miðvikudaginn 19. nóvember kl.
20.30. Hefur þessi hópur sameinast í
þeim tilgangi að flytja ný og nýleg
tónverk eftir innlend og erlend tón-
skáld. A tónleikunum verða flutt verk
eftir: Karlheins Stockhausen, Þorstein
Hauksson, Atla Heimi Sveinsson,
Snorra Sigfús Birgisson og Askel
Másson. Flytjendur eru: Bernhard
Wilkinson, Hjálmar Ragnarsson, Jónas
Ingimundarson, Oddur Björnsson,
Oskar Ingólfsson, Rut L. Magnússon og
Valva Gísladóttir. Stúdíó Stemma að-
stoðar við flutning á elektroniskum
verkum.
Hallveig Thorlacius, Erna Guðmarsdóttir (aftar) og Helga Steffensen
ásamt jólasveinunum sinum.
Um 40 bátar eru
á rækju í Djúpinu
og við Húnaf lóa
RÆKJUVEIÐAR voru ekki leyfð-
ar í Arnarfirði í október þar sem
seiðamagn reyndist of mikið. I
ísafjarðardjúpi hófust rækjuveið-
ar 24. október og voru 27 bátar
byrjaðir veiðar, 10 frá Bolungar-
vík, 24 frá ísafirði og 3 frá
Súðavík. Leyfilegt aflamagn er nú
2400 lestir og skiptist aflinn eftir
ákveðnum reglum milli þeirra 7
rækjuverksmiðja, sem starfa á
svæðinu. Verksmiðjurnar setja
svo bátunum ákveðin aflamörk,
þannig að hámarksafli á bát er 5
lestir á viku, þar af er hámark
1,5—2,0 lestir á dag fyrstu tvo
daga vikunnar. Leyfilegt er að
veiða á öllu svæðinu frá Æðeyjar-
sundi út í Jökulfirði, en Inndjúpið
er lokað vegna of mikils seiða-
magns í afla. Aflinn í október
reyndist 254 lestir.
Við Húnaflóa hófust rækjuveið-
ar 13. október og voru 13 bátar
byrjaðir veiðar. Er leyfilegt afla-
magn á þessu svæði 800 lestir.
Aflinn í október reyndist 162
lestir.
Síldarverðið nær ekki
fimm krónum dönskum
ÍSLEIFUR VE seldi 80.4 tonn af
síld í Hirtshals í Danmörku í gær
og fengust 37 milljónir króna
fyrir aflann eða 460 krónur að
mrðaltali fyrir kilóið. í dönskum
krónum talið var meðalverðið
4,73 á kíló og er það nokkru
minna en vænzt hafði verið er
ákvörðun var tekin um siglingar
síldveiðiskipanna. Júpiter RE
fékk enn lægra meðalverð, en
Pétur Jónsson hins vegar nokkru
hærra.
Börkur NK selur í Hirtshals á
mánudag og þann dag selur Helga
Guðmundsdóttir BA í Skagen.
Fleiri skip hafa ekki fastsett
söludaga í Danmörku.
VALDATAFL í VALHÖLL
— bók í brennidepli
Ilöfundar bókarinnar Anders Hansen og Hreinn Loftsson,
blaðamenn.
Mesta sprenging sem
orðið hefur í íslenskum
stjórnmálum síðan lýð-
veldið var stofnað í
febrúarmánuði sl. er
dr. Gunnar Thorodd-
sen, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins
myndaði þá ríkisstjórn
sem nú situr að völdum
í landinu, í andstöðu
við meiri hluta þing-
flokks Sjálfstæðis-
flokksins og þá sér-
staklega formann
flokksins, Geir Hall-
grímsson. Segja má að
með þessari stjórnar-
myndun hafi komið
upp á yfirborðið svo
um munaði áratuga
togstreyta forystu-
manna Sjálfstæðis-
flokksins, sem þó hafði
magnast mikið á síð-
ustu árum.
Tveir ungir blaðamenn,
Anders Hansen og Hreinn
Loftsson, sem báðir hafa
tekið virkan þátt í flokks-
starfi Sjálfstæðisflokksins
hafa nú ritað bók um þessi
átök og stjórnarmyndunina
og nefna hana „Valdatafl í
Valhöll". I bók þessari er
fjallað tæpitungulaust um
þau átök um völd í flokknum
sem að lokum leiddu til
stjórnarmyndunar Gunnars,
og í bókinni kemur ýmislegt
fram sem koma mun veru-
lega á óvart, og það jafnvel
þeim sem lengi hafa fylgst
með stjórnmálabaráttunni
og flokksstarfinu í Sjálf-
stæðisflokknum.
Rætur langt aftur
í tímann
Það mun ef til vill koma
mest á óvart hve rætur
þessara átaka ná langt aftur
í tímann. Gunnar Thor-
oddsen virðist frá öndverðu
hafa verið óstýrilátur við
flokksforystu Sjálfstæðis-
flokksins, og margt sem
hann tók sér fyrir hendur
hefur komið flokksformönn-
unum í opna skjöldu. Styrr-
inn kringum Gunnar magn-
aðist mikið árið 1952, er
hann ákvað að veita tengda-
föður sínum, Asgeiri Ás-
geirssyni stuðning, en þá
lýsti Sjálfstæðisflokkurinn
yfir stuðningi við annan
frambjóðanda, síra Bjarna
Jónsson. Erfðu forystumenn
flokksins þessa afstöðu lengi
við Gunnar, þótt sættir tækj-
ust á yfirborðinu um hríð.
Varð Gunnar t.d. ráðherra í
hinni svonefndu „viðreisnar-
stjórn“, en hvarf síðan af
landi brott og gerðist sendi-
herra í Kaupmannahöfn.
Kemur fram í bókinni að
ekki voru allir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins sáttir
við þá ákvörðun hans.
Gunnar snýr aftur
I bókinni er fjallað ítarlega
um kosningabaráttuna
fyrir forsetakosningarnar
1968 og afleiðingar þess að
Gunnar Thoroddsen féll þá
fyrir Kristjáni Eldjárn. Sagt
er frá því er Gunnar leitaði
fulltingis forystumanna
Sjálfstæðisflokksins til þess
að fá stöðu er hann snéri
aftur heim til Íslands og
hvernig hann kom aftur inn í
stjórnmálin á Islandi.
Átök Gunnars
og Geirs
Viðamesti þáttur bókarinnar
er þó frásögn um samskipti
þeirra dr. Gunnars og Geirs
Hallgrímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, en þar
virðist hafa verið ósam-
komulag jafnvel frá fyrstu
tíð.
Bregða höfundarnir upp
einkar skýrri mynd af
„valdataflinu“, leik fyrir leik,
uns sú staða kom upp að dr.
Gunnar myndaði ríkisstjórn-
ina með fulltingi nokkurra
þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins og samvinnu við
Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokk. Skeði margt
eftirminnilegt í hraðri at-
burðarás síðustu dagana
fyrir stjórnarmyndunina, og
viðhorf þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins voru þá
greinilega mjög mismun-
andi. Þanng er haft eftir
einum þeirra, að hann hefði
aldrei orðið vitni að annarri
eins „aftöku" og er þing-
flokkurinn fjallaði um samn-
inga Gunnars við Fram-
sóknarflokkinn og Alþýðu-
bandalagið, en öðrum varð
að orði að hér væri um að
ræða upphafið að vandræð-
um Sjálfstæðisflokksins.
Sögulegar
ljósmyndir
Bókin „valdatafl í Valhöll" er
prýdd miklum fjölda ljós-
mynda — eru þær vel á
annað hundrað, og er þar
raunar um að ræða sögu
Sjálfstæðisflokksins í mynd-
um. Allmargar þessara
mynda hafa hvergi birst áð-
ur og hafa því mikið sögulegt
gildi.
Óvenjuleg bók
Bókin „Valdatafl í Valhöll"
er einstök bók. Aldrei áður
hefur verið fjallað um sögu-
lega viðburði samtímans á
jafn ítarlegan og hispurs-
lausan hátt. Ber bókin vitni
þeirri breytingu sem orðið
hefur í íslenskri blaða-
mennsku — fyrir áratug,
jafnvel fyrir nokkrum árum,
hefði verið útilokað að slík
bók væri skrifuð.
AUGLÝSING