Morgunblaðið - 15.11.1980, Page 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
jWeööuc
á tiiorsun
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa.
Sr. Þórir Stephensen. Kl. 2
messa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu kl. 2. Hlutavelta fjáröflunar-
nefndar á sama stað eftir messu.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa að
Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árelíus
Níelsson messar. Fundur hjá
safnaðarfélagi Ásprestakalls
eftir messu. Kaffi og spilað
verður Bingó. Sóknarnefndin.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli kl. 10:30. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 2 í Breið-
holtsskóla. Sr. Lárus Haildórs-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2.
Haraldur Ólafsson, háskóla-
kennari flytur stólræðu og situr
fyrir svörum í safnaðarheimil-
inu á eftir. Organleikari Guðni
Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur
Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
ki. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
FELLA- OG IIÓLAPRESTA-
KALL: Laugardagur: Barna-
samkoma í Hólabrekkuskóla kl.
2 e.h. Sunnudagur: Barnasam-
koma í Fellaskóla kl. 11 f.h.
Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2.
Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Öldruðu fólki í sókninni sér-
staklega boðið. Almenn sam-
koma nk. fimmtudag kl. 20:30.
Allir velkomnir. Sr. Halldór S.
Gröndal.
IIALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Kirkjukaffi að lokinni
messu. Þriðjudagur kl. 10:30:
GUÐSPJALL DAGSINS:
Matt. 9.: Trú þín hefir
_ gjört þig heila. ___
Fyrirbænaguðsþjónusta, beðið
fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barn-
anna er á laugardögum kl. 2 í
kórkjallara í austurenda kirkj-
unnar.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
IIÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur
Jónsson. Messa kl. 2. Organleik-
ari Ulf Prunner. Sr. Tómas
Sveinsson. Messa og fyrirbænir
fimmtudag kl. 20:30. Sr. Tómas
Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guðs-
þjónusta kl. 10 árd. Organleikari
Jón G. Þórarinsson. Sr. Tómas
Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Kársnesskóla
kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 2. Sr. Árni Páls-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11. Söngur, sögur,
myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Sr.
Þorleifur K. Kristmundsson
prestur á Kolfreyjustað predik-
ar. Organleikari Jón Stefánsson.
Sóknarnefdin.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardagur 15. nóv.: Guðsþjón-
usta að Hátúni lOb, níundu hæð
kl. 11. Sunnudagur 16. nóv.:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa
kl. 2. Þriðjudagur 18. nóv.:
Bænaguðsþjónusta kl. 18 og
æskulýðsfundur kl. 20:30. Sókn-
arprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 2.
Kirkjukaffi. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjón-
usta að Seljabraut 54 kl. 10:30.
Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10:30. Guðsþjónusta að
Seljabraut 54 kl. 2. Sóknarprest-
ur.
SELTJ ARN ARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11 árd. í
Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Messa kl. 2. Organleikari Sigurð-
ur Isólfsson. Prestur sr. Kristján
Róbertsson.
DÓMKIRKJA KRISTS Kon-
ungs Landakoti: Lágmessa kl.
8:30 árd. Hámessa kl. 10:30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd.,
nema á laugardögum, þá kl. 2
síðd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Út-
varpsguðsþjónusta kl. 11 árd.
Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Einar J. Gíslason.
IIJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helg-
unarsamkoma kl. 11. Bæn kl. 20
og hjálpræðissamkoma kl. 20:30.
Kapt. Daníel Óskarsson.
NYJA POSTULAKIRKJAN,
Háalcitisbr. 58: Messur kl. 11 og
kl. 17. Sunnudaginn 22. nóvem-
ber verður messa, sr. Albert
Laschnig frá Kanada prédikar.
GRUND, elli- og hjúkrunar-
heimili: Messa kl. 2 síðd. Sr.
Þorsteinn Björnsson messar.
Fél. fyrrv. sóknarpresta.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Mosfellskirkju kl. 14.
Sóknarprestur.
GARÐÁKIRKJA: Barnasam-
koma í skólasalnum kl. 11 árd.
Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Björn
Björnsson prédikar. Garðakór-
inn flytur hátíðartónlist undir
stjórn Þorvalds Björnssonar. Sr.
Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barna-
samkoma kl. 11 árd. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður
H. Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefsspítala
Hafnarf.: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Há-
messa kl. 8:30 árd. Rúmhelga
daga messa kl. 8 árd.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Aft-
ansöngur verður nk. fimmtudag
kl. 18. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
2 síðd. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSHOFN: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Sóknarprest-
ur.
KOTSTRANDARKIRKJA:
Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
IIVERAGERÐISKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
AKRANESKIRKJA: Barna-
samkoma ki. 10:30 árd. Messa kl.
13:30. Minnst verður 40 ára
afmælis stúkunnar Akurblóms.
Aðalsafnaðarfundur eftir messu.
Sr. Björn Jónsson.
Leikfélag Keflavikur:
Boeing — Boeing
Síðastliðið miðvikudagskvöld,
frumsýndi Leikfélag Keflavíkur
gamanleikinn Boeing-Boeing, eftir
leikritaskáldið Marc Camoletti, í
Félagsbíói í Keflavík, við mjög
góðar undirtektir áhorfenda. Leik-
stjóri er Sævar Helgason, sem
hefur leikstýrt hjá áhugaleikhús-
um víða um land. Gamanleikur
þessi mun hafa verið sýndur
tvív^gis áður hér á landi, og þá
undir nöfnunum „Sexurnar" og
„Douglas-Douglas". Það fer vel á
því hjá Leikfélagi Keflavíkur að
fylgjast vel með í framþróun
nýjustu farþegavéla og kalla leik-
inn nú Boeing-Boeing,
Hægt er að sjá fyrir sér sögu-
svið það, sem höfundur er með í
huga þegar hann spinnur sögu-
þráðinn.
Farþegaflug yfir Atlantshafið
er í algleymingi, DC 6-farþegavél-
ar svífa um loftin blá með glæsi-
legar flugfreyjur innanborðs, vél-
arnar eru hæfilega lengi í förum,
svo margt skemmtilegt getur skeð.
Og því þá ekki að skapa glæsi-
legan karlmann sem býr rétt hjá
alþjóðlegum flugvelli í réttum
samböndum á réttum stað? Þar
gefast hin bestu tækifæri til þess
að njóta ríkulega af blóma kven-
þjóðarinnar, hafa nokkrar flug-
freyjur í takinu í einu og lifa eins
og blóm í eggi. En Adam var ekki
lengi í Paradís eins og vel kemur í
ljós, þegar hinir spaugilegustu
árekstrar fara að koma í ljós og
gamanið fer að kárna fyrir karl-
peninginn.
Ágætléga hefur tekist að stað-
færa leikinn og fellur hann ágæt-
lega að umhverfinu þ.e. Keflavík,
og ef höfundur væri óþekktur
mætti auðveldlega ætla hann
keflvískan, sem hefði notað hina
miklu umræðu og sviftingar í
flugmálum til þess að skrifa
samtíma gamanleik samborgurum
sínum til dægradvalar í skamm-
deginu.
Leikstjóranum tekst þó nokkuð
vel upp í sköpun heilsteyptrar
leikmyndar, með ágætu sviði,
þægilegri lýsingu og úrvinnslu á
því áhugafólki sem fram kemur.
Ekki er hægt að neita því, að
betri árangri hefði mátt ná með
aðeins meira hugmyndaflugi og
vandvirkni. Er þar t.d. í sambandi
við útfærslu á Benedikt arkitekt,
sem í fyrstu senu situr í sófa hjá
Maggí, fyrrverandi fegurðar-
drottningu og hasakroppi, sú er
klædd í náttslopp og hin álitleg-
asta. Afturámóti er glaumgosinn
Benedikt, sem allur á að vera upp
á kvenhöndina, líklega nýkominn
úr rúminu frá eldheitum ástar-
ævintýrum, hann er hafður full-
klæddur við að lesa „Þjóðviljann",
ákaflega flatt atriði, sem gefur
skakka hugmynd af Benedikt.
Glaumgosi í litskrúðugum nátt-
slopp við að glugga í Samúel eða
Playboy hefði náð betri áhrifum.
Af hinum þrem þáttum leiksins
bar annar þáttur af, en lokaatriði
þriðja þáttar var vanhugsað og
hlýtur leikstjóri að bæta þar úr
eftir reynslu frumsýningar.
Hlutverki Tótu ráðskonu í hönd-
um Ingibjargar Guðnadóttur, eru
gerð hin bestu skil, enda Ingibjörg
gamalreyndur leikari hjá L.K.,
viðræður hennar við húsbóndann
Benedikt koma mörgum til að
hlæja og fær hún oft gott klapp.
Steinar Harðarson leikur Bene-
dikt arkitekt. Nær hann sér vel á
strik þegar angist og vandræði
steðja að í öllu kvennastússinu. En
eins og áður hefur verið sagt,
„fötin skapa manninn". Hefði
kannski náðst fullkomnari per-
sóna með litríkari klæðaburði.
Láka, vin Benedikts, leikur Egill
Eyfjörð. Kemur Egill vel til skila
hinum feimna sveitamanni ofan af
Héraði, sem síðan breytist hratt í
gráðugan kvennabósa, þegar kom-
ið er á Suðurnesin og tækifærin
gefast.
Flugfreyjurnar, Maggí, Inga og
Halla, eru leiknar af Auði Ingv-
arsdóttur, Dagný Haraldsdóttur
og Sigríði Sigurðardóttur. Allar
eiga þær sameiginlegt að vera
ástfangnar af Benedikt arkitekt
og hver fyrir sig telur, að hún sé
hin eina sanna ástin hans Benna,
en ekki er allt sem sýnist. Þessar
þrjár ungu konur túlka hver sína
manngerðina og gera hlutverkum
sínum hin bestu skil og það svo
vel, að þær gætu sem best verið
flugfreyjur að starfi.
Það væri sjálfsagt hægt að
koma með umsögn um uppfærslu
áhugaleikhúss, sem hér á í hiut,
þar sem höfð væri í frammi hin
stífasta gagnrýni og kröfuharka.
Kannski er það rétt og kannski
ekki, en þá er verið að bera saman
atvinnuleikara í atvinnuleikhús-
um og áhugaleikara hjá fátæku
leikfélagi, sem rétt tórir í harðri
samkeppni við atvinnuleikhús höf-
uðborgarinnar. Ég hef tekið mér
það bessaleyfi að taka kafla úr
viðtali við Sævar Helgason leik-
stjóra, sem birtist í leikskránni
um þetta efni.
Ilver er staða áhugaleikhúss-
ins í dag miðað við atvinnumcnn-
ina?
„Ég er á móti því að vera sífellt
að bera saman þessar stofnanir.
Atvinnuleikhús er byggt upp af
fólki, sem hefur hlotið menntun og
margra ára daglega þjálfun í sinni
vinnu og starfar á vettvangi, sem
að mestu er fjármagnaður af
opinberu fé. Áhugaleikhúsið er
aftur á mótið rekið af áhugasömu,
fórnfúsu fólki, sem vinnur oft
myrkranna á milli eftir erfiðan
vinnudag til að skapa hluti, sem
hið opinbera og bæjarfélögin yfir-
leitt hafa skammarlega lítinn
skilning á. Ég efast til dæmis um
að eitt einasta leikfélag hér á
Suðurnesjum fái greiddan að fullu
þann lítilfjörlega styrk frá við-
komandi bæjarfélagi, sem alþingi
hefur þó ákveðið að þeim beri.“
Á undanförnum vikum hefi ég
átt þess kost að sjá frumsýningar
í atvinnuleikhúsum höfuðborgar-
innar og þar fer ekki á milli mála,
að leikarar Leikfélags Keflavíkur
fengu betri undirtektir við
Boeing-Boeing, bæði með hlátri og
lófataki, heldur en atvinnuleikar-
ar höfuðborgarinnar í sínum verk-
um.
KvöldstuncL í Félagsbíói við
skemmtun hjá Leikfélagi Kefla-
víkur á gamanleiknum Boeing-
Boeing er vel varið.
Ellert Eiríksson.
Góð aðsókn
að Þjóð-
leikhúsinu
VEGNA mikillar aðsóknar í
Þjóðlcikhúsinu að undan-
fðrnu hefur orðið að færa
til með sýningar, þannig
m.a. að frumsýning á Nótt
og degi eftir Tom Stoppard
verður fóstudaginn 28. nóv-
ember.
Aðsókn að Smalastúlk-
unni og útlögunum hefur
verið góð í allt haust og
Snjór hefur sótt sig mjög
upp á síðkastið, en fáar
sýningar eru nú eftir á þessu
nýjasta leikriti Kjartans
Ragnarssonar.
Hætta varð sýningum á
leikriti Jökuls Jakobssonar í
Öruggri borg fyrir fullu
húsi, þrátt fyrir fjölda auka-
sýninga og er sýnt að reyna
verður að koma á sýningum
síðar og þá væntanlega með
breyttri hlutverkaskipan,
þar eð Þorsteinn Gunnars-
son hverfur nú að störfum
fyrir Leikfélag Reykjavíkur,
en hann hefur nú í haust
leikið þar sitt gamla hlut-
verk með góðfúslegu leyfi
Leikfélagsins.
PrrttatilkynninK