Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 11 Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ísland og einnig draumur þess um vorið og kyrrð nætur í stillu sumars. Hann er rómantíker í allri meðferð á lit og formi, sterkur, æstur, ljúfur og liþur. Ólíkindatól í myndgerð, sem öllu má búast við af. Ekki ólíkur veðurfari þess andrúmslofts, er hann er fæddur og alinn í. Það er jökull að baki grænna engja og síðan tekur heiður himinn við. Það er brim við sand og lygna í lóni. Andstæðurnar spila, eins og sú hljómlist gerist best í umhverfi voru og mannlegum kenndum. Hér er á ferð stórbrotinn persónu- leiki með pentskúf á lofti. Hér er sett á blað og léreft saga þín og mín. Hin sífellda barátta manns og umhverfis. Tilveran í hnot- skurn með öllum sínum breytileik og afbrigðum. Hér andar sál vorrar ættar, og jökulbungan endurkastar sólarljósi um land og láð. A undanförnum árum hef ég hvað eftir annað skrifað um sýn- ingar Svavars Guðnasonar hér heima. En hann hefur verið stór- virkur einnig á erlendri grund, og þar hefur hann verið settur á bekk með þeim, er honum sæma. Allt, sem ég hef látið frá mér fara á prenti um málaralist Svavars, vil ég hér með undirstrika og að mínu áliti er þar ekkert ofsagt. Það sannar sýning sú, er nú stendur á verkum hans í Listasafni íslands. Það var mikill fengur að þessari sýningu, og ég vona, að enginn láti hana í friði. Hér er einstakt tækifæri, hvenær gefst slíkt aft- ur? Að lokum: Þakkir til allra, er gert hafa þessa sýningu og auðvit- að einkum og sér í lagi til Svavars Guðnasonar. hlusta á sjálfan sig tala, enda þót.t hann segi ekki að sama skapi mikið af viti. Eitt skýrasta ein- kennið á Islendingum er hvað þeir geta verið ábúðarmiklir á svip og skreytt mál sitt véfréttarlegum orðahlunkum þegar þeir eru að segja eitthvað sem engu máli skiptir, einkum í fjölmiðlum. Þetta þjóðareinkenni finnst mér ganga í gegnum alla þessa sögu sem einskonar grunntónn. Hið ytra höfðinglegt yfirbragð og hetjutilburðir, hið innra nístandi tóm. Að þessu leyti er þessi saga ný íslendingasaga, saga hinna nýju hetja, sem aka stórum breið- um vögnum um héruð. héruð Sagan af Ara Fróðasyni er ekki í jafn beinu sambandi við raun- veruleikann og flestar þær skáld- sögur sem hér eru skrifaðar um þessar mundir. Að því leyti er hún nokkur tilbreyting. Hitt er ekki síður um vert að hún virðist að miklu leyti vera skrifuð með það fyrir augum að skemmta lesand- anum, en ekki bara til að neyða upp á hann fjallhárri vandamála- hrúgu og meðfylgjandi skoðunum höfundar. Þetta er að því er mér virðist nokkuð nýmæli í íslenskri skáldsagnagerð og ber að fagna. Bækur eiga ekki bara að „vekja til umhugsunar“, þær eiga líka að vera skemmtilegar. Bók sem ekki er gaman að lesa getur ekki verið góð bók. Að halda öðru fram er annað hvort kúltúrsnobb eða hræsni. Það er gaman að lesa um Ara Fróðason. • • GROÐAMOGULEIKI flO MITI TONTR ATIS Hve mikíð getur þú hagnast? Vegna hagstæðs tollgengis og sérstaks afsláttar frá FÍAT verksmiðjunum á Ítalíu getum viö nú boðið 61 bíl á verði sem er frá því hátt í milljón til nálægt þrem milljónum króna undir því verði sem gilda myndi viö innflutning í dag. Heildarhagnaöur kaupenda af þessum 61 bíl nemur 90 milljónum króna. EN hagnaður kaupenda verður mismikill, því nákvæmlega eins bílar geta verið á mismunandi verði, séu þeir ekki úr sömu sendingunni. Ödýrustu bílar af hverri tegund veröa afgreiddir fyrst. Þess vegna hagnast þeir mest.sem fyrstir verða til að ákveða kaupin. Þegar upp er staðið hafa allir kaupendur hagnast miðað við núvirði bílanna. Allt í allt hafa þeir hagnast um 90 milljónir króna. Þeir verða allir á nýjum og góöum bílum, sem skila háu endursöluverði, en samt högnuöust þeir mis mikið. Þeir sem fyrst keyptu högnuðust mest. Athugaðu það. HÉR ER LISTINN Veldu þér bílinn og komdu svo, eða hringdu. Nú gildir að vera snar í snúningum og höndla fljótt: Tegund Fjöldi bíla á hverju verði Verð til kaupanda Verð miðaö við innfl. nú Hagnaður kaupanda af hverjum bíl FIAT 127, 2 dyra 5 4.927 þ 5.873 þ 946 þ 12 4.965 þ 5.873 þ 908 þ FIAT127 TOP 2 6.059 þ 7.256 þ 1.197 þ FIAT127 SPORT 5 6.453 þ 7.863 þ 1.410 þ FIAT FIORINO SENDIB: 8 5.299 6.044 þ 745 þ FIAT RITMO 3d 1 6.729 þ 8.242 þ 1.513 þ FIAT RITMO 5 d 2 6.938 þ 8.504 þ 1.566 þ FIAT 131,1300, 2 d 1 6.946 þ 9.062 þ 2.116 þ 1 7.339 þ 9.062 þ 1.723 þ FIAT 131,1300, 4 d 1 7.186 þ 9.318 þ 2.132 þ 1 7.345 þ 9.318 þ 1.973 þ 2 7.587 þ 9.318 þ 1.731 þ 2 7.648 þ 9.318 þ 1.670 þ FlAT 131,1600, AUTO 4 d 1 8.900 þ 10.608 þ 1.708 þ FIAT131.2P, RACING 3 8.308 þ 10.199 þ 1.891 þ FIAT 132,1600 2 8.258 þ 10.608 þ 2.350 þ 1 8.612 þ 10.608 þ 1.996 þ 2 8.682 þ 10.608 þ 1.926 þ FIAT 132, 2000 GLS 4 9.544 þ 11.771 þ 2.227 þ FIAT 132, 200 GLS, AUTO 1 9.675 þ 12.541 þ 2.866 þ 2 9.699 þ 12.541 þ 2.842 þ 1 10.175 þ 12.541 þ 2.366 þ 1 10.184 þ 12.541 þ 2.357 þ Allt verð miðað viö gengisskráningu 7.11.1980 EGILL VILHJÁLMSSON HF BDESO UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4 - S: 77200 - 77720

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.