Morgunblaðið - 15.11.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
Þegar Þjóðminjasafnshúsinu
var komið upp ætluðust aðstand-
endur til þess að lyfta væri
innanhúss til þess að flytja jafnt
fólk sem safngripi, og voru lyftu-
göng teiknuð og frá þeim gengið
þegar húsið var smíðað. Hins
vegar fékkst lyftan ekki keypt
þegar gengið var frá húsinu, og
olli því stofnun sem almennt gekk
undir nafninu Fjáransráð (opin-
bert heiti Fjárhagsráð). Var þá
gripið til þess úrræðis að loka
lyftugöngunum hvarvetna, svo að
þau breyttust í haug af því tagi
sem tíðkanlegir voru í fornum sið
til þess að geyma í látna menn og
fémæti, og fylgdu þeim mann-
virkjum draugagangur ágætur,
hvers kyns ljósbrigði og önnur
undur, svo að garpar einir komust
upp með að brjóta hauga, glíma
við afturgöngur og hafa dýrgripi
brott með sér. Frá þeim undrum
er m.a. greint skilmerkilega og
fræðilega í doktorsritgerð Krist-
jáns Eldjárns, Kuml og haugfé úr
heiðnum sið á Islandi (1956). Þótt
svikist væri stundum um að koma
fé fyrir í haugum og haugbrots-
menn kæmu að tómum kofa, var
draugagangur öngvu minni og
raunar skiljanlegt að þeim draug-
um leiddist sem ekki gátu rórillað
sér við það að ausa gulli og silfri
yfir höfuð sér. Ég hef ástæðu til
þess að ætla það að forystumönn-
um Þjóðminjasafns hafi staðið
ógn af lyftugöngunum eftir að
þeim var breytt í haug, að minnsta
kosti hafa þeir aldrei haft frum-
kvæði að því að leggja til að
haugurinn væri rofinn; það skyldi
þó ekki vera að þeir hafi vitneskju
Magnús Kjartansson:
um það að Fjáransráð fundi þar
enn inni og sé jafn refsiglatt og
forðum?
I mörg horn að líta
í grein sem Þór Magnússon
þjóðminjavörður birtir í Morgun-
blaðinu 13. nóv. er óttinn við
afturgengið Fjáransráð þó ekki
tíundaður, heldur rakið að ráða-
menn Þjóðminjasafns hafi þurft
að líta í mörg horn. Allt sem Þór
segir um það efni er rétt og rakið
af mikilli hófsemi. Þjóðminjasafn-
ið var hannað af makalausri
skammsýni, og virðast aðstand-
endur hafa talið að Þjóðminjasafn
ætti aðeins að vera sýningarstað-
ur en ekki rannsóknamiðstöð, líkt
og raunin var síðar hjá ýmsum
þegar farið var að ræða um
handritastofnun. Við þetta bætt-
ist að húsið sjálft var hrákasmíð,
sem hvorki hlífði fyrir vindum né
vatni, og ókleift var að halda í því
föstu hita- og rakastigi. Afleiðing-
in er sú að stórfelldar skemmdir
hafa orðið, jafnt á gripum Þjóð-
minjasafns sem verkum Lista-
safns, viðgerðarkostnaður orðið
ofurmikill og sumt skemmst til
algerrar óbóta. Þá hefur viðhald á
húsinu orðið einkar kostnaðar-
samt. Væri fróðlegt að ráðamenn
hússins tíunduðu einhvern tíma
þá hrakfallasögu og upphæðirnar;
það er dýrt að vera skammsýnn. I
þokkabót hefur í sífelldu verið
þrengt að Þjóðminjasafninu,
óskyldum stofnunum ýtt inn í
húsakynni þess svo að svigrúmið
hefur stöðugt minnkað. Er þessi
þróun andstæð því sem gerst
hefur í ýmsum grannlöndum
okkar, t.a.m. Danmörku. Á þessu
sviði er þó ekki við stjórnvöld ein
að sakast. Forstöðumenn Þjóð-
minjasafns hafa verið hógværir
menn og af hjarta lítillátir, þeir
hafa farið sér hægt við uppgrefti
og haft svipaða afstöðu til fornra
gripa og erindrekar danakóngs
höfðu til Jóns Arasonar og bura
hans, að jörðin geymdi þá best. Ég
minnist þess ekki að hafa heyrt
opinberlega svo mikið sem hljóð-
látt andvarp frá ráðamönnum
Þjóðminjasafns út af of naumum
fjárveitingum.
En hafa þeir atburðir ekki
gjörst að undanförnu að brýnt sé
að þessari stefnu verði breytt? Ég
fæ ekki betur séð en allar líkur
bendi til þess að ísland hafi verið
numið í fjölmargar aldir áður en
norræn yfirstétt hraktist hingað,
aðallega á flótta undan keitum á
Irlandi. Það sem vitað er um
uppgröftinn í Herjólfsdal bendir
til þess að þar hafi Vestmenn búið
öldum saman áður en „landnem-
inn“ Herjúlfur hraktist þangað á
lltu öld. Og ýms örnefni hérlendis
verða naumast skýrð nema í
tengslum við pikta; ætli þeir hafi
ekki búið hér líka? Allavegana
sýnist brýnt að Þjóðminjasafn
beiti sér fyrir því að skráð verði
raunveruleg Landnáma í stað
áróðurs-Landnámu og bók um
pikta og kelta taki við af bók
þeirri sem Ari samdi handa valda-
gírugum biskupum og breytti að
þeirra vild, að því er hann hermir
sjálfur.
Skortur á skilningi
En nú er ég genginn langt á svig
við það sem ég ætlaði að fja.Ha um,
lyftu í Þjóðminjasafnshúsið. Enda
þótt allt sé rétt sem Þór Magnús-
son þjóðminjavörður greinir frá
og miklu fleira mætti til taka, er
hitt öngvu að síður staðreynd að
Þjóðminjasafnið hefur allt frá því
að það fluttist í bygginguna sem
þjóðin gaf sjálfri sér vegna lýð-
veldisstofnunar haft nægileg fjár-
ráð til þess að koma lyftu í göngin
sem breytt var í haug. Vandamál-
ið hefur verið það eitt hvernig
meta skyldi framkvæmdaþörf og
raða framkvæmdum. I fram-
kvæmdaóskum Þjóðminjasafnsins
sjálfs hefur aldrei verið minnst á
lyftu, hún hefur ekki verið verk-
efni, hvað þá forgangsverkefni. Þó
er fötlun ekki ómerkur þáttur í
sögu íslendinga frá öndverðu, svo
sem sannað hefur verið með rann-
sóknum á elstu beinafundum, og
margir fatlaðir menn hafa látið
eftir sig arf sem hefur auðgað
þjóðina. Það hefði verið vel við
hæfi að á alþjóðaári fatlaðra hefði
Þjóðminjasafnið haft sérstaka
sýningu sem varpaði ljósi á þátt
fatlaðra í þjóðarsögunni — og
gjörði þá fötluðum jafnframt
kleift að sjá hana. Með þessum
orðum er ég öngvan veginn að
bera blak af stjórnvöldum, heldur
minna á það eitt að stundum getur
verið þarft að líta nær sjálfum
sér.
Þjóðminjavörður ber brigður á
það að ég fari með rétt mál þegar
ég segi að á fjárlögum ársins 1979
hafi verið ætlaðar 33 milljónir
króna til lyftuframkvæmda. Þá
tölu hef ég frá fjárveitingarnefnd-
armanninum Alexander Stefáns-
syni, sem beitt hefur sér fyrir
framgangi þessa máls. Hann hef-
ur greint mér frá því að Alþingi
hafi samþykkt 15 milljónir í þessu
skyni og auk þess 18 milljónir
króna í viðhald, en þær upphæðir
eru samtals 33 milljónir. Sé um
misskilning að ræða hefur hann
ekki sprottið í huga mínum, því að
ég hef frásögn Alexanders í bréfi.
Þörf skuldaskila
Þór Magnússon játar það að
hafa brúkað í annað peninga þá
sem Alþingi ætlaði til lyftufram-
kvæmda 1979. En hann svarar
ekki einfaldri spurningu sem ég
bar upp við hann í grein 5ta
nóvember:
„Ég óska þess að Þór Magnús-
son þjóðminjavörður gjöri opin-
berlega grein fyrir því hvar hann
telji sig hafa stoð í lögum eða
stjórnarskrá til þess að ganga i
berhögg við vilja aiþingis ár eftir
ár.“
Ég þykist vita að jafn grandvar
maður og Þór hafi framkvæmt
fornminjarannsókn af þessu til-
efni en öngva stoð fundið í lögum
og stjórnarskrá, því samþykkir
hann áburð minn með þögn. Ekki
hef ég hug á neinum málarekstri
af þessu tilefni, ég er mjög
frábitinn refsigleði, en Þór mætti
ástunda skuldaskil við sjálfan sig
öðrum til eftirdæmis.
Lyftum Þjóðminjasafni
Árni Bergur Eiríksson:
Borgarstjórnarmeirihlutinn í
dag er sögufrægur meirihluti,
vegna þeirrar sérstöðu, að hann
samanstendur af fólki, sem fékk í
hendur stjórnina á þessari borg
eftir leikreglum lýðræðisins,
vopnað þeim rökum, að eðlilegt
væri að aðrir en Sjálfstæðismenn
reyndu sig við að leiða þessa borg
á veg sóknar og framfara. Sjálf-
stæðismenn hefðu stjórnað borg-
inni alla tíð og nú væri rétta
tækifærið til breytinga, allra
hluta vegna.
Guðmundur og
lágu launin
Kommúnistar höfðu lært af
áralangri setu með Sjálfstæðis-
mönnum í borgarstjórn, að mál-
efni þyrftu þeir að hafa til stuðn-
ings sinni baráttu. Málefni nr. eitt
var SAMNINGANA í GILDI.
Helzti talsmaður þess var Guð-
mundur Þ. Jónsson, núverandi
borgarfulltrúi, form. Landssam-
bands iðnverkafólks, varaform.
Iðju og útlærður frá sovétskum
verkalýðsskóla. Rök hans voru
þau, að borgarstjórnarkosningar
væru líka kjarabarátta. Borgin
væri mjög stór vinnuveitandi og
ættu þar af leiðandi launþegar í
Reykjavík, sérstaklega borgar-
starfsfóik, að tryggja sér að hags-
munir þess yrðu ekki fyrir borð
bornir í þessum kosningum með
því að hann næði ekki kjöri.
Guðmundur náði kjöri, en bar-
áttumál, réttindi, kaup og kjör
starfsfólks borgarinnar hafa ekki
meira verið á oddinum í umræðum
í borgarstjórn, frekar en lífríki
Kolbeinseyjar. Svo ekki sé minnzt
á þá hrikalegu staðreynd,. að laun í
80.000 manna borgarsamfélagi á
hinu fámenna Islandi eru undir
meðallagi á landsmælikvarða. Það
hafa forystumenn og málsvarar
þeirra, sem minna mega sín í
borgarstjórnarflokki Alþýðu-
bandalagsins, líklega ekki frétt
ennþá, eftir 2ja ára setu í borgar-
stjórn. Það væri fróðlegt að vita í
hvorum hópnum þeir eru fjöl-
mennari, skólabræður Guðmund-
ar frá Sovétríkjunum, Þ.e. í klíku-
hópi kommúnistastjórnar Pól-
lands eða í hópi verkfallsmanna?
Þór og þétt-
ing byggðar
Vinstri menn blönduðu saman á
sérkennilegan hátt atvinnu-, um-
hverfis- og skipulagsmálum.
Óskandi væri, að Reykvíkingar
hefðu lagt vel á minnið ræðu Þórs
Vigfússonar í sjónvarpssal, rétt
fyrir síðustu kosningar. Andlit
hans birtist á skerminum og
Hljómskálagarðurinn í baksýn,
þegar hann hafði yfir sína þulu.
Inntak hennar var, að hætta væri
á að Sjálfstæðismenn myndu
breikka götuna við Hljómskálann.
Vildu þeir hleypa blikkbeljunni
inn á nýja hraðbraut, sem þar
gæti komið, til auðveldunar burg-
eisum á einkabílum að bruna inn
miðbæinn. Líklega myndu Sjálf-
stæðismenn byggja þar verzlunar-
höll, þegar hraðbrautin væri kom-
in.
Rök Þórs fyrir þessari ályktun
voru þau, að á tíma meirihluta
Sjálfstæðismanna hefði mörgum
sinnum verið gert myndarlegt
átak í úthlutun atvinnuhúsnæðis,
þ.á m. fyrir verzlunar- og iðnfyrir-
tæki við Suðurlandsbraut. Árang-
urinn varð sá, að þar gátu nokkuð
mörg fyrirtæki í þessari grein
byggt vel yfir sína starfsemi, til
mikils hagræðis fyrir starfsfólk
sitt, hvað vinnuaðstöðu snertir og
fyrir neytendur. Væri þarft verk-
efni fyrir núverandi meirihluta
útvarpsráðs, að endursýna þessa
merku mynd og ræðu Þórs í
sjónvarpinu mönnum til upprifj-
unar miðað við síðari tíma at-
burði.
Sigurjón og
Gjaldheimtan
Hetjuleg framkoma Sigurjóns
Péturssonar í opinberum veizlum
á vegum borgarinnar hefur vakið
óskipta athygli, og mun hann nú
eftir tvegja ára æfingu vera
fremstur sveitarstjórnarmanna í
íþrótt skálaræðumennskunnar. En
ef hann er inntur eftir afrekum
sínum á sviði borgarmála verður
fátt um svör og nýjar frumlegar
hugmyndir eða framkvæmdir,
aðrar en þær sem þegar voru
komnar áleiðis á vegum Sjálfstæð-
ismanna.
Eitt gæti þó Sigurjón nefnt sem
sitt mál en það er að leyfi hefur
verið veitt nokkrum Sjálfstæðis-
mönnum til að setja upp sölutjald
og pylsuvagn á torginu og göngu-
götunni Austurstræti sem Sjálf-
stæðismenn lögðu. Við svona
kringumstæður bætir Sigurjón
gjarnan við, að allt kosti peninga,
en nefnir ekki að hann ásamt sínu
liði hafi hækkað hlutfall útsvars-
álagningar umtalsvert á síðustu 2
árum, enda hrósa menn sér ekki af
slíku nema við Gjaldheimtuna.
Breytingar breytinganna vegna
hafa löngum þótt beggja handa
járn í tímans rás. Og viss er ég um
það að þeim fjölgar stöðugt í
Reykjavík, sem eiga þá ósk heit-
asta að eftir næstu kosningar geti
Sigurjón með sanni sagt fyrir
hönd borgarstjórnarflokks Al-
þýðubandalagsins, um leið og
hann horfir í áttina til stóls
forseta borgarstjórnar: „Ég horfi
einn á eftir þér, er fylgið ber þig
burt frá mér.“
Sögufrægur meirihluti