Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Gurli Doltrup: Fræðsluefni um vímugjafanotkun Undanfarið hefur tiltölulega oft verið fjallað um vímugjafanotkun hérlendis í opinberum umræðum. Umfjöllunin hefur að mínum dómi aðallega bent almenningi á núver- andi ástand og það, sem þjóðfélag- ið getur boðið, þegar drykkjusýki og/eða fíkniefnaneysla er orðin vandamál. Þá eru margar stofnan- ir tilbúnar að hjálpa bæði hinum ógæfusama einstaklingi og að- standendum hans. Þá þarf oft læknis-, félags- og sálfræðilega þjónustu, að ógleymdri uppörvun frá fyrrverandi vímugjafanotend- um. En sjúklingurinn er kannski „dottinn í það“ mánuði eftir með- ferð og byrjaður að hringsóla milli stofnana í von um bata einhvern tíma. Væri ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann? Mig langar að kynna fræðsluaðferðir og -efni fyrir 15—16 ára unglinga. Efnið er ætlað til að fræða um og vinna gegn notkun vímugjafa, og það er búið til, þróað og reynt í Noregi að frumkvæði IOGT þar. Ég kynnti mér þetta efni í ferð il Noregs í sumar, og mér fannst strax að það ætti brýnt erindi til okkar Islend- inga. Það má taka þetta fræðsluefni svo til efnislega óbreytt upp eftir norskri fyrirmynd og reynslu. Heiti þess er „Holdning til rus- gift“, mætti kalla „Viðhorf til vímugjafa", og var gefið út fyrir sex árum í fyrsta skipti. Þar sem hugmyndirnar að þessu kennslu- fyrirkomulagi eru snjallar og ný- stárlegar, finnst mér rétt að gefa lesandanum svolitla hugmynd um þær. Fræðsluefnið er byggt upp fyrir „tveggja-þrepa-kennslu“ í skólum. I hverjum 8. bekk, þar sem veita á fræðslu, velja nemendur og kenn- arar tvo nemendur, helst með leiðtoga bekkjarins. 1. þrep fræðslu: Kjörnir nem- endur úr um 10 bekkjum dvelja í heimavistarskóla á fjögurra daga velskipulögðu námskeiði, þar sem stjórnendur aðallega eru ungt fólk, sem gjörþekkir þetta fræðsluefni. 2. þrep fræðslu: Eftir nám- skeiðið miðla 8. bekkingarnir fræðslu hver í sínum bekk af reynslu sinni til bekkjarfélaga í þrjár kennslustundir samtals. Kennarar bekkjarins geta verið viðstaddir og hlýða þá á, meðal nemenda. Fræðsluefnið myndar eina heild og er samansett af eftirtöldum þáttum: a) Kynningar- og fræðsluefni til skólans, m.a. leiðbeiningar um hvernig velja skal þátttakendur í fyrrnefnd námskeið í heimavist- arskóla. Reynt er að velja vinsæla nemendur og leiðtoga, en ekki endilega mestu námsmennina. b) ítarleg grunnbók fyrir þátt- takendur í þessum námskeiðum. c) Vinnubók fyrir 8. bekkjar nemendurna, til notkunar í fræðslustundunum þremur. d) Glærur fyrir myndvarpa. e) Litskuggamyndir með tali af segulbandi, en hvort tveggja myndi þurfa að endurvinna fyrir íslenska staðhætti og aðstæður. Mér virðast umtalsverðir kostir við þetta fræðsluefni: I: Unglingarnir í skólanum fræðast af jafnöldrum sínum, sem eru næmari á en flestir fullorðnir hvernig á að rökræða þetta efni í 15 ára hópi. II: Engin kostnaðarsöm kenn- aranámskeið eru nauðsynleg. Að- eins þyrftu örfáir Islendingar að fá fræðslu í Noregi til að geta skipulagt heimavistarskóla-nám- skeiðin hérlendis. III: Leyfi til þess að þýða fræðsluefnið á íslensku og stað- færa ýmis smáatriði ætti að vera auðsótt mál þar sem norsku útgef- endurnir vinna af hugsjón, en ekki gróðafíkn. Á íslandi boða allir fjármála- ráðherrar sparsemi, og klippt er af flestum fjárveitingum. Ég geri mér þess vegna grein fyrir, að ekki er auðvelt að fá fjárveitingu til að koma á slíkri þjóðarheilsuvernd, sem kerfisbundin unglingafræðsla mundi verða. En mér finnst, að öllu því fé sem ríkissjóður fær inn sem tekjur af áfengissölu, ætti að skipta jafnt til meðhöndlunar og til fyrirbyggingar á því vanda- máli, sem áfengið og aðrir vímu- gjafar skapa, og flestir landsmenn líða fyrir. Gurli Doltrup. kennari og hjúkrunarfræðingur. Jafnréttiskönn- un í Reykjavík ÞESSA dagana fer fram í Reykjavík jafnréttiskönnun sem gerð er á vegum jafnréttisnefnd- ar Reykjavíkurborgar en unnin í samvinnu við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er könnun á afstöðu Reykjavíkinga til jafn- réttismála en árið 1976 var svip- uð könnun gerð í fjórum kaup- stöðum hér á landi. þ.e. Garðaha'. Ilafnarfirði. Kópavogi og Nes- kaupstað. Könnunin fer fram á þann hátt, að tekið var úrtak um það bil 2000 Reykvíkinga á aldrinum 20—60 ára. Úrtakið var tekið með alger- lega hlutlausum hætti þannig að allir Reykvíkingar á þessum aldrei höfðu jafn mikinn möguleika á að lenda í úrtakinu. Dreifingu og innsöfnun spurn- ingalistana annast konur úr kven- félögum í Bandalagi kvenna í Reykjavík. Það er álit margra, að breyting hafi orðið á hugarfari og afstöðu fólks til jafnréttismála á síðustu árum. Bindur Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar mikla vonir við niðurstöðu könnunarinnar og hyggst hagnýta hana í starfi sínu í framtíðinni. Fréttatilkynning Lúðrasveitin Svanur eins og hún var skipuð í upphafi. Lúðrasveitin Svanur 50 ára HINN 16. nóvember nk. eru 50 ár liðin frá stofnun Lúðrasveit- arinnar Svans. Helzti hvata- maður að stofnun hennar og fyrsti formaður var Ágúst Olafsson. skósmiður. en Hall- grímur Þorsteinsson. söng- kennari varð fyrsti kennari og stjórnandi sveitarinnar. Á fimmtíu ára ferli sínum hefur Lúðrasveitin Svanur jafn- an notið hinna hæfustu stjórn- enda, en lengst allra stjórnaði Karl O. Runólfsson sveitinni, eða í 21 ár. Karl O. Runólfsson varð annar í röð heiðursfélaga Lúðra- sveitarinnar Svans, næstur á eftir brautryðjandanum Hall- grími Þorsteinssyni. Aðrir heið- ursfélagar Lúðrasveitarinnar Svans hafa orðið Hreiðar Ólafs- son, sem nú er látinn, og eini núlifandi heiðursfélaginn, Sveinn Sigurðsson, sem var túbuleikari sveitarinnar 43 fyrstu ,ár hennar. Síðustu árin hefur auk hins venjulega starfs lúðrasveitar- innar verið starfrækt unglinga- deild og í tengslum við hana var gerð tilraun með fasta tónfræði- kennslu. Þá hefur og verið starf- andi innan Lúðrasveitarinnar Svans 18—20 manna djass- hljómsveit, sem víða hefur kom- ið fram á liðnum misserum. Lúðrasveitin Svanur minntist þessara tímamóta með afmælis- hljómleikum sl. vor en á afmæl- isdaginn verður opið hús í Templarahöllinni við Eiríksgötu kl. 15—18 fyrir eldri sem yngri félaga og aðra velunnara sveit- arinnar. Núverandi stjórnandi Lúðra- sveitarinnar Svans er Sæbjörn Jónsson. I' k ’MmÆÍ F i i 1 l- mmt3 WBm Lúðrasveitin Svanur á göngu upp Bankastræti. Myndin var tekin sl. sumar. Kvennadeild Þróttar: Jóla- og kökubasar t DAG verður jóla- og kökubasar Kvennadcildar knattspyrnufé- lagsins Þróttar í Þróttheimum við Sæviðarsund. í fréttatilkynningu frá kvenna- deildinni segir: „Nú um þessar mundir er deild- in tveggja ára og starfið; í fullum gangi. Hafa margar nýjar konur bætzt í hópinn og starfa að eflingu Þróttar, m.a. með því að safna í hátíðarfána fyrir félagið. Fundir hafa verið vikulega til að vinna fyrir jólabasarinn og verða þar margir góðir munir bæði til skreytinga og jólagjafa, því kon- urnar hafa m.a. saumað, föndrað og prjónað o.m.fl. Einnig verða ljúffengar heimabakaðar kökur til sölu. Pönnukökur og kaffi á staðn- um. Þróttarar og velunnarar eru hvattir til að fjölmenna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.