Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
Brldge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgedeild
Sjálfsbjargar
Nýlega er lokið tvímennings-
keppni hjá deildinni. Spilað var í
einum 12 para riðli.
Úrslit urðu þessi:
Theodór A. Jónsson —
Jóhann P. Sveinsson 656
Páll Sigurjónsson —
Hlaðgerður Snæbjörnsd. 599
Þorbjörn Magnússon —
Ragnar Halldórsson 595
Gunnar Guðmundsson —
Gísli Guðmundsson 582
Meðalárangur 550.
Mánudaginn 17. nóvember
hefst hraðsveitakeppni og eru
félagar beðnir að mæta stund-
víslegá kl. 19.30.
Bridgedeild
Skagfirðinga-
félagsins
Tveimur umferðum af fimm er
lokið í tvímenningskeppninni.
Spilað er í tveimur 10 para
riðlum og er staða efstu para
þessi.
Jón Hermannsson —
Ragnar Hansen 252
Sigmar Jónsson — Sigrún Pétursdóttir 241
Jón Andrésson — Haukur Hannesson 237
Andrés Þórarinsson — Hjálmar Pálsson 236
Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 235
Björn Eggertsson — Karl Adolphsson 230
Meðalárangur 220.
Næsta umferð verður spiluð á
þriðjudag kl. 19.30 í Drangey,
félagsheimili Skagfirðinga.
Bridgefélag
Breiðholts
Sl. þriðjudag hófst þriggja
kvölda hraðsveitakeppni með
þátttöku 5 sveita.
Staðan cftir fyrsta kvöldið:
Baldur Bjartmarsson 495
Bergur Ingimundarson 437
Meðalskor 432
Nk. þriðjudag verður spiluð
önnur umferð. Fyrirhugað er að
bæta við tveimur sveitum með
meðalskor. Þeir sem hafa áhuga
hafi samband við Baldur í síma
30088 eða Hermann í síma 41507.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks,
Seljabraut 54, og hefst keppnin
kl. 19.30.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Þegar 6 umferðir eru búnar
(13 sveitir) er staða efstu sveita þannig.
Kristófer Magnússon 97
Aðalsteinn Jörgensen 78
Sævar Magnússon 74
Olafur Valgeirsson 72
Ólafur Gíslason 69
Næsta umferð verður spiluð
mánudaginn 18. nóv. Spilað
verður í Gaflinum við Reykja-
nesbraut og hefst spilamennsk-
an stundvíslega kl. 19.30.
Bridgedeild
Barðstrendinga-
félagsins
2. umferð í Hraðsveitarkeppn-
inni var spiluð mánudaginn 10.
nóvember í Domus Medica og er
staða sex efstu sveita nú þannig:
Óli Valdemarsson 945
Ágústa Jónsdóttir 913
Viðar Guðmundsson 894
Ragnar Björnsson 873
Gunnlaugur Þorsteinsson 869
Vikar Davíðsson 867
Rætt við
fulltrúa í
fræðsluráði
um leikrit
Alþýðu-
leikhússins
„Fræðsluráð hefur á tveimur
fundum rætt erindi frá barna-
hópi Alþýðuleikhússins, þar sem
farið er fram á heimild fræðslu-
ráðs til sýninga á nýju leikriti í
grunnskólum borgarinnar.
Leikrit þetta, sem hlotið hefur
nafnið „Pæld-í-ðí“, fjallar um
kynferðismál og er einkum ætlað
nemendum í efri bekkjum, eða 7.
til 9. bekk.
Fræðsluráð leitaði álits skóla-
rannsóknadeildar menntamála;
ráðuneytisins um leikritið. I
bréfi menntamálaráðuneytisins,
dags. 17. október, kemur fram,
að þrír námsstjórar hafi gefið
umsögn um verkið og telji sig
geta mælt með sýningu þess í
efstu bekkjum grunnskólans. Þá
segir í umræddu bréfi, að ráðu-
neytið muni ekki banna, að
leikritið verði sýnt í efstu bekkj-
um grunnskólans, telji fræðslu-
ráð og einstakir skólastjórar það
eðlilegt. Sýningar yrðu því á
ábyrgð fræðsluráðs og skóla-
mann fræðsluráðs og fulltrúa
Framsóknarflokksins, Braga
Jósefsson fulltrúa Alþýðuflokks-
ins, Elínu Pálmadóttur fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og Hörð
Bergmann fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins í fræðsluráði. Voru
þau spurð að því hvers vegna
þau hefðu tekið ofangreinda
afstöðu til beiðni leikhússins og
á hverju þau byggðu hana.
„Ég fór og horfði á leikritið að
sjálfsögðu," sagði Kristján Bene-
diktsson. Þar ræddi ég við margt
af fólki, m.a. tvo lækna sem
höfðu fylgst með æfingunum og
verið til ráðuneytis. Mér finnst
þetta að ýmsu leyti mjög athygl-
isvert verk. Það er skemmtilegt
og fjallar um kynlíf í megin
atriðum á frjálslegan og eðli-
legan hátt. Þó skal ég viður-
kenna að einum þætti í leikrit-
inu hefði ég persónulega viljað
sleppa, það er þátturinn sem
fjallar um kynvillu. En við fimm
sem stöndum að bókuninni lítum
þannig á málið að það sé ekki á
okkar valdi að breyta leikverki
sem þessu, síst af öllu þar sem
um er að ræða erlent verk. Þess
vegna urðum við að taka afstöðu
til sýningarinnar eins og hún er.
Við létum ákvörðunarvaldið
að nokkru leyti í hendur skóla-
stjóra og kennara. Við lögðumst
ekki gegn því að þetta yrði sýnt í
skólum, en gerðum það hins
Atriði úr leikriti Alþýðu-
leikhússins „Pæld'íðí“.
FRÆÐSLURÁÐ UM „PÆLD-Í-ÐÍ"
Sýningar heimilaðar í
skólum utan skólatíma
Fræðsluráð Reykjavíkur fékk fyrir
nokkru beiðni frá Alþýðuleikhúsinu þar sem
farið var fram á heimild fræðsluráðs til
sýninga á leikritinu „Pæld-í-ðí“ í grunnskól-
um borgarinnar. Leikritið fjallar um kyn-
ferðismál.
Fræðsluráð fjallaði um beiðni leikhússins á
tveimur fundum og samþykkti eftirfarandi
bókun sem Kristján Benediktsson, formaður
fræðsluráðs, lagði fram á seinni fundinum:
stjóra, án hvatningar ráðuneyt-
isins, ems og segir í bréfinu.
Fræðsluráð er fyrir sitt leyti
ekki andvígt því, að umrætt
leikrit verði sýnt í grunnskólum
borgarinnar, þar sem aðstaða er
fyrir hendi og viðkomandi skóla-
stjórn samþykkir.
Fræðsluráð telur hins vegar,
að þær sýningar eigi að fara
fram utan venjulegs kennslu-
tíma skólans og vera alfarið á
vegum leikhússins.
Fræðsluráð telur, að leikritið
eigi fyrst og fremst erindi til
nemenda í unglingadeildum, þ.e.
7. til 9. bekk, og ekki eigi að leyfa
yngri nemendum aðgang nema í
fylgd foreldra sinna og forráða-
manna.
Þá telur fræðsluráð, að leikrit
þetta eigi ekki síður erindi til
foreldra unglinga en ungling-
anna sjálfra."
Bókun þessi var samþykkt
með fimm atkvæðum gegn einu,
atkvæði Braga Jósepssonar.
Einn sat hjá, Ragnar Júlíusson.
Bragi Jósepsson lagði fram
eftirfarandi tillögu að bókun:
„Fræðsluráð er andvígt því, að
umrætt leikrit verði sýnt í
grunnskólum borgarinnar nema
felldur verði niður sá kafli leik-
ritsins, er fjallar um kynvillu.
Sama gildir um texta í leikskrá
um sama efni. Fræðsluráð telur
að leikrit þetta, með áðurnefnd-
um breytingum sé jákvætt fram-
lag til kynfræðslu í skólum, en
henti fyrst og fremst nemendum
á kynþroskaaldri, en eigi minna
erindi til nemenda innan við tíu
ára aldur eða um það bil.
Þá telur fræðsluráð að leikrit-
ið eigi ekki síður erindi til
foreldra og annarra uppalenda
en unglinganna sjálfra."
Með tillögunni var lögð fram
greinargerð þar sem segir m.a.
„Fræðsluráð er þeirrar skoð-
unar að meðferð leikritsins á |
kynvillu sé ekki við hæfi barna
og staðhæfingar í leikskrá varð-
andi kynvillu sé bæði rangar og
villandi."
Tillaga Braga hlaut ekki
stuðning innan fræðsluráðs.
Þá var jafnframt lögð fram á
fundunum tveimur beiðni frá
Alþýðuleikhúsinu um meðmæli
fræðsluráðs við borgarráð um
Dr. Bragi Jósepsson
styrk til að lækka miðaverð á
unglingaleiksýningu. Fræðslu-
ráð vísaði beiðninni til borgar-
ráðs.
„Fjallar um kynlíf
á eðlilegan og
frjálslegan hátt“
Morgunblaðið hafði samband
við Kristján Benediktsson for-
llörður Bergmann
vegar ekki að tillögu að þetta
yrði gert að kennslutæki eða
kennsluverkefni í skólunum.
Ég geri ráð fyrir að sumir
skólar vilji gjarnan gefa nem-
endum kost á að sjá verkið en
alls ekki gera það að skyldu. Mér
er kunnugt um það að sumir
skólastjórar hugsa sér að taka
það efni sem er til umfjöllunar í
leikritinu, til meðferðar og fá til
þess jafnvel lækna eða einhverja
sem geta fjallað um þessi mál á
góðan rnáta."
Kristján sagðist búast við því
að það sem fram kæmi í leikrit-
inu kæmi unglingunum ekki á
óvart. „Ég held að unglingar viti
mun meira um þessa hluti en við
sem erum orðin fullorðin gerum
okkur grein fyrir. Mér sýndist
það á þessum unglingum sem
horfðu á leikritið samtímis mér
að það væri ekkert sem kæmi
þeim sérstaklega ókunnuglega
fyrir sjónir. Þetta fiéll vel í þau,
fannst mér. Það var fjallað um
málið á eðlilegan og oft á tíðum
skemmtilegan hátt. Mér þótti
Elin Pálmadóttir