Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980
19
það sérlega eftirtektarvert hvað
athygli unglinganna var vakandi
og þau tóku þetta mjög alvar-
lega,“ sagði Kristján að lokum.
„Hjálpar ungling-
um að skilja sjálfa
sig og vandamálin
„Ég tók þessa afstöðu vegna
þess að mér finnst þetta leikrit
skýra fyrir unglingum umhugs-
unarefni sem er áreiðanlega
útbreytt meðal þeirra og skiptir
þá miklu, sagði Hörður Berg-
mann. „Ég geri ráð fyrir að
leikurinn geti hjálpað ungling-
um að skilja betur sjálfa sig og
vandamál í samskiptum sínum,
einkum í sambandi við kynlífið
og kynhvötina, heldur en margt
annað. Ég held líka að ef sKólinn
getur boðið krökkunum í sínum
húsakynnum upp á eitthvað sem
svarar spurningum þeirra, sem
vekur virkilega áhuga þeirra,
geti það haft sín áhrif í að skapa
jákvætt viðhorf til skólans um
leið.
Ég byggi afstöðu mína á því að
hafa séð leikinn, hafa alið upp
unglinga og hafa haft það að
atvinnu að hugsa um skóla- og
kennslumál síðustu árin.“
Aðspurður sagði Hörður að
leikritið myndi bæta úr þörf
fyrir kynfræðslu í skólum þar
sem ekki væri vikið að þeim
málum en það væri sjálfsagt
mjög mismunandi.
„Borgarbörn
vantar tækifæri til
umræðna um
kynferðismár
„Svo sem sjá af samþykkt
fræðsluráðs, fór það millileiðina
í ákvörðun sinni, taldi ekki að
leikritið ætti að vera námsefni í
kennslustundum heldur mætti
sýna það í skólahúsunum utan
skólatíma ef viðkomandi skóla-
stjórn vildi það. Þannig að að-
gangur sé sjálfvalinn og foreldr-
ar geti farið með börnum sínum
á sýninguna sem gefur báðum
gott tækifæri til umræðna um
þessi mál. En margir virðast
eiga erfitt með að hefja umræð-
ur um það. Sama gildir um
kennara,“ sagði Elín Pálmadótt-
ir.
„Sumir skólar a.m.k. hyggjast
undirbúa umræður á eftir í
kennslustundum og tel ég það
raunar nauðsynlegt, ef leikurinn
hefur verið sýndur í skólanum.
Ég hygg því að þessi sýning bæti
úr þörf, svo erfiðlega sem gengið
hefur að koma eðlilegri fræðslu
um kynferðismál í gang, svo sem
lög mæla fyrir og nauðsynlegt
er. Það sjáum við m.a. af því hve
margir unglingar virðast vera
komnir með börn og heimili áður
en þeir fá tækifæri til að njóta
unglingsáranna og þroskast
sjálfir. Einkum kemur þetta
niður á telpum. Greinilegt er að
borgarbörn vantar eðlilegt tæki-
færi til umræðna við fullorðna
um slík mál.
Ég tók þessa afstöðu að yfir-
veguðu máli að sjálfsögðu eftir
að hafa séð sýninguna. Fjallað
er um efnið á léttan og aðgengi-
legan hátt sem gefur tækifæri til
umræðna. Ég geri mér samt
Kristján Benediktsson
grein fyrir því að ég umgengst
ekki unglinga á þessu aldurs-
skeiði, 7.-9. bekk, nægilega
mikið og ekki dugar að setja mat
frá eigin unglingsárum á viðhorf
og þarfir nútímaunglinga. Því
bar ég mig saman við fólk sem
ég met mikils og ekki eru neinir
glannar, m.a. Helgu Hannesdótt-
ur barnageðlækni og Aslaugu
Friðriksdóttur skólastjóra og
fulltrúa í barnaverndarnefnd.
Helga sá sýninguna með dóttur
sinni og Áslaug með fulltrúum
úr foreldrafélagi skóla síns og
nokkrum unglingum úr 9. bekk.
En að sjálfsögðu tekur maður
afstöðu á eigin ábyrgð og við
ræddum málið á tveimur fund-
um í fræðsluráði.
Þetta mál var því mun meira
íhugað og skoðað en það sem
dembt e'r yfir börn og unglinga í
sjónvarpi umræðulaust og án
aðvörunar, í leikritum og í aug-
lýsingatímum svo sem nýleg
dæmi eru um.“
„Kynvillan ekki
meðhöndluð á rétt-
an hátt í verkinu“
Eins og áður kom fram bar
Bragi Jósefsson fram tillögu að
bókun sem ekki fékk samþykki.
Þar fer hann fram á það að einn
kafli verksins, sem fjallar um
kynvillu, verði felldur niður þar
sem þar sé farið með rangindi.
„Ég er þeirrar skoðunar að
þetta leikrit sé mjög gott með
þeirri breytingu sem ég fer fram
á,“ sagði Bragi í samtali við Mbl.
„Ég vil gjarnan láta gera þessa
breytingu á verkinu þó ég sé í
grundvallaratriðum andvígur
ritskoðun á hugverkum. En eins
og þetta leikrit er til komið og
fram sett þá er þetta eiginlega
fyrst og fremst kennsluleikrit.
Markmið leikritsins er fyrst og
fremst að veita fræðslu um
kynferðismál.
Mér finnst, með hliðsjón af því
sem er að gerast hér hjá okkur
og annars staðar í heiminum, að
allt í sambandi við kynvillu sé
það viðkvæmt að nauðsynlegt sé
að taka það fastari tökum en
gert ér í þessu leikriti. Mér
finnst það vera meðhöndlað
nokkuð léttilega fyrir utan það
að þarna eru augljósar rang-
færslur sem ég bendi á í bókun-
inni, t.d. það að kynvilla sé
ekkert vandamál, aðeins eðli-
legur hlutur. Fjölmargar niður-
stöður hafa bent til þess að
sjálfsmorðstíðni er há meðal
kynvilltra einstaklina. Vissulega
er það einnig rétt að inn í þetta
blandast árekstrar við samfélag-
ið í heild.
Það er algjör misskilningur ef
mann halda að ég sé á móti
kynfræðslu. Ég hef eiginlega
talið mig vera frekar framúr-
stefnumann í þeim efnum. Ég
hef til dæmis aldrei verið
hræddur við það sem hefur verið
kallað klámblöð og slíkt hjá
unglingum.
En ég verð að viðurkenna það
að ég er þannig stilltur í þessum
málum að ég tel mig afskaplega
andsnúinn kynvillu og allri aug-
lýsingu á kynvillu í hvaða mynd-
um sem hún kemur fram. Ég
held að það sé afskaplega óráð-
legt að fara með fræðslu á slíku
inn í skólana, til barna á við-
kvæmu aldursstigi á þann hátt
sem þarna er gert. Ég vil að það
sé gert, en ég vil að það sé gert
betur."
— Telur þú að leikritið bæti
að einhverju leyti úr þörf fyrir
kynfræðslu?
„Meðferð á orðunum er mjög
frjálsleg og hvað það snertir
höfðar leikritið sterkt til ungl-
inganna því þau nota slík orð í
pukri. Sama er að segja um
þáttinn um sjálfsfróun. Þetta er
nokkuð sem hefur haft truflandi
áhrif á börn og unglinga en
þarna kemur í ljós nokkuð nýtt
framlag á því sviði og það dregur
úr ákveðnum ótta sem þessir
unglingar hafa.“
rmn
s ^^ámskeiðin erufyriMton^ ur og karla og standa í: 24 vikur: jan.—júní 20 vikur: ágúst— des. 40 vikur: ágúst— maí. • Hússtjórnarfræöi • Fjölskylduráðgjöf • Innanhússarkitektur • Valfög t.d. leikfimi, postulínsmálning, vél- ritun, danska. reikning- ur, tungumál.
o
R
0 L Góðir atvinnumöguleikar. ^^^ndið eftir bæklingi.
HUSH OLDNINGSSKOLE i
L HOLBE ^03 63 RGSVEJ7.4180 SOR0 i 01 02 • Kirsten JensetrA
GRAM
FRYSTIKISTUR
FYRSTA FLOKKS FRÁ
FÖNIX
HÁTÚNI 6A,SÍMI 24420
r
Hamraborg4
sími 41024
C “ ^
I dag:
Sherrylöguð
sveppasúpa.
•
Rauövínsílagt ali-
grísalæri með rauö-
káli, rosenkáli og syk-
urbrúnuðum kartöfl-
um.
Rjómaís hússins.
m
Aspecial
invitation from
Whittaker...
n
er... I
Physicians, nurses, technicians, and other medical special-
ists interested in working abroad are invited to telephone
our Senior Recruiter, Alrs. Linda Benfield, who will be
staying at Hotel Holt, Reykjavik,Tel. 21011, on Tuesday
18th Nov. and Wednesday 19th Nov. 1980, for further infor-
mation about our healthcare projects in SAUDIARABLA
and the UNITED ARAB EMIRATES.
Dcdicaled to a world of hcalth
WyhittakeR
WHITTAKER CORPOR.4TION is a multinational companx with fivc'major divisions
- Marinc, Metals, Technology, Chemicals and Life Sciences zvith Corporatc Hcadquarters
in Los Angeles, Califomia. The Life Sciences Group is one ofAmerica i largcst internaiional
healthcare contractors. Since 1974 Whittaker has heen engaged in healthcarc management
of threc hospitals in the Kingdom ofSaudi Arabia and in Max 1979, acquired management
of a neu' 534 bed acute care hospital in the United Arab Emirales.
Sérstakt boö írá Whittaker
Læknum, hjúkrunar- og tæknifræðinKum og öðrum sérfræðingum á sviöi
læknisfræði o# hjúkrunar, sem áhuga hafa á að starfa erlendis er gefinn kostur
á að hrinjcja til frú Lindu Benfield að Hótel Holt, í Reykjavík (sími 21011),
þriðjudaginn 18. nóvember oj< miövikudaKÍnn 19. nóvember til að afla nánari
upplýsinga um áætlanir á heilsuRæzlusviði í Saudi-Arabíu og Sameinuðu
Furstadæmunum.
HelKum okkur heilhrÍRðismálum heimsins
WHITTAKER CORPORATION er fjölþjóðaf.vrirtæki í fimm aðaldeildum —
sjávardeild, málnwleild, tæknideild, efnafræðideild or vísindadeild. Aðalstöðvar
eru í Los Angeles í Kaliforniu. Vísindadeildin er einn helzti verktaki í Ameríku
á sviöi heilsuRæzlu. Síðan 1974 hefur Whittaker starfað að stjórnun heilsutfæzlu
í konungsríkinu Saudi-Arabíu, oj( í maímánuði 1979 tók fyrirtækiö við stjórn
hins nýja gjörgæzlusjúkrahúss í Sameinuðu Arabafurstadæmunum, en þar eru
534 rúm.
, Fjölskyldu-
skemmtun með
Gosa
-í hádeginu alla sunnudaga
Þessar skemmtanir í Veitingabúðinni njóta mikilla vinsælda.
Gosi og matreiðslumennimir sjá um það.
N. k. sunnudag verður umferðarfræðsla á vegum
Umferðarskólans. (Gosi verður ömgglega með nefið niðrí því).
Barnakór Breiðholtsskóla kemur í heimsókn og syngur nokkur
lög, stjórnandi er Anne Marie Markan.
Matseðill:
Spergilsúpa kr. 700
Grísasneiðar með oriental sósu kr. 5.450
Pönnusteikt ýsuflök með krydduðum hrísgrjónum
kr. 3.250
Rjómaís með jarðarberjum Kr. 1.050.
Fyrir bömin:
1/2 skammtur af rétti dagsins 6-12 ára,
frítt fyrir böm yngri en 6 ára.
Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200
Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850
Verið veikomin