Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Pétur Pétursson þulur: Svipur og' ættarmót Höfum við ekki öll, já og það oftar en einu sinni, mætt einhverj- um á förnum vegi eða á mann- fundi, er minnti á einhvern í hópi kunnugra. Svo sterk var líkingin að stundum var maður kominn á fremsta hlunn að gefa sig á tal við „kunningjann" og þakka fyrir síð- ast. Það kann stundum að eiga rétt á sér. En málið vandast ef skoðuð er andlitsmynd er erlendur listamaður teiknaði fyrir nær hálfri annarri öld og þar birtist svipur ungs manns er manni finnst daglega bregða fyrir á götum Reykjavíkur. Um miðjan þennan áratug eru 150 ár liðin síðan hingað kom fríður flokkur franskra leiðang- ursmanna er kannaði landshagi og þjóðhætti, sögu, náttúrufar og bókmenntir. Poul Gaimard var foringi ieiðangursins. Með honum komu m.a. myndlistarmaður að nafni Auguste Meyer og ungur •bókmenntafræðingur, Xavier Marmier. Þeir félagar ferðuðust víða um landið og dró Meyer upp fjölda mynda af mannvirkjum, listgripurn og búnaði ýmsum, auk nokkurra mannamynda. Greinar- höfundur hefir um alllangt skeið reynt að afla ýmissa fanga um ferðir þeirra félaga. Nú er að segja frá því að eitt sinn er flett var hinni miklu myndabók er geymir myndir Mey- ers þá kemur þar sögu að andlit ungs manns blasir við augum. Undir myndinni stendur: Gunn- laugur Briem. Við fyrstu sýn kom í hugann áleitin spurning: Hvar hef ég séð þetta andlit áður? Er þessi ungi maður ekki í hópi góðkunningja er þú mætir á ferð þinni um miðbæ- inn í Reykjavík og það nærri á viku hverri? Langvarandi vanga- veltur og heilabrot urðu að ein- dreginni niðurstöðu. Þetta er Egg- ert Asgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á íslandi. Það fer ekki milli mála. En hvernig má slíkt verða? Ar og öld skilur ævi þeirra og feril. Jú, en Eggert Ásgeirsson er Briem í móðurætt. Móðir hans Friede er dóttir Páls Briem amtmanns. En faðir Páls amtmanns var Eggert sýslumað- ur, sonur Gunnlaugs sýslumanns þess er Briemættin er kennd við. Annar af mörgum sonum Gunn- laugs og bróðir Eggerts sýslu- manns var Kristján Gunnlaugur trésmiður f. 5. desember 1802 í Reykjavík. Ættarskrár segja að hann hafi dvalist í París. Hann deyr árið 1840. Þegar Páll Gaimard og Marmier ferðast hér á landi 1836 þá ritar Marmier í dagbók sína: „Sýslu- maður Gunnlaugur Briem á ungan son í París." Til samanburðar og skemmtun- ar varð Eggert Ásgeirsson við tilmælum um að sitja fyrir er ljósmyndari Morgunblaðsins, Ólafur Magnússon, féllst á að festa mynd hans á filmu. Og nú er forvitnilegt að hyggja að því hvað öðrum finnst þá er myndirnar birtast til glöggvunar. Er líkingin hugarburður eða hefir staðhæf- ingin við rök að styðjast? Heil öld og áratugur skilur fæðingarár þeirra frænda. Eggert Ásgeirsson rekur ættir sínar að Nesi við Seltjörn. Faðir hans var Ásgeir Guðmundsson lögfræðingur, kenndur við Nes, af kunnri ætt bænda og útvegs- manna á Seltjarnarnesi. Nú verð- ur ljóst að þótt Eggert kippi í föðurkyn um margt, þá má það glöggt greina að hann geymir ættarmót Briemanna í svip sínum. Og það á svo sannfærandi hátt að langafabróðir hans staðfestir það með ótvíræðum hætti á mynd hins franska listamanns. Um Kristján Gunnlaug Briem, þann er Marmier segir frá í dagbók sinni að dveljist í París, er fátt eitt vitað. Engan þarf að undra þótt trésmíðar séu tengdar nafni Kristjáns Gunnlaugs. Faðir hans, Gunnlaugur sýslumaður á Grund, var kunnur fyrir hagleik sinn. Dvaldist við nám í mynd- höggvaralist á listaháskólanum í Kaupmannahöfn í lok 18. aldar. Hlaut þar silfurmedalíu fyrir góða frammistöðu. Frægur er bær hans á Grund í Eyjafirði og hefir margt verið ritað um þá hagleikssmíð. Hagleikur þeirra frænda og list- fengi kemur víða fram í ættum þeirra. Ólafur Eggert timbur- meistari á Grund var hinn þriðji þeirra bræðra. Full ástæða væri að geta fleiri þeirra systkina, en hér verður numið staðar að sinni. í frásögn þeirri er hér hefir verið skráð um mynd Meyers hins franska og svipmót það er hún ber með sér er ekki öll sagan sögð. Svo sem hæfa þótti birti Meyer í upphafi bókar sinnar mynd af foringja leiðangursmanna Poul Gaimard. Það var Páll sá er Jónas Hallgrímsson kvað til eitt sitt fegursta ljóð: Þú stóðst á tindi Heklu hám. Benedikt Gröndal segir frá því í „Dægradvöl" sinni, að Gaimard hafi á ferðum sínum um ísland kallað sig Pál Pálsson. Var hann vinsæll og vel þokkað- ur af landsmönnum hvar sem hann fór og ferðaðist um land vort af rausn og kurteisi. Og hér fór sem fyrr að enn varð svipmót og líking að umhugsunar- efni. Þá er flett var leiðangursbók þeirra félaga nam augað staðar við skartmanninn skrautklædda er prýðir upphaf myndasafnsins. Hver af kunningjum og samtíðar- mönnum ber þennan svip og verður daglega á vegi? Ekki þurfti lengi að leita í kunningjahópi. Svarið var aug- ljóst: Þorgrímur Einarsson leikari og starfsmaður Þjóðleikhússins Eggert Ásgeirsson ivristján Gunnlaugur Briem Þorgrímur Einarsson „Gimmi“ og Poul Gaimard brosti góðlátlega þá er greinarhöf- undur bað hann að verða við bón sinni um að ganga á fund Ólafs Magnússonar og sitja fyrir er hann tæki enn eina samanburð- armynd. Nú geta lesendur blaðs- ins gert það sér til gamans að hyggja að því hvort þeir sjá svipmót með þeim Páli Gaimard og Þorgrími, eða Gimma eins og hann er jafnan kallaður af vinum og kunningjum. Þá er við Eggert Ásgeirsson ræddum svipmót og líkingu þeirra frænda af Briemætt gerði hann eigi mikið úr getspeki minni og niðurstöðu. Kvað þetta augljóst og frændsemi slíka að fara mætti nærri um líkingu. Bauðst til þess að segja mér sögu er sannaði ótvíræða snilld og ályktunargáfu um ættarmót. Sagan var um unga stúlku norðan af Ströndum og glöggskyggni Helga Skúlasonar augnlæknis á Akureyri þá er hann speglaði augnbotna ungrar skóla- stúlku í hópi nemenda barnaskól- ans á Akureyri og dró af því ályktanir um faðerni. Til frekari staðfestingar var leitað til Magnúsar Óskarssonar lögfræðings og lét hann góðfús- lega í té eftirfarandi lýsingu: Frásögn þessi er skráð að ósk Péturs Péturssonar, þuis. Foreldrar mínir, Guðrún Magn- úsdóttir og Óskar Sæmundsson, kaupmaður í Esju (fyrsta fyrir- tæki með því nafni), bjuggu alla sína búskapartíð á Akureyri, þótt ættuð væri bæði af Vestfjarða- kjálkanum. Við vorum þrjú systk- inin, tveir bræður og ein systir. Vegna veikinda móður minnar ólst systir mín, Guðfinna, upp hjá móðurfólki okkar í Árneshreppi á Ströndum. Hefur það liklega ekki verið almennt vitað á Akureyri, að foreldrar okkar ættu önnur börn en synina tvo. Það var ekki fyrr en systir mín var 11 ára, að hún fluttist til Akureyrar, haustið 1939. í hópi skólabarna fór hún strax eftir komuna til Akureyrar í augnskoð- un til Helga Skúlasonar, augn- læknis. Skoðunin gekk hratt fyrir sig og spurði læknirinn ekki um deili á börnunum, nema sérstakt tilefni gæfist. Er hann hafði skoðað systur mína, sagði hann: „Ég hef ekki skoðað þig áður, telpa mín. Hvaðan kemur þú?“ Hún sagði sem var, að hún kæmi frá Kjörvogi í Árneshreppi á Strönd- um. „Það var merkilegt," sagði þá Helgi. „Ef þú værir ekki af Ströndunum, myndi ég hiklaust segja, að þú værir með sjónskekkj- una hans Óskars í Esju.“ Frá þessu sagði systir mín við heimkomuna, og hef ég auk þess að hiýða á þá frásögn, innt hana eftir þessu síðar og fer hér ekkert á milli mála. Hún er nú húsmóðir á Akureyri. Því má við bæta, að faðir minn hitti Helga Skúlason á Oddfellow- fundi sama kvöld eða kvöldið eftir. Snéri hann sér þá að Helga og spurði hvasst, hvaðan honum kæmi leyfi til að gefa í skyn í hópi nemenda og kennara, að hann ætti lausaleiksbarn. Kvaldi hann Helga á þessu drjúga stund, áður en það tal allt leystist upp í innilegan hlátur. Margar aðrar sögur af undra- minni Helga Skúlasonar mætti rekja, en i því efni kunna aðrir betur frá að greina. Magnús Óskarsson. í frásögn Magnúsar Óskarsson- ar kemur eigi fram að Helgi læknir hafi látið fyrrgreind orð faila þá er hann speglaði augn- botna ungu stúlkunnar, en þannig hafði Eggert talið Helga lækni komast að líkingu þeirra feðgina. Fyrir nokkru var greinarhöf- undur í árlegu eftirliti á göngu- deild Landakotsspítala til augn- skoðunar. Bar þá í tal við augn- lækni þann er þar var að störfum hvort unnt væri með speglun augnbotna að sjá ákveðin einkenni er leiddu til eindreginnar niður- stöðu um ættarmót. Læknirinn ungi brosti er spurpingin var borin fram. Sagði síðan: Það er margt er greina má með speglun augnbotna. Ef ung og ljóshærð stúlka kæmi og settist hér í stólinn, sæist það t.d. auðveldlega hvort hár hennar væri litað eða ljóst með náttúrlegum hætti. Speglun augnbotna leiðir margt í ljós og svarar ýmsum spurningum um heilbrigði, litarhátt og sitt- hvað er að gagni má koma við rannsóknir. Trúlega eru ýmsar aðferðir við rannsóknir á erfðum og ættar- fylgju og verður eigi fjölyrt um það frekar að sinni. Það er sér- fræðinnar að fást við slíkar rann- sóknir. En leikmenn geta einnig gert sér það til gamans að hyggja að „ættanna kynlega blandi". Börnin bókarlaus í sum- um fögum í grunnskólunum Ekkert fé til framleiðslu kennslugagna EFTIR helgina stöðvast alveg útgáfa námsbóka fyrir grunn- skólana ef ekki fæst sú auka- fjárveiting sem beðið hefur verið um. En ástandið var þannig fyrir. að ekki hafa frá í haust fengist nauðsynlegar námsba’kur í skólana. Við nokkra viðbótar- fjárveitingu þá lagaðist ástandið örlítið, en ekki þó svo að enn sé hægt að útvega þær bækur sem þarf. Fyrir utan þetta var þegar búið að fresta framleiðslu á námsbókum fyrir 330 milljónir króna til na-sta árs. Á fjárlögum fyrir 1981 er samt ekki gert ráð fyrir nema helmingi þeirrar fjár- veitingar, sem talin er nauðsyn- leg fyrir nasta árs framieiðslu, svo að stefnir í algert öngþveiti næsta haust í skólum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Ásgeiri Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra hinnar nýju Náms- gagnastofnunar, sem lögum sam- kvæmt hefur tekið við Ríkisútgáfu námsbóka, Skólavörubúðinni og myndasafni, auk námsgagnagerð- ar fyrir allt landið. Sagði Ásgeir að þarna væri um að ræða bæði endurútgáfu á eldri skólabókum, sem ekki eru til lengur og útgáfu nýrra kennslugagna. Hefðu þeir átt fund með hagsýslustjóra og farið fram á 50 milljóna króna aukafjárveitingu til að bjarga því mikilvægasta, þ.e. þeim bókum sem þegar vantar. Þær eru af ýmsu tagi, stærðfræðibækur.les- greinabækur, efni fyrir móður- málskennslu, samfélagsfræði og fleira. Fengist hún ekki stöðvaðist allt nú eftir helgina. Námsbóka- skorturinn væri afleiðing af of litlu fjármagni, sem ætlað hefði verið til verkefnisins í ár. Þótt frestað hefði verið öllu sem hægt var, dygði það sem eftir væri ekki til að halda í horfinu. Frestunin yrði til þess að boltinn, sem velt væri á undan sér, bara stækkaði. Verulega er dregið úr fram- leiðslu allra kennslugagna, en námsefni í dag er ekki bara bókin, eins og Ásgeir sagði. Ekki er fé á næstu fjárlögum til að byggja upp Námsgagnastofnun ríkisins. Hús- næði er ekki fyrir hendi. Nýju námsgagnastofnuninni er ætlaður staður í Víðishúsinu að Laugavegi 166, en ríkið ætlar eins á fjárlög- um næsta árs til viðgerða á þakinu, svo ekki er hægt að sameina þar starfsemina, sem nú er á 4 stöðum. Ekki eru heldur til tæki eða neitt annað, sem til þarf, og ekkert á fjárlögum 1981 í þá uppbygg- ingu. Áætlað var að rúman millj- arð kr. þyrfti á næsta ári til Námsgagnastófnunarinnar, en það var skorið niður í 600 millj., sem er aðeins í reksturskostnað, auk þess sem fyrir eru 330 millj- óna frestaðar framkvæmdir frá þessu ári. Með sama áframhaldi kemur óhjákvæmilega að því að börn og unglingar sitji bókarlaus í skyldu- námsskólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.