Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 1
48 SIÐUR 259. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Parkinson boðar Svíum nýtt lögmál Stokkholmi. 19. nóvemher. AP. Ilofundur „Parkinsonslðgmáls- ins“, C.Northcoale Parkinson. ráð- la«ði sumum vcstra num þjóðarleið- toKiim í daií að skcra niður skrif- stofubáknið o« stcfna að velmcKun frckar cn fullri atvinnu scm þá mundi fylsja í kjdlfarið scm hliðar- vcrkun. Hann saKði, að skattar mundu lækka þegar fólk hyrfi úr óarðbærri atvinnu og skattalækkun mundi gera atvinnufyrirtækjum kleift að skapa atvinnu. Parkinson boðaði fjórða lögmál sitt, “atvinnulögmálið" og kvað það „sérstaklega ætlað Svíþjóð“, þar sem full atvinna væri heilög kýr. “Stefnið að velmegun og atvinna fyigir á eftir,“ sagði hann. “Stefnið að því að skapa atvinnu og þið skapið ekki velmegun." Parkinson var boðið að ávarpa þing sambands sænskra vinnuveit- enda, SAF, í Stokkhólmi. Flak ki'iresku jumbó-flugvélarinnar sem kviknaði í við lendingu á flugvellinum í Seoul. Suður-Kóreu. í gær. Tólf hiðu hana af 220 sem voru um horð. Sjá frétt á bls. 23. Khomeini Reagan Spá svörtu ári 1981 og morði Khomeinis Bari. Ítalíu. 19. nóvpmhcr. — AP. ÍTALSKIR spámenn þvkjast sjá fyrir að Ayatollah Khomcini vcrði veginn af tilræðismanni á næsta ári, að einn úr hrczku konungsfjölskyldunni muni farast í flugslysi og Jóhanncs Páll páfi II detti á skíðum og hráki ha>gri fótinn. Þcssi yfirvofandi tíðindi cru frá samtökum ítalskra spámanna. sem þcssa dagana halda ársþing sitt i Bari. Formaður þeirra. Francesco Fumarola. lét svo um madt í dag. að ekki léki cfi á því að árið 1981 yrði „svart ár". Á liðnum árum hefur spá- mannasamkunda þessi réttilega sagt fyrir um hrikalegan jarð- skjálfta á N-Italíu, sem varð árið 1976, dauða Páls páfa IV og morðið á ónafngreindum leiðtoga kristilegra demókrata á árinu 1978, en þá féll Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra í hendur hryðjuverkamanna og var síðan myrtur. Áður en árið 1980 hélt innreið sína hafði samkundan spáð því að til styrjaldar kæmi í Miðaustur- löndum og Bandaríkjadalur ætti eftir að styrkjast verulega eftir því sem á liði árið. Einnig var því spáð, að á þessu ári léti Brésneff af völdum og að til átaka kæmi á landamærum Sovétríkjanna og Kína. Helztu spádómarnir fyrir 1981 eru þessir: Jarðskjálftar í Alsír, Japan, Sovétríkjunum, vesturströnd Bandaríkjanna, Ítalíu og Suður- Ameríku. Tilræði við Juan Carlos Spánarkonung, ný skálmöld á Ítalíu, uppþot í Barcelona og Madrid, bylting sovétsinna í Júgóslavíu og aukin spenna í Miðausturlöndum vegna þeirrar ófrávíkjanlegu afstöðu Ronald Reagans að viðurkenna ekki „Frjálsa Palestínu". íranir ráðast á ÍRANIR sögðu í ga>r að þcir hcfðu gcrt gagnárás á stoðvar Iraka við þriðju horg þeirra nála-gt landama'runum Mchran. hrakið þá úr stöðvunum og fellt 100 úr liði þeirra og grandað 10 skriðdrekum. íranir sögðu, að 18 írakar í viðlait hefðu verið felldir norðan við Mchran, en Irakar sögðu. að 85 iranskir hermenn hefðu verið drepnir þegar þeir „reyndu árás- ir“ á þessum hluta vígstöðvanna. Abolhassan Bani-Sadr forseti hafnaði friðarskilmálum Saddam Husseins, íraksforseta, í dag og sagði á trúarhátíð, að Iranir mundu aldrei „fyrirgefa glæpi" íranir segja nú öll skilyrði samþykkt Alxoirsbnrjf. 19. nóvember. AP. FORSETI íranska tjings- ins, Ilashemi Rasfanjani. sagði í dag, að Bandaríkin hefðu samþykkt öll skil- yrðin fyrir frelsun gísl- anna „í grundvallaratrið- um“, en yrðu að hrinda þeim í framkvæmd áður en gíslunum yrði sleppt. Rasfanjani sagði, að væntanleg stjórnarskipti í Bandaríkjunum „væru ekki okkar vandamál“. Ef Bandaríkin ákveða í kvöld að framfylgja skilyrðunum, láturn við gíslana lausa á morgun," sagði hann. „Lausnin er í höndum Bandaríkjastjórnar.“ Hann sagði þetta eftjr fund með Chadli Benjedid, Alsírsfor- seta, sem hefur verið milligöngu- maður í málinu. Sendiherrar Al- sírs í Iran og Bandaríkjunum og forseti alsírska landsbankans eru í Teheran til viðræðna við írans- stjórn um svar Bandaríkjanna við fjórum skilyrðum írans. Rasfanjani sagði, að „ef Banda- ríkjastjórn framfylgdi skilyrðun- um smátt og smátt, yrðu gíslarnir látnir laúsir smátt og smátt". Hann kvaðst aðspurður túlka opinbera afstöðu írans. Begin hélt með naumindum velli Jerúsalom. 19. nóvember. AP. MENACIIEM Bcgin forsætisráð- hcrra hélt mcð naumindum vclli þcgar tillaga um vantraust á ísraclsku ríkisstjórnina var horin fram í dag. .en Bcgin varð íyrir vcrulcgum álitshnckki vegna þcss, að Ezer Wcizman fyrrvcr- andi f jármálaráðhcrra studdi van- trauststillöguna. Tillagan var felld mcð 57 at- kva'ðum gcgn 54. cn tvcir sátu hjá. Engin vantrauststillaga hef- ur vcrið felld með eins litlum mun sfðan Begin kom til valda fyrir þrcmur og hálfu ári. Begin varð að hætta við heimsókn í Banda- stjórnar hans, en vinna „úrslita- sigur í stríðinu“. Hann sakaði Hussein um til- raun til að kollvarpa iranska lýðveldinu og kvað írani ekki aðeins verja „undirstöður lýðveld- isins“, heldur „grundvöll sjálf- stæðrar tilveru sinnar". íranir segjast hafa náð landa- Begin mærabænum Susangerd og fellt 880 íraka þar siðustu fimm daga, en Irakar scgjast hafa fellt 659 írani þar á sama tíma. írakar segjast hafa eyðilagt 16 skrið- dreka í bænum og hert umsátrið. íranir segjast hafa fellt 80 íraka í síðustu bardögum í Abadan og hrakið íraka 8 km frá borginni. ríkjunum til að vcra viðstaddur atkva'ðagreiðsluna. Vantrauststillagan var borin fram af Verkamannaflokknum vegna 130% verðbólgu á ári og 11% hækkunar á verði neyzluvöru í októbermánuði einum. Hæðnislegt er, að Weizman greiddi atkvæði með falli ríkis- stjórnar, sem í maí 1977 vann kosningasigur er hann skipulagði. Weizman sagði, að „þegar neyðar- ástand ríkti gripu menn til óvenju- legra ráða.“ Hann krafðist þess, að neyðarástandi yrði lýst yfir í efna- hagsmálum, rétt eins og herútboð væri fyrirskipað þegar land ætti í stríði. Afstaða Weizmans verður lík- lega til þess, að hann verður rekinn úr Likud-flokki Begins. Afstaða hans er þeim mun meira áfall fyrir Begin vegna þess, að hann nýtur mikils stuðnings óbreyttra kjós- enda. Það sást á því, að ísraelska útvarpið sendi út alla þingræðu hans. Iæiðtogi Verkamannaflokksins. Gad Yaacobi, sagði í framsögu- ræðu, að stjórnin væri „ómannað geimskip með enga stefnu og ekk- ert landakort". þriðju borgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.