Morgunblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Áfengi og tóbak hækka um 18% ÚTSÖLUR Áípiikís- ok tóbaksversl- unar ríkisins voru lokaóar í kut, en ákveðin hafði verið 18% meðaltals- hækkun áfenjtis ok tóhaks o« unnu starfsmenn ÁTVR í kst við verð- breytinuar. Er þetta í fjórða sinn sem áfcngi hækkar á árinu, en tóbak hefur ha'kkað þrisvar á þessu ári. Sem fyrr segir er hækkunin 18% að meðaltali bæði á vín og tóbak. Pakki af sÍRarettum hækkar úr kr. 1.135 í kr. 1.340 og vindlapakki hækkar úr 1.210 kr. í 1.430 eða úr 1.670 í 1.970 kr. eftir tegundum. Þá hækka vín einnig um 18% að meðal- tali, whiskyflaska hækkar úr 15.300 í 18.100 kr., brennivín úr 11.000 í 13.00 kr. og vodka úr 14.700 í 18.100 kr. í ársbyrjun kostaði sígarettupakki kr. 905, whiskyflaska kr. 11.100 kr. og brennivín 8.000 kr. Fyrsta hækkunin á áfengi og tóbaki á árinu var 19. mars, en hún var kringum 12%. Áfengi og tóbak hækkaði næst hinn 10. júní og þá einnig um 12%, en 16. september hækkaði aðeins áfengi og þá um 9%. Sáttafundur í Hraun- eyjafossdeilunni í dag SAMNINGAFUNDUR hefur verið hoðaður í kjaradeilu verkalýðsfélag- anna á Tungnaársva'ðinu i dag klukkan 14, en samningar tókust ekki þar fyrir nokkrum dógum. þar sem Vinnuveitendasamhand fslands gat ekki falli/.t á tillogu sáttanefnd- ar. sem fram kom. Eitt aðal ágrein- ingsefnið er upphaf gildistíma samn- ingsins, sem verkalýðsféhjgin vilja að verði 27. októher. en VSI að hann Landsfundur Al- þýðubandalags- ins hefst í dag LANDSFUNDUR Alþýðuhanda lagsins hefst í dag klukkan 18 að Ilótel Loftleiðum í Reykjavík. Lúð- vík Jósepsson, íormaður Alþýðu- handalagsins. setur fundinn og í kvóld flytur hann ra'ðu um ástand og horfur í stjórnmálunum. Siðdegis á laugardag verður eftir- maou Lúð' íksá formannsstóii kjör- inu og hefur náðst samstaða um Svavar Gestsson til þess. Á morgun flytja Svavar og Ólafur Ragnar Grímsson ræður á lands- fundinum um lífskjör og atvinnu- þróun og sjálfstæðismál. Ráðgert er að landsfundinum Ijúki síðdegis á sunnudaginn. verði frá undirskriftardegi. Vegna þess, að einn verktakinn við Hrauneyjarfoss stendur tímalega illa með verk sitt, sem hann á að hafa skilað fyrir áramót, hefur Vinnuveit- endasamhand Islands heimilað und- anþágu frá verkbanni því sem það hefur boðað. Hefur verið unnið þar efra í fyrradag og í gær að undirbún- ingi steypuvinnu, en verkið mun fyrirsjáanlega stöðvazt, þegar kemur að steypunni sjálfri. Mun nauðsynlegt að ljúka þessu verki fyrir frost. Verktaki þessi er Vatnsvirki. í gær munu menn ekki hafa fengið neitt kaffi þar efra og hefur einn kokkur verið þar við vinnu, sem alls ekki mun vera nóg. Sáttatillaga í deilunni var um 11,2% kauphækkun og frá því er hún var lögð fram, hafa menn reynt alls konar áþreifingar, en allt fyrir ekki. Sigurður Óskarsson, framkvæmda- stjóri Verkalýðsfélagsins Rangæings, sem boðaði verkfallið þar efra, sem síðan hafði í för með sér verkbannsað- gerðir VSÍ, kvaðst í gær vona, að deilan leystist á sáttafundi í dag. Hann kvað verkalýðsfélögin hafa samúð með Vatnsvirkja og hafa boðið honum undanþágu frá verkfallinu, gegn yfirlýsingu um að Vatnsvirki greiddi umsamda kauphækkun frá 27 október. Þetta hefði fyrirtækið sjálft viljað en VSÍ komið í veg fyrir. Blaðamenn og útgef- endur sömdu í gær SAMNINGAR tókust milli samn- inganefndar Blaðamannafélags ís- lands og viðsemjenda félagsins um hádegisbil í ga-r og voru þeir undirritaðir með fyrirvara um samþykki samningsaðila. Félags- fundur í Illaðamannafélaginu er boðaður i dag klukkan 15 og verður hann i Ilótel Ileklu við Rauðarárstlg. Lokalota samningaviðræðnanna stóð í 22 klukkustundir, en næsti sáttafundur á undan stóð í 30 klukkustundir. Hækkunin, sem blaðamenn fengu var 11,06%, vegið meðaltal, en hækkun á launaflokka var á bilinu 9% til 14,9%. Samning- urinn gildir til 1. nóvember 1981 og frá undirskriftardegi 19. nóvember. Gildir þar sama regla og um aðra kjarasamninga innan prentiðnað- arins, scm gilda frá undirskriftar- degi. Samningar bókagerðarmanna gilda frá 17. nóvember. Ýmsar sérkröfur blaðamanna náðust fram, til dæmis hluta- greiðsla yfirvinnu í veikindum. Um menntunarmál blaðamanna féllust útgefendur á að greiða laun í ákveðinn tíma, sem blaðamanna- námskeiö standa og blaðamönnum býðst þátttaka í á hinum Norður- löndunum og í yfirlýsingu, sem fylgir kjarasamningnum er blaða- mönnum heitið, að þeim skuli gert kleyft að fylgjast náið með innleið- ingu nýrra starfshátta á ritstjórn- um blaðanna, svo sem nýrri tækni, þar sem notaðar eru útstöðvar með skermum. Stöðug vakt við Kröflu LANDRIS á Kröflusvæðinu er nú orðið jafnmikið og það var fyrir síðustu eldsumbrot þar. Jarðfræð- ingarnir Karl Grönvold og Eysteinn Tryggvason eru nú nyrðra og fylgj- ast með gangi mála. Skjálftavakt, sem jafnan hefur starfað þegar hættuástand er talið nálgast, mun senn taka til starfa. Ólympíuskákmót- ið hefst í dag Ólympíuskákmótið var sett á Möltu í gær að viðstöddum hundr- uðum skákmanna frá 84 londum. Búizt er við harðri keppni á mótinu. Um 700 skákmenn eru þátttak- endur, fleiri en á nokkru öðru ólympíumóti til þessa. Auk þess taka keppendur frá 42 löndum þátt í ólympíumóti kvenna í skák, sem fer fram samtímis. Þetta er mesti íþróttaviðburður í sögu Möltubúa, þótt skák njóti ekki almennra vinsælda á eynni. Mótið hefst eftir hádegi í dag og fer fram í sýningarsal ráðstefnu- miðstöðvar eyjunnar. Um 160 skákir verða tefldar undir einu þaki á hverjum degi næstu þrjár vikur. Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna: Síldarsöltun er nú lokið víðast hvar, en annars staðar er verið að salta síðustu síldarnar þessa dagana. I síðustu viku var mikið að gera í söltuninni í Vestmannaeyjum og þá var meira saltað þar en áður á vertíðinni. Vinnubrögðin eru nokkuð önnur í söltuninni en áður og nú er ekki eins mikið lagt upp úr því að raða vel í tunnurnar. Betra er þó að síldarnar standi ekki upp á endann. Eitt hefur þó ekki breyzt í síldinni, bros stúlknanna, og hún Anna Dóra í Eyjum var ekkert að spara það þegar Sigurgeir ljósmyndari blikkaði hana með myndavél- inni á dögunum. 12,5 milljarðar hjá Fram- kvæmda- og Byggingarsjóði LÍFEYRISSJÓÐIRNIR höfðu um síðustu mánaðamót keypt verð- tryggð skuldabréf af Framkvæmda- sjóði fyrir um 6.3 milljarða króna, en i fjárhagsáætlun þessa árs var Bjarg þeyttist gegnum vegg og inn í kaffistofu Stykkishólmi 19. nóvrmher. ÞAÐ óhapp varð hér i dag er unnið var við sprengingar i grunni viðbyggingar sjúkra- húss Stykkishólms að bjarg þeyttist úr grunninum inn í húsnæði Skelfiskvinnslu Sigurð- ar Ágústssonar. Fór það gegn- um vegg á kaffistofu hússins og olli þar miklum skemmdum. en slys urðu ekki á mönnum. Atburðurinn gerðist um kl. 17, en unnið hefur verið að undan- förnu við grunn viðbyggingar sjúkrahússins og hefur m.a. þurft að sprengja. Stórt bjarg þeyttist úr grunninum við eina sprenginguna og braut gat á vegg kaffistofunnar og lenti þar inn í öðrum enda hennar. Fólk hafði þá nýverið gengið út úr kaffistof- unni og var hún því mannlaus og má telja heppni að ekki urðu nein slys. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu. Vinnsla skelfisks stöðvast ekki, en til bráðabirgða verður að notast við aðra kaffi- stofu meðan unnið er að lagfær- ingum. Fréttaritari áa'tlað að lífeyrissjóðirnir keyptu slík bréf hjá sjóðnum fyrir 7,7 milljarða króna. Um mánaðamótin voru skuldahréfakaup lifeyrissjóð- anna 6,2 milljarðar króna hjá Byggingarsjóði ríkisins, en í fjár- hagsáætlun var reiknað með 7.3 milljörðum á árinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Byggingarsjóður lent í nokkrum erfiðleikum þar sem tekjustofnar sjóðsins hafa skilað minna fé en áætlað hafði verið. Friðþjófur Max Karlsson, aðalbókari Framkvæmdasjóðs, sagði í samtali við Mbl. í gær, að kaup lífeyrissjóð- anna til þessa á árinu hefðu verið minni en æskilegt hefði verið. Fram- kvæmdasjóður hefði hins vegar ekki lent í erfiðleikum vegna þessa. „Reynslan hefur verið sú á undan- förnum árum, að í síðasta mánuði ársins er mikið keypt af skuldabréf- um. Eg get nefnt sem dæmi, að við borgum af þessum bréfum fjórum sinnum á ári og síðasti gjalddaginn er 1. desember, en þá eigum við að borga lífeyrissjóðunum hátt í 800 milljónir króna. Flestir sjóðanna festa féð þegar aftur hjá okkur og því kemur talsverður hluti af þessu fé strax inn. Staðan um síðustu mánaðamót segir því ekki alla sög- una,“ sagði Friðþjófur. Hann gat þess einnig, að 32 lífeyrissjóðir hefðu keypt skuldabréf af Framkvæmdasjóði í ár, en mjög mismikið hver sjóður. Nefndi hann, að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins hefur keypt skuldabréf fyrir um 3 milljarða króna á árinu, en Lífeyr- issjóður verzlunarmanna ekki neitt. Sá sjóður hefur hins vegar keypt skuldabréf af Verzlunarlánasjóði fyrir 1158 milljónir króna á þessu ári. Lífeyrissjóðunum ber að verja 40% af ráðstöfunarfé sínu í kaup á verðtryggðum skuldabréfum og auk 7,7 milljarða í Framkvæmdasjóð og 7,3 milljarða í Byggingarsjóð er á lánsfjáráætlun gert ráð fyrir, að lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf fyrir 464 milljónir króna hjá Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Fram- kvæmdasjóður endurlánar fé til sjóða atvinnuveganna og má nefna í því sambandi Fiskveiðasjóð, Stofn- lánadeild landbúnaðarins, Iðnlána- sjóð, Verzlunarlánasjóð, Stofnlána- deild samvinnufélaga og Lánasjóð sveitarfélaga. Endurráðningar flugfreyja ákveðnar: 66 í fullu starfi, 14 í hlutastörfum Starfsmenn Flugleiða hjá samgönguráðherra: Vilja vita hvers vegna Flugleiðir eiga að selja hlut í Arnarflugi ÁTTA manna nefnd starfsmanna innan Flugleiða gekk á fund Steingríms Hermannssonar sam- gonguráðherra i gær til þess að ræða við hann um mál varðandi Flugleiðir. Morgunblaðið ræddi við Einar Hclgason, einn af tals- mönnum þess hóps sem kaus nefnd- ina. en það var gert á fundi þar sem mættir voru um 40 starfsmenn Flugleiða sem áður voru starfs- menn Fiugfélags Islands. Einar sagði, að ákveðið hefði verið að ganga á fund ráðherra, þar sem fólk í umræddum hópi starfsmanna Flugleiða hefði viljað vekja athygli á því, að þegar samgónguráðherra hefur vitn.ið í að haft hafi verið samráð við starfsfólk Flugleiða, hefði það ekki verið nógu víðtækt að mati þessa hóps, sem hefði komið saman án þess þó að ætlunin væri að draga starfsmenn Flugleiða í dilka. Sagöi Einar, að meðal atriða, sem nefndin hefði rætt við ráðherrann, væri ósk um skýringu á því hvað raunverulega lægi að baki því ákvæði í skilmálum ríkisvaldsins fyrir aðstoð við Flugleiðir, að krefj- ast þess að Flugleiðir seldu sinn hlut í Arnarflugi. Sagði Einar, að starfs- menn Flugleiða litu svo á, að þarna væri verið að gefa með annarri hendinni en taka með hinni. Sagði Einar, að starfsmennirnir teldu um varhugaverða þróun að ræða í þessu sambandi og ekki í samræmi við þá stefnu sem stjórnvöld hefðu látið í veðri vaka að framfylgja ætti, sér- staklega ef til stæði að styrkja starfsemi Arnarflugs í samkeppni á leiðum Flugleiða í dag. Einar sagði, að ráðherrann hefði sagt, að ekkert ákveðið markmið væri með þessu skilyrði, en hann hefði látið í ljós vilja sinn til þess að endurskoða og móta stefnu í þessum málum og til stæði að skipa nefnd í málið. FLUGLEIÐIR hafa nú gengið frá endurráðningarlista fyrir Flug- freyjur og verða 66 flugfreyjur í fullu starfi, en 14 í hlutastörfum þ.e. hálfu starfi. Þá eru um 15 flugfreyjur í barneignaleyfi til vors og nokkur hópur flugfreyja er í launalausu leyfi og að hluta launalausu leyfi til vors, en þá er reiknað með að flestar flugfreyjur sem hafa starfað að undanförnu komi til starfa á ný. Reiknað hafði verið með hjá Flugfreyjufélaginu að fleiri f|Ug- freyjur vildu hlutastörf en raun varð á þegar málið var kannað ofan í kjölinn. Endurráðningarbréf til flugfreyja verða send út nk. föstudag. Kjarasamningar bókagerðarmanna: Samið frá 17. nóv. til 1. nóv. 1981 KJARASAMNINGAR bókagerð- ins í gær, að þessir samningar armanna tóku gildi frá undir- giltu frá 1. nóv. sl. og biður skriftardegi, 17. nóvember sl. og blaðið velvirðingar á þeim mis- gilda til 1. nóvember 1981. Rang- tökum. hermt var í frétt Morgunblaðs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.