Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
13
Frá barnaleikvclli í Amman.
fullorðin móðir, amma eða
frænka, sem annast börnin með-
an móðirin vinnur áti. Vísi að
tryggingabótum höfum við,
magrar að vísu, en þó er það
nokkuð sem koma skal, þótt í
annarri mynd verði en á Vestur-
löndum. Samkvæmt trú okkar er
til dæmis gert ráð fyrir því að
missi konan mann sinn, gangi
bróðir mannsins að eiga hana og
annist hana og þeirra börn. Sé
bróðir ekki fyrir hendi er annað
hvort um að ræða hjálp frá
fjölskyldu hennar eða eigin-
mannsins. Ef hún á enga slíka
að, getur hún leitað til ráðuneyt-
is míns. Sama máli gegnir um
gamalt fólk sem hættir að vinna
vegna aldurs. Við væntum þess í
fyrsta lagi að börn annist þá
foreldra sína. Sé þess ekki kostur
er fjarri að þeim séu allar
bjargir bannaðar, því að þá er
gert ráð fyrir liðsinni okkar.
— Ég er satt að segja afar
glöð yfir að hafa fengið tækifæri
til að takast á við þessi verkefni,
segir hún að lokum, — ekki hvað
sízt vegna þess að við finnum að
allt sem við erum að gera fær
hljómgrunn meðal fólksins
okkar.
Texti:
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jón Trausti
(Guðmundur Magnússon)
Ný skáldsaga eftir
Stefán Júlíusson
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur sent frá sér nýja skáldsögu
eftir Stefán Júlíusson, Stríðandi
öfl. I frétt frá forlaginu segir, að
lesendur muni væntanlega velta
því fyrir sér hvort sagan sé
sannsöguleg og hve mikla stoð
persónur og atburðir eigi sér í
raunveruleikanum.
Skáldsagan Stríðandi öfl skipt-
ist í tvo meginkafla. Nefnist sá
fyrri Lifsins kynngi kallar og sá
síðari Kolbítarnir rísa. Sagan
hefst árið 1925 og er sögð af
sextugum manni, sem rifjar upp
fortíð sína og fjallar sagan m.a.
um átök í stjórnmálum, ástum og
mannlegum samskiptum.
Bókin Stríðandi öfl er sett og
prentuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar og bundin hjá Arnarf-
elli. Káputeikningu gerði Bjarni
D. Jónsson.
Ný útgáfa á Heiðar-
býli Jóns Trausta
Bókaklúbbur AB hefur sent
frá sér í nýrri útgáfu skáldsög-
una Hciðarbýlið cftir Jón
Trausta, íyrra bindi. Heiðarbýlið
er eins og kunnugt er framhald
Höllu, sem kom út hjá Bóka-
klúbbi AB fyrr á þessu ári.
í tilkynningu frá BAB segir:
Hin frjálslega og vel gefna
Halla hefur verið táldregin af
prestinum og til þess að bjarga
þessum veikgeðja klerki og hamla
gegn sinni eigin niðurlægingu
játast hún smámenninu Ólafi. Þau
flytjast á heiðarbýlið og hefja þar
strið sitt, annars vegar við hörku
náttúruaflanna, hins vegar við
illmælgi og meinfýsni fólksins.
Halla og Heiðarbýlið gerist á
sjöunda áratug 19. aldar, um þær
mundir þegar mikil harðindi
gengu yfir á þeim slóðum þar sem
sagan gerist. Saga Höllu er engin
skemmtisaga, en vinsældir sínar
hlaut hún strax, þegar hún kom
fyrst út 1907—11, og heldur þeim
enn, umfram allt fyrir hinar
sönnu og lifandi lýsingar.
Síðara bindi Heiðarbýlisins
kemur út hjá Bókaklúbbnum á
næsta ári.
Bókin er 285 bls. að stærð og
unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarð-
ar.
Stefán Júlíusson
Kuldcncxkki
VENDIJAKKI
4 flíkur í cinni.
Ermarnar rcnndar af cða á.
Aldeilis góð kaup.
herra
húsió
BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 LAUGAVEGI47