Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 14
X 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
ff
Nútíóin skiptir mestu
máli“
— segir Sieglinde Kahmann
— Ég var fljót að átta mig á því að listabrautin lá
ekki í gegnum rjúkandi rústir Dresdenar og Dessau,
og söngkona ætlaði ég að verða, hvað sem það
kostaði. Austur-Þýzkaland eftirstríðsáranna var
ekki staður þar sem hlúð var að ungu fólki, sem vildi
helga sig fögrum listum, — þar áttu allir sem
vettlingi gátu valdið að vinna sleitulaust að því að
hreinsa rústirnar. Þessar áþreifanlegu rústir, sem
við göptu við hvert fótmál. Skilningur á því að listir
og menningarlíf þyrftu líka að ganga úr rústum
styrjaldarinnar, ef þjóðin ætti að fá andlegt
viðurværi, var af skornum skammti. Svo ég fór.
Stakk af. Kvaddi hvorki kóng né prest.
— Og hvert fórstu?
— Til Stuttgart. Þar átti ég
frænda, sem ég vissi að ég gat
leitað til. Hann tók mér líka vel
og hjá honum var ég næstu árin,
á meðan ég var í skólanum.
— Ertu af tónlistarfólki kom-
in?
— Nei, það getur varla heitið.
Að vísu var móðir mín tónelsk
og var reyndar byrjuð að læra
söng þegar hún giftist og fór að
eignast börn. A þeim árum
hæfði ekki að giftar konur væru
að stússa í slíku, a.m.k. ekki til
sveita í Þýzkalandi, og foreldrar
mínir eru bændafólk. Mamma
hafði enga trú á því að söng-
konudraumurinn ætti eftir að
rætast, en rétt eftir að ég lauk
prófi frá söngskólanum fékk ég
mitt fyrsta hlutverk á óperusviði
og það þótti tíðindum sæta að
koma beint úr prófinu á svið
ríkisóperunnar í Stuttgart. Þetta
var smáhlutverk, Barbarína, í
Brúðkaupi Fígarós. Ég bauð
fólkinu mínu á frumsýninguna,
— þetta var fyrir daga Múrsins
þannig að fólk komst hindrun-
arlítið milli Austur- og Vestur-
Þýzkalands. Ég gleymi því aldrei
þegar upp reis kona í einni
stúkunni, benti á mig og hrópaði
upp yfir allt óperuhúsið: „Þetta
er dóttir mín, þetta er dóttir
mín.“ Auðvitað ætlaði ég niður
úr gólfinu af tómri skömm, því
að þetta var nú ekki beinlínis
viðeigandi. Samt var það bros-
legt og á eftir fannst mér ágætt
að hafa sýnt henni fram á það að
ég hafði ekki gert vitleysu þegar
ég fór mína leið, og ég held að
hún sé löngu hætt að skammast
sín fyrir stelpugopann, sem
hljópst á brott frá hinni sósíal-
ísku uppbyggingu, af því að hún
ætlaði ekki að verða verkakona
allt sitt líf.
— Býr fjölskylda þín enn í
Austur-Þýzkalandi?
— Já, foreldrar mínir og
yngsta systirin. Sú þriðja býr í
Stuttgart og kemst hvert á land
sem er, en yngsta systir mín
hefur ekki komið út úr Austur-
Þýzkalandi síðan hún heimsótti
mig til Stuttgart þegar hún var
unglingur. Og það er því miður
ekkert útlit fyrir að hún fái að
koma hingað í heimsókn, en
foreldrar mínir geta fengið far-
arleyfi einu sinni á ári, fjórar
vikur í senn, af því að þau eru
komin yfir 65 ára markið. Aust-
ur-þýzk yfirvöld ieyfa ekki
ferðalög þeirra sem eru yngri en
65 ára. Ég á von á foreldrum
mínum í vor, en það skyggir á
tilhlökkun og gleði að vita að
hún litla systir mín hefur engin
tök á því að koma líka.
Talið berst að sinfóníutónleik-
unum í kvöld þar sem Sieglinde
syngur einsöng:
— Jú, auðvitað verður maður
spenntur á taugum, það er
óhjákvæmilegur fylgikvilli. Ég
finn að það er að hellast yfir
núna, og ekki bætir úr skák að ég
er hætt að reykja. Það er
nauðsynlegt að gera hlé á því
arma athæfi með hæfilegum
fyrirvara svo röddin geti orðið
upp á sitt bezta þegar á hólminn
er komið.
— Er erfitt að vera söngkona?
— Já, það er erfitt. Það kostar
vinnu og aftur vinnu, og þegar
árunum fer að fjölga eykst
álagið, sem fylgir þvi. Þá sögu
þekkja víst allir söngvarar.
— Finnst þér árin þá vera
farin að færast yfir þig?
— Nei, það er nú svo skrýtið
að það finnst mér aldrei, en
stundum finnst mér skammt
síðan ég hugsaði til þess hvað
maður yrði hræðilega gamall
þegar maður væri orðinn fimm-
tugur. Og núna, þegar dregur að
þeim tímamótum, þá finnst mér
ég síður en svo aldurhnigin. En
aldur er afstætt fyrirbæri.
Margir kvíða þeim tíma þegar
þeir geta ekki lengur talizt vera
á léttasta skeiði, en ég held að
slíkar hugleiðingar valdi mörg-
um óþarfa leiðindum. Það hlýtur
að vera nútíðin, sem skiptir
mestu máli, og sú nútíð þar sem
maður kvíðir ekki því sem koma
skal og finnur til þess öryggis,
sem þroski og reynsla færa
manni, er góð nútíð.
— En ekki er öll reynsla til
þess fallin að þroska og bæta
mennina?
— Nei, því fer víst fjarri. Til
er reynsla, sem merkir mann og
hefur áhrif, sem erfitt er að
losna undan. Stríðið hafði ekki
bætandi áhrif á þá sem voru á
unglingsaldri meðan það stóð
yfir. Og ég er stríðsbarn. Stríðs-
barnið lærði að það varð að
berjast af alefli til að bjarga sér,
til að komast af. Það lærði líka
að treysta ekki á aðra, lærði að
beita sig hörku og fékk þá
hugmynd, að viljastyrkur og
sjálfsögun væru forsendur þess
að ná árangri. Núna óska ég þess
stundum að ég hefði ekki vanizt
því að vera svona hörð við sjálfa
mig. Það er ekki nauðsynlegt að
gera allt af eigin rammleik.
— Gerirðu sömu kröfur til
annarra?
— Nei, ég held að ég sé vægari
við aðra en sjálfa mig. Auðvitað
verð ég að gera miklar kröfur til
nemenda minna, þeirra sjálfra
vegna, en ég er ekki eins óbil-
gjörn gagnvart þeim og sjálfri
mér.
— Hvernig unir þú þér hér á
íslandi?
— Að mörgu leyti vel, en ég
sakna margs frá Þýzkalandi. Það
er líka erfitt að vera útlendingur
í nýjum heimkynnum, erfitt að
vera listamaður í framandi um-
hverfi. En smátt og smátt öðlast
maður skilning á þessu nýja
umhverfi, og sá skilningur kem-
ur ekki fyrr en maður fer að
venjast og kynnast. Aðstæður
allar eru svo ólíkar því sem ég
bjó við lengst af, og það tekur
sinn tíma að venjast því. Tæki-
færin fyrir söngvara hafa ekki
verið mikil, en sem betur fer eru
horfur á því að þar sé að rætast
úr.
Grein: AslauK Rattnars
Mvnd: Kmilía ItjorK
Almenna bókaforlagið:
Dags hríðar spor
Valgarðs á bók
Bókaforlagið Saga:
Ævintýri Marco
Polo í mynd-
skreyttri útgáf u
miklu ríkjum Austurlanda,
volduguin konungdæmum, þétt-
ÚT EK komið hjá Almcnna
bokafélaginu leikritið Dags
hríúar spor eftir Valgarð Eg-
ilsson sem Þjcjðleikhúsið er að
sýna um þessar mundir.
Höfundurinn Valgarður Eg-
ilsson er ungur læknir og
vísindamaður og er þetta ieik-
rit fyrsta skáldverkið sem út
kemur eftir hann.
Á kápu leikritsins segir að
leikritið fjalli um nokkur ein-
kenni í íslenzku þjóðfélagi
samtímans með skírskotun til
fortíðarinnar. Nafnið Dags
hríðar spor er kenning úr vísu
eftir Þormóð Kolbrúnarskáld
og merkir sár.
Höfundurinn hefur gert
myndir við leikritið. Einnig
hafa leikararnir Brynja Bene-
diktsdóttir, Erlingur Gíslason
og Sigurjón Jóhannsson ritað
við það eftirmála um aðferð
sína við sviðsetr.ingu þess. Þau
segja þar m.a. um leikritið:
„Þetta leikrit er váboði og
sér fyrir heimsendi. Það leit-
ast við að benda á þau atriði,
sem hljóta að leiða til Ragna-
raka. Orsaka fyrirsjáanlegra
ófara er leitað innan okkar
litla samfélags, sem veldur illa
hlut sínum gagnvart umheimi.
Texti er ýmist látlaus og
fagur, tilgerðarlegt mennta-
mannahjal, fjölmiðla-, ljóna-
og möppudýrabull og loks upp-
hafinn, tær, ljóðrænn, —
raunar ljóð.“
Valgarður Egilsson
Höfundur hefur ráðið öllu
útliti bokarinnar sem er
prentuð í Prentsmiðju Árna
Valdimarssonar. Bókin er
pappírskilja.
(Úr fréttatilkynningu.)
NÝ BARNA- og unglingabók.
Ævintýri Marco Polo, er komin
út hjá Bókaforlaginu Sögu.
í frétt frá forlaginu segir
m.a.: Frásagan af ferð ítalska
kaupmannssonarins Marco Polo
til Kína á 13. öld er löngu orðin
sígild um allan heim. Hún tók 24
ár og Marco, sem var unglingur
þegar hann lagði af stað, sneri
aftur fulltíða maður. Við heim-
komuna hafi hann frá mörgu að
segja sem vakti undrun og
vantrú samtímamanna hans. Nú
vita menn hins vegar að Marco
Polo var heiðarlegur og grein-
argóður sagnaritari, sem lýsti af
samviskusemi hinum víðáttu-
býlum borgum og endalausum
eyðimörkum.
Bókin lýsir í máli og myndum
hinni ævintýralegu ferð Marco
Polo. Textinn er eftir ítalann
Gian Paolo Cesarini. Annar
ítali, listamaðurinn Piero Vent-
ura, hefur myndskreytt bókina,
en hann hefur sérhæft sig í því
að myndskreyta bækur fyrir
börn, og hefur hlotið fjölmargar
viðurkenningar fyrir verk sín.
íslensku þýðinguna gerði Örn-
ólfur Árnason, rithöfundur.
Bókin er sett hjá Prentstofu
Guðmundar Benediktssonar.
Hún er 36 síður í stóru broti.