Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Verzlunarskóli íslands er sjötíu og fimm
ára á þessu hausti. Skólinn hóf starfsemi sína
haustið 1905 og hefur starfað óslitjð þau sjötíu og
fimm ár sem liðin eru síðan. í tilefni af
afmælinu verður opið hús í Verzlunaskól-
anum í dag. Hefst hátíðardagskrá kl. 16.00 og
munu gestir safnast saman í hátíðarsal skólans og
þyggja veitingar. Þá mun Sigurður Gunn-
arsson, formaður skólanefndar, ávarpa
gesti og bjóða þá velkomna. Þorvarður Elíasson.
skólastjóri. mun fara nokkrum orðum um skólastarf-
ið en síðan mun Kristján Guðmundsson, forseti
Nemendafélags Verslunarskólans, lýsa fé-
lagslífi nemenda. Að því loknu mun gestum
gefast tækifæri til að færa skólanum árnaðaróskir.
Þá mun skólakórinn flytja nokkur lög
undir stjórn Jóns Cortes en síðan verður gestum
sýnt húsnæði skólans og búnaður. Munu kennarar,
nemendur og skólastjórn þá verða til viðtals við
gesti í hinum ýmsu kennslustofum skólans.
Afmælishátíðinni lýkur kl. 19.00 og mun þá
Sigurður Gunnarsson, formaður skólanefndar kveðja
gesti.
Um 1950 var farið að huga að
byggingu nýs skólahúss því mikil
þrengsli voru þá orðin í skólanum.
Skólanum stóð þá til boða lóð við
Melatorg og var um skeið ætlunin
að byggja þar. Það varð þó ekki
heldur var ráðist í að byggja hér á
lóðinni við Þingholtsstræti. Húsið
átti- upphaflega að vera fjórar
hæðir og skyldi byggt í tveim
áföngum. Það varð þó aldrei nema
tvær hæðir því þegar ráðast skyldi
í annan áfanga byggingarinnar
voru komin upp ný viðhorf hjá
skipulagsnefnd, — menn höfðu
hugsað sér háa byggð þarna um
það leyti sem húsið var teiknað en
nú er ljóst að svo verður ekki.
Nýja húsið hefur því aldrei komið
að hálfu gagni því enn vantar
kennslustofurnar sem þar áttu að
vera.
Ástandið núna er þannig að
skólinn starfar í þrem húsum þ.e.
Gagnger endurskoðun á
námsefni skólans stendur fyrir dyrum
Þorvarður Elíasson. skólastjóri, á skrifstofu sinni. Ljmm. Kristján
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Þorvarð Elíasson, skóla-
stjóra Verzlunarskóla íslands, í
tilefni af afmælinu. Byrjaði Þor-
varður á því að lýsa tildrögunum
að stofnun skólans og helztu
áföngunum í sögu hans þau sjötíu
og fimm ár sem skólinn hefur
starfað:
„Helzti hvatamaður að stofnun
Verzlunarskólans var Dethlev
Thomsen, kaupmaður, ásamt Jóni
Ólafssyni, ritstjóra," sagði Þor-
varður. „Um aldamótin höfðu
margir gert sér ljóst að mikil þörf
væri á slikum skóla hér á landi.
Frá því fyrir aldamót höfðu verið
umræður um fræðslumál verzlun-
arstéttarinnar bæði í Kaup-
mannafélaginu og Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur. Það var
svo á sameiginlegum fundi þess-
ara tveggja félaga, 13. september
1905, að ákveðið var að stofna
verzlunarskóla. Að fundinum
loknum var kosið í námsnefnd en í
henni áttu sæti: Dethlev Thomsen,
kaupmaður; Jón Ólafsson, rit-
stjóri; Sighvatur Bjarnason,
bankastjóri; Karl Nikulásson,
verzlunarmaður og Brynjólfur H.
Bjarnason, kaupmaður.
Þessi fyrsta skólanefnd starfaði
allt til ársins 1922 er Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur óskaði
eftir að Verzlunarráð Islands tæki
að sér reksturinn. Frá 1922 til
1931 skipaði Verzlunarráð íslands
skólanefnd en 1931 varð sú breyt-
ing á að stofnað var svonefnt
skólaráð og í það tiinefndir full-
trúar frá eftirtöldum félögum:
Verzlunarmannafélagi Reykjavík-
ur, Verzlunarmannafélaginu
Merkúr, Félagi Matvörukaup-
manna, Félagi íslenzkra stórkaup-
manna, Félagi íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda, Félagi vefnað-
arvörukaupmanna og Félagi bygg-
ingarefnakaupmanna. Þessi skip-
an hélzt til 1945 en þá var
skólaráöið lagt niður og Verzlun-
arráð tilnefndi fimm manna
skólanefnd til að stjórna skólan-
um. Jafnframt var skólanum sett
skipulagsskrá og hann gerður að
sjálfseignastofnun undir stjórn
skólanefndar. Þannig er stjórn
skólans háttað enn í dag. Það
hefur þó verið hefð allan tímann
að einum manni hefur verið skip-
að í nefndina samkvæmt ábend-
ingu frá Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur og um tíma benti
nemendasamband Verzlunarskól-
ans einnig á annan fulltrúa. Þá
tilnefnir menntamálaráðherra nú
einn þessara fimm nefndarmanna
samkvæmt 9. gr. laga um við-
skiptamenntun. Þetta er saga
skólastjórnarinnar í stórum drátt-
um.
Verzlunarskólinn var lengi á
hrakhólum með húsnæði og
reyndar er ekki enn þá búið að
leysa húsnæðisvanda skólans.
Fyrsta árið sem skólinn starfaði
var hann til húsa í Vinaminni,
húsinu við Mjóstræti 3 sem enn
stendur, og notaði sömu kennslu-
stofur og Iðnskólinn. Næsta skóla-
ár starfaði skólinn í svonefndu
Melsteðshúsi en síðan í húsi að
Hafnarstræti 19, sem þá hét
Kolasund 1. Þar var skólinn til
húsa til ársins 1912.
Næst flytur Verzlunarskólinn í
húsið að Vesturgötu 10 sem var í
eign Geirs Kaupmanns Zoega og
var þar allt til ársins 1931. Það ár
markar tímamót í sögu skólans.
Þá tekur skólaráð við yfirstjórn
hans og skólinn flyzt að Grund-
arstíg 24, þar sem hann er enn til
húsa og Vilhjálmur Þ. Gíslason
verður skólastjóri hans. Til þess
að fjármagna húsakaupin var
stofnað félagið Verzlunarskóla-
húsið h/f. Keyptu kaupsýslumenn
og velunnarar skólans hlutabréf í
félaginu og seldist á skömmum
tíma svo mikið af þeim að hægt
var að kaupa húsið að Grundar-
stíg 24. Eftir því sem tímar liðu
gáfu nær allir hlutafjáreigendur
skólanum hlutabréf sín og árið
1945 var hlutafélagið lagt niður,
en eignir þess runnu til skólans
sem var orðinn sjálfseignarstofn-
un. Árið 1946 keypti skólinn litla
lóð við hliðina á húsinu að Grund-
arstíg 24 og síðan var hornhúsið á
Grundarstíg og Hellusundi keypt
og Ióðin þar beint á móti þannig
að nú á skólinn samfelda torfu á
lóð, sem markast af Grundarstíg,
Hellusundi og Þingholtsstræti.
í gamla skólahúsinu við Grund-
arstíg, nýja skólahúsinu við Þing-
holtsstræti og litlu húsi við Hellu-
sund, sem keypt var fyrir fáum
árum. Skólanefndin hefur aldrei
gefið frá sér þá hugmynd að
byggja skólahús á nýjum stað og
flytja þangað. Árið 1973 fékk
skólanefnd vilyrði hjá borgar-
stjóra fyrir lóð við Litluhlíð, þar
sem gamli Golfskálinn var. Nú
eiga sér stað viðræður við Skipu-
lagsnefnd um það hvort möguleiki
sé á að skólinn geti komið sér fyrir
þar sem hann er, eða hvort
Litlahlíð sé framtíðarstaðurinn.
Hverjir eru helztu áfangarnir í
sögu skólans?
„í því sambandi væri kannski
ekki úr vegi að rifja hverjir hafa
verið skóiastjórar við skólann
þessi sjötíu og fimm ár sem hann
hefur starfað. Ólafur Eyjólfsson,
frá Flatey á Breiðafirði, var fyrsti
skólastjóri Verzlunarskólans og
gegndi því starfi frá 1905 til 1915.
Jón Sívertsen var skólastjóri frá
1915 til 1931. Þá tók Vilhjálmur Þ.
Gíslason, síðar útvarpsstjóri, við
og vár skólastjóri til 1953. Ég man
að í fundargerð þess fundar, sem
ákvað að Vilhjálmur tæki við
stöðu skólastjóra segir „að við
kennslu hans taki Andrés Björns-
son“ þannig að þú sérð að skólinn
hefur verið nátengdur útvarpinu.
Dr. Jón Gíslason tók við skóla-
stjórn af Vilhjálmi og hafði hana
á hendi í 26 ár, allt til 1979 er ég
tek við. Dr. Jón var auk þess fyrsti
Hús Verzlunarskólans við Þingholtsstræti.
Skólahúsið að Grundarstíg 24. Þar hefur Verzlunarskóiinn
starfað síðan 1931.
Sveinn B. Valfells:
Að blanda mjólk-
ina með vatni ...
SVEINN I). Valfells. iðnrekandi,
er elstur þeirra manna sem út-
skrifast hafa frá Verzlunarskólan-
um. Hann var um langt skeið
formaður Félags íslenzkra iðnrek-
enda og átti þátt í stofnun þess.
Sveinn hefur stofnað og átt þátt í
stofnun nokkurra fyrirta'kja hér á
landi. Ilann stofnaði t.d. Vinnu-
fatagerðina, átti þátt í stofnun
Iðnaðarhankans og var einn af
stofnendum Steypustöðvarinnar
h/f. Blaðamaður Morgunhlaðsins
raKÍdi við Svein og var hann fyrst
heðinn að rifja upp skólaár sín í
Verzlunarskóianum.
„Ég byrjaði að vinna við verzlun
á fermingaraldri og í framhaldi af
því starfi fór ég í Verzlunarskólann.
Þar hóf ég nám árið 1919, sextán
ára að aldri, sem þá var lágmarks-
aldur nemenda, yngri fengu menn
ekki að innritast. Ég útskrifaðist
svo 1921 eftir tveggja ára nám. Á
námsárum mínum var skólinn til
húsa á Vesturgötunni og skólastjóri
var Jón Sívertsen. Þá voru við
skólann margir úrvals kennarar, —
sérstaklega man ég eftir þeim dr.
Alexander Jóhannessyni og dr.
Ólafi Daníelssyni, það var sannar-
lega gott vegarnesti að njóta leið-
sagnar slíkra manna. Það var mjög
góður andi í skólanum, en þó var
auðvitað gert grín að sumum eins
og verða vill — sérstaklega þeim
sem voru miklir á lofti. Annars var
skólavistin fremur viðburðalítil, —
þeir sem þarna voru helguðu sig
náminu fyrst og fremst. Félagslífið
snérist aðalega um mánaðarlegar