Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 19

Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAQUR 20. NÓVEMBER 1980 19 Sölvi Eysteinsson: Að ganga í um lokaða fastráðni kennari skólans, hefur manna lengst starfað þar. Verslunarskólinn hefur lengst af verið fremur lítil skólastofnun. Það hefur verið mjög breytilegt hvernig kennslu hefur verið hátt- að, á hvaða aldri nemendur hafa verið og hversu mörg ár námið hefur tekið. Helztu tímamótaár í þessu sambandi eru: árið 1923, þá eru kröfur um undirbúnings- menntun þeirra sem komu inn í skólann auknar verulega; árið 1926 var skólinn lengdur úr tveggja vetra skóla í þriggja vetra en síðar úr þriggja vetra í fjög- urra vetra. Árið 1942 öðlaðist skólinn svo rétt til að útskrifa stúdenta og bættust þá 5ti og 6ti bekkur við. Til að samræmast betur hinu almenna fræðslukerfi í landinu voru fyrsti og annar bekkur svo felldir niður og nem- endur með gagnfræða- eða lands- próf teknir inn í þriðja bekk en eftir að þau próf lögðust af eiga nemendur sem lokið hafa grunn- skólaprófi rétt á inngöngu í skól- ann. Hér í skólanum gefst nemend- um nú kostur á að ljúka verzlun- arprófi á tveim árum. Þeim sem ná einkunninni 6.50 á verzlunar- prófi gefst kostur á að setjast í lærdómsdeild skólans, sem skipt- ist í máladeild og verzlunardeild, og geta þeir lokið stúdentsprófi í báðum þessum deildum." Hversu margir nemendur eru í Verslunarskólanum? „Hér hafa verið rúmlega sjö hundruð nemendur á ári um nokkurt skeið en fleiri nemendur rúmar skólinn ekki með því hús- næði sem við höfum. Við höfum þurft að vísa allmörgum frá á hverju ári og er þá einkunn á grunnskólaprófi látin skera úr um hverjir komast inn og hverjir ekki. Við höfum reynt að nýta það húsrými sem við höfum til hins ýtrasta. Hér er kennt viðstöðu- laust í öllum kennsluhúsum frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin, — skólinn er tvísetinn og meira að segja kennt til hádegis á laugar- dögum sem mun vera orðið sjald- gæft í skólum nú til dags. Hvað er helzt framundan hjá Verzlunarskólanum núna? „Að undanförnu hefur skóla- nefndin, undir stjórn Sigurðar Gunnarssonar, fjallað um rekstr- arvandamál og fjárhagsörðugleika skólans og hefur nú náðst sam- komulag við ríkisvaldið á grund- velli laga um viðskiptanám á framhaldsskólastigi og verður að telja að rekstur skólans hafi verið tryggður. Nú hefur skólanefndin ákveðið að snúa sér að uppbygg- ingu náms innan skólans, sér- staklega með það í huga að efla tengsl hans við atvinnulífið. Fyrsta skrefið í þá átt var að rýmka húsnæðið svo sem kostur var með ýmsum breytingum og auka jafnframt kennslutækjakost skólans. Keyptar hafa verið 26 borðtölvur og skólinn verið tengd- ur við tölvu Háskóla Islands. Þá hafa verið keyptir digtafónar vegna vélritunarkennslunnar og einnig um þrjátiu reiknivélar. Þá er verið að reyna að útvega skólanum telextæki. Nú stendur fyrir dyrum gagnger endurskoðun á námsefni skólans og kennsluaðferðum. Við höfum í hyggju að framkvæma þessa end- urskoðun í samvinnu við vinnu- veitendur, til að tryggja að hér í skólanum sé á hverjum tíma kennt það sem mest þörf er fyrir. Slíkri samvinnu verður ekki komið á nema kennarar fái tækifæri til að leita til fyrirtækjanna og eins að atvinnurekendur komi hingað í skóiann og láti þar í sér heyra. Við höfum einnig í hyggju að stuðla að auknu upplýsinga- streymi milli nemenda og at- vinnurekenda. Þannig yrði nem- endum á hverjum tíma ljóst hvar beztu atvinnumöguleikarnir væru og einnig myndi atvinnurekendum gefast kostur á að ræða við nemendur um hugsanleg störf. Þá er fyrirhugað að hefja nám- skeiðahald fyrir almenning á veg- um skólans og munu fyrstu nám- skeiðin fara af stað eftir næstu áramót. Nú er mikil þörf á ýmiss konar námskeiðum á sviði verzl- unarfræða og ég geri mér vonir um að samvinna náist við samtök launþega, samtök atvinnurekenda og einstök fyrirtæki um þessi námskeið. Ef slík samvinna næst ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að hér í Verzlunarskólanum kæmist upp öflugt náskeiðahald í verzlunar-, skrifstofu- og stjórn- unarstörfum. Fyrstu námskeiðin á vegum Verzlunarskólans, sem haldin verða í byrjun næsta árs, verða námskeið í vélritun og tölvuvinnslu en síðan munu fleiri námskeið bætast við. Það mun þó sjálfsagt taka nokkur ár að koma þessu námskeiðahaldi í fullan gang. Sölvi Eysteinsson heitir sá kennari Verslunarskólans sem starfað hefur þar lengst. Hann hóf kennslu við skól- ann 1953 og hefur starfað þar samflevtt síðan eða um 27 ára skeið. Sölvi varð stúd- ent 1948. tók B.A.-próf við Manchester-háskóla 1951 og M.A.-próf við sama skóla árið 1953. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Sölva og var hann fyrst spurður hvers vegna hann hefði valið kenn- arastarf við Yerslunarskól- ann sem ævistarí. „Eg kenndi einn vetur við Menntaskólann í Reykjavík, og var þá reyndar einnig stunda- kennari við Háskóla íslands, eftir að ég lauk B.A.-prófi,“ sagði Sölvi. „Þá um vorið var dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verslunarskólans, prófdómari við stúdentspróf í Menntaskólanum. Þar kynntumst við og leiddu þau kynni til þess að ég gerðist kennari við Verslun- arskólann eftir. að ég hafði iokið magisterprófi í Englandi árið 1953. Það var ákaflega ánægjulegt að hefja kennslustörf í Verslunar- skólanum og mér hefur alla tíð líkað vel þar. Þegar ég byrjaði var skólinn þegar orðin gömul og gróin menntastofnun enda í hönd- um góðra manna. Þarna var traust og gott kennaralið og mikið af úrvals nemendum. Nemendur munu hafa verið um 350 i sex bekkjum þegar ég byrjaði. Lær- dómsdeild skólans hafði þá verið stofnuð fyrir áratug þannig að ekki hafa orðið verulegar breyt- ingar á ytra formi skólans þessi ár sem ég hef kennt þar. Þær helztu eru að fyrsti og annar bekkur var felldur niður og einnig var lær- dómsdeild skólans skipt í mála- og hagfræðideild. Kennarar við skólann munu hafa verið um 27 þegar ég byrjaði en eru nú tæplega 60. Nemenda- fjöldi hefur líka aukist um helm- ing en undanfarin ár hafa verið um 700 nemendur í skóianum. Eins og ég sagði þá hefur mér frá upphafi fundist mjög góður andi í Verslunarskóianum, bæði meðal kennara og nemenda. Mér leiddist hálfpartinn kennslan við Háskóla íslands þann stutta tíma sem ég var þar en það hefur aldrei hent mig í Verslunarskólanum. Þarna var mjög litríkur kennara- hópur og þar á meðal margir mjög mikilhæfir menn. Af eldri kennur- um minnist ég sérstaklega Þor- steins Bjarnasonar, bókara, og Sigurðar Guðjónssonar, dönsku- og landafræðikennara, — þeir voru báðir menn sem skáru sig dálítið úr. Þorsteinn var mikill vexti, orð- heppinn með afbrigðum og hafði gaman af ýmsum smáglettum. Það kom stundum fyrir, áður en sími kom á ganginn fyrir framan kennslustofurnar, að hringt var á kennarastofuna í frímínútum og spurt eftir einhverjum nemanda. Þá var það oft að Þorsteinn svaraði í símann, lagði hann svo á símaborðið og lét líða drykklanga stund, en tók hann svo upp og sagði: „Ég sá hann nú ekki“. Og það var auðvitað satt svo langt sem það náði. Þorsteinn hafði gaman af svona spaugi — og það var alveg græskulaust af hans hálfu. Sigurður lifði hins vegar alveg fyrir kennsluna og jafnan nefndur „lereren" meðal nemenda, — og reyndar ekki frítt við að kennarar Sölvi Eysteinsson kennari. I.josm. Kmilía. kölluðu hann það líka sín í milli. Einu sinni kom það fyrir þegar Sigurður var að kenna, nemandi einn átti leið um ganginn fyrir framan kennslustofuna og gerði Sigurði þann grikk að sperra fyrir hurðina að utan. Hrekkurinn heppnaðist þó ekki nema að nokkru leyti því Sigurður gekk út að lokinni kennslu eins og ekkert hefði í skorist. Menn kynnu þá ef til vill að spyrja hvernig hann fór að því að ganga í gegnum lokaða hurð, — en þess ber auðvitað að geta að hurðin fór öll í spað. Annars er það furðu fátt sem ég minnist frá þessum þremur ára- tugum sem ég hef kennt við Verslunarskólann — nema þessi ár hafa verið mjög ánægjuleg. Við höfum til dæmis aldrei átt við nein agavandamál að stríða. Hins vegar hefur það plagað okkur alla tíð hversu húsrými hefur verið þröngt. Það er þó furðulegt hve gegn hurð nemendur og kennarar hafa getað gert sér mikið úr þessu litla húsnæði gegnum árin. Hér áður fyrr héldu nemendur dans- skemmtanir í kennslustofunum j gamla húsinu við Grundarstíg og þú getur ímyndað þér hvort oft hafi ekki verið þröngt á þingi. Félagslíf hefur alltaf verið með miklum blóma í Verslunarskólan- um þrátt fyrir húsnæðisskortinn. Haustið 1962 komst nýja húsið við Þingholtsstræti fyrst í gagnið en um það leyti fjölgaði mjög í skólanum þannig að þrengslin hafa haldist og oft hefur þurft að vísa nemendum frá vegna hús- næðisskorts — sérstaklega hin síðari ár.“ Er það rétt að stundum heyrist að nemendur séu lélegri nú en áður? „Nei, ég held að nemendum hafi alls ekki hrakað, — alla vega eru bestu nemendurnir núna jafn góð- ir og þeir bestu áður. En eftir því sem fjöldinn eykst þeim mun meiri verður auðvitað breiddin í nemendahópnum. Ég hef heldur ekki orðið var við að nemendur legðu minna á sig við námið nú en áður. Það mun hins vegar vera samhljóma dómur kennara að undirbúningi nemenda hefur hrakað, þó það sé nokkuð mismun- andi eftir því frá hvaða skólum þeir koma. Sérstaklega er undir- búningur í tungumálum, þar með talið í íslensku, áberandi lakari. í sumum greinum eru nemendur aftur betur undirbúnir en áður og hafa kannski lært fleiri fög — því má ekki gleyma." Hefur námsefni skólans breyst mikið þennan tíma sem þú hefur kennt við hann? „Já, skólinn hefur yfirleitt náð að fylgja þeirri öru þróun sem orðið hefur í verzlunarmálum. Það er líka ákaflega þýðingarmikið fyrir skóla eins og Verslunarskól- ann að fylgjast vel með því stór hluti nemenda fer út í atvinnulífið strax að loknu námi. Bæði kennsluaðferðir og námsefni hafa verið i sífelldri endurskoðun öll þau ár sem ég hef starfað við hann, en þó liggur stærsta breyt- ingin í stóraukinni notkun kennslutækja. Við höfum alla tíð stefnt að því að undirbúa nemend- ur sem allra best undir þau störf sem bíða þeirra í þjóðfélaginu. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að mjög margir af þeim nemendum sem við höfum útskrif- að hafa orðið mætir menn í þjóðfélaginu — og það sýnir best að góður árangur hefur orðið af skólastarfinu. Það er einnig at- hyglisvert hversu gamlir nemend- ur bera hlýjan hug til skólans og oft gefið honum stór gjafir," sagði Sölvi að lokum. Frá tölvusal Verzlunarskólans. skemmtanir sem kallaðar voru dansæfingar. Þá höfðu nokkrir nemenda með sér málfundafélag sem bar nafnið Orator — þetta var löngu áður en lögfræðinemar stofn- uðu sitt félag. Þar voru kappræður um mál, sem efst voru þá á baugi, og reyndu menn þannig að mynda sér rökfasta skoðun á þjóðfélags- málum. Þetta voru annars mjög erfið ár og mikil efnahagskreppa í landinu. Viðhorf manna til lífsins voru mjög mikið öðruvísi en nú gerist, — þá var félagshyggja minni og ábyrgð hvers einstaklings þar af leiðandi meiri. Skólagjöld í Verzlunarskól- anum voru mjög há, enda fékk hann minnstan ríkisstyrk allra skóla í landinu. Ríkisvaldið hafði mjög lítinn skilning á þýðingu verzlun- armenntunar, sem á sínar skýr- ingar." Hver heldur þú að ástæðan hafi verið? Ljósm. Kristján. Sveinn B. Valfells. iðnrekandi „íslenzka skólakerfið er upphaf- lega stofnað af kirkjunni. Kennslan var í samræmi við það, snerist fyrst og fremst um trúarleg efni. Þegar konungsvaldið efldist í landinu, kom lögfræðin til sögunnar og hlutverk skólanna varð að ala upp embættismenn. Með fjölbreyttari atvinnuháttum, upp úr síðustu aldamótum, skapaðist hins vegar nauðsyn á aukinni þekkingu lands- manna á lögmálum viðskiptalífsins. Jón Sigurðsson var fyrsti fræðari íslendinga um þessi mál. En ís- lenzka þjóðfélagið hafði lengi verið frumstætt bændaþjóðfélag og menn höfðu lengi glímt við óþjála einok- unarverzlun. Þannig skapaðist rótgróinn ímugustur á verzlun og hér á landi var lengi vel lítill almennur skilningur á gildi frjálsr- ar verzlunar, — hversu mikilvægur hvati hún er atvinnulífinu. Það er því alls ekki undarlegt, að einstakl- ingsframtakið hafi alfarið átt frumkvæðið að stofnun verzlun- arskóla hér á landi, — ríkisvaldið gerði sér ekki grein fyrir þýðingu slíkrar menntastofnunar fyrr en löngu síðar." Hvað vilt þú segja um Verzlun- arskólann nú? „Ég held, að honum hafi stöðugt farið fram, þó ég þekki reyndar lítið til hans. Nú er meiri þörf fyrir slíkan skóla en nokkru sinni fyrr. Þekking á hagfræðilögmálum nú- tímaþjóðfélags þyrfti að ná til sem allra flestra. í atvinnulífinu gilda náttúrulögmál sem mun auðveldara er að skilja. Bóndinn skilur t.d., að til þess að framleiða mjólk þarf kú og hey. En stundum stelast menn til að blanda mjólkina með vatni — það samsvarar verðbólgunni. Leiðin til aukinnar framleiðni, og þar af leiðandi aukinnar velmegunar, er að fóðra kúna vel. Og það sama gildir um öll fyrirtæki, hvað mönnum oft yfirsést," sagði Sveinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.