Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 23
Flugslys í Kóreu MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 23 Rakst á loftvarna- byssu í lendingu Seoul. 19. nóv. AP. TÓLF manns fórust þegar kviknaði í Jumbo-þotu frá kóreska flugfélaginu við lendingu á Kimpo-flug- velli í Seoul í dag. Með vélinni voru 226 manns og eru hinir látnu að jöfnu úr hópi flugliða og farþega. að því er haft var eftir talsmanni stjórnvalda. Fyrstu rannsóknir á slysinu benda til, að flugvélin hafi snert loftvarnabyssu, sem var við brautina, þegar hún kom inn til lendingar og skollið á brautina af þeim sökum. Síðan rann hún á bolnum, hallaðist á aðra hlið og snerti þá annan vængurinn herbíl, sem var nærri, og við það kom upp eldur í vélinni. Talið er að skjót viðbrögð áhafnarinnar eigi mestan þátt í að ekki létu fleiri lífið en allir neyðarútgangar voru opnaðir strax og ráðrúm gafst til. Haft er eftir áreiðanlegum heimild- um, að flugstjórinn hafi til- kynnt um erfiðleika við stjórn vélarinnar skömmu áður en hann lenti. Og „sólin“ skín á Andrew prins Lundúnum. 19. nóvember. AI*. LUNDÚNABLAÐIÐ The Sun færir í frásögur í dag, að Andrew prins, hinn tvítugi drottningarsonur. njóti ekki vinsælda félaga sinna í þjálf- unarbúðum flughersins. Hef- ur hlaðið það eftir ónafn- greindum piltum í þjáifunar- húðunum. að prinsinn sé montinn uppskafningur, sem láti það ekki líða sér úr minni eina stund. að móðir hans sé drottning. Blaðið kryddar síðan frá- sögnina með því að prinsinn, sem löngum hefur þótt snotr- astur ásýndum barna drottn- ingar, njóti vinsælda kvenna og eigi að þeim greiðari að- gang í höfnum en aðrir félag- ar hans. Jóhannes Páll páfi II gælir við tvö munaðarlaus börn á munaðarleysingjahadi í Osnabrúck í Vestur-Þýzkalandi. Lengst til vinstri er Ernst Albrecht. forsætisráðherra Neðra-Saxlands. Páfi ítrekar aðhaldssemi Múnchen. 19. nóvember. AP. IJM HÁLF milljón manna hlýddi í dag á messu Jóhannesar Páls páía II þar sem sprengjutilræðið mikla í Miinchen átti sér stað fyrir nokkrum vikum. Páfi beindi orðum sínum einkum til æskunnar og hvatti hana til að snúast gegn eiturlyfjaneyzlu, trúarvingli og póiitískum öfgum. Þetta var síðasta fjöldamessa páfa í Þýzkalands-heimsókninni, sem staðið hefur í fimm daga. en hvarvetna hefur hann látið í ljósi miklar áhyggjur af áhrifum þeim. sem vandamál velmegunarríkja hafa á mannfólkið þar. Forystukona kaþólskrar æsku í þeir, sem gangi í klaustur, taki þar Miinchen, Barbara Engl, tók til með „guðlega ákvörðun, er gildi til máls við messuna og vakti ræða æviloka“. Páfi laut höfði og hennar nokkra undrun, en hún gagnrýndi kirkjuna fyrir íhalds- semi varðandi kynlíf, hjúskap, jafnrétti kynjanna og einlífi í klaustrum. Undanfarna daga hef- ur páfi áréttað skoðun sína á þessum málum hvað eftir annað, m.a. með því að mæla gegn hjónaskilnuðum, fóstureyðingum og kynlífi fyrir giftingu, auk þess sem hann hefur lýst því yfir, að spennti greipar undir ræðu Bar- böru Engl, en hún sagði m.a.: „Æska þessa lands á bágt með að skilja afstöðu kirkjunnar til ým- issa mála og telur, að oftsinnis verði þessi afstaða til að ala á klofningi milli hinna tveggja meg- inkirkna í landinu, enda er efa- semdum æskufólks varðandi vin- áttu, kynlíf og samlíf oftar svarað með bönnum en skilningi." Japanskir bílar í Evrópu: Minni innílutningur eða verndaraðgerðir Tokýó. 19. nóv. AP. IIÁTTSETTIR starfsmenn sjö evrópskra bílafram- leiðenda sögðu í dag jap- Mismikil drykkja hættuleg hjartanu New York. 19. nóv. AP. ÁFENGISDRYKKJA endrum og eins getur verið mjög hættu- leg fyrir hjartað jafnvel þó að heildarneyslan sé ekki svo mik- il. scgir í niðurstciðum nýrrar rannsóknar, sem á þessu hefur verið gerð. Þessar niðurstoður þykja afar merkilegar með til- liti til nýlegra staðhæfinga um að hófdrykkja geti komið i veg fyrir hjartasjúkdóma. Það eru læknar við læknahá- skólann í Wisconsin í Bandaríkj- unum, sem rannsóknirnar gerðu. Þeir segja, að þótt hófleg drykkja kunni að þykja góð fyrir hjartað séu áhrifin af henni oftast að engu gerð með því að stundum er drukkið meira en venjulega. „Rannsóknir okkar hafa sýnt, að það skiptir ekki mestu hve mikið er drukkið, heldur hvort drukkið er meira en venjulega." Mönnum, sem drukku öðru hvoru þrisvar sinnum meira en þeir áttu vana til, var hálfu hættara við hjartaáfalli en þeim, sem drukku aðeins tvöfaldan venjulegan skammt. önskum starfsbræðrum sínum. að þeir teldu lík- legt að gripið yrði til verndaraðgerða ef hlutur Japana á evrópskum bíla- markaði minnkaði ekki. „Við erum hér komnir til að vara japanska starfsbræður okkar við hugsanlegum verndar- aðgerðum," sagði Umberto Agn- elli, stjórnarformaður Fiat- verksmiðjanna, en hann hafði forystu fyrir nefnd á vegum bílaframleiðenda í Efnahags- bandalagslöndunum, sem í dag lauk viðræðum við fulltrúa jap- anskra bílaframleiðenda. Agnelli sagði, að efnahagslegur samdráttur í Efnahagsbanda- lagslöndunum næmi 10% en hins vegar hefði innflutningur jap- anskra bíla aukist um 27—28% á þessu ári. Þetta hefði valdið því m.a. að tugþúsundum verka- manna hefði verið sagt upp störf- um. Talið er að bílaframleiðsl- unni tengist á einn eða annan hátt um 14% allra starfa í iðnaði í þessum löndum. Jón úr Vör: Dalagoði, skoðaðu hug þinn betur Fyrir framan mig liggur all- raunar að frétta þetta. En óvissa stór b.unki af blaðaúrklippum. Allt er þetta úr Reykjavíkur- blöðum, tugir misjafnlega langra greina, ræðna og lesenda- bréfa um mál franska flótta- mannsins Patricks Gervasoni. Hann óskar sem kunnugt er landvistar hér. Hann á ekki lengur öruggt föðurland, aðeins yfirvofandi framhald á hörmun- um og fangavist. Dómsmálaráð- herra okkur hefur úthýst hon- um, vegna þess að hann hefur brotið lög síns lands, en þó fyrst og fremst vegna þess að hann komst ólöglega til okkar lands. Öll eða flest fjalla þessi skrif' um úrskurð ráðherrans, annað- hvort eru menn að mótmæla afstöðu hans eða lýsa fylgi sínu við stefnu hans. En það er athyglisvert og lærdómsríkt fyrir hugsandi menn, og glöggt dæmi um vitsmuna- og siðgæð- isstig þeirra sem rita, að þó hér sé um að ræða lífsheill og hamingju ungs manns, er skrif- urunum flestum mest í mun að koma höggum á pólitíska and- stæðinga sína hérlendis og fylgj- endur alþjóðastefna. Það er engu líkara en hér skiptist menn, með nokkrum undantekningum í tvo hópa, hægri menn og vinstri. Hægri sinnar hrópa til ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum: Eigum við að trúa því á þig, að þú ætlir að láta kommúnista hafa þig til þess að hleypa inn í landið uppreisnarmanni gegn hernað- arstefnu Natóbandalagsins? Ekki dettur mér í hug að hæstvirtur dómsmálaráðherra láti slíkar raddir hafa áhrif á afstöðu sína. Ég hef það fyrir satt, að hann sé hvoru tveggja í senn heiðarlegur stjórnmála- maður og bókstafstrúar á gild- andi lagareglur, samviskusamur embættismaður. Engu að síður hlýt ég að mótmæla stefnu hans, og bið hann að skoða hug sinn betur, áður en hann hrindir þessum, fljótt á litið, geðþekka' hugsjónamanni, út í enn meiri hörmungar en hann enn hefur orðið að þola. Mætti ekki a.m.k. biðja um enn lengri frest? Eru ekki takmörk fyrir því, sem hægt er að leggja á mann sem samvisku sinnar vegna hefur breytt eins og hann hefur gert? Gagnvart okkur hefur hann það eitt af sér brotið, að misstíga sig á flótta sínum, komist á röngum forsendum inn í landið. Við höfum nú einhvern tíma þurft að fyrirgefa útlendingum annað eins. I síðustu orðsendingu ráðherr- ans er þess getið, að í ljós hafi komið, að óvíst sé að Danir þurfi að afhenda Gervasoni til Frakka, sem hafa dæmt hann til langrar fangelsisvistar. Gott er er ekki vissa — og lítill höfðings- skapur er þaö af okkar hálfu að senda bandingja, sem hér hefur leitað skjóls, til þess lands sem hann hefur flúið frá, þar sem hann hefur árum saman orðið að fara huldu höfði. Hann hefur treyst á góðmennsku okkar og mannúð. Hér á landi þarf vist hans ekki að vera neitt vanda- mál, hjá Dönum er atvinnuleysi og margt erfiðara í sambandi við þetta mál. Segir samviska hins bjarteyga og heiðarlega sjálf- stæðisráðherra honum að slík framkoma sé þjóð okkar sæm- andi? Því vil ég ekki þurfa að trúa. Það mætti lengi ræða hvaða afstöðu við sem einstaklingar og þjóð eigum að taka til erlendra herja og þátttöku í hernaði. Ég ætla ekki að lengja mál mitt með slíku tali að þessu sinni. Þó Island sé réttarríki vita það allir, að hér á landi eru á hverjum degi framin alvarlegri afbrot en það, sem þessi útlend- ingur hefur gert sig sekan um gagnvart ísl. lögum. Dómsmála- ráðherra — og ekki nokkur annar maður — getur í öllu gert það rétta og hið eina rétta. Þúsundir íslendinga hafa beðið þessum unga manni griða. Við teljum ekki, að það skapi neitt bindandi fordæmi um að veita hverjum flóttamanni landvist sem hingað kynni að leita, þótt þessi maður fái hér hæli. Hvert einstakt mál af slíku tagi á að fá sína sérstöku afgreiðslu í fram- tíðinni. Friðjón Þórðarson, dalagoði og ráðherra. Ég trúi því ekki, að úrskurður um landvist fyrir Patrick Gervasoni geti orðið flekklausum lagaverði til dóms- áfellis í nútíð eða framtíð á spjöldum þjóðar og sögu. Jón úr Vör. Skæruverkföll Salisbury. 18. nóv. AP. SKÆRUVERKFÖLL hafa stoðvað vinnslu í þremur veigamestu kola- og nikkelnámum Zimbahwe. Eru þetta mestu cieirðir á vinnumark- aðnum síðan í mai sl. „Það er hræðilegt að horfa upp á það sem þeir eru að gera landinu,“ segir Howard Bloomfield formaður Samtaka námuverkamanna. Um 5.800 svartir námuverkamenn taka þátt í verkföllunum. Óeirðirnar hóf- ust sl. föstudag í Wankie kolanám- unni sem er í eigu suður-afríska fyrirtækisins Ango American. Nám- an er sú eina í landinu sem framleið- ir kol en búist er við að andvirði útfluttra kola verði um 44 milljónir dollara á þessu ári. Bloomfield segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir hverjar kröfur verkfallsmanna séu en margar þeirra séu augljóslega pólitískar. Við eina nikkelnámuna eru verk- fallsmenn vopnaðir og meina öðrum starfsmönnum aðgang. Einn ráð- herra Zimbabwe, Kangai hefur sagt að verkamenn sem taki þátt í ólöglegum aðgerðum eigi það á hættu að missa atvinnuna. „Við getum ekki leyft verkamönnum að skerða efnahag landsins,“ sagði hann. Mest öll framleiðsla náma í Zimbabwe er flutt úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.