Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 25

Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 25 möguleikar á að veita viðskipta- mönnum okkar betri þjónustu og að urint verði í ríkari mæli en nú er að koma vörunni beint til þeirra. Við teljum að með því styttist biðtíminn í geymslum okkar, og fögnum því, enda er það ekki markmið í sjálfu sér að reka þessar vörugeymslur. Það er hins vegar hlutverk sem við höfum tekið að okkur fyrir innflutningsverslunina. Við reiknum með að fyrr eða síðar verði þessi hugmynd samþykkt, eins og gert er í nágrannalöndum okkar án verulegra erfiðleika. Við erum nú að vinna að því að flytja sem jnest af vöruafgreiðslu okkar í Reykjavík í Sundahöfn, og í áætlanagerð í sambandi við þá flutninga gerum við ráð fyrir því að þetta kerfi komist á.“ rítinni I framhaldi þessa má svo benda á það mikla hagræði, sem tollkrít skapar fyrir skipafélögin. Þau gætu stórminnkað fjárfestingar sínar í geymsluaðstöðu og öll afgreiðsla gengi hraðar fyrir sig bæði hjá þeim og svo hjá toll- stjóraembættinu," sagði Einar Birnir ennfremur. Hvað segja þeir um hugmyndir um að fresta Alþýðusambandsþinginu? EINS OG ÁÐUR hefur komið fram í Morgunblaðinu, hefur Pétur Sigurðsson alþingismaður tilkynnt. að hann muni bera fram tillögu um það á Alþýðusambandsþing- inu. að því verði frestað eða þá að boðað verði til aukaþings, hafi efnahagsráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar ekki litið dagsins Ijós fyrir þingið. Kvað Pétur útilokað fyrir Alþýðusam- bandsþing að taka afstöðu til hinna ýmsu mála. ef ekki lægju þá enn fyrir hugmyndir rikisstjórnarinnar um úrræði í efnahags- málum. í tilefni þessarar yfirlýsingar Péturs. leitaði Morgunblaðið til þeirra Hjörns Þór- hallssonar formanns Landssambands versl- unarmanna, Karvels Pálmasonar alþing- ismanns og Ásmundar Stefánssonar fram- kva^mdastjóra ASÍ. og spurði þá álits á hugmyndinni. Fara svör þeirra hér á eftir. Vil ekki tjá mig um máiið — segir Björn Þórhallsson „ÉG VIL ekkert tjá mig um það mál að svo stöddu, en ég tel eðlilegt að slíkt verði tekið til umfjöllunar á Alþýðusambandsþinginu sjálfu, ef þá þykir ástæða til.“ — Þetta var svar Björns Þórhallssonar, for- manns Landssambands verslun- armanna, er Morgunblaðið leitaði álits hans á hugmyndum um að fresta ASÍ-þinginu eða boða til aukaþings snemma á næsta ári. Kemur vel til greina að fresta ASÍ-þinginu — segir Karvel Pálmason alþingismaður „EINS og ég hef þegar lýst yfir í umræðum á Alþingi, þá tel ég augljóst mál, að Alþýðusambands- þing geri til þess kröfu að fá vitneskju um hvað fyrirhugað er að gera í sambandi við efnahagsmálin. Ég tel, að verði ekkert orðið ljóst er þingið stendur yfir, komi vel til greina að fresta ASÍ-þingi þar til vitað verður hvaða efnahagsráð- stafanir verða gerðar." — Þetta var Útilokað að bíða efnahags- ráðstafana á hverjum tíma — segir Ásmundur Stefánsson um hug- myndir um frestun ASÍ-þings „ÉG HELD nú að ekki komi til greina, að fara að fresta Alþýðu- sambandsþingi, sem hefjast á á mánudaginn, það er af og frá að mínu viti,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson framkvæmdastjóri ASI í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, er hann var spurður álits á þeim hugmyndum er Pétur Sigurðssön hefur hreyft, um frest- un ASÍ-þings eða boðun aukaþings í marsmánuði næstkomandi. — En eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, sagði Pétur í ræðu á Alþingi í fyrradag, að verði fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum ekki komnar fram fyrir þingið, verði þar lögð fram tillaga um frestun þess eða boðun aukaþings. „Ég tel að menn verði að gera sér grein fyrir því að þingstörfin eru annað._og meira en kosningar ein- ar,“ sagði Ásmundur, „því þar fer einnig fram málefnaleg umræða og svar Karvels Pálmasonar, er Morg- unblaðið bar undir hann hugmyndir um að fresta beri ASÍ-þinginu, þar til efnahagsráðstafanir verða komnar fram. ákvarðanataka um fjölmörg mál. Þess vegna er ekki heppilegt á síðustu dögum fyrir þing að um- turna því.“ — En Pétur heldur því fram að erfitt verði fyrir þingfulltrúa að ræða málin, verði efnahagsráðstaf- anirnar ekki komnar fram. „Já, en ef við ættum alltaf að stilla þing okkar þannig af, að þau verði haldin að fram komnum efnahagsráðstöfunum, þá yrðum við víst að hafa þau á hjólum, ef þannig má að orði komast. — Ekki þó þar fyrir, að ég tel mjög æskilegt að ræða á eins stórum samkomum og unnt er, allar þær aðgerðir, sem meginmáli skipta. Venja er að boða til fundahalda þyki þörf á slíku, og ég vænti þess að svo verði einnig gert nú ef þurfa þykir, en hvort það yrði heilt Alþýðusambandsþing þori ég ekki að segja til um að svo komnu." „Að sjálfsögðu er hægt að ljúka öllum venjulegum þingstörfum," sagði Karvel ennfremur, „en ég get ekki ímyndað mér annað en að fulltrúar á Alþýðusambandsþingi hljóti að gera kröfur til þess að fá vitneskju um þetta. — Fáist þær upplýsingar kemur vel til greina að fresta þinginu. Yrði slíkt gert, mætti hugsanlega kalla saman sömu fulltrúa og sátu þingið til fundar nokkrum dögum eða vikum síðar, til að ræða ný viðhorf. Annað hvort yrði það þá eins konar aukaþing, eða þá að eiginlegu ASÍ-þingi yrði ekki slitið fyrr en eftir þann fund. En allt slíkt er að sjálfsögðu miklum óþægind- um bundið fyrir aila aðila og kostnaðarsamt, þannig að ríkis- stjórnin ætti að sýna sóma sinn í að láta þessum launþegasamtökum í té upplýsingar sem þau telja sig þurfa til að geta metið stöðuna," sagði Karvel að lokum. Hver er skoöun þeirra á hlutfallskosningum í verkalýðshreyfingunni? FYRIR Alþingi liggur frumvarp frá Pétri Sigurðssyni. um að tekin skuli upp hlutfallskosning innan verkalýðshreyfingarinnar. í stað þess fyrirkomulags, sem nú ríkir. Af þessu tilefni leitaði Morgunblaðið til þeirra Björns Þórhallssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Kar- vels Pálmasonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolung- arvíkur, og til Ásmundar Stefánssonar framkva>mdastjóra ASÍ, og spurði þá álits á frumvarpinu. Fara svör þeirra hér á eftir: Gallar hlutfallskosninga meiri en kostirnir — segir Karvel Pálmason alþingismaður „Fráleitt að setja lög um hlutfallskosningar“ — segir Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ASI KARVEL Pálmason alþingismaður, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði engu við það að bæta, sem hann sagði í samtali við Morg- unblaðið um hlutfallskosningar í verkalýðshreyfingunni hinn 1. maí fyrr á þessu ári. Það svar stæði enn óhaggað. Svar Karvels þá var svohljóðandi: „Hlutfaliskosningar í verkalýðs- félögunum hafa bæði kosti og galla. Mér sýnist þó, að gallar slíks fyrir- komulags vegi talsvert þyngra en kostirnir, Ég óttast að hlutfallskosningum mundi fylgja meiri pólitískur órói innan félaganna og hreyfingarinnar sem heildar. Vissulega eru ýmsir annmarkar á því fyrirkomulagi, sem tíðkast í kosningum innan verka- lýðshreyfingarinnar, og mætti þar að sjálfsögðu bæta ýmislegt. Ég er vantrúaður á að hlutfalls- kosningar leysi þau vandamál, sem við er að stríða. Umræður um þessi mál eru góðra gjalda verðar. En fyrst og síðast er það grundvallaratriði að hreyfingin sjálf marki stefnuna í þessu, en ekki löggjafinn." „SATT bezt að segja hef ég ekki kynnt mér málið til hlítar. Hitt er annað mál, að ég býst við, að hlutfallskosningar séu sanngjarn- ari aðferð, en sú sem er við lýði, ef á annað borð fara fram kosningar. Það er mjög algengt, að ekki fari fram kosningar. Sumir hafa haldið því fram, að hlutfallskosningarnar myndu ýta undir, að stjórnmála- flokkarnir hefðust eitthvað að í „ÉG HELD, miðað við þær að- stæður sem eru í þjóðfélaginu í dag, þá sé einsýnt að eini hópurinn sem líklegur væri til að skipu- leggja almennt framboð í verka- lýðshreyfingunni við slíkt kerfi, væru stjórnmálaflokkarnir. Þess vegna held ég að slíkt kerfi myndi leiða til þess að kosningar í verkalýðsfélögunum yrðu í mjög miklum mæli flokkspólitískar, en það tel ég ekki heppilegt." — Þetta var svar Ásmundar Stefánssonar framkvæmdastjóra ASI, er Morg- verkalýðsfélögunum til að styrkja stöðu sína í þeim. Ef hlutfallskosn- ingar örva til þessa, þá er ég andvígur þeim. — Því er ekki að neita, að mjög stórir minnihluta- hópar hafa myndazt í mörgum félögunum, en aftur á móti hefur sú orðið raunin, að tekið hefur verið tillit til þeirra í mjög mörgum verkalýðsfélögum að undanförnu.“ unblaðið leitaði i gær álits hans á frumvarpi Péturs Sigurðssonar um hlutfallskosningar í verkalýðs- félögunum. „Mér sýnist á öllu,“ sagði Ás- mundur ennfremur, „að það kerfi, sem við höfum búið við á undan- förnum árum, hafi reynst býsna heilladrjúgt við að koma á góðu samstarfi í einstökum félögum og raunar einnig milli félaga. Því tel ég óeðlilegt að gerðar verði breyt- ingar þar á, nema að því marki er félögin sjálf kunna að óska. — Oþarft ætti raunar að vera að taka það fram, að það hlýtur að vera félaganna sjálfra, að ákveða hvaða hátt þau vilja hafa á þessum málum. Ég tel fráleitt að koma með lagasetningu um þetta efni, eink- um vegna þess að ég tel að breytingin þýddi fyrst og fremst aukin áhrif stjórnmálaflokkanna og að hætta yrði á að flokkarnir yrðu inni á gafli í hverju félagi með skipulagningu framboða til styrktar sér innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Slíkt held ég að sé ekki leið til að styrkja hina faglegu hreyfingu," sagði Ás- mundur að lokum. Býst við að hlutfallskosning- ar séu sanngjarnari aðferð — segir Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.