Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
29
Að
selja
sig
Handrit: Pia Fröiich/Peter
Márthesheimer.
Kvikmyndun: Michael Ball-
haus.
Tónlist: Peter Raben.
Leikstjóri: Rainer Werner Fass-
binder.
Eitthvað virðist hin nazíska
fortíð plaga Þjóðverja, svo mjög
sem hún birtist í listaverkum
þeirrar þjóðar á síðari tímum.
Ekki endilega beint heldur oft
með felulitum. Höfundar reyna
að draga upp hliðstæður við hið
naxíska tímabil og leita þá
gjarnan til eldri tímaskeiða. Af
höfundum þýskum sem léku
þennan leik á tíma hildarleiksins
mikla má nefna Brecht, sem til
dæmis í Galileo beinir spjótum
að þeim vísindamönnum þýskum
sem sátu eftir í stríðinu og
hönnuðu stríðsvélar fyrir
Krúppara, nú og ekki er ádeilan
á katólsku kirkjuna vægari. Af
yngri listamönnum í Þýskalandi
standa stjórar kvikmyndanna,
þeir sem kenndir eru við ný-
bylgju, hvað fremstir og einn
þeirra er Rainer Werner Fass-
binder. Tel ég mynd hans Hjóna-
band Maríu Braun, eitthvert
hlífðarlausasta en jafnframt
sanngjarnasta uppgjör við hina
nazisku fortíð sem hér hefir sést
á tjaldi. Hef ég ekki fyrr séð svo
kaldhæðnislega lýsingu á sigr-
uðu Þýskalandi og þarna birtist.
Er dálítið skrýtið að sjá full-
vaxna Þjóðverja berjast um
sígarettustubba sem bandarískir
hermenn fleygja frá sér, en í
baksviði hljóma engilfagrir tón-
ar úr smiðju Mozart. En niður-
læging hins sigraða kemur fram
á fleiri sviðum og þá einkum á
því sviði þar sem konan er hvað
best heima, sviði vændisins.
Þegar sverfur að er líkami kon-
unnar til sölu. Á þetta sérstak-
lega við í sigruðu landi þar sem
sigurvegararnir reika um með
bólgnar herðar og fullan pakka
af sígarettum. Saga Maríu
Braun er saga konu sem selur
sig, en hún er jafnframt saga
Þýskalands saga „efnahagsund-
ursins mikla", þar sem tilfinn-
ingarnar víkja en eftir stendur
köld sál hórunnar, sú sál sem
hefir orðið að kyssa á skóþveng
sigurvegarans og á þá þrá eina
eftir, að standa honum jafnfætis
efnahagslega. Á þennan hátt
virðir myndauga Rainer Werner
Fassbinder fyrir sér það Þýsks-
land sem reist var upp úr
gasklefum Auschwitch og Buch-
enwald. Kalt er það myndauga
og engu skotið undan, en þó
finnum við ekki þann kulda sem
er verstur allra, kulda hatursins.
Frekar að Fassbinder vorkenni
þessu sálarlausa fólki og þar
með sjálfum sér. En maðurinn
sem hann kennir ekki í brjósti
um er Hermann Braun er tekur
á sig morð Maríu Braun. Hann
friðþægir fyrir glæp sinn innan
rimlanna meðan kona hans hleð-
ur utan á sig æ voldugri safölum,
en undir er kaldur, svívirtur
líkami hórunnar. Virðist mér
Fassbinder loks hafa hitt nagl-
ann á höfuðið í þessari mynd. í
Maríu Braun segir hann þá sögu
sem birst hefur í fyrri myndum
hans í misjafnlega afskræmdu
formi: Sögu hins sigraða Þýska-
lands þar sem ríkjandi stjórn-
málamenn æsa særðan metnað
upp í andhverfu sína ofurmetn-
að. Þessi háskalega tilfinning
sem Grikkir nefndu Hubris lá að
baki þriðja ríkisins.
Ég vil skjóta því hér inn í
lokin að myndin Mannsæmandi
líf sem nú er sýnd (vonandi
ennþá) í Regnboganum er tilval-
in til sýningar á vegum skóla.
Tel ég hana eiga mjög brýnt
erindi þar sem hún er framlag í
baráttu gegn eitrinu sem nú
leggur æ fleiri vaxandi kynslóðir
að velli. Mér er kunnugt Um að
hægt er að fá leigðan sal í bíóinu
til skólasýninga. Skólamenn
hvernig getið þið varið það fyrir
samvisku ykkar að leggja ekki
eitt lóð á vogarskálarnar í bar-
áttunni gegn þessum vágesti,
sem ef til vill á eftir að bregða
hvítri snöru um háls einhvers
nemanda ykkar?
Kvikmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
Opið hús
á 75 ára afmæli
Verzlunarskóla íslands
fimmtudagur 20. nóvember 1980.
Dagskrá:
1. kl. 16.00.
Safnast saman í hátíðarsal skólans og þegnar
veitingar.
2. Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, fer nokkrum orð-
um um skólastarfið.
Hans Kristján Guðmundsson, forseti N.F.V.Í., lýsir
félagslífi nemenda.
Gestum gefst tækifæri til að færa skólanum
árnaðaróskir.
3. Skólakórinn flytur nokkur lög undir stjórn Jóns
Cortes.
4. Húsnæöi skólans og búnaður skoðað. Kennarar,
nemendur og skólastjórn verða til viötals fyrir gesti í
kennslustofum skólans.
Stofa 1 íslenskukennarar
Stofa 2 Enskukennarar
Stofa 3 Þýzkukennarar
Stofa 4 Dönskukennarar
Stofa 6 Stærðfræðikennarar og raungreina
Stofa 7 Tölvukennarar
Stofa 8 Latínu og frönskukennarar
Stofa 9 Bókfærslu og hagfræðikennarar
Stofa 10 Verzlunarréttar, sögu og vörufræðikennar-
ar.
Hellusundshús — vélritunarkennarar
Skrifstofa — starfslið skrifstofu
Hátíöarsalur — skólastjóri, skólanefnd.
5. kl. 19.00.
Formaður skólanefndar, Sigurður Gunnarsson, kveð-
ur gesti.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
smáauglýsingar
smáauglýsingar
smáauglýsingar — smáauglýsingar
Húsgögn til sölu
Tit sölu er sófasett meö pluss-
áklæöi og borö og pinnastólar
fré Vörumarkaöinum. Mjög vel
meö fariö. Selst ódýrt. Uppl. í
síma 52557.
I □ Gimli 598011207 — 2 frl. atk.
□ Helgafell 598011207 — IV/V.
I.O.O.F. 11 = 16211208% = Ma.
IOOF 5 =16211208 % = FL.
Ensk efni
Nýkomin karlmannafataefni,
einnig kambgarn í kjólföt
Þ. Þorgilsson klæöskeram.
Lækjargötu 6A, Reykjavík
Sími 19276.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30.
Tekiö á móti gjöfum til Eyjólfs-
staöaskóla. Allir hjartanlega
velkomnlr.
Séra Halldór S. Gröndal
1
i.fi
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferð í Þórsmörk á fullu
tungli. Þríhelgar — Maríumessa.
Fararstjóri: Jón I. Bjarnason.
Upplýsingar og farseölar á
skrifstofunni, Lækjargötu 6. Si'mi
14606.
Aðalfundur SKRR
Aöalfundur Skíöaráðs Reykja-
víkur veröur haldinn að hótel
Esju á 2. hæö fimmtudaginn
27.11 1980 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
heldur spilakvöld í Dómus Med-
ica laugardaginn 2. þ.m. og hefst
kl. 20.30. Fjölmennum.
Skemmtinefndin.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30. Æskufólk syngur. Sam-
komustjóri Samúel Ingimarsson.
Frá Guöspeki-
fólaginu
Áskríftaraímí
Qangtara ar
39573.
AD. — K.F.U.M.
Fundur í kvöld aö Amtmannsstíg
2B kl. 20.30. Kirkjan á áratugn-
um. Séra Lárus Halldórsson
talar. Allir karlmenn velkomnir.
Samhjálp
Samkoma veröur aö Hverfisgötu
44 í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi
Sam Glad. Allir velkomnir.
Samhjálp
Hjálpræðisherinn
| Flmmtudag kl. 20.30. Almenn
samkoma. Laugardag kl 14
laugardagaskóli í Hólabrekku-
skóla. Sunnudag kl. 10
sunnudagaskóli kl. 11 helgunar-
samkoma, kl. 20.30 hjálprasöis-
samkoma. Félagar frá Gideon
taka þátt í samkomunni.
í kvöld kl. 21.00 heldur Karl
Sigurösson erindi: (Veda). Hug-
leiöing kl. 18.10. Öllum opiö.
Háteigskirkja
Messa og fyrirbænir kl. 20.30
fimmtudagskvöld.
Séra Tómas Sveinsson
raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
ingar
Hraðskákmót KR
fer fram í Félagsheimilinu við Frostaskjól
fimmtudaginn 27. nóv. 1980 kl. 20.00.
KR-ingar fjölmennið og takið meö ykkur töfl.
Stjórnin
ÉFélogsstarf
Sjálfstœðisflokksins \
Aðalfundur
Félag ungra sjálfstæöismanna í Mýrarsýstu verður haldinn á Hótel
Borgarnesi mánudaginn 24. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
3. Önnur mál.
Stjornin
Akureyringar
Kvöldveröarfundur meö Halldóri Blöndal
veröur ( litla salnum í Sjálfstæöishúsinu
fimmtudaginn 20. nóv. kl. 7. Gengiö inn
aöaldyramegin.
Fjölmenniö.
Allir velkomnir.
Vöróur F.U.S.
Aðalfundur F.U.S.
Arnessýslu
veröur haldinn laugardaginn 22. nóv.
1980 kl. 14 í Sjálfstæöishúsinu, Tryggva-
götu 8, Selfossi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál,-
Gestur fundarins veröur Jón Ormur
Halldórsson 1. varaformaöur Sambands
ungra sjálfstæöismanna.
Stjórnin.