Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
Ræöa Wang Bingqian, fjármálaráöherra Kína á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóösins
■; r\
|J BIlS w 'MÍMsRfcM 'S'
Leysum úr læðingi jákvæða
þætti markaðshagkerfisins
Um sl. mánaðamót var haidinn í Washington
árlegur fupdur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
hankans. Á þessum fundum eru það yfirleitt ræður
fulltrúa helztu iðnríkjanna. svo sem Bandaríkjanna.
Bretiands. Frakklands, Japans og Þýzkalands. sem
mesta athygli vekja. Að þessu sinni fór það þó ekki á
milli mála. að það var ræða kínverska fjármálaráðherr-
ans. sem hiustað var á af mestri athygli, en
Alþýðuiýðveldið Kína átti nú í fyrsta sinn sæti á
þessum fundi. í ræðunni lýsti ráðherrann fullum vilja
stjórnar sinnar til náinnar efnahagssamvinnu á al-
þjóðavettvangi jafnt við iðnríkin sem þróunarlondin.
Ilann gerði einnig hreinskilnislega grein fyrir
efnahagsörðugieikum Kínverja og þeim mistokum.
sem þeim hefði orðið á í stjórn þeirra mála. Sömuleiðis
lýsti hann þeirri stefnu. sem nú hefur verið mótuð og
hyggist á hagnýtingu góðra kosta markaðskerfis-
ins undir leiðsögn almennrar áætlunargerðar sam-
fara þróun viðskipta og samvinnu við erlenda aðilar
Ita'ðan fer hér á eftir í lausiegri þýðingu úr
ensku, en hún virðist ekki síður áhugaverð fyrir
Islendinga en aðrar þjóðir.
Mér er það mikil ánægja að
ávarpa í dag ársfund Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða-
bankans. Ég þakka Hr. Jamal, Hr.
de Larosiére og hr. MacNamara og
öðrum fulltrúum í framkvæmda-
stjórnunum fyrir hlý orð í garð
kínversku sendinefndarinnar. Ég
þakka hr. Jamal stjórnarformanni
fyrir ávarp hans á þessum árs-
fundi Ég hlýddi einnig með áhuga
á ávarp hr. Carters forseta er
hann bauð okkur veikomin á
þennan ársfund og á ræður hr. de
Larosiére og hr. MacNamara. Ég
vil taka undir með öðrum í
stjórninni þegar boðnir eru vel-
komnir nýir meðlimir þessara
tveggja stofnana, Zimbabwe, St.
Lucia og St. Vincent og Grene-
dine-eyjar.
Þetta er í fyrsta sinn sem
sendinefnd frá Alþýðulýðveldinu
Kína tekur þátt í ársfundum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al-
þjóðabankans. Frá báðum þessum
stofnunum komu sendinefndir
fyrr á þessu ári til Beijing (Pek-
ing) í boði kínversku stjórnarinn-
ar til samninga vegna þátttöku
stjórnar Alþýðulýðveldisins Kína
í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Al-
þjóðabankanum. Samningar tók-
ust fljótt vegna þess að báðir
aðilar lögðu sig fram og vegna
góðs stuðnings margra fulltrúa í
stjórn stofnananna. Alyktanir um
aukningu á hlut og framlagi Kína
og um að bæta við framkvæmda-
stjóra voru samþykktar af stjórn-
unum áður en þessi fundur hófst.
Fyrir hönd okkar Li Baohua,
fulltrúa Kína í framkvæmda-
stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
vil ég bera fram þakkir til hr. de
Larosiére, hr. MacNamara og
allra ríkisstjórna og fulltrúa í
stjórnum stofnananna, sem veittu
Kína heilshugar stuðning.
Við í kínversku sendinefndinni
komum til þessa ársfundar
stjórna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans til að styðja
alþjóðasamvinnu í efnahagsmál-
um, stuðla að gagnkvæmum skiln-
ingi og vináttu og læra af góðri
reynslu annarra þjóða. Héðan í
frá mun Kína, er nú nýtur rétt-
inda sinna og uppfyllir skuldbind-
ingar sínar, að sínu leyti stuðla að
alþjóðasamvinnu í samræmi við
markmið þessara stofnana.
I Kína minnumst við þess að 31
ár er liðið frá stofnun Alþýðulýð-
veldisins Kína. Á þessu 31 ári
hefur þjóð okkar náð merkum
áföngum með þrotlausri viðleitni
sinni. Landbúnaður hefur tekið
framförum, í iðnaði hefur verið
Jagður grundvöllur að auknum
vexti og viðgangi og lífskjör kín-
versku þjóðarinnar hafa batnað.
En efnahagsþróun í Kína er til-
tölulega skammt á veg komin
miðað við þróuð landbúnaðar- og
iðnaðarlönd. Kína er enn þróun-
arland.
Efnahagsþróun Kína var
sveiflukennd um margra ára
skeið. Sérstaklega var tímabilið
frá 1966—1976 áratugur ringul-
reiðar, og á þeim tíma urðu
alvarlegar truflanir á efnahagslíf-
inu. Eftir að bundinn var endi á
það óreiðuástand hefur stöðug-
leiki og einhugur ríkt í landinu;
efnahagslífinu var fljótlega komið
á réttan kjöl og vöxtur hófst að
nýju. Einhuga vinnur kínverska
þjóðin full sjálfstrausts og án
afláts að hinu stórhuga markmiði
sínu, að færa til nútímahorfs
landbúnað sinn, iðnað, vísindi og
tækni og einnig varnir landsins.
Þótt við munum án efa mæta
ýmsum erfiðleikum í framtíðinni,
erum við þess fullvissir að við
munum sigrast á þeim. Horfurnar
í efnahagsmálum Kínverja eru
bjartar.
Á síðastliðnu ári hófum við að
vinna eftir áætlun um samhæf-
ingu, umbætur, eflingu og endur-
bætur í þjóðarbúskapnum. í sam-
ræmi við þetta hyggjumst við
auka samhæfingu til að leiðrétta
meiriháttar misræmi í efnahags-
lífinu, bæta fjármálastjórn, efla
þau fyrirtæki, sem þegar starfa,
og endurbæta ástandið á sviði
vísinda, tækni og fjármálastjórn-
ar, til að efnahagskerfið sem heild
megi þróast á heilbrigðan og
samhæfðan hátt. Viðleitni okkar á
síðasta ári hefur þegar skilað
frumárangri. Framfarir hafa orð-
ið í landbúnaðar- og iðnaðar-
framleiðslu. Einkum eftir að
fyrstu ráðstafanir voru gerðar til
samhæfingar og eflingar tóku
gæði framleiðslu okkar að aukast,
vöruval er fjölbreyttara og dregið
hefur úr notkun hráefna og orku
við framleiðsluna. Iðnaðarfram-
leiðsla eykst nú á traustari
grunni. Á sama tíma höfum við
hækkað greiðslur fyrir fram-
leiðsluvörur landbúnaðarins og
hliðargreina hans, lækkað ýmsa
skatta í sveitum og fellt suma
niður, hækkað laun og aukið
hlunnindi verkamanna og skapað
atvinnutækifæri í bæjum og borg-
um.
Á aðeins einu ári gerðum við
allar þessar mikilvægu og raunar
nauðsynlegu ráðstafanir til að
bæta lífskjör fólksins, þæði í
borgum og til sveita. Það reyndist
hins vegar ógerlegt að skera niður
þegar í stað framlög til fjárfrekra
framkvæmda. Og vegna galla og
mistaka í störfum okkar kom
fram halli á fjárlögum ríkisins.
Við munum vinna að því að