Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 33 minnka hallann stig af stigi og þurrka hann alveg út er við komum á betra jafnvægi í efna- hagsmálum og aukum framleiðslu og framkvæmdir. En efnahagur ríkisins þróast nú á heilbrigðan hátt. Landbúnaður, léttur iðnaður og þungaiðnaður eru að ná betra jafnvægi vegna samhæfingar í uppbyggingu. Framleiðsla neyslu- vara hefur aukist merkjanlega og vöruframboð er mikið. Það hefur orðið talsverð aukning á einka- sparnaði bæði í bæjum og til sveita vegna hærri launa og traust á gjaldmiðli landsins er mikið. Staðreyndir sýna að hinar mikil- vægu ráðstafanir sem við höfum gert á síðastliðnu ári hafa hleypt auknum þrótti í efnahagslíf lands- ins. Samt eru fjöldamörg vandamál sem við eigum eftir að greiða úr smám saman, eftir því sem hag- kerfið þróast. Kína er ekki efnað land. Þjóðarframleiðsla á mann er enn mjög lítil. Nauðaþurftaland- búnaður er enn ríkjandi. Sam- göngur og grundvallarþjónusta er ófullnægjandi. I iðnaði er fram- leiðslutækni og stjórnun ennþá fremur skammt á veg komin. Okkur skortir þjálfaða vísinda- menn og stjórnendur, og mennta- kerfi okkar er enn tiltölulega vanþróað. Til að hraða þróun efnahagslífsins erum við að vinna að endurbótum á fjármálastjórn jafnframt þeirri samhæfingu í uppbyggingu sem á sér stað. Við hyggjumst veita fyrirtækjunum meira frjálsræði í eigin málum, og við munum beita þeim hagstjórn- artækjum sem felast í verðlagn- ingu, álagningu skatta, vaxta- ákvörðunum og hagnýtingu bankalána í samræmi við heildar- áætlanir um þjóðarbúskapinn og leysa þannig úr læðingi jákvæða þætti markaðshagkerfisins. Með þessum endurbótum á hagstjórn- inni hyggjumst við stuðla að því að yfirburðir mismunandi lands- svæða og héraða njóti sín, tryggja samkeppni milli mismunandi svæða og fyrirtækja, og hvetja til samruna fyrirtækja og samvinnu, sem er báðum aðilum til hagsbóta, og virkja áhuga, frumkvæði og hugmyndaauðgi byggða, héraða, fyrirtækja og starfandi einstakl- inga. Við höfum gert tilraunir í þessa átt á undanförnum tveimur árum í ýmsum fyrirtækjum, og í öllum tilvikum hafa þær aukið fram- iciðslu og fjárhagslega hag- kvæmni. Er fimmta þjóðþing al- þýðunnar koma nýlega saman í þriðja sinn samþykkti það þessa leið til endurbóta á hagstjórninni og við munum markvisst beita okkur fyrir þessum ráðstöfunum á öllum sviðum. í viðleitni okkar við að hraða framkvæmd áætlana um nútíma- legri vinnubrögð í Kína munum við halda okkur við þær forsendur að treysta einkum á okkar eigið framtak, en við munum einnig leitast við að auka utanríkisversl- un okkar, flytja inn þróaða tækni, notfæra okkur erlent fjármagn, auka samvinnu á efnahags- og tæknisviðum við aðrar þjóðir og læra af sérfræðiþekkingu þeirra í vísindum, tækni og stjórnun. Þetta eru ekki bráðabirgðaráð- stafanir heldur langtímastefna, sem við munum fylgja. Heildar inn- og útflutningsverslun Kína hefur vaxið hratt á síðustu árum og efnhagssamvinna okkar við önnur lönd hefur aukist bæði að magni og fjölbreytni. Ýmislegt hefur áunnist á sviðum eins inn- flutningi á þróaðri framleiðslu- tækni og heilum tækja- og véla- samstæðum, jafnhliða viðskiptum, samvinnu um nýtingu auðlinda og iðnaðarframleiðslu, sameign fyr- irtækja, tilboðum í mannvirkja- gerð, tækniráðgjöf og þjálfun á sérhæfðu starfsfólki. Kínahanki hefur stofnað til viðskiptasam- banda við 975 banka í 144 ríkjum og svæðum og undirritað lána- samninga við nokkra erlenda banka. Fyrir skömmu hóf kín- verska stjórnin að þiggja langtíma opinber lán með lágum vöxtum og hefur stjórnin gert slíka samninga við nokkur ríki. Áður en við Kínverjar tökum erlend lán hug- um við að sjálfsögðu vandlega að möguleika okkar á endurgreiðslu. Með það fyrir augum að auka utanríkisverslun okkar og efna- hags- og tæknisamvinnu við önnur lönd, höfum við þegar sett lög, og höldum áfram að undirbúa viðeig- andi lagasetningu, um efnahags- mál til að tryggja sanngjarnan rétt og hagsmuni erlendra fjár- festingaraðila og samverka- manna. Það er mikið svigrúm fyrir aukningu á verslun og efna- hags- og tæknisamvinnu milli Kína og annarra landa. Efnahagsútlitið í heiminum er mjög dökkt. Verðbólga, samdrátt- ur í hagvexti og greiðsluerfiðleik- ar í milliríkjaviðskiptum eru al- menn vandamál. í þróuðum ríkj- um er stöðvun samfara verðbólgu og ný kreppa. Mörg þróunarlönd hafa orðið áþreifanlega vör við fjármagnsskort á alþjóðlegum lánamarkaði og þurrð á lánum til langs tíma til þróunarverkefna. Orkuvandamálið veldur öllum auknum áhyggjum. Árásar- og útþenslustefna heimsyfirráðaafla eru enn ein ógnunin við frið og öryggi í heiminum, og hún á þátt í að draga úr jafnvægi í alþjóða- efnahagsmálum. Ef heimsyfir- ráðaöflunum verður ekki haldið í skefjum, er ekki hægt að tryggja heimsfriðinn og efnahagsþróunin í heiminum mun bíða alvarlegt tjón. Miklar breytingar hafa átt sér stað í heiminum, bæði í stjórnmál- um og á efnahagssviðinu, síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn voru stofnaðir. Mörg lönd hafa öðlast sjálfstæði og þau reyna að hraða efnahags- þróun sinni. Hið alþjóðlega pen- ingakerfi, sem komið var á í Bretton Woods, tiær ekki lengur að þjóna þörfum okkar við nýjar aðstæður og því þarf að breyta, þannig að fljótlega verði hægt að koma á nýju, réttlátu og skyn- samlegu alþjóðlegu peningakerfi. Samskipti norðurs og suðurs eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til í viðleitninni við að koma á nýrri alþjóðlegri skipan efnahagsmála. Á efnahagssviðinu stangast hagsmunir á, en norður og suður eru einnig háð hvort öðru, og þau ættu að leita að sanngjarnri lausn með viðræðum og samningum á jafnréttisgrund- velli. Við teljum, að það sé nauð- synlegt að koma á í náinni framtíð skynsamlegu og stöðugu alþjóð- legu peningakerfi til að greiða fyrir vexti alþjóðaviðskipta og hins alþjóðlega efnahagskerfis. Við teljum að þróuðu löndin ættu að afnema viðskiptahömlur gagn- vart þróunarlöndunum til að bæta viðskiptaskilyrði hinna síðar- nefndu. Þróuðu iðnaðarlöndin ættu að gera meiri gangskör að því að skuldhinda sig til að auka efnahags- og tækniaðstoð við þró- unarlöndin. Allar þessar ráðstaf- anir eru auðvitað í þágu þróunar- landa, en þegar allt kemur til alls, munu þær einnig stuðla að stöðug- leika og hagvexti í þróuðu löndun- um sjálfum. Vandamál þróunarríkjanna voru áður á margan hátt einnig vandamál Kínverja, og nú stendur landið frammi fyrir sama verkefni og þau, að hraða þróun efnahags- lífsins. Sem sósíaliskt þróunar- land vill Kína eiga vinsamlega samvinnu við önnur ríki Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans, einkum þróunarlöndin, og læra af góðri reynslu þeirra. Við erum reiðubúnir að taka höndum saman við ykkur öll í sameiginlegu átaki til að gera Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Al- þjóðabankanum kleift að veita aukna þróunaraðstoð. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 25. nóv. og lýkur fimmtudaginn 18. des. Kennsla eingöngu á raf- magnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. I " FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Ganilir sem nýir... allir þurta ljósastillingu Verið tilbúin vetrarakstri með vel stillt Ijós, það getur gert gæfumuninn. Sjáum einnig um allar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla, samlokur o.fl. I flestar gerðir bifreiða. r GBAM FRVSTIKISTUR BRÆÐURNIR ORMSSON h/f LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 KyiuiIu þér nýjan heim gólfdúkafrá GAFSTAR Fjölbreytt munstur. Fleiri litir. Aukin þægindi. Breidd 2m-2,75m- 3,65m-4m. urínn Siöumúia 15 simi 3 30 70 590 Itr. - Br. 160 cm 470 Itr. - Br. 130 cm 220 Itr. Br. 70 cm FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI 6A,SÍMI 24420 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐENU VI f.lASlNf.A KtMtNN KK: 22480 — 1x2 13. leikvika — leikir 15. nóv. 1980 Vinningsröð: XX 1 — X 1 1 — 1 X 2-1 2 1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 1.407.500.- 6546 18588 25608(4/10) 30494(4/10) 40202(2/11, 10/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 44.100.- 851 5247 9294* 13612 25379 30741* 35703 852 5803+ 10538 14078+ 25385* 31529 40482 2264 5851+ 11687+ 14084 25938 32014+ 57795 2302 6029 11701 14182+ 26020* 32505 59016 3765 6845 12117 14681 26024 31108 4462 7593 12419 16023 26964* 32599 4506 7924 12837 16327+ 27507 33058 4517 8213 13399 16592 27625 35235 4986 8215 13560 17046+ 29130* 35534 * : (2/10) Kærufrestur er tii 8. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á aöalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka 'Hringið 1« símali 35408 % b Miðbær: Laufásvegur frá 2 — 57. Þingholtsstræti. Laugavegur frá 1—33.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.