Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 20.11.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Minning: Ragnar Jónsson forlagsstjóri Hinn 12. nóvember sl. andaðist í Borgarspítalanum vinur minn Ragnar Jóssnon, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Með honum er góður maður genginn og harm- ur í huga allra þeirra, er hann þekktu. Ragnar Jónsson var fædd- ur 4. ágúst 1921 í Gróðrastöðinni við Laufásveg, sonur hjónanna Aðalheiðar Ólafsdóttur frá Sogni í Ölfusi og Jóns ívarssonar frá Reykjakoti í sömu sveit, og var hann næst yngstur sjö systkina sinna. A uppvaxtarárum Ragnars var- erfitt um afkomu hjá verka- mannsfjölskyldu, ekki síst þar sem barnahópurinn var jafn stór og hjá foreldrum hans. Varð hann því að létta undir með þeim strax og geta leyfði, m.a. sem mjólkur- póstur og sendisveinn. Síðar stundaði hann almenn verka- mannastörf, þar til árið 1941, að hann gerðist starfsmaður ísa- foldarprentsmiðju og var hann mörg síðustu árin forstöðumaður bókaforlags Isafoldar og gegndi því starfi af mikilli húsbóndaholl- ustu og nákvæmni þar til í nóv- ember á sl. ári að hann tók sjúkdóm þann, er nú hefur leitt hann til dauða. Þann 16. júní 1950 gekk Ragnar að eiga Magnúsínu Bjarnadóttur og eignuðust þau tvær dætur, Sólrúnu Lilju hjúkrunarfræðing, gifta Jóhannesi Norðfjörð, og Pál- ínu Aðalheiði, gifta Oddi Hall- dórssyni, og eru barnabörnin orð- in fjögur. Hjónaband þeirra Magnúsínu og Ragnars var' ætíð hið ástúðlegasta og besta. Þau voru sérstaklega samhent um að bæta og fegra sitt umhverfi og ber heimili þeirra því gleggst vitni. Þar undu þau löngum og nutu fagurrar tónlistar og góðra bók- mennta. Ekki er hægt að minnast Ragnars án þess að Möggu sé getið nokkuð frekar, og er mér þá efst í huga sú fórnarlund og ósérhlífni, sem er svo rík og eiginleg í fari hennar. Þessir kostir hennar komu best fram í því, hvernig hún annaðist eiginmann sinn í hans löngu og erfiðu sjúkdómsraun, hvort sem hann var heima eða á sjúkrahúsi. Kynni okkar Ragnars hófust er ég kvæntist, þar sem Helga kona mín og Magga eru æskuvinkonur. Ég hef oft hugsað um þá skemmti- legu tilviljun, en sumir segja nú að ekkert sé tilviljun, að við skyldum hittast og takast með okkur svo náin kynni og vinátta sem raun varð á. Skýringarinnar er sjálf- sagt að leita til þess hve viðhorf okkar til manna og málefna fóru vel saman, og ekki hvað síst hvað varðar málefni skógræktar á ís- landi. Ragnar gerðist snemma félagi í Skógræktarfélagi Reykja- víkur og varð þar virkur félagi. Hann sat í stjórn þess um árabil og gegndi þar ritarastörfum síð- ustu árin og sat einnig aðalfundi Skógræktarfélags íslands sem fulltrúi síns félags. Á þessum fundum eignaðist hann marga góða vini víðsvegar að af landinu. Honum var ekki nóg að starfa að félagsmálum skógræktar- manna, hann hafði einnig mikla löngun til að fá landskika, sem hann gæti hafið 'ippgræðslu og trjárækt á. Þetta tókst honum árið 1971, er hann fékk land hjá ábúendum á Neðra-Hálsi í Kjós. Fyrir þetta voru þau hjón ákaf- lega þakklát, að hafa fengið sitt eigið friðland. Strax hófust þau handa um gróðursetningu trjá- plantna og byggingu sumarhúss, og er nú þegar kominn upp fjölbreyttur blóm- og trjágróður, sem gleður auga þeirra, er um veginn fara og líta heim að Brekkukoti. Ragnar sannaði það í ríkum mæli, að menn geta verið fjölfróð- ir, þótt þeir hafi ekki notið langrar skólagöngu. Þetta kom ekki hvað síst fram í því hve fróður hann var um allt er varðaði okkar kæra land og sögu þjóðar- innar, og eru þetta ekki einmitt traustustu hornsteinar almennrar menntunar? Margar hafa þær ánægjustund- ir verið, sem við áttum saman, ekki síst er við fórum og fjölskyld- ur okkar mörg sumur um nær allar byggðir landsins. Oft rifjuð- um við upp minningar frá þeim stöðum, sem við höfðum dvalið á í tjöldum okkar og minntumst þá allra þeirra unaðssemda íslenskr- ar náttúru, er við höfðum notið þar. Þá þótti okkur gaman að taka heimamenn tali og heyra með því hinn fjölbreytta orðaforða og tungutak landsmanna. Það er erfitt fyrir okkur öll er áttum hann að vin að sjá á bak honum. Nýtt og óbætanlegt skarð er komið í vinahópinn. Þegar aldurinn færist yfir vill svo oft verða, að efunarmaðurinn fer að trúa á annað líf, og það er víst að trú mín hefur styrkst nú um sinn. Ég á erfitt með að hugsa mér að við Ragnar eigum aldrei eftir að hittast. Hvernig sem það tilveru- stig verður, vona ég, að þar megi finna dulitinn beran mel og blásið barð, og við getum þá dundað við að koma þar upp smá Brekkukots- hvammi og litlum Bólstað. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum eiginkonu hans, dætrum og fjölskyldum þeirra samúð okkar, minnumst við Ragnars, hins hógværa og góða vinar og þökkum honum hans tryggu vin- áttu. Blessuð sé minning hans. ólafur Tr. Vilhjálmsson „Ragnar Jónsson, Stórholti 26“ — á þennan einfalda hátt kynnti Ragnar sjálfan sig í símaskránni, — enginn titill, samt var hann um áratuga skeið vörður pappírs- birgða og síðar allra bókabirgða eins stærsta bókaforlags landsins, vel kunnugur bókamönnum og bókaverslunum. Ragnar kom í ísafoldarprentsmiðju árið 1943 og var þar ljúfur og trúr starfsmaður óslitið, þar til hann lagðist á sjúkrahús vegna heilaæxlis fyrir nokkrum mánuðum. Ragnar var Reykvíkingur, fæddur 4. ágúst 1923, foreldrar ættaðir úr Árnessýslu, Jón ívars- son verkamaður og Aðalheiður Ólafsdóttir. Langalangamma Ragnars var Vatnsenda-Rósa. Ragnar kvæntist Magnúsínu Bjarnadóttur, dæturnar urðu tvær í fögru og góðu hjónabandi, Sólrún Lilja, gift Jóhannesi Norðfjörð verslunarmanni og Pálína Aðal- heiður, gift Oddi Halldórssyni sjómanni. Ragnar var einatt léttur í spori og lipur í öllum viðskiptum, en til höfuðeinkenna telst þó einstök trúmennska hans. Þessarar tryggðar naut ekki ísafoldar- prentsmiðja ein, hann var í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur um áratuga skeið og sat jafnan skóg- ræktarþing. Ragnar var náttúru- barn og naut sín á ferðalögum með fjölskyldu sinni, þá er tími vannst til. I starfi var hann hlédrægur, en kunni margt um bækur, eins og þeir vita best sem sóttu bókamarkaði hér í bænum. Mannkostir Ragnars voru slíkir, að þeir gleymast ekki. Blessuð sé minning hans. Pétur ólafsson Ragnar Jónsson forlagsstjóri lést í Borgarspítalanum 12. nóv. sl. eftir nokkra sjúkralegu. Ragnari kynntist ég fyrst árið 1964 á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands á Laugarvatni. Ragnar var mikill áhugamaður um skógrækt og kom oft með vini sínum á aðalfundi Skf. Isl., sem gestur og af einskærum áhuga. Árið 1973 var Ragnar kosinn í stjórn Skógræktarfélags Reykja- víkur og var ritari félagsins sl. tvö ár. Ragnar var aðalsmaður í raun, háttvís og eðallyndur svo af bar og sérstaklega skemmtilegur og ein- lægur félagi og hrókur alls fagn- aðar á góðri stund. Hann naut ekki langrar skólagöngu en var víðlesinn og vel menntaður. Marg- ar minningar sækja á huga manns er litið er til baka og þá sérstak- lega frá fundum og ferðalögum skógræktarmanna í samfylgd Ragnars og Möggu. Nöfn þeirra voru jafnan nefnd saman, svo nátengd voru þau, en Möggu, eða Magnúsínu Bjarnadóttur kvæntist Ragnar 16. júní 1950. Þau eignuð- ust tvær dætur, Sólrúnu og Aðal- heiði, og eru þær báðar giftar hér í borg. Heimili þeirra var sannur griðastaður, fagurt og vel gert, þar sem húsbóndinn undi sér vel innan um góðar bækur, fagra listmuni og ástríki mæðgnanna. Þar var reyndar ekki setið auðum höndum, því ef tækifæri gafst var skotist upp í Kjós í sumarbústað- inn og hugað að gróðri, sáð trjáfræi, klipptir græðlingar og plantað í um ha. lands á sl. 10 árum. Þarna er nú fallegur skógur að vaxa upp, þar sem áður var melar og mói. Ragnar vann hjá Bókaútgáfu Isafoldar og hafði starfað þar nær 40 ár af mikilli trúmennsku og síðustu árin hafði hann verið forlagsstjóri. Þetta var erilsamt starf og krefjandi, en alltaf hafði Ragnar tíma til að sinna sínu áhugamáli hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og var ætíð reiðubú- inn til starfa ef á þurfti að halda og taldi ekki eftir sér. Við félagar Ragnars hjá Skógræktarfélaginu kveðjum í dag góðan vin og félaga og minnumst orða skáldsins W.M. Schmyler er Þorsteinn Valdi- marsson skáld þýddi svo meist- aralega: „Mér f»r það angurs, er étf sé, hvar ðxi bylti lauÍKU tré. I*aó var svo len^i aó vaxa hátt þaó var i svipan fellt svo láKt.** Við skógræktarmenn sendum fjölskyldu Ragnars innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði. Vilhjálmur Sigtryggsson Ragnar Jónsson, forlagsstjóri ísafoldarprentsmiðju, lézt hinn 12. þ.m. og verður jarðsunginn í dag. Hann hafði starfað hjá Isa- fold í hátt á fjórða tug ára, fyrst sem pappírsskurðarmaður í prent- smiðjunni, síðan við bókaútgáf- una. Hinn hægláti, trausti dreng- ur skilur eftir sig stórt skarð í fyrirtækinu, og að leiðarlokum er starfssystkinum og stjórnendum efst í huga þakklæti og eftirsjá. Ragnar taldi sig hamingjusam- an. Heimilislíf hans var eins og bezt verður á kosið. Hann fékk að starfa við bækur, en innan um þær leið honum vel, bæði heima og á vinnustað. Hann var fæddur og uppalinn í gömlu Gróðrarstöðinni við Laufásveginn. Áhugi á gróðri jarðar entist honum ævilangt, og í röðum skógræktar- og garðyrkju- manna naut hann félagsskapar og virðingar. Ragnar Jónsson var fæddur í Reykjavík 4. ágúst 1921, einn af sjö börnum hjónanna Aðalheiðar Olafsdóttur og Jóns ívarssonar, sem ættuð voru úr Ölfusi. Eftirlif- andi eiginkona hans er Magnúsína Bjarnadóttir. Þau eignuðust tvær dætur, sem nú eru uppkomnar og hafa stofnað eigin heimili. Um- hyKKÍa fjölskyldunnar í veikind- um heimilisföðurins sýndi hug hennar til þessa heiðursmanns, sem ekkert gat fengið betra en ástúð þeirra, sem honum voru kærastir. Þeim eru nú sendar samúðarkveðjur. Lúðvík Jónsson. Kær frændi minn og bernsku- vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bernskuævintýrin heima á Staðastað voru honum tengd í tvö sumur. Hann var náttúrlega foringinn kominn beint úr Reykjavík, sem þá var undra- landið sjálft í mínum huga. Það var fagran vormorgun, ég held 1930, að móðir hans, Aðal- heiður Ólafsdóttir móðursystir mín, kom með syni sína tvo, Ragnar og ívar litla, siglandi á skipi beint að Tröðum, þangað hefur mér vitanlega ekki í annað sinn komið hafskip, það var nú raunar 20 til 30 tonna mótorbátur með timburfarm til föður míns, og þegar ég hljóp á undan mömmu fram á sjávarbakkann mætti ég þar vörpulegri konu með tvo drengi sína við hvora hönd, þetta er mér enn í dag svo skýr mynd í huga að það hefði eins getað gerst í gær. Móðir Ragnars var ef svo má segja holdi klædd móðurímynd þess besta úr heimsbókmenntun- um (Maxim Gorkí), ógleymanleg + Eiginmaöur minn, GUNNAR SIGURJONSSON, guöfræöingur andaöist aö heimili sínu. Þórsgötu 4, aöfararnótt miövikudagsins 19. nóvember. Vilborg Jóhannesdóttir og börnin. Eiginkona mín, móöir okkar og amma BRYNHILDUR VAGNSDÓTTIR, frá Létrum í Aðalvík, til heimilis aö Álftamýri 34, andaöist 17. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Ólafur S. Ólafsson. Móöir okkar + JOHANNA BJARNADÓTTIR Búöum, Sléttuhrepp veröur jarösett föstudaginn 21. nóvember kl. 15 e.h. frá Fossvogskirkju. Börnin. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN ÓSKARJENSSON, Garösvík, sem andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, 16. nóv. veröur jarösunginn frá Svalbarðsstrandarkirkju, laugardaginn 22. nóv. kl. 14 Rósa Hálfdónardóttir og börn. + Eiginkona mín JÓHANNA STEINÞÓRSDÓTTIR er andaöist 15. nóvember veröur jarösungin frá Hafnarfjaröar- kirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö, en þeim er vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Kristján Eyfjörð Guömundsson. + Utför fööur okkar, ÁRNA JÓNS EINARSSONAR, frá Flatey á Breiöafiröi, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. nóvember kl. 10.30 árdegis. Bergþóra Árnadóttir, Sigurjón Árnason, Elísabet Arnadóttir. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa KRISTJÁNS ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR verkstjóra Grænukinn 7, Hafnarfirðl Laufey Sigfinnsdóttir Garöar Kristjánsson Ásta Jónsdóttir Guöni Kristjánsson Reynir Kristjánsson Jóhann Kristjánsson Ásta Kristjánsdóttir og barnabörn. Rannveig Kjærnested Elínborg Sigurbjörnsdóttir Klara Árnadóttir Logi Knútsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.