Morgunblaðið - 20.11.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
39
Minning:
Ingibjörg Guðmunds-
dóttir Svínavatni
öllum er henni kynntust, og frá
henni hafði Ragnar mikið vega-
nesti út í lífið eins og systkini
hans.
Þegar ég fór að fara í langferðir
til Reykjavíkur með móður minni,
tolldi ég hvergi nema hjá foreldr-
um Ragnars. Þau bjuggu í gömlu
Gróðrarstöðinni við Laufásveginn
og fyrst er ég man eftir í einu
herbergi og eldhúsi. Þarna vorum
við mamma velkomin í þrengslin
þó börnin væru fimm, tvær systur
voru farnar að heiman, og áfram
héldu ævintýrin með Ragnari í
bíó, í svaðilförum, löngum og
stuttum, í erjum og orustum við
strákana í Pólunum, meira að
segja járnbrautarferð.
Ragnar var að alast upp á
kreppuárunum, faðir hans Jón
ívarsson var verkamaður í grjót-
námi Reykjavíkur og hafði því
oftar atvinnu en sumir aðrir en
það var einhver erfiðasta vinna
sem um getur, þá var grjótið
klofið og mulið með handverkfær-
um, og hann var útslitinn maður
fyrir aldur fram. Svo komu ungl-
ingsárin. Ég fór að læra að hnoða
leir í Reykjavík. Ragnar frændi
minn vann hörðum höndum alla
daga, en hans skóli voru náms-
flokkar Reykjavíkur á kvöldin, og
svo las hann fagurbókmenntir af
kappi og átti vini, heimspekilega
sinnaða, sem grúbluðu í lífsgát-
unni, þetta var nokkuð fyrir ofan
mitt plan. Við hittumst þó á
góðum stundum, áttum sameigin-
legt áhugamál í músik og mynd-
list. Hann gerðist starfsmaður hjá
ísafoldarprentsmiðju og vann sig
þar upp, var sölustjóri mörg
síðustu árin.
Ragnar kvæntist ágætis konu,
Magnúsínu Bjarnadóttur, og eiga
þau tvær uppkomnar dætur, Sól-
rúnu Lilju og Pálínu Aðalheiði,
sem hafa gefið þeim tengdasyni og
barnabörn.
Þau hjónin hafa verið mjög
áhugasöm um skógrækt og hafa
grætt upp eftirtektarverðan skóg-
arlund við Sumarbústað sinn hjá
Hálsi í Kjós. Þau hafa farið náms-
og ræktunarferðir til Noregs og
Ragnar hefur verið um árabil í
forystusveit skógræktarmanna á
íslandi.
Allir frændur og vinir syrgja
heiðursmanninn Ragnar Jónsson
en sárust er sorg konu hans, dætra
og þeirra fjölskyldna. Við hjónin
biðjum þeim guðsfriðar og hugg-
unar.
Ragnar Kjartansson.
Fædd 26. október 1895.
Dáin 25. október 1980.
Hinn 1. nóvember síðastliðinn
(á allra sálna messu) var til
moldar borin að Mosfellskirkju í
Grímsnesi að viðstöddu fjölmenni
Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfrú
að Svínavatni.
Með fáeinum orðum vil ég
minnast hennar, þó nokkuð sé um
liðið frá andláti hennar.
Ingibjörg Jóhanna, en svo hét
hún fullu nafni, var fædd 26.
október árið 1895 að Galtarholti í
Skilmannahreppi, skorti hana því
einn dag í 85 ár, er hún andaðist.
Hún var sjöunda barnið í röðinni
af sextán systkinum. Foreldrar
þeirra voru hjónin Ása Þorkels-
dóttir og Guðmundur Jónsson
Ottesen. Þau bjuggu að Galtar-
holti, þá að Þrándarstöðum og
síðast að Miðfelli í Þingvallasveit.
Löngum bjuggu þau hjón í þjóð-
braut, og var á orði haft, hvað þau
voru gestrisin og góðgerðasöm við
alla, sem að garði þeirra bar.
Bernskuárin dvaldist Ingibjörg í
foreldrahúsum og með elztu syst-
kinum sínum. Hún var fermd af
Halldóri presti að Reynivöllum og
gefur hann henni svofelldan vitn-
isburð (í kirkjubók): „Les vel og
kann vel, siðsöm.“ — Hún mun
hafa verið bráðþroska og snemma
tápmikil stúlka. Um sextán ára
aldur fór hún fyrst úr foreldra-
húsum að vinna fyrir sér, því að
ekki voru verkefni næg heima á
svo barnmörgu heimili. Vann hún
fyrst um stuttan tíma í Reykjavík,
en þar átti hún samt aldrei heimili
langdvölum. Fyrstu árin var hún
um sumartímann heima hjá for-
eldrum sínum við heyvinnu eins
og þá tíðkaðist almennt. Á Hvít-
árnesi dvaldist hún af og til um
árabil. Þar voru náin skyldleika-
bönd á milli og var hún þar forsjá
heimilisins innanbæjar um skeið.
Á vetrarvertíðum vann hún suður
með sjó, t.d. í Sandgerði, annaðist
matreiðslustörf fyrir sjómenn og
skipshafnir. Var hún eftirsótt til
þeirra starfa, því að snemma fór
orð af dugnaði hennar og mynd-
arskap vip matreiðslu og frammi-
stöðu alla. Um skeið var hún
starfsstúlka á Vífilsstaðahæli.
Minntist hún stundum við mig á
veru sína þar, meðal sjúklinga og
deyjandi fólks. Taldi hún dvöl sína
þar hafa verið sér nokkurn lifsins
skóla. Þá vann hún um éltt ár á
veitingahúsinu á Akranesi. Þau
störf fóru henni vel að venju.
Minntust ferðamenn og gestir
hennar þar stundum síðar meir
fyrir myndarlega framkomu og
rausnarlegar veitingar.
Árið 1934, hinn 11. maí, urðu
þáttaskil í ævi Ingibjargar. Gekk
hún þá í hjónaband með eftirlif-
andi manni sínum, Ingileifi bónda
Jónssyni á Svínavatni í Gríms-
nesi. Þau hjón eignuðust einn son
barna. Það er Jón, sem búið hefur
á móti foreldrum sínum á Svína-
vatni á annan tug ára. Kona Jóns
er Þóra Magnúsdóttir, eiga þau
níu mannvænleg börn, tvær dætur
og sjö syni.
Á Svínavatni dvaldist og bjó
Ingibjörg í 46 ár eða til dauðadags
og segja má með fullum sanni, að
þar gerði hún garðinn frægan.
Hún var eins og áður er að vikið
hin mesta þrek- og dugnaðarkona,
fyrirhyggjusöm húsmóðir, skap-
mikil og stjórnsöm, hvikaði ekki
frá sinni meiningu, og var jafnan
vön að koma því í framkvæmd er
hún ætlaði sér. Hún var hjálpfús
öllum og með afbrigðum raungóð
kona. Kom það bezt í ljós, þegar
mest á reyndi. Hún bjó ávallt við
góðan efnahag og átti sinn þátt í
því eins og bóndi hennar að vera
vel birg í búi af öllu því, sem með
þurfti. Var hún jafnan viðbúin að
taka vel á móti gestum og veita
þeim af hinni mestu rausn og
hjartahlýju.
Ekki má ljúka svo þessum
fátæklegu minningarorðum, að
þess sé ekki getið að alla búskap-
artíð Ingibjargar dvaldist hjá
henni mágkona hennar, Ólafía
systir Ingileifs. Er hún enn á lífi,
95 ára gömul. Starfsdagur hennar
var orðinn mikill og langur á
Svínavatni. Síðastliðið hálft ann-
að ár hefur hún verið rúmliggj-
andi. Annaðist Ingibjörg hana
sjálf af fórnfýsi og nærgætni, svo
til fyrirmyndar var. En af fyrir-
hyggju sinni hafði hún komið
Ólafíu í sjúkrahús rúmum mánuði
áður en hún sjálf var öll. Þarna
var fyrir öllu séð, eins og komið
var, og bezt varð á kosið.
Starfsdagur Ingibjargar var
orðinn mikill og langur, og fram á
hinzta kvöld, þá orðin þreytt og
slitin annaðist hún sín heimilis-
störf af myndarbrag og fyrir-
hyggju. Háöldruð hneig hún að
velli, „bognaði ekki, brotnaði í
bylnum stóra seinast".
Kvaddur er nú kvenskörungur,
sem brá stórum svip á umhverfi
sitt. Nú er skarð fyrir skildi á
heimili hennar, því að margs er að
sakna. Vissulega mun hennar
lengi verða minnzt af öllum þeim
mörgu, er þekktu, skyldum og
vandalausum fjær og nær.
Vegna þess, veit ég, að ég má að
síðustu bera fram hugheilar þakk-
ir og hinztu kveðjur frá hennar
mörgu vandamönnum og vinum og
einnig Grímsneshreppi.
Skúli Helgason
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg Ht svo á. að lausnin á vandamálum nútimans sé
„kristileg menntun“. Eruð þér á sama máli?
Það er auðvitað undir því komið, við hvað þér eigið
með „kristilegri menntun". Ef það merkir menntun
hugans án breytingar hjartans, tel ég ekki að það
leysi vandamál okkar.
Gildi þekkingar er háð því, að hve miklu leyti hún
má verða okkur að gagni. Við vitum, að maður getur
verið menntaður glæpamaður, eða menntaður borg-
ari, sem eflir samfélagið. Þetta er undir því komið,
hvernig við notfærum okkur menntunina. Eg hef
tröllatrú á menntun, en er jafnviss um það, að
menntun má nota til ógagns, ef hjartað er ekki rétt.
Farisear spurðu Jesúm, hvert væri mesta boðorðið.
Hann svaraði: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu
hjarta þínu, af allri sálu þinni og af öllum huga
þínum. Takið eftir, að hann nefnir „hjartað" á undan
„huganum". Ástand og afstaða hjartna okkar gerir
okkur kleift af færa okkur þekkinguna í nyt á sem
beztan hátt.
En um þetta er fleira að segja: Eg hlýt að vekja
athygli yðar á því, að ummæli Jesú sýna, að
„hugurinn" skiptir líka miklu máli. Kristindómur er
ekki „átrúnaður heimskra og fáfróðra manna“. Sumir
beztu menn sögunnar hafa verið kunnir, kristnir
menn. Þeir neyttu þekkingar sinnar þannig, að trú
þeirra varð sterk.
Kristileg menntun, að skilningi ritningarinnar
felur í sér menntun alls mannsins, hjarta, sálar og
huga. Ef hugurinn er þroskaður, en hjartað sett hjá
getum við orðið menntuð flón.
100% Virginull frá
nORMEUII
ULLAR-
FLA NNELBUXUR
satínfóðraðar
Litir: grátt, svart, blátt, milliblátt, brúnt,
Ijósgrátt.
Hönnun: Colin Porter.
Verð: Gkr. 31.900.- Nýkr. 319,00
áéSSm. Fá8t h«á
ufcjj) KARNABÆ I
'WZM
laugavegi 20. Sími frá skiptiborðt 85055
Sími frá skiptiboröi J
t r&i-
og umboðs-
mönnum
um land allt.