Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
göngu í garöinum
sem þiö geröuö
saman.
TM Reg U.S. Pat Oft—all rights reserved
®1977 Los Angetes Times
Konsúllinn er því miður upp- Konan yðar kom áðan. — Hún
tekinn á fundi! Kat heldur ekki skilið mig!
Hvað var
í upphaf i?
Jón Þ. Haraldsson skrifar 13.
nóv.:
„Velvakandi.
„Mig langar að blanda mér í
mál þeirra félaga Finns Lárus-
sonar og Haralds Ólafssonar.
Ekki veit ég hvort þeir eru svo
ungir sem myndirnar sýna. En
hvað um það, þeir sýna mikið vit
og hugrekki og furðanlega þekk-
ingu á þeim málum, sem þeir
skrifa um, og sýnist mér þeirra
skrif lýsa mun skýrari hugsun
en skrif „læknisins" og er ég
reyndar furðu lostinn yfir þeirri
formyrkvun og fornaldar „hug-
vekju“ sem hann færir fram.
En þið ungu menn! Nemið nú
staðar, dokið við og athugið
ykkar gang: Það er vá fyrir
dyrum, það er nefnilega eins
mikil hætta á ofstæki á sviði
vísinda og trúarbragða.
Við skulum ekki lesa neitt með
lokuðum augum, heldur skulum
við hugsa og gagnrýna hvað
eina, sem við lesum.
Viss þróun þegar bóndi
ræsir fram stararen>?i
Það eru engar líkur fyrir
þeirri þróunarkenningu, sem
Darwin leggur fram, frekar en
sköpunarsögu Biblíunnar; það er
ekkert sem bendir til þess að ein
tegund lífs hafi þróast í aðra, svo
sem að apar hafi orðið að
mönnum og svo framvegis, held-
ur er hitt miklu líklegra að menn
og apar hafi alltaf lifað hlið við
hlið, en sum afbrigði þeirra hafi
þó dáið út.
Það þarf ekki að þýða það að
þá hafi Cro magnon eða Neand-
ertal breyst í Homo sapiens, þó
er ekki loku fyrir það skotið að
með kynbótum hafi ýmis ný
afbrigði orðið til. Úr því að hægt
er að kynbæta ýmsar lífverur
með markvissum tilraunum, þá
eru miklar líkur á að það geti
einnig átt sér stað á öllum
tímum, og útdauði vissra dýra-
tegunda á sér einnig stað, og
kannski er það þáttur í þróun-
inni, en — á allt annan hátt en
Darwin hugsar sér.
Til dæmis er það viss þróun
þegar bóndi ræsir fram starar-
engi og breytir í tún. En það
segir ekki að störin breytist í
töðu vegna breyttra skilyrða,
heldur hitt að hin breyttu skil-
yrði gjörðu töðunni léttara fyrir,
en störinni ókleift að lifa.
Má þá æra
óstöðugan
Þannig má hugsa sér að hellis-
búar frumsögunnar hafi verið
það þráhyggnir að þeir hafi setið
of lengi í von um veiði, sem var
frá þeim horfin og þess vegna
dáið úr hungri, þegar önnur dýr
fluttu sig um set vegna breyttra
aðstæðna. Einnig gat margt
annað borið til: svo sem náttúru-
hamfarir, drepsóttir og aðrar
plágur.
Ég gæti látið mér detta í hug
skógarelda; þá voru þeir vanbún-
ir, sem í hellunum bjuggu, því
þegar kæfandi reykur og súrefn-
isbruni fór um jörðina, þá lá
þeim fyrst við köfnun sem lokuð-
ust inni í hellunum, takið þið
þetta ekki sem trúaratriði, held-
ur er það sett fram sem hugsan-
legur möguleiki, en þeir eru svo
margir og gætu jafnvel verið
margir samverkandi, og má þá
æra óstöðugan að upphugsa öll
þau tilbrigði sem náttúran finn-
ur upp á.
Aldrei svarað
af neinu viti
Nú langar mig að setja fram
tvær spurningar varðandi kenn-
ingar Darvins:
1. Hvaða fugl var það, sem
kom fram á sjónarsviðið þegar
geirfuglinum var útrýmt.
2. Hvaða dýrategund kom
fram þegar amerískum innflytj-
endum tókst að útrýma vissum
indíánakynstofnum ?
Eitt er víst að hvorki varð
geirfuglinn að langvíu eða neinni
annarri skarfategund, né heldur
hitt að indíánar yrðu að annarri
manntegund, þau dóu bara
hreinlega út og ekkert kom í
staðinn.
Þannig varð jörðin fáskrúð-
ugri og fátækari eftir, en spurn-
ingunni um það hvernig allt varð
til í upphafi er ennþá ósvarað,
því svarar hvorki Biblían né
Darvin.
Jóhannesar guðspjall hefst á
þessum orðum:
I upphafi var orðið, og orðið
var hjá guði og orðið var guð, því
fyrir hann eru allir hlutir til
orðnir.
Hvað var þá guð? Hvernig
varð hann til? Hver skapaði
guð? Öllu þessu er ósvarað og því
verður aldrei svarað af neinu
viti.
Darvin hefur heldur ekki svar-
að því hvað var í upphafi, hann
er engu nær því en ég eða þú eða
hver annar.
Svo óska ég ykkur til ham-
ingju með glæsilegan frum-
þroska og bið þess að ykkur megi
vel farnast í lífinu og þið vaxa að
vizku og þroska og þekkingu.
Með vinsemd og virðingu."
Þakkarvert framtak
i.b skrifar:
„Mig langar til að biðja Velvak-
anda að koma á framfæri fyrir mig
þakklæti til félagsmálanefndar
Reykjavíkurborgar og ellimála-
fulltrúa borgarinnar fyrir ferð þá
til Spánar, er nefndin bauð upp á og
farin var 2. okt. si. og reyndist hinn
bezti sumarauki fyrir okkur öll er
þátt tókum í henni. Sérstaklega vil
Ó, komdu kær:
Höfundur
skrifar
Velvakanda
Höfundur lags og Ijóðs, sem óskar
nafnleyndar — fyrst um sinn,
skrifar:
„Dægurlag það sem hér um
ræðir var samið 1933 ásamt text-
anum. Þar sem þetta hefur nú
birst á prenti þykir mér betra að
textinn komi fram eins og hann
var upprunalega:
Ó, komdu ksr þegar vorblómin vakna,
og ver mér nær út við laufskrýddan lund.
Ef þú ert fjær mun ég sumarsins sakna
þó sólin skær sendi geisla um grund.
I geislaglóð út við sólbjartan sæinn
ég syng þér Ijóð um það sem hjartað
skilið fær.
Ó, komdu kær til að fagna því fagra,
ó, flýt þér nær þegar vorharpan slær.“
ég þakka ágætum fararstjórum og
hjúkrunarkonu fyrir ágæta stjórn
og eftirlit með heilbrigði þátttak-
enda.
Úr nógu er að velja
Er þetta framtak félagsmála-
nefndar þeim mun þakkarverðara
þar sem sífellt kemur betur og
betur í ljós að við aldraðir eigum
litla samleið með yngra fólki í
ferðalögum. Við höfum flest ekki
átt þess kost að ferðast mikið, en
erum aftur á móti betur lesin en
unga fólkið, og nú langar okkur til
að skoða okkur um í heiminum,
skoða þá staði sem við höfum lesið
um, bæði hér innanlands sem
erlendis. Vona ég því að félags-
málanefndin taki hér eftir upp þá
stefnu í ferðamálum fólks 60 ára
og eldra að bjóða upp á slíkar
ferðir til nýrra og nýrra staða, og
er úr nógu að velja."
Vegna umræðna og fyrir-
spurna um Moon-hreyfing-
una vill Velvakandi benda
fólki á grein um þessa
hreyfingu í Kirkjuritinu,
síðasta hefti. Þar kemur
fram að Moon-istar kalla
Moon-söfnuðurinn: Hópvígsla i
hjónaband.
sig hér Samtök heimsfriðar
og sameiningar. Grein
þessi er byggð á rannsókn-
um dönsku kirkjunnar og
nokkuð staðfærð. Kirkju-
ritið fæst í bókabúðum.
Grein um Moon-hreyf-
inguna í Kirkjuritinu