Morgunblaðið - 20.11.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
47
r
Brynjar Harðarson ungur Irikmaður hjá Val sem hór brýst í jrrKn hjá Geir Hallsteinssvni oj? Árna
Árnasyni FH skoraði sigurmark Vals í gærkvöldi rétt fyrir leikslok. Lj«.sm. Emíiía.
Valur sigraði í
leik mikilla mistaka
VALSMENN sigruðu lið FH með
einu marki í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. Leikur liðanna endaði
22-21, eftir að FH hafði haft yfir
í hálfleik, 11—8. Enn einu sinni
áttu FH—ingar slakan síðari hálf-
leik eftir að hafa leikið þokkalega
vel í þeim fyrri. Það hefði í raun
verið sanngjarnt að liðin hefðu
skipt með sér stigunum í gær-
kvöldi. Bæði liðin léku slakan leik
þó ekki sé nú meira sagt, og
leikmenn beggja liða gerðu sig
seka um alveg ótrúlega margar
villur, jafnt í vörn og sókn. Lið FH
átti þrjú stórgóð tækifæri í lok
leiksins til þess að jafna metin en
klaufaskapur þeirra kom í veg
fyrir það að þeir skoruðu. Síðustu
6 sekúndur leiksins voru Vals-
menn tveimur færri á vellinum.
En síðasta skot FH hrökk í
þverslá og út í teiginn. Það var í
raun einn maður sem stóð uppúr
hjá Val og fleytti hann sigrinum í
höfn. Það var Þorlákur Kjartans-
son markvörður sem varði hvorki
meira né minna en 26 skot og þar
af þrjú vítaköst.
Lið FH hafði frumkvæðið í fyrri
hálfleiknum og náði í byrjun
öruggri forystu. Þegar fyrri hálf-
leikurinn var hálfnaður var stað-
an 8—5, FH í vil. Valsmenn léku
mjög illa og hver sóknin af annari
rann út í sandinn. Lítil sem engin
ógnun var í leik þeirra og þeir
virkuðu þungir og seinir á sér. FH
hafði þriggja marka forystu í
hálfleik, 11—8. Af átta mörkum
Vals í fyrri hálfleik voru fjögur
Firmakeppni KKÍ
Körfuknattleikssamhandið
hefur ákveðið að efna til árlegrar
keppni „áhugamanna" i körfu-
knattleik með nokkuð öðru sniði
en tiðkast hefur til þessa. Keppn-
in nefnist „Firmakeppni KKI“ og
keppt er um meistaratitil. Rétt til
þátttöku eiga allir hópar áhuga-
manna. Gjaldgengir til þátttöku
eru allir þeir sem ekki leika með
meistaraflokkum Úrvalsdeildar-
félaga og 1. deildarfélaga.
Keppt verður í riðlum og
úrslitakeppni verður síðan i
mars.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til KKÍ, íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal, Box 864, fyrir
30. nóvember.
21:22
skoruð úr vítaköstum. FH-ingar
misnotuðu tvö vítaköst í fyrri
hálfleik og nokkur mjög góð
marktækifæri. Ef heppnin hefði
verið með þeim hefði forystan
getað verið enn stærri.
Síðari hálfleikur var mjög illa
leikinn af hálfu beggja liða. Lið
FH missti leikinn alveg út úr
höndum sér og það var eingöngu
vegna þess hversu Valsmenn voru
slakir að leikurinn var jafn alveg
fram á síðustu sekúndu leiksins.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik hafði Valur jafnað
metin, 13—13. Síðan var jafnt á
öllum tölum upp að 18—18, þá
voru sjö mínútur til leiksloka og
Valsmenn náðu tveggja marka
forystu, 20—18. FH jafnaði ogátti
tvö góð tækifæri á að ná foryst-
unni í leiknum. Valsmenn misstu
boltann í tvígang beint í hendur
FH-inga. I fyrra skiptið komst
Valgarð í hraðaupphlaup, hoppaði
inn í teiginn og skaut einn og
óhindraður á markið en Þorlákur
varði. í síðara skiptið komst Hans
fram í gott færi en missti boltann
út úr höndum sér. Valsmenn hófu
sókn og Gísli Blöndal skoraði,
21—20. Hans Guðmundsson jafn-
aði fyrir FH. Nú var allt á
suðupunkti og á köflum virtust
leikmenn ekkert vita hvar þeir
voru eða hvað þeir voru að gera á
vellinum. Mistök voru á báða
bóga. Loks tók Brynjar Harðarson
af skarið, braust laglega í gegn og
skoraði sigurmark Vals. Þá voru
34 sekúndur til leiksloka. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir tókst FH
ekki að jafna þótt að ekki munaði
miklu í lokin.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um liðin. Þau léku bæði
illa. Alla yfirvegun og góðan
„1. DEILDARLIÐ Keflavíkur leik-
ur í kvöld við KR í hinu nýja
íþróttahúsi í Keflavík. Þetta er
annar æfingaleikur Keflvíkinga
við lið úr úrvalsdeildinni í hinu
nýja og glæsilega húsi. Fyrir
handknattleik vantaði. Lið Vals
var vægast sagt afspyrnuslakt og
má muna sinn fífil fegri. Aðeins
einn maður stóð uppúr, Þorlákur
Kjartansson markvörður, sem í
fjarveru Ólafs Benediktssonar
varði mjög vel eins og áður sagði.
Þá lék Bjarni Guðmundsson allvel.
Fiskaði mörg vítaköst og skoraði
sjálfur 2 mörk. En hann fékk enga
hjálp. Stefán Halldórsson nýtti
vítaköstin vel, skoraði úr öllum,
átta talsins. En fyrir utan það sást
hann ekki í leiknum. Aðrir leik-
menn voru mjög slakir bæði í vörn
og sókn. Lið FH var síst skárra,
þar var það markvörðurinn Gunn-
laugur Gunnlaugsson sem bar af
eins og kollegi hans í Val. Gunn-
laugur varði 17 skot. Þorgils Óttar
stóð sig mjög vel á línunni og
skoraði fimm mörk í ieiknum.
Bráðefnilegur leikmaður sem
stendur vel fyrir sínu. Það sama
var upp á teningnum hjá FH og
Val, sóknar- og varnarleikur var í
molum. Enda mátti varla á milli
sjá hvort liðið gerði fleiri vitleys-
ur.
í stuttu máli. íslandsmótið 1.
deild. FH-Valur 21—22 (11—8)
Mörk Vals: Stefán 8, öll úr víta-
skotum. Þorbjörn Jensson 3,
Steindór, Bjarni Gunnar og Þor-
björn Guðmundsson tvö mörk
hver. Björn, Gísli, og Brynjar 1
mark hver.
Mörk FH: Þorgils Óttar 5, Krist-
ján 3, Hans 3, Guðmundur Árni 3,
Valgarð 3, Sæmundur 2, Geir og
Sveinn 1 hvor.
Brottvísun af leikvelli: Gísli,
Brynjar, Steindór og Þorbjörn
Jensson allir í Val 2 mínútur hver.
Valgarð og Sæmundur hjá FH í 2
mínútur hvor.
Misheppnuð vítaköst: Þorlákur
Kjartansson varði tvívegis hjá
Kristjáni Arasyni á 7. og 20.
mínútu og svo hjá Géir Hall-
steinssvni á 35. mínútu.
ÞR
skömmu léku Keflvikingar við
Islandsmeistara Vals og urðu að
sætta sig við nauman ósigur eftir
að hafa leitt leikinn lengi vel.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.30.
ÍBK mætir KR
Óvæntur sigur Wales
í miklum æsileik!
í 3. riðli. þeim sama og íslend-
ingar leika í. sigruðu Wales-búar
Tékka í gærkvöldi. Fór leikurinn
fram í Cardiff og urðu lokatölur
hans 1—0 fyrir velska liðið. Var
sigurinn dálítið óvæntur. en með
honum hefur velska liðið náð
góðri forystu í riðlinum og stend-
ur ágætlega að vígi að verða eitt
af tveimur efstu liðunum í riðlin-
um. cn þau komast i lokakeppn-
ina sem kunnugt er.
David Giles skoraði sigurmark
Wales þegar á 9. mínútu leiksins.
Mick Thomas, sem lék með á ný í
fjarveru Leighton James, óð þá
upp vinstri kantinn, lék á hvern
Tékkann af öðrum og sendi loks
fyrir markið þar sem Giles beið og
skoraði umsvifalaust. Tékkarnir
sóttu lengst að meira og voru oft
hættulegir við mark Wales. Þann-
ig áttu þeir skot í þverslá og
miðherjinn Ian Walsh varð öðru
sinni að bjarga af marklínu eftir
að markvörðurinn Dai Davies
hafði misst knöttinn klaufalega
frá sér. Segja má að velska liðið
hafi boðið upp á þetta allt, því
þjálfari liðsins, Mike England,
lagði allt sitt í sóknarleikinn og lið
hans tefldi aðeins fram þriggja
manna vörn. En undir lokin náði
velska liðið góðum tökum á íeikn-
um og fékk nokkur færi á því að
bæta við markatöluna án þess þó
að það gengi upp.
Wales hefur 6 stig að 3 leikjum
loknum, Sovétmenn hafa 4 stig að
tveimur leikjum loknum (báðir
gegn Islandi). Þetta var hins vegar
fyrsti leikur Tékka í keppninni að
þessu sinni og eru Islendingar því
enn í þriðja sætinu í riðlinum með
2 stig.
Knaltspyrna 1
Steve Coppell skoraði fyrra mark
Englands gegn Sviss og var auk
þess nærri því að bæta fleiri
mörkum við. Hann var einn af
fáum leikmönnum í liði Eng-
lands, sem lék ba'rilega frá upp-
hafi leiksins til enda hans.
Þróttur og
ÍS sigruðu
ÞIIÓTTUR sigraði UMFL í úr
valsdcildarkcppninni í blaki i
gærkvöldi. en þá fóru fram í
Ilagaskóla tveir leikir í 1. deild
karla og einn í 1. deild kvenna.
Sigur Þróttar gegn UMFL var
öruggur. 3—0. en hrinurnar end-
uðu 15-7,15-13 og 15-0.
Síðan léku IS og Víkingur og
vann ÍS nokkuð örugglega, 3—1.
ÍS vann fyrstu tvær hrinurnar,
15—3 og 15—9, en síðan hjó
Víkingur til baka með sigri í
þriðju hrinu, 15—5. En ÍS vann
loks síðustu hrinuna 15—12 eftir
mikinn barning. í leik þessum bar
það annars til tíðinda, að einn úr
liði Víkings var rekinn af leikvelli,
en slíkt er fátítt í blaki. Loks má
geta þess, að ÍS sigraði UBK 3—2
í 1. deild kvenna. Voru geysilegar
sveiflur í leiknum og eftir fjórar
hrinur stóð 2—2. í úrslitahrinunni
var Þóra Andrésdóttir síðan
óstöðvandi, nældi í 9 stig i röð með
uPPgjöfum sínum og ÍS vann
yfirburðasigur, 15—0!
Osannfærandi sigur
Englands gegn Sviss
ENGLENDINGAR sigruðu
Svisslendinga 2—1 i 4. riðli
undankcppni IIM í knattspyrnu í
gærkvöldi. leikurinn fór fram i
Lundúnum. í hálfleik var staðan
2—0 fyrir Englendinga.
Enska liðið lék án margra
fastamanna og mátti glöggt sjá
það á leik liðsins. Frammistaðan í
fyrri hálfleik var þó all góð, en í
síðari hálfleik voru þeir ensku
mjög slakir og frekar heppnir að
hafa bæði stigin upp úr krafsinu.
Steve Coppell skoraði fyrra mark
Englendinga á 22. mínútu og kom
markið í kjölfarið á stöðugri sókn
enska liðsins. Markið kom nokkuð
á Svisslendingana og aðeins tíu
míútum síðar skoruðu Englend-
ingar aftur og var þá á ferðinni
Paul Mariner. Englendingar hurfu
því til búningsklefa með væna
forystu í pokahorninu. En Sviss-
lendingar komu tvíefldir til leiks í
síðari hálfleik og þrátt fyrir að
enska liðið væri sem fyrr meira í
sókn, stóðst svissneska vörnin öll
áhlaup nokkuð auðveldlega. Og
ekki nóg með það, heldur tókst
liðinu að minnka muninn, er Jorge
Pfister skoraði á 75. mínútu leiks-
ins. Sem sagt, í heild slakur leikur
hjá Englendingum, en eftir að
hafa tapað síðasta leik sínum í
riðlinum fyrir Rúmenum, verða
þeir ensku vafalaust hæst ánægðir
með árangurinn engu að síður.
Englendingar hafa nú fjögur
stig að þremur leikjum loknum, en
Rúmenar eru í öðru sæti með 3
stig eftir tvo leiki. Norðmenn hafa
einnig þrjú stig, en hafa leikið 3
leiki.
Handknattleiksdómarar
í Reykjavík
Aöalfundur Handknattleiksdómarafélags Reykjavíkur
veröur haldinn í kvöld fimmtudag 20. nóv. kl. 21.30
aö Hótel Esju, 2. hæö.
Fundarefni:
1. Stjórnarkjör.
2. Dómaramál.
3. Önnur mál.
Héraðsdómarar, er ætla aö starfa, mæti meö mynd
vegna endurnýjunar skírteina.
H.K.R.R. — H.K.D.R.