Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 48

Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 48
c-^Síminn á afgreiðslunni er 83033 2H*TBiinbtnt>it> jSnrgwM^i^ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980 Demantur m æðstur eðalsteina - #ttll Sc é>tlfitr Laugavegi 35 Sáttatillaga í flugmannadeilunni: „Brúað bil aðil- anna þriggja“ — segir dr. Gunnar G. Schram sáttasemjari en atkvæðagreiðsla verður um tillöguna SÁTTATILLAÍíA í deilu flun manna um starfsaldurslista cndurráðninttar fyrir 1. dcs. nk. ' ar lotíð fram í tía'r af dr. Gunnari <i. Schram sáttasimjara í dcil- tinni. Akveðið var að fl«t;mannafélöt;in t;reiddu atkvæði unt sáttatillöguna «ti verður hún dat;lega kl. 1—(> fram til 28. nóvember. Gunnar (j. Sehram sagði i samtali við Mbl. í gær að ákveðið hefði verið að birta ekki atriði sáttatillögunnar fyrr en að lokinni atkvæðagreiðslu, en „það var brúað bil allra þriggja aðil- anna, Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna, Félags Loftleiðaflug- manna og Flugleiða og ég vonast til þess að allir aðilarnir þrír sam- þykki tillöguna,“ sagði dr. Gunnar. Félag íslenzkra atvinnuflug- manna mun halda fund um málið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum Erlings Aspelund framkvæmda- stjóra stjórnunarsviðs F’lugleiða munu Flugleiðir fyrir sitt leyti samþykkja sáttatillögu sáttasemj- ara. Bakarar hækka vísitölubrauðin BAKARAMEISTARAR hafa aug lýst nýtt verð á hrauðum. sem eru undir verðlagsákva-ðum. án þess að stjórnvöld hafi heimilað þessa h.ekkun. Nýja verðið tekur gildi nastkomandi mánudag og er ha'kkunin á hilinu 20-31%. Svo d.i'mi séu tekin þá ha'kkar fransk- brauð úr 300 krónum í 3fif> kronur. malthrauð úr 280 krónum i 3fit krónur. normalhrauð úr 2fi3 krónum í 321 krónu og seydd rugbrauð úr 311 krónum í 112 krónur. \ð sögn Hannesar Guðmunds- ■“•nar, framkvamulastjóra Lands- sambands bakarameistara, tapa L.ikarar nú 90 krónum á hverju fninskbrauði, 12l> krónum á seyddu i ‘gbrauði og tapið á bakstri ann- arra vísitölubrauða er á þessu bili. Bakarar fóru fram á hækkun á brauðum með bréfi 3. október sl. Á fundi Verðlagsráðs í síðustu viku var samþykkt 4,7% —17%> hækkun á brauðum, en ríkisstjórnin hefur ekki afgreitt málið. Sagði Hannes, að allir kostnað- arliðir hefðu hækkað verulega und- anfarið og nefndi að auk mikils gengissigs hefðu orðið hækkanir erlendis á öllum helztu hráefnum í brauðin. Auk þessa sagði Hannes, „að vegna síendurtekinna vanefnda á loforðum verðlagsyfirvalda og stjórnvalda" sæju bakarameistarar sér ekki annað fært en grípa til þessara ráðstafana, auk þess sem svo mjög væri klipið af hækkunar- beiðnum bakara að óviðunandi væri. M S Reykjafoss. sem seldur verður til Panama. Myndina tók Ijósmyndari Mbl. Emilía í vikunni þegar unnið var við losun í Sundahöfn. Eimskip selur Skóga- foss og Reykjafoss fyrir 1200 milljónir EIMSKIPAFÉLAG fslands hefur selt M/S Skógafoss og var hann afhentur nýjum eiganda í Rotter- dam i sl. viku. Kaupandi er Sklaho- maris Navigation (’ompany Ltd. á Kýpur. Þá er jafnframt verið að ga ga frá samningi um sölu á M 7S Keykjafossi og verður skipið va'nt- anlega afhent nýjum eiganda í hyrjun desemher. en það verður selt tii Panama. Söluverð hvors skips um sig er um fiOO milljónir króna. eða samtals um 1200 milljónir króna. Skógafoss og Reykjafoss eru syst- urskip, sem voru smíðuð fyrir Eim- skipafélagið í Danmörku hjá Aalborg Værft árið 19fi5. Skipin hafa hvort um sig um 170 þúsund rúmfeta lestarrými og um 3870 tonna burð- argetu. Skipin hafa undanfarið verið í áætlunarsiglingum til Rotterdam í Hollandi, Antwerpen og í Belgíu. Þessum áætlunarsiglingum til Rotterdam og Antwerpen ásamt sigl- ingum til Hamborgar í Vestur- Þýzkalandi og Felixstowe í Englandi sinna nú ekjuskipin Álafoss og Eyr- arfoss, sem komu hingað i haust, en þau eru hvort um sig með um 3fi0 þúsund rúmfeta lestarrými. Dettifoss og Mánafoss, sem önnuð- ust siglingar til Hamhorgar og Fel- ixstowe, sigla nú í reglubundnum ferðum til Skandinavíu. kominn sunnanlands og ekki láta hörnin hann lengi ónotaðan, því þau eru þegar byrjuð að rií ja upp skiðakunnáttuna. l.josm. A4>. * Utsvarsálagning 1981: Um 53% hærri en á þessu ári Persónuafsláttur frá útsvari hækkar þá nokkru minna en útsvarsskyldar tekjur REIKNAÐ er með að útsvars- álagning 1981 verði um 53% ha'rri en á þessu ári. Þetta kom fram í ra>ðu sem Ólafur Davíðs- son forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar flutti í fyrradag á ráðstefnu Samhands ísl. sveitar- félaga um fjármál sveitarfélaga. Þá sagði Ólafúr, að áætlað væri að meðalbrúttótekjur einstaklinga til skatts hækki um 52% milli tekjuáranna 1979 og 1980, þ.e. milli gjaldáranna 1980 og 1981. Einnig myndi álagningarstofn út- svars hækka svipað. „Hafa ber jafnan í huga,“ sagði Ólafur, „að hér er um áætlað landsmeðaltal að ræða, og tekjubreytingar í einstökum sveitarfélögum geta vikið nokkuð frá þessu meðaltali, bæði til hækkunar og lækkunar." Ólafur sagði að í fjárlagafrum- varpi væri gert ráð fyrir, að skattvísitala verði ákveðin 145 stig miðað við 100 stig á árinu 1980. „Þetta hefur í för með sér, að persónuafsláttur frá útsvari hækkar um 45% eða nokkru minna en útsvarsskyldar tekjur. Samkvæmt þessu má ætla, að útsvarsálagning 1981 verði um 53% hærri en á þessu _ári að frátalinni fjölgun. Við þær breyt- ingar útsvarsálagningar, sem hér hafa verið nefndar, bætast síðan áhrif fjölgunar (eða fækkunar) gjaldenda, eins og hún er á hverjum stað.“ Þá sagði Ólafur einnig í ræðu sinni að afar lausleg hugmynd um breytingar aðstöðugjaldsstofns í helstu atvinnugreinum milli ár- anna 1979 og 1980 bendi til 50% hækkunar að meðaltali. Fasteignagjöld 1981: Ilækka um allt að 60% FASTEIGNAMAT íbúðarhúsa á höfuðborgarsva'ðinu ha'kkar á árinu 1981 um (50%, atvinnu- húsnæðis á sama svæði um 45%. lóða um allt land um 50%, útihúsa í sveitum um 45% og fasteigna utan höfuðborgar- svæðisins um 50%. Þetta kom fram í ræðu Ólafs Davíðssonar, forstöðumanns Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga í fyrradag sem fjallaði um fjár- mál sveitarfélaga. í lögum nr. 94/1976 segir, að fasteignamati skuli breyta 1. desember ár hvert í samræmi við framreikning fasteignamats eftir ákvörðun yfirfasteigna- matsnefndar, samkvæmt tillög- um Fasteignamats ríkisins. Ólafur sagði í ræðu sinni að áðurnefndar tölur væru fengnar frá Fasteignamati ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.