Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 1
72 SÍÐUR 286. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Réttarhöld í Kína: Wang ját- ar syndir og biðst vægðar Peking. 20. desember. AP. WANG Hongwen, yngsti með- limur „fjórmenninnaklíkunnar" játaði í dag á sig landráð fyrir hæstarétti Kína. Ilann viður- kenndi einnig að bera sök á dauða hundruða manna í upp- þotum í Shanghai á dögum menningarbyltingarinnar. Wang baðst vægðar fyrir réttin- um. sagðist aðeins vera 45 ára gamall og of ungur til að deyja. Heimildir í Peking skýrðu frá þessum játningum Wangs og stingur játning hans mjög í stúf við vitnisburð félaga hans i „fjórmenningaklíkunni". Ljósmynd: Hjörtur Nartason. „Flokksforystan ber ábyrgð á fylgistapinu“ — segir Nordli Osló, 20. des., frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. „ÞETTA er vondur dagur og leið- togar flokksins bcra vissulega sína ábyrgð á fylgisminnkuninni," sagði Odvar Nordli forsætisróð- herra á blaðamannafundi í dag er kunngerð voru úrslit skoðana- könnunar Gallup-stofnunarinnar á fylgi norsku stjórnmálaflokkanna. en þar kom í ljós, að fylgi Verka- mannaflokksins hefur hrapað stór- um að undanförnu, og flokkurinn nýtur ekki lengur fylgis flestra kjósenda. hefur tapað fyrsta sæt- inu til Hægri flokksins. Nordli sagði, að eðlilegt væri að viðræður hæfust hið snarasta um hvert yrði forsætisráðherraefni Þung sókn í Panjshirdal Peshawar. 20. desember. AP. SOVÉZKAR OG afganskar hersveitir hófu þunga sókn upp Panjshir- dal 11. desember sl„ að sögn ibúa í dalnum. er kumu til Pakistans í gærkvöldi. Þeir sögðu fjölmennt herlið taka þátt í aðgerðunum, sem væru umfangsmiklar. Ér hér um að ræða fimmtu tilraun sovézku innrásarherjanna til að ná dalnum úr höndum frelsissveita Afgana, en dalurinn er hernaðarlega mikilvægur. flokksins við þingkosningarnar næsta haust, einkum sína eigin stöðu. Stjórnmálaskýrendur segja enga eina ástæðu vera fyrir fylgistapi Verkamannaflokksins. „En það hef- ur vissulega haft sín áhrif að flokkurinn hefur verið sundraður í vissum málum og djúpstæður ágreiningur ríkir í mörgum þeirra," sagði Reiulf Steen flokksformaður. Talið er að Steen hafi fyrst og fremst átt við deiluna um geymslu bandarískra vopna á norskri grund, og einnig ágreininginn um skipan flokksforystunnar, en þau mál verða gerð upp á landsfundi flokksins í vor. Ágreiningur er í Verkamanna- flokknum um forystuna, einkum stöðu Steens. Búist er við að and- stæðingar Steens stilli Gro Harlem Brundtland upp við formannskjörið, en Brundtland á mikið fylgi í flokknum. Jo Benkow leiðtogi Hægri fagnaði úrslitum skoðanakönnunarinnar og sagði að sundrungin í Verkamanna- flokknum væri ekki dæmigerð fyrir norsk stjórnmál, sterk samstaða ríkti innan síns flokks. Hann vísaði á bug vangaveltum um að Hægri hefði í hyggju að mynda einn minnihlutastjórn ef flokkurinn sigr- aði í kosningunum næsta haust með miklum mun. Wang var á sínum tíma varafor- maður kínverska kommúnista- flokksins. Hann kom fyrir réttinn ásamt Zhang Chungqiao, fyrrum borgarstjóra Shanghai. Zhang mælti ekki orð fyrir réttinum. Þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm, verði þeir sekir fundnir. Það er hins vegar hefð í kínverskum dómsmálum, að sýni sakborningur samstarfsvilja og játi syndir sín- ar, þá hljóti hann mildari dóm. Wang sagði fyrir rétti, að „fjór- menningaklíkan" hefði haldið til fundar við Maó formann árið 1974 og sagt honum, að Chou En Lai, fyrrum forsætisráðherra landsins og Deng Xiaoping væru með ráða- gerðir uppi um að hrifsa til sín völdin i landinu. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á dauða hundr- uða manna í uppþotum í Shanghai á árunum 1966 og 1967. Þá sagði Wang, að „fjórmenningaklíkan" hefði sett á laggirnar sérstakan leyniher þegar þau tóku að óttast um að verða undir í valdabarátt- unni í landinu. Andófsmaður á hungurf östu Berlín, Varsjá, 20. desember. — AP. IIIN OPINBERA fréttastofa Austur-Þýzkalands veittist i dag að Andrzej Gwiazda einum fremsta leiðtoga Samstöðu. sam- taka óháðra verkalýðsfélaga i Póllandi, og sakaði hann um að Að sögn heimildarmannanna hófust harðir bardagar á 60 km kafla í dalnum í síðustu viku. Afganskir fótgönguliðar og sov- ézkir fallhlífarhermenn börðust við frelsissveitirnar og nutu full- tingis orrustuþota, árásarþyrla og stórskotaliðs. Diplómatar sögðu, að ráða mætti af lýsingum heimildar- mannanna, að um meiriháttar aðgerðir væri að ræða af hálfu Sovétmanna. Hefðu fjölmörg þorp orðið fyrir sprengjuregni af landi og úr lofti. Aðgerðirnar hófust skömmu eftir árás frelsisaflanna á herflokk er vann að viðgerð á veginum inn í dalinn í dalsmynn- inu. Fyrri tilraunir innrásarherj- anna til að ná dalnum úr klóm frelsissveitanna hafa mistekist, þrátt fyrir þunga sókn. Tangar- hald afgönsku frelsisaflanna á Panjshir-dal hefur valdið Sovét- mönnum þungum þönkum, þvi dalurinn tengir Nuristan-svæðið sem frelsisöflin eru hvað sterkust á og svæði þar sem bækistöðvar sovézku herjanna í Afganistan er fyrir að finna. Korchnoi mótmælir skipan Campomanesar sem dómara Merano, Italiu. 20 deKember. AP. VIKTOR Korchnoi, hinn land- flótta sovéski stórmeistari, mót- mælti i gær kroftulega skipan Florencio Campomanesar, forseta Skáksambands Filipseyja. sem dómara í einvigi hans við Robert Iliihner. Einvígi þeirra kappa um réttinn til að skora á heimsmeist- arann Anatoly Karpov, hefst i dag í Merano á Italíu. Korchnoi sendi Friðriki Ólafssyni, forseta Alþjóða skáksambandsins skeyti. þar sem hann mótmælti skipan Campomanesar. Korchnoi bar Campomanes þungum sökum eftir einvígi hans við Anatoly Karpov í Maníla. Campomanes bar þá sem forseti Skáksambands Filipseyja hita og þunga af einvíginu. Korchnoi held- ur því fram, að Campomanes hafi dregið taum Karpovs í einvíginu og að sá stuðningur hafi skipt sköpum í einvígi þeirra um heimsmeistara- titilinn í skák. reyna að brjóta kapitalísku þjóð- skipulagi leið i heimalandi sínu. Fréttastofan ADN sagði það ótvirætt koma i ljós i viðtali vestur-þýzka blaðsins BILD við Gwiazda, að hann vildi og stefndi að þvi að koma kapitalisma á i Póllandi. Andófsmaðurinn Wojciech Zi- embinski, sem situr í fangelsi vegna mótmælaaðgerða við gröf óþekkta hermannsins í Varsjá 11. nóvember síðastliðinn, hóf hung-- urverkfall snemma í desember, að því er stuðningsmenn hans sögðu í dag. TASS-fréttastofan sovézka skýrði frá því í dag, að Jozef Czyrek utanríkisráðherra Pól- lands væri væntanlegur í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna seint í mánuðinum. Búist er við að erindi ráðherrans verði fyrst og fremst að gefa sovézkum valdamönnum skýrslu um ástandið í pólskum innanríkismálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.