Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_______________79. þáttur Sú óheppni varð í síðasta þætti að niður féll ein lína, þar sem tekið var upp úr Kennsluskrá Háskólans. Klausan átti að vera svo: Greining og hönnun stjórnkerfa með línulegum og ólínulegum kerfiseining- um, sem uppfylla ákveðnar kröfur um svipult og stöðugt viðbragð. Lýsing og skil- greining á kerfishæfni, para- metrisk bestun og bestun kerfishæfni línulegra kerfa með notkun kvaðratískra gæðastuðla. Notkun lýsi- fallaaðferðar við hönnun ólínulegra kerfa; aðferðir Liapunovs og Popovs. Sýnitölukerfi og notkun z-varpana við greiningu og hönnun diskret kerfa." Vegna þessarar óheppni missir gagnrýni mín að nokkru leyti marks, og eru þeir, sem hlut eiga að máli, beðnir afsökunar á þessu. Jóhann Gunnarsson í Reykjavík skrifar mér svo 7. þ.m.: „Komdu sæll. I dag las ég í þætti þínum um íslenskt mál í Morgun- blaðinu eftirfarandi athuga- semd: „Sögnin að skammta tekur með sér þolfall. Hús- freyja skammtar matinn. Það telst rangt mál, er lesa mátti í blaði, að Sláturfélag Suðurlands hefði gripið til þess ráðs að skammta því (dilkakjötinu) á milli kaup- manna." Ég fellst á þá staðhæfingu að „skammta því“ sé rangt mál. En það var annað sem stakk mig í augun. Það, að hægt sé að skammta einhvað á milli einhverra. Þetta finnst mér vera rökleysa og þess vegna rangt mál. Hér er ruglað saman sögnunum „að skammta" og „að skipta" og tel ég þann rugling líklega skýringu á rangri beygingu fornafnsins í dæmi þínu. Hægt hefði verið að orða þetta á tvo vegu: ... „að skammta það til kaup- rnanna" eða ... „að skipta því á milli kaupmanna." Vertu blessaður." Þessu bréfi læt ég fylgja fáar athugasemdir. Ég er sammála Jóhanni um megin- niðurstöðuna og vík betur að henni á eftir. Hins vegar felli ég mig ekki við orðmyndina einhvað, sem bréfritari not- ar. Ég segi og skrifa eitt- hvað. Þarna trúi ég að sé um að ræða áhrifsbreytingu frá hinum kynjunum, einhver. í annan stað þæþtti mér betur fara á því, að sögnin að skammta væri látin taka með sér tvöfalt andlag (þiggjanda og þolanda) held- ur en andlag og forsetn- ingarlið. Væri þá talað um að skammta kaupmönnunum kjötið. Okkur eru af mátt- arvöldunum skömmtuð lífs- gæðin. Vík ég þá aftur að samrun- anum sem Jóhann Gunnars- son drap á. Dæmi um hann eru ekki vandfundin. I klippu sem Guðmundur Guð- mundsson í Reykjavík sendi mér, er þessi klausa: „Fjallar um mann sem missir minnið sökum höfuð- áverka og reynir að komast á sannir um hvort hann hafi verið friðsæll borgari fyrir slysið eða hættulegur hryðjuverkamaður...“ Hér er ruglað saman orða- samböndunum að komast á snoðir um eitthvað og færa einhverjum heim sanninn um eitthvað eða vita eitt- hvað með sanni. Snoðir er aðeins haft í fleirtölu, svo að ég viti, og er vafalítið skylt sögninni að snuðra og lýsingarorðinu snotur sem í fornu máli merkti fróður, vitur (frum- merking líklega: með skörp skilningarvit). Enn er þrástagast á því í lýsingum kappleikja, áð rek- inn hafi verið eindahnútur á eitthvað. Menn binda, ríða eða hnýta hnút, en reka smiðshöggið á eitthvað, þeg- ar því er laglega lokið. Én fleira var athugavert í tilvitnuðum orðum. Þar var talað um friðsælan borgara. Vafalítið hefur það átt að vera friðsamur. Friðsæll er einkum haft um staði í þeirri merkingu, að þar geti menn notið kyrrðar og næðis, en ef friðsæll er haft um menn, merkir það að þeir njóti friðar. Þjóðhöfðingjar geta verið friðsælir, ef friðsamt er á stjórnartíma þeirra. Á sama hátt var konungur kallaður ársæll, ef gott og gjöfult var tíðarfarið á veld- isárum hans. Að lokum er eitt dæmi þess, hvers konar hrognamál kemst inn í íslensk blöð um þessar mundir: „Allir vita þó að bensín er orðið löngu síðan sú nauð- synjavara að varla án henn- ar getur nokkur maður lif- að.“ (Bréf Páls 11,4,8). .VlÐSDÖTTlR sigrön matdr ÍhS sumar, vetur, vor og haust Sigrún Davíðsdóttir Þetta er önnur matreiðslubókin sem Almenna bókafé- lagið gefur út eftir Sigrúnu Daviðsdóttur. Hin fyrri, heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, kom út 1978 og er nú fáanleg i þriðju útgáfu. Flestum finnst ánægjulegt að borða Jóðan mat, en færri hafa ánægju af því að búa hann/íil. En hugleiðið þetta aðeins. Matreiðsla er skapandi. Það er því ekki aðeins gaman að elda sparimáltíð úr rándýrum hráefnum, heldur einnig að nota ónýr og hversdags- leg hráefni á nýjan og óvæntan hátt. Þessi bók er ekki aðeins skrifuð handa þeim, sem þegar matreiða sér og sínum til ánægju. Hún er ekki síður til að blása áhuga og ánægju í brjóst þeirra, sem finnst gott að borða góðan mat, en hafa enn ekki hrifizt af matargerðinni sjálfri. Auk þess sem þið^'getið lesið bókina til að fara eftir uppskriftum, á hún ekki síður að minna ykkur á að fara eigin leiðir. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. <855? Fínlegt og hrífandi ilmvatn með óvenjulegum blómatónum. ROCHAS PARIS Oculus, Austurstræti 7, vörusalan' Akureyri, Syrtivörudeildin Glæsíbæ, NeskauPstaó Hafnarborg, Hafnarfiröi, msa^ofek y Stykkisholmi, Olafsvík. ¥ PLAYBOY vekur alls staóar athygli „ Tilvalin gjöf í fallegum umbúðum cj&m&rióka"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.