Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 21

Morgunblaðið - 24.12.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1980 21 Háskóli Islands: nasKuii isianus: Yfirlit um einkunnir og fjölda prófa 1979-1980 í sunnudagsblaðinu var skýrt frá að eftir háskóladeildum og fram- (SB), Menntaskólinn á Akureyri vatni (ML), Menntaskó yfirliti, sem Halidór Guðjónsson haldsskólum. Meðaleinkunn er (MA), Menntaskólinn við Tiörn- Hamrahlið (MH), Fl( í sunnudagsblaðinu var skýrt frá yfirliti. sem Haildór Guðjónsson kennslustjóri Háskóla íslands hefur tekið saman um einkunnir og fjöida prófa 1. árs nemenda í skóianum 1979—’80. Hér birtist yfirlitið í heild, og eins og sjá má eru prófniður- stöður og prófafjöldi sundurlið- að eftir háskóladeildum og fram- haldsskólum. Meðaleinkunn er efri talan en talan fyrir neðan hana sýnir fjölda prófa. Aftast er meðaleinkunn í hverri deild og heildarfjöldi prófa. Skólarnir eru þessir: Kennara- skóli Islands (KI), er ekki lengur starfandi, Samvinnuskólinn (SB), Menntaskólinn á Akureyri (MA), Menntaskólinn við Tjörn- ina (MT), er ekki lengur starf- andi en Menntaskólinn við Sund (MS) hefur leyst hann af hólmi. Meðaleinkunn beggja skóla 6,32, Verzlunarskóli Islands (VÍ), Menntaskólinn í Reykjavík (MR), Menntaskólinn á Laugar- vatni (ML), Menntaskólinn við Hamrahlið (MH), Flensborg- arskólinn í Hafnarfirði (FF), Menntaskólinn í Kópavogi (MK), Menntaskólinn á Isafirði (MI), Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS), Tækniskóli íslands (TÍ) og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB). KÍ 1 SB HA tfl’ m i i j MR ML MH Tí FF ~W— Tft— i r TI FB H. í. Alls Guifr.deild I 0,33 6 . 8. 40 5 5.90 10 6.07 7 17.21 7 7.37 53 Laknadeild tl 42 fL2 ' 6.60 158 ,5. 21 21 6.21 45 6.13 163 6.50 ! 54 6.06 225 1 5.98 114 6.30 41 6. 54 37 5.58 44 v° 5.16 65 6.13 1036 Lagadeild bj50 6.57 1 7 7.50 4 lb.67 1 3 7.08 18 ,6.55 51 7.52 29 6.94 43 6.75 4 7.25 4 6.00 3 6.92 168 Vióskiptad. i í 11 J4 |b. 75 '501 6.55 98 7.03 '30 5.27 219 5.10 104 5.27 71 6.41 139 5.85 134 1 6.02 76 4.05 22 6 • 38 29 3.86 7 5.83 9 4.32 70 6.09 1076 Heirasp.deild i? 6.92 6 7.17 89 7.15 47 7.34 67 7.53 167 7.61 55 7.08 129 7.55 107 6.80 30 7.00 17 6.60 26 6.94 8 7.24 916 Verkf.reun. 5Í 58 19 6.22 126 5.55 22 7.00 21 5.46 207 4.67 £8 5.64 2 54 5.80 221 5. 54 63 5. 58 173 5.43 54 4.83 29 5.30 40 5. 17 23 §60 1-341 Tannl. 1 1 6.30 28 5. 81 16 6.21 12 6.75 8 4.21 7 5.75 20 5.81 8 16.13 |“ 3.21 7 5.82 122 Féiagsfr. 6.86 53 7.01 j 101 6.67 38 5.79 1 33 7.20 117 0.93 23 6.63 150 7.04 71 6.41 32 6.78 3 7.06 5.92 24 5.53 15 6.77 713 Alls k.77 133 6.75 63 1 6.67 ||b. 52 610 jjlöl 6.47 j 403 6.41 825 5.20 6.29 939 6.28 707 6.08 273 5. 25 jú. 32 277 j| 152 5. 56 101 5.40 49 4.95 181 6.29 "542 5 Útkoma M.K. góð - ef grannt er skoðað - segir skólameistari M.K. Þessar upplýsingar komu fram á samstarfsnefndarfundi skóla- stjóra á framhaldsskólastigi nú nýlega, og þar voru ailir sammála um. að þetta væri alls ekki mark- tækt. Þarna er einungis um að ræða próf á einu ári, og það þarf að gera slikar rannsóknir sem þessar um 5—6 ára skeið, svo þær teljist marktækar,” sagði Ingóifur Þorkelsson skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi, þegar hann var spurður álits á könnun Há- skóla íslands á árangri fyrsta árs nemenda 1979— 80. Ingólfur hélt áfram: „Ef við á hinn bóginn tökum mark á þessu, þá er nú ýmislegt hægt að lesa út úr þessum tölum og á marga vegu. Varðandi Menntaskólann í Kópa- vogi, vil ég segja, að það er sérstaklega lágt meðaltalið hjá stúdentum frá okkur í einni deild Háskólans, viðskiptadeild, og þar er einungis um þrjá stúdenta að ræða, svo að það eru þrír nemendur sem draga meðaltal skólans niður. Ef grannt er skoðað þá er útkoman hagstæð fyrir Menntaskólann í Kópavogi í öllum deildum, nema viðskiptadeild. Ég get nefnt til dæmis, hversu villandi þessar með- altaistöiur Mbl. eru, að nemendur MK eru með hærri einkunnir held- ur en nemendur Flensborgarskóla í ölium deiidum Háskólans, nema í viðskiptadeild, en samt er Flens- borgarskóli með hærra meðaltal en Menntaskólinn í Kópavogi. Ég endurtek, það voru einungis þrír nemendur frá MK í viðskiptadeild og þá sjáum við svart á hvítu, hversu villandi þessar tölur Mbl. eru. Ég bendi líka á, að MK var með hærri meðaltalseinkunnir en MR í fleiri deildum. Það er þess vegna fáránlegt að álykta nokkurn skapaðan hlut um kosti skólanna af jjessum tölum. Ef á að gera það, þá er eðlilegt að bera saman árangur nemenda á stúd- entsprófi og árangur þeirra í Há- skólanum. Ég held ég megi fullyrða að þessir umræddu þrír nemendur MK í viðskiptadeild Háskólans hafi verið með mjög lágt stúdentspróf. Loks vil ég árétta: Rannsóknir sem þessar þyrfti að gera um nokkurt árabil, svo marktækar niðurstöður fáist, og þvílíkar rann- sóknir segja ekkert um gæði skól- anna, nema athuguð sé fylgni milli árangurs nemenda á stúdentsprófi og árangurs þeirra í hinum ýmsu deildum Háskólans. Það voru allir sammála um það á þeim samstarfs- nefndarfundi, þar sem niðurstöður þessarar könnunar voru kynntar, að þær væru í engu marktækar og að það væri mjög varhugavert að draga nokkrar ályktanir af þeim,“ hafði Ingólfur Kristjánsson skóla- meistari í Kópavogi um þetta mál að segja. Ekki marktækt, hvað varðar Tækniskólann - segir rektor T.í. Ég held það sé fásinna að vera að setja þvílíkar meðaltalsein- kunnir upp í röð, því t.a.m., hvað okkur í Tækniskólanum varðar, þá er um svo fáa einstaklinga að ræða. að útkoman getur ekki verið marktæk. Það er ábyggilegt, að það verður að vera um einhvern fjölda að ræða, svo að slík röðun geti að einhverju leyti vcrið marktæk. Ég held það hafi verið afar slæmt að birta þetta f þeirri mynd sem Mbl. gerði sl. sunnu- dag.“ Þetta sagði Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla Islands, þegar Mbl. leitaði álits hans á könnun Háskólans á árangri framhalds- skólanemenda í hinum ýmsu deild- um hans, sem niðurstöður birtust úr í Mbl. sl. sunnudag. Bjarni sagði ennfremur: „Jú, þetta er nýbreytni af hálfu Háskólans. Hingað til hafa há- skólamenn verið afar tregir til að láta uppi, hverjar kröfur þeir gera til stúdenta, en mér fyndist réttast að Háskólinn gæfi það upp á hverjum tíma, hverjar kröfur hinar ýmsu deildir hans gera. Tækniskóli íslands er fram- haldsskóli fyrir iðnaðarmenn. Hann útskrifar ekki stúdenta, en verkfræði- og raunvísindadeild Há- skólans hefur engu að síður, af eigin víðsýni, tekið menn með próf frá raungreinadeild Tækniskólans í nokkur ár. Það eru ekki nema örfáir einstaklingar, sem hafa not- fært sér þetta, og það er eins og gengur mjög mismunandi hvernig þeim gengur. Það kann að vera að þessum fáu nemendum Tækniskól- ans á fyrsta ári í Háskólanum hafi gengið fremur illa sl. ár. En ég man nú eftir tveimur iðnaðarmönnum, sem hafa dúxað í verkfræðideild Háskóla íslands," sagði Bjarni Kristjánsson rektor Tækniskóla ís- lands. Nýr hæstarétt- arlögmaður STEFÁN Pálsson logfræðinKur hlaut nýlega réttindi til mál- flutnings fyrir Ilæstarétti að loknum flutningi tilskilinna prófmála. Stefán Pálsson er 35 ára gamall, sonur Páls S. Pálssonar hrl. og konu hans Guðrúnar G. Stephen- sen. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967 og lögfraeðiprófi frá HÍ 1973. Stefán rekur nú lögfræði- skrifstofu með föður sínum Páli og bróður sínum Páli Arnóri. Eiginkona Stefáns er Hólmfríð- ur Arnadóttir viðskiptafræðingur og eiga þau þrjú börn. Deilan stend- ur um nám- skeiðsálag EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, hafa bensín- afgreiðslumenn boðað verk- fall frá og með 28. desember, hafi samningar ekki tekizt i kjaradeilu þeirra við olíufé- lögin. Samkvæmt upplýsing- um, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, mun fremur lítið bera í milli, en na*sti sátta- fundur hefur verið boðaður 27., daginn áður en til boðaðs verkfalls kemur. Það, sem í raun ber í milli, er námskeið, sem afgreiðslumennirn- ir vilja fá og gefur þeim prósentu- hækkun í launum, hafi þeir starf- að 5 ár eða lengur. Ekki mun hafa verið tilgreint í viðræðunum, hvað námskeiðið eigi að snúast um, en rætt hefur verið um að það gæfi þeim 5% launahækkun. Sam- komulag mun hafa tekizt um röðun bensínafgreiðslumanna í kjarnasamningi. Bensínafgreiðslumenn hafa ver- ið á Dagsbrúnarsamningi, þar til nú að fyrsta sinni er gerður við þá sérstakur samningur. Þeir hafa haft vaktaálag á venjulegan dag- vinnutíma samkvæmt Dagsbrún- arsamningi og er vaktaálagið 27%. Þá hafa þeir afgreiðslumenn, sem séð hafa um peningakassa bensínstöðva haft sérstaka umbun fyrir þá ábyrgð, sem þeir bera vegna þess. Gleraugu töpuðust Gleraugu í rauðgulu hulstri töpuð- ust í Reykjavík aðfaranótt sl. föstudags. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 25173. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTR/CTI • llMAR: 17152- 17355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.