Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981
17
Likan aí Kolbeinsey ÞH 10 — hinum nýja togara Húsvíkinga.
Kolbeinsey sjósett
í lok þessarar viku
Nemendur Fossvogsskóla skora
á fræðsluyfirvöld:
Vilja áfram sam-
eiginlega kennslu
í handavinnutímum
TÓLF ÁRA nemendur í Fossvogsskóla, þ.e. nemendur 6. bekkjar. hafa
sent fræðsluráði Heykjavíkur bréf þar sem farið er fram á að þeim
veröi gefinn kostur á að sækja jöfnum höndum tima i handavinnu
stúlkna og drengja þegar þau á næsta vetri eiga að skipta um skóla og
sækja Réttarholtsskóla. Fór nýlega fram undirskriftasöfnun meðal
nemenda 6. bekkjar og munu allir nemendur hafa skrifaö undir
áskorun þessa efnis og fara nemendur fram á að sama námsefni verði
kennt stúlkum og drengjum. '
Fóstrur á Akur-
eyri fresta
uppsögnum
FÓSTRUR á Akureyri hafa
nú ákveðið að fresta uppsögn-
um til 20. febrúar og hafa þær
jafnframt veitt Akureyrarbæ
sama frest til að leiðrétta
samningana. Verði ekki búið
að leysa málin þá, hyggjast
fóstrur þar nyrðra fara af
stað með allar sinar grunn-
kröfur og munu ekkert gefa
eftir, en megin krafa þeirra er
að hyrjunarlaun verði hækk-
uð úr 12. launaflokki i 13. og
starfsheitið deildarfóstra
verði fellt niður í samningum.
þar sem það geti valdið mis-
ræmi i launum.
Fóstrur í Kópavogi funduðu
á laugardaginn og í framhaldi
þess verður bæjarráði Kópa-
vogs sent bréf í dag, þar sem
niðurstöður fundarins verða
raktar.
Hjá fóstrum í Reykjavík er
allt við það sama, þær hafa
fyrir nokkru skilað inn upp-
sögnum og í gær skiluðu fóstr-
ur, sem vinna hjá ríkinu inn
uppsögnum sínum og að öllu
óbreyttu koma uppsagnir
þeirra til framkvæmda 1. maí.
Nýtt iðnfyrir-
tæki í Hafnar-
firði
NÝLEGA var stofnað nýtt
iðnfyrirtæki i Hafnarfirði.
Fyrirtækið ber heitið Báta-
smiðja Guðmundar og er eig-
andi þess Guðmundur Lárus-
son bátasmiður. fyrrum annar
aðaleigandi Mótunar hf. i
Hafnarfirði. Bátasmiðjan
mun fyrst i stað a.m.k. ein-
beita sér að smíði fimm tonna
alhliða trefjaplastbáta með
tvenns konar yfirbyggingum.
Fyrirtækið cr að Helluhrauni
6, Hafnarfirði.
SATT-kvöld
MIÐVIKUDAGINN 4. febrúar
nk. munu Samtök alþýðutón-
skálda og tónlistarmanna
gangast fyrir S.A.T.T. kvöldi í
veitingahúsinu Klúbbnum í
Borgartúni. Verður þar margt
skemmtikrafta að venju.
Fyrsta skal nefna hljómsveit-
ina Pónik, sem vakti á sér
athygli nú fyrir jólin með
vandaðri dægurlagaplötu og
flytja þeir valin lög af henni.
Þá mun hin unga og efnilega
nýbylgjuhljómsveit Þeyr flytja
lög af nýútkominni hljómplötu
sinni „Þagað í hel“, en hún
hefur þótt kraftmikil og frum-
leg í tónlistarflutningi sínum.
Tvær hljómsveitir austan af
landi kveða sér hljóðs; þær eru
Amon Ra frá Neskaupstað,
sem er sveitaballagestum aust-
anlands að góðu kunn, og Lóla
frá Seyðisfirði, en hún er
tiltölulega óþekkt enn sem
komið er.
Fréttatilkynning
HINN nýi togari Húsvíkinga,
sem nú er i smiðum i Slippstöð-
inni á Akureyri, verður væntan-
lega sjósettur 7. febrúar næst-
komandi, að þvi er segir í Vikur-
blaðinu á Húsavik. Togaranum
hewfur verið valið nafnið Kol-
„Dagblöðin hafa hingað til verið
okkur mjög hjálpleg," sagði
Kristján ennfremur, „og við erum
þeim þakklátir fyrir þá aðstoð sem
þau hafa veitt við að koma upplýs-
ingum til framteljenda. Hins veg-
ar er það svo, að þótt blöðin hafi
gert þetta með mestu ágætum, er
að ég held þægilegra fyrir skatt-
greiðendur að fá leiðbeiningarnar
í bæklingsformi, sem sennilega
geymist betur en dagblöðin. Þá
kemur það einnig til, að þótt
dagblöðin hafi veitt þessa þjón-
ustu, höfum við orðið að láta
prenta leiðbeiningabæklinga í
nokkru upplagi til notkunar í
sjálfu skattakerfinu, og einnig
hafa endurskoðendur og aðrir þeir
er atvinnu hafa af því að telja
fram, fengið þessi gögn hjá okkur.
Skákþing Reykjavíkur:
Skákum frestað
vegna veikinda
og brúðkaups
ENN varð að fresta tveimur
skákum i 8. umferð Skákþings
Reykjavikur, sem tefld var á
sunnudaginn. Annari var frestað
vegna veikinda en hinni vegna
brúðkaups.
Úrslit 8. umferðar urðu þau að
Karl Þorsteins vann Dan Hans-
son, Björgvin Víglundsson vann
Ásgeir Þ. Ásbjörnsson, Þórir
Ólafsson og Benedikt Jónasson
gerðu jafntefli en skák Sævars
Bjarnasonar og Hilmars Karls-
sonar fór í bið. Skák Helga
Ólafssonar og Jóns L. Árnasonar
var frestað vegna veikinda Jóns en
skák Elvars Guðmundssonar og
Braga Halldórssonar var frestað
þar eð Bragi var að ganga í það
heilaga þennan dag.
Úrslit í biðskákum urðu þau að
Benedikt Jónasson vann Helga
Ólafsson og Elvar Guðmundsson
vann Þóri Ólafsson og Benedikt
Jónasson. Jón L. Árnason er nú
efstur með 5‘A vinning og eina
biðskák en Helgi Ólafsson og
Elvar Guðmundsson koma næstir
með 4 V4 vinning og tvær frestaðar
skákir hvor. Karl Þorsteins hefur
4V4 vinning. Það er því allt útlit
fyrir spennandi keppni í lokaum-
ferðum Skákþingsins.
beinsey og mun bera einkennis-
stafina ÞH 10. Kolbeinsey er 500
tonna skip, sem taka á 160—180
tonn í kassa. Skipstjóri á Kol-
beinsey verður Benjamin Ant-
onsson.
Stofnkostnaðurinn var því fyrir
hendi, og viðbótarkostnaður því
aðeins efniskostnaður, þar sem
leiðbeiningarnar voru bornar út
með eyðublöðunum sjálfum, og
líklega hefðu blöðin nú tekið
greiðslu fyrir.“
— Hvaða breytingar verða
helstar á framtalseyðublöðunum
núna frá fyrra ári?
„Breytingarnar eru fyrst og
fremst í sambandi við vaxtatekj-
urnar og vaxtagjöldin, sem fólgið
er í því, að í fyrra var ríkjandi
hálfgert bráðabirgðaástand í
þessu. Viss ákvæði laganna tóku
ekki gildi fyrr en núna við framtal
1981. Við getum sagt, að vextir séu
núna að mjög litlu leyti skatt-
skyldir, og er það helsta breyting-
in.
I fyrra var framteljendum bent
á að þeir gætu beðið skattstjóra að
athuga hvort væri betra, að fá
vaxtafrádrátt samkvæmt framtal-
inu eða eftir 10% reglunni. Það
breytist í rauninni ekki, því verið
getur að menn átti sig ekki á hvort
er betra, og þá velur skattstjóri
hagkvæmari leiðina. Þá er þess
einnig að geta, að í fyrra urðu
breytingar á reglunni um 10%
Kristján Gunnarsson fræðslu-
stjóri tjáði Mbl. að erindi nemend-
anna hefði verið tekið fyrir á
tveimur fundum fræðsluráðs.
Væri í flestum skólum nokkuð um
að drengir sæktu tima í handa-
vinnu stúlkna og öfugt, en skól-
frádráttinn, frá því eyðublaðið var
hannað."
Kristján sagði að lokum, að
skilafrestur rynni út hinn 10.
febrúar, og yrði hann ekki fram-
lengdur, eftir því sem hann vissi
best. Þá kom það einnig fram í
samtalinu við Kristján, að hann
hefði ekki tiltækan heildarkostnað
við prentun leiðbeiningabæklings-
ins, en líklega hefði kostnaður
numið um einni krónu og tuttugu
aurum á hvert eintak.
Reglugerð um þessar veiðar
verður væntanlega gefin út í dag,
en fyrir hádegi í dag verður
fundur með fiskifræðingum í sjáv-
arútvegsráðuneytinu um niður-
stöður úr leiðangri fiskifræðinga
til að mæla stærð loðnustofnsins.
Verður þá rætt um hvort loðnu-
arnir hefðu gengið misjafnlega
langt í þessu efni, sumir blönduðu
kynjunum alveg saman og kenndu
jöfnum höndum smíðar og sauma-
skap, en aðrir skólar gengju ekki
svo langt. Galli við þetta fyrir-
komulag væri sá, að nemendur
hefðu aðeins tvo handavinnutíma í
viku, hvort sem þeir stunduðu
nám í báðum greinunum eða
aðeins annarri og væru því nokkuð
misjafnlega langt komnir í þess-
um greinum. Hefðu handavinnu-
kennarar óskað eftir fjölgun tím-
anna ef taka ætti upp algjörlega
sama námsefni stúlkna og drengja
í handavinnu.
Fræðslustjóri sagði, að skóla-
stjóri Réttarholtsskóla hefði setið
fund fræðsluráðs í dag, þar sem
málið hefði verið rætt, og sæi
hann ekkert því til fyrirstöðu að
verða við erindi nemenda Foss-
vogsskóla. Þá sagði fræðslustjóri
að hér væri um að ræða frum-
kvæði nemenda sjálfra, en í Foss-
vogsskóla hafa drengir og stúlkur
verið saman í handavinnutímum
og lagt stund á hið hefðbundna
námsefni beggja kynja.
kvótinn verði aukinn og hvort
hægt verði að leyfa veiðar á loðnu
til frystingar og hrognatöku.
Gert er ráð fyrir að þeir loðnu-
bátar, sem fara á net megi ekki
veiða fram yfir ákveðið hámark,
en trollbátar verða hins vegar
undir skrapdagakerfinu.
Húsgagnaútsala
□
‘IO'I^lÍttuR JMánudaginn 2.2.
- laugardags 7.2.
Finnsk furuhúsgögn — ítölsk boröstofuhúsgögn —
unglingahúsgögn — hlaðrúm — kommóöur — hillur —
sófaborö — stakir stólar
H
Nýborg
Armúla 23 — Sími 86755
Skattframtalsfrestur rennur út 10. febrúar:
Leiðbeiningabæklingi nú dreift
með framtalseyðublöðunum
„ÁSTÆÐA þess að við dreifum nú leiðbeininRabæklingi
með skattframtalseyðublöðunum er sú að við vildum
veita betri þjónustu en gert hefur verið.“ sagði Kristján
Jónasson skrifstofustjóri hjá embætti Ríkisskattstjóra í
samtali við Morgunblaðið í gær. En skattframtalseyðu-
blöð voru borin i hús um helgina, og fylgdi þeim nú í
fyrsta skipti leiðbeiningabæklingur.
Loðnuskipin mega
byrja þorskveið-
ar í næstu viku
ÁKVEÐIÐ hefur verið að loðnuskip megi byrja
þorskveiðar í net eða troll 10. febrúar næstkomandi.
Gert er ráð fyrir að loðnuskipin fái að veiða 30 þúsund
tonn af þorski, þar af bætst 20 þúsund tonn við
ákveðinn hámarksafla í ár, þ.e. 400 þúsund tonn, en
kvóti togskipa minnki um 5 þúsund tonn og kvóti báta
sömuleiðis.