Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 03.02.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson,- Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Seinni hálfleikur hafinn Nú er farið að síga á seinni helming kjörtímabils sveitarstjórna og á þessu ári munu stjórnmálaflokkarnir leggja drög að kosningastefnuskrám sínum og velja eða hefja undirbúning að vali manna á framboðslista í næstu sveitar- stjórnarkosningum, sem fram fara vorið 1982. Borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokksins boðar til funda í einstökum hverfum Reykjavíkur í þessari viku. A fundunum öllum mun Davíð Oddsson, sem á síðasta ári var kjörinn formaður borgarstjórnarflokksins, flytja ræðu og svara fyrirspurnum auk þess sem aðrir borgarfulltrúar flokksins taka einnig þátt í fundunum. Með þessum fundahöldum hefja sjálfstæðismenn í Reykjavík baráttu fyrir því að ná stjórn borgarinnar úr höndum meirihluta vinstri manna. Stjórn vinstri manna á Reykjavíkurborg hefur einkennst af stöðnun, hiki og sífellt hærri skattaálögum. Vinstri menn hafa verið haldnir svo miklum ótta við glundroðakenninguna svonefndu, að þeir hafa valið þann kost að gera sem minnst, því að um fátt eru þeir sammála, sem gera þarf. Það er svo með stöðnunarskeið í lífi borga, að afleiðingar þeirra eru lengi að koma í ljós, og verða þeim mun erfiðari viðureignar, sem menn eru tregari til að viðurkenna tilvist þeirra. Eftir langvinnt framfaraskeið, þegar gaumgæfilega hefur verið hugað að öllum þáttum borgarlífsins, er auðvelt að halda í horfinu, ef menn einblína á það eitt að afla nægilegs fjármagns til að frumþættirnir fari ekki úrskeiðis. Þessari stefnu hafa vinstri menn fylgt í Reykjavík. Þeir hafa lifað á vel unnum störfum sjálfstæðismanna. Þeir hafa þess vegna ekki lagt áherslu á neitt annað en sem hæsta skatta. Málefni Reykjavíkur krefjast annarra vinnubragða. Mark- miðið á að vera, að í Reykjavík sé vaxtarbroddur þjóðlífsins á sem flestum sviðum. Eins og menn sjá af landstjórninni er vinstri mönnum síður en svo kappsmál, að af stórhug sé staðið að atvinnustarfsemi í landinu. Helst á hún öll að lúta forsjá ríkisins með einum eða öðrum hætti. Sama sagan er upp á teningnum í Reykjavík undir stjórn vinstri manna, það er dæmigert í því sambandi, að einu atvinnufyrirtækin, sem fengið hafa lóðir í borginni í stjórnartíð vinstri manna eru SÍS og KRON. Hlutur Dagblaðsins Igær birti Dagblaðið niðurstöður í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Sam- kvæmt þeim nýtur Sjálfstæðisflokkurinn meiri stuðnings meðal borgarbúa en vinstri flokkarnir þrír til samans. Davíð Oddsson sagði meðal annars þetta um niðurstöðuna í Dagblaðinu: „Þessi vísbending sem þarna kemur fram gefur mér því vissulega tilefni til bjartsýni, því samkvæmt þessu yrði að telja að Sjálfstæðisflokkurinn hlyti góðan meirihluta, ef nú væri kosið. Það er einnig athyglisvert að þessi niðurstaða verður með þessum hætti á sama tíma og ríkisstjórn, þar sem Alþýðuband- alagið og Framsóknarflokkurinn eru burðarásar nýtur óvenju- legs fylgis samkvæmt sömu skoðanakönnún. Eg held að venjulegir tryggir og heiðvirðir kjósendur Sjálfstæðisflokksins þrái að kjósa þann flokk, samhentan, á einhverjum vígstöðvum." Þessi ummæli Davíðs Oddssonar skýra sig sjálf. í ummælum sínum í Dagblaðinu víkur hann einnig að þeirri eftirlætisiðju þess blaðs að ala á klofningi innan Sjálfstæðisflokksins. Nýjasta dæmið um það birtist í síðustu viku, þegar annar ritstjóri Dagblaðsins gaf til kynna, að það yrði Sjálfstæðisflokknum til framdráttar, ef Albert Guðmundsson biði fram sérstakan lista í Reykjavík og með því gæti flokkurinn tryggt sér meirihluta að nýju í borginni. Um þetta segir Davíð Oddsson: „Eg virðist líka trúa betur niðurstöðum skoðanakönnunar Dagblaðsins en sjálfur ritstjóri þess, sem hvatti nýlega í leiðara til klofnings sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þótt hann hljóti þá þegar að hafa vitað um niðurstöður þessarar könnunar." Hverfafundir sjálfstæðismanna, sem nú eru að hefjast, gefa til kynna, að þeir ætla samhentir og málefnalega að berjast fyrir endurheimt borgarinnar úr aðgerðalausum höndum vinstri manna. Sú barátta vinnst ekki nema með sameinuðu átaki, það er dæmigert fyrir hlut Dagblaðsins í íslenskum stjórnmálum, að blaðið skuli telja sér best sæma að spilla fyrir Sjáifstæðis- flokknum í þessu efni. Veiting lyfsöluleyfis í Dalvíkurapóteki: Málinu vísað til J af nr é 11 isráðs HEILBRIGÐIS- og tryggingaráöherra, Svavar Gestsson, hefur gert það að tillögu sinni til forseta Islands, sem forseti íslands staðfesti í gærmorgun, að Óla Þ. Ragnarssyni yfirlyfjafræðingi Vesturbæjarapóteks í Reykjavík verði veitt lyfsöluleyfi í Dalvíkurapóteki. Um- sækjendur voru þrír og mæltu bæði lyfjafræðinefnd og landlæknir með því að Freyju V.M. Frisbæk Kristensen yfirlyfjafræðingi í Kópavogi yrði veitt embættið, en óli Þ. Ragnarsson var númer tvö í röð þeirra þriggja að þeirra mati. í tilefni þessa ræddi blm. Mbl. í gær við Freyju V.M. Kristensen, Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra, Óla Þ. Ragnarsson og formann Jafnréttisráðs, en það kemur fram í viðtalinu við Freyju, að hún telur að gengið hafi verið fram hjá sér vegna kynferðis. Freyja V.M. Frisbæk Kristensen við störf sin i Kópavogsapóteki í gær. Lió«m. Mbi. Emiha Bjðru Björiwdóttlr. „Sætti mig engan veginn við þetta“ — segir Freyja V.M. Frisbæk Kristensen: „Ég sætti mig engan veginn við þetta og er að hugsa um að gera ýmislegt,“ sagði Freyja V.M. Frisbæk Kristensen, yfir- lyfjafræðingur í Kópavogi, í viðtali við Mbl. i gær. „Eg er helst á þvi að gengið hafi verið fram hjá mér vegna þess að ég er kvenmaður. Ég hef ekki heyrt um það, að ráðherra hafi gert slíkt áður. Það horfir öðru vísi við, þegar umsagnaraðilar telja umsækjendur jafnhæfa.“ — Hvað hyggstu gera í mál- inu? „Eg fór til fundar við forseta Islands í morgun, en frétti á skrifstofunni að þá þegar væri búið að senda skjölin i ráðuneyt- ið á ný, þannig að ég sneri þar frá. Þá reyndi ég að ná sambandi við Svavar Gestsson ráðherra, en tókst ekki. Ég mun ræða málið við hann og fara fram á skýringar. Þá ætla ég einnig að leggja málið fyrir Jafnréttis- ráð.“ Þá sagði Freyja að sér fyndist mjög illa hafa verið staðið að máli þessu. „Ég var búin að frétta að ég fengi stöðuna og að það væri búið að ganga þannig frá málinu. Síðan skilst mér að ráðherra hafi skipt um skoðun vegna utanaðkomandi þrýstings og þá niðurstöðu, þ.e. að mér hafi verið hafnað, frétti ég á skotspónum á föstudagseftir- miðdag. Það er lágmarkskrafa finnst mér, að þeir sem málið viðkemur fái fyrstir upplýsingar um slíkt." Freyja sagði einnig, að hún hefði heyrt margar skýringar utan að sér, án þess að hún vissi hvort réttar væru, á þessari ákvörðun ráðherra, m.a. þá, að sá umsækjandi sem fengið hefði stöðuna hefði átt viðtal við ráðherra og að staðið hefði verið að undirskriftarsöfnun á Dalvík. „Það hefur gerst áður, að ráð- herra hefur verið beittur þrýst- ingi sem þessum og er þar skemmst að minnast veitingar Akraness-apóteks. Það var í ráð- herratíð Matthíasar Bjarnason- ar. Hann lét þó slíkan þrýsting lönd og leið og veitti þeim aðila sem umsagnaraðilar töldu hæf- astan embættið. Þessar undir- skriftir og þrýstingur eru áreið- anlega gott skálkaskjól fyrir ráðherrann. Annars skil ég ekki hvers vegna verið er að kalla til aðila sem taldir eru hafa mest vit á málunum, ef síðan er gengið alfarið fram hjá niðurstöðu þeirra," sagði Freyja að lokum. „Menn á Dalvík fóru þess sérstaklega á leit við mig44 — segir Svavar Gestsson stóðu þeir m.a. að undirskriftar söfnun,“ sagði Svavar Gestsson „MENN á Dalvik og þar á meðal um fóru þess sérstaklega á leit heilbrigðis- og tryggingamála- fjölmargir forvígismenn á staðn- við mig að óli yrði ráðinn og ráðherra um veifinguna í viðtali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.