Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
3
Færð um landið
er fremur góð
FÆRÐ á vegum landsins var i
Kær nokkuð KÓð miðað við
árstima, samkvæmt upplýsing-
um er Morgunblaðið fékk hjá
vegaeftirliti Vegagerðar ríkis-
ins. Færðin þá var sæmileg um
Suðurstrondina. til Víkur i
Mýrdal, en erfitt var yfirferðar
fyrir minni bíla um Mýrdals-
sand. Jeppar og stærri bíiar
komust þar hins vegar um, og
færðin siðan góð alveg austur á
firði.
Færð var ágæt um Suðurnes,
einnig um Hellisheiði og
Þrengsli. Færðin um Vesturland
var einnig yfirleitt góð, að vísu
sums staðar heldur þungfært á
fjallvegum á Snæfellsnesi og
norðanvert á nesinu. Þar verður
hins vegar rutt í dag. Vegurinn
norður Strandir til Hólmavíkur
var fær, og síðan var fært í
Búðardal og vestur í Reykhóla-
sveit, einnig að Patreksfirði og
Bíldudal. Stórum bílum og jepp-
um var fært til Flateyrar og
Þingeyrar og vegurinn um
Breiðdalsheiði var mokaður í
gær.
Ágæt ferð var um Norður-
land, til Siglufjarðar og Akur-
eyrar, en skafrenningur var þó á
Öxnadalsheiði. Fært var um
Dalsmynni til Húsavíkur, en
ófært á Tjörnesi. Færð var
sæmileg á Fljótsdalshéraði, en
lakari fyrir norðan, á Vopna-
firði og Bakkafirði.
Verður notkun bíl-
belta lögleidd?
Dómsmálaráðuneytið hefur til
athugunar tillögur um breyt-
ingar á umferðarlögum, en um-
ferðarnefnd hefur að undanförnu
unnið að heildarendurskoðun
laganna. Meðal atriða, sem þar er
fjallað um, er hvort lögleiða beri
notkun bilbelta og hefur nefndin
lýst sig fylgjandi því.
Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra tjáði Mbl., að umferðar-
nefndin hefði samið frumvarp um
þetta atriði og sagði hann það nú
til athugunar í ráðuneytinu.
Kvaðst ráðherrann ekki hafa gert
upp við sig hvort hann væri
fylgjandi lögleiðingu bílbelta, en
hann væri að skoða málið og yrði
það afgreitt mjög bráðlega. Lög-
íeiðing bílbelta hefur mikið verið
til umræðu að undanförnu og m.a.
hefur Umferðarráð mælt með því
að svo verði og heilbrigðisráðu-
neytið hefur tvívegis ritað dóms-
málaráðuneytinu og bent á að
meðal atriða er til úrbóta gætu
orðið í umferðarmálum væri að
lögleiða notkun bílbeltanna.
Kúluhús reist við Kröflu
NÝLEGA var reist kúluhús úr
trefjaplasti yfir borholu nr. 12
við Kröfluvirkjun. Þetta er
fyrsta íslenzka verksmiðju-
framleidda húsið af þessari gerð
húsa, en þau hafa rutt sér mjög
til rúms erlendis hin síðari ár.
Um hönnun hússins sáu: Einar
Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuð-
ur, og arkitektar Kröfluvirkjun-
ar, Manfreð Vilhjálmsson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson. —
Fossplast hf. mun hefja fram-
leiðslu á glærum gróðurhúsum
fyrir heimagarða úr sama efni á
komandi vori.
Kúluhúsið sem reist hefur verlð yfir borholu nr. 12 vlð
Kröfluvirkjun.
*f.... jmm ----
Karlakór Reykjavikur og Söngsveitin Filharmonía flytja óperu Beethovens, Fidelio i Iláskólabiói á
fimmtudag ásamt einsöngvurum og Sinfóniuhljómsveit Islands.
Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Fidelio flutt í Háskólabíói
OPERAN Fidelio eftir
Beethoven verður flutt á
næstu áskriftartónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, en
þeir verða haldnir i Háskóla-
biói fimmtudaginn 12. febrúar
og hefjast kl. 20:30. Fidelio
hefur ekki áður verið flutt hér
á landi i heild.
Ásamt Sinfóníuhljómsveit-
inni eru flytjendur Söngsveitin
Fílharmónía, Karlakór Reykja-
víkur og einsöngvararnir
Astrid Schirmer, Elín Sigur-
vinsdóttir, Ludovico Spiess,
Bent Norup, Manfred Schenk,
Kristinn Hallsson og Sigurður
Björnsson. Stjórnandi er
franski hljómsveitarstjórinn
Jean-Pierre Jacquillat. Þau
Astrid Schirmer, Ludovico Spi-
ess, Bent Norup og Manfred
Schenk eru öll starfandi óperu-
söngvarar í Þýzkalandi, en
syngja auk þess sem gestir
víða, bæði austan hafs og
vestan.
Óperan verður endur-
tekin laugardaginn 14. febrúar
kl. 14.
Mjólkurframleiðslan
dróst saman um 10
milljónir lítra í fyrra
ÁRIÐ 1980 tóku mjólkursamlög-
in i landinu á móti 107,0 milljón-
um lítra al mjólk en árið 1979
var innvegin mjólk 117,2 milljón
lítrar. Samdráttur í mjólkur-
framleiðslu nemur því um 10
milljón litrum eða 8,7%, að þvi er
fram kemur í Fréttabréfi Upplýs-
ingaþjónus^U landbúnaðarins.
Smávegis aukning varð í sölu á
nýmjólk, en heildarsala var 45,3
millj. ltr. Það var einnig nokkur
söluaukning í rjóma eða um 2,1%.
Samtals seldust 1.329 þúsund lítr-
ar. Sala á skyri var aðeins minni á
síðasta ári en árið áður, samtals
voru seld 1.595 tonn. Sala á
undanrennu minnkaði um 35 þús-
und ltr., heildarsala á árinu varð
2,8 milljónir lítra,
Framleitt var mun minna af
smjöri og ostum en árið áður. Sala
varð aftur á móti töluvert meiri.
Söluaukning í smjöri varð 12,0%,
samtals voru seld 1.670 tonn. I
árslok voru birgðir af smjöri 533
tonn á móti 1.206 tonnum í
upphafi ársins. Miðað við fram-
leiðsluna vetrarmánuðina verður
smjörfjallið orðið að lítilli þúfu í
vor.
Heildarframleiðslan á mjólkur-
ostum síðasta ár var 3.591 tonn,
sem var 2,6% minni framleiðsla
en árið 1979. Samtals voru seld
innanlands 1.372 tonn, en það var
11,1% aukning frá fyrra ári. Flutt
voru út 1.926 tonn, sem var 30,5%
minna en árið 1979.
í upphafi þessa árs voru birgðir
af mjólkurostum rétt um 917 tonn,
sem var um 151 tonni meira en í
lok ársins 1979.
Dalvíkurmálið tekið fyrir í
Jafnréttisráði á föstudag
DALVÍKURMÁLIÐ svonefnda,
þ.e. skipan Svavars Gestssonar
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra i embætti lyfsala á
Dalvik verður tekið fyrir i Jafn-
réttisráði n.k. föstudag að sögn
Bergþóru Sigmundsdóttur fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisráðs.
Jafnréttisráði hefur þegar borist
kæra frá Freyju V.M. Frisbæk
Guðrún Helgadóttir um Dalvíkurmálið:
„Erfitt fyrir óbreytta þingmenn
að fara ofan í mál sem þessiu
„ÉG ER ÞESS fullviss, að Svavar
Gestsson, vinur minn og flokks-
bróoii* «"fur ákveðið þessa
veitingu af neinni
ingu. Það vel þekki ég hann,“
sagði Guðrún Ilelgadóttir alþing-
ismaður i viðtali við Mbl. i gær um
veitingu lyfsöluleyfisins á Dalvik,
en eins og komið hefur fram í
fréttum hefur veitingin verið
kærð til Jafnréttisráðs.
Guðrún sagðist á sama tíma ekki
geta sagt um, hvort matið á hæfni
umsækjenda væri rétt. „Eftir því
sem ég hef komist næst hefur sá
aðiii er hlaut embættið starfað
lengur við lyfsölu og á því byggði
Svavar sitt mat.“
— Telur þú að það geti orðið
dragbítur á jafnréttisbaráttuna, að
o'v'o'/*r tekur þarna karl fram fyrir
konu, þrátt fyrir a* ÍIÍ? hafi verið
metin hæfust?
„Málið hefur verið kært fyrir
Jafnréttisráði og ég held að við
verðum að bíða niðurstöðu þess, því
að telji ráðið að hér hafi jafnrétt-
islögin verið brotin, getur ráðið, í
samráði við skjólstæðing sinn,
höfðað mál á hendur ráðherra."
— En hvað um 3. gr. jafnréttis-
laganna?
„Þarna greinir matsnefndina og
ráðherra á um hæfni. Mín persónu-
lega skoðun er auðvitað sú, að
konur og karlar skuli standa jafnt
að vígi um öll réttindi í þjóðfélag-
inu. Verði ég sannfærð um að
konan sé hæfari í þessu tilefni þá
tel ég að jafnréttislögin séu brotin,
- ''lflci **
annars
- Telur þú þá rwííIwT® hæfa.ri
til að dæma um hæfni umsækjenda
en umsagnaraðilana, þ.e. landlækni
og nefnd lyfjafræðinga?
„Það er afskaplega erfitt um að
segja. Ráðherra sér ástæðu til að
hafa aðra skoðun. Ég ætla ekki að
halda neinu fram um að það sé
rétt. Þess vegna hljótum við að
bíða eftir niðurstöðu Jafnréttis-
ráðs.“
— Hefir mál þetta verið rætt
innan Alþýðubandalagsins og þá
t.d. í þingflokki ykkar?
„Já, þetta mál hefur verið rætt í
okkar hópi og Svavar hefur marg-
greint frá ástæðunum fyrir veit-
ingunni og af hverju hann taldi Óla
haefari.“
Þá sagði Gu?.rún í 'okin. að erfitt
væri fyrir óbreytta pin^Tenn að
fara ofan í mál sem þessi, eii
endurtók að hún væri sannfærð um
að Svavar hefði ekki gengið fram
hjá Freyju vegna þess að hún væri
kvenmaður.
Kristensen þar sem hún æskir
rannsóknar á því, hvort fram hjá
sér hafi verið gengið vegna kyn-
ferðis, en eins og komið hefur
fram í fréttum var Óli Þ. Ragn-
arsson skipaður í embættið, þrátt
fyrir að landlæknir og nefnd
lyfjafræðinga hefðu samhljóða
mælt með Freyju í fyrsta sæti af
þremur umsækjendum. Freyja
hefur lýst því yfir í viðtali við
Mbl., að hún komi ekki auga á
aðra skýringu en þá, að kynferði
hafi hér ráðið úrslitum.
Bergþóra sagði, að Jafnréttisráð
myndi afla sér umsagna land-
læknis og lyfjafræðinganefndar-
innar um umsækjendurna fyrir
fundinn á föstudag. Einnig myndi
það æskja upplýsinga um veiting-
una frá ráðuneytinu. Aðspurð
sagði hún, að skýrsla hefði ekki
borist frá Svavari Gestssyni, en
hann lýsti því yfir í umræðum um
málið á Alþingi, að slík skýrsla
yrði send Jafnréttisráði og að ekki
þyrfti að biðja um hana. Ekki
sagðist Bergþóra vita, hvort málið
yrði endanlega afgreitt á föstudag,
oft þyrfti að afla frekari upplýs-
inga og væri mjög misjafnt hversu
langaii tima siiit afgreiðsla tæki.
Þá sagðist Bergpo.’S ehki vilja tjá
sig persónulega um málið á þessu
stigi.