Morgunblaðið - 10.02.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
13
Sinfóníu-
tónleikar
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Efnisskrá:
Handel FluKeldasvitan
Haydn Ohókonsert
R. Strauss Óbókonsert
R. Strauss Svita úr óperunni
Rosenkavalier
einleikari: Maurice Bourgue
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacqu-
Ulat
Maurice
Boursrue
Tónleikarnir hófust á Flug-
eldasvítunni eftir Hándel.
Verkið var upphaflega flutt í
tilefni friðarsamkomulags milli
Frakka og Englendinga af
feiknalegri lúðrasveit, en er nú á
tímum venjulega leikið i radd-
setningu eftir Sir Hamilton
Harty. Samkvæmt því, sem sagt
er i efnisskrá fyrir tónleikana,
virðist vera farið eftir „texta-
bókum" er þekkja aðeins þá gerð
verksins. Ef samband væri milli
þeirra er sjá um efnisskrána og
hlómsveitarinnar, hefði ekki
verið óviðráðanlegt að geta þess
hver bjó verkið út fyrir sinfóníu-
hljómsveit, því ekki var þetta
raddsetning eftir Sir Hamilton
Harty. Raddsetningin var allt
önnur og röð kaflanna ekki sú
sem talin er upp í efnisskránni.
Eftir forleikinn átti, sam-
kvæmt efnisskrá, að koma hæg-
ur „friðar" þáttur, Largo alla
siciliana, en í staðinn var leikinn
Bourree-dans þáttur, sem í radd-
gerð Hartys er leikinn síðast
með Menuett-þáttunum. Radd-
setning mun vera eftir Wilhelm
Pfannkuck (Pönnukaka) og hefði
verið sjálfsögð kurteisi að til-
greina það í efnisskrá, svo og
þáttaskipan. Næst á efnis-
skránni var flutningur tveggja
óbókonserta eftir Haydn og
Strauss. Einleikarinn Maurice
Bourgue er stórkostlegur flytj-
andi. Tækni hans er ekki aðeins
bundin við fingralipurð og tón-
Jean-Pierre
Jacquillat
myndun, ekki aðeins markmið í
sjálfri sér, heldur samofin túlk-
uninni, er veitir ótakmarkað
frelsi til samvista við „músurn-
ar“. Tónleikunum lauk með Svít-
unni sem Strauss samdi upp úr
óperu sinni, Rosenkavalier og
bregður þar fyrir mörgu
skemmtilegu. Það var sagt um
Strauss að „úr mjóum þræði
gæti hann ofið þykkan kaðal“ og
er þetta ekki fráleit lýsing, því
fáum hefur tekist að raddsetja
fyrir hljómsveit á jafn skraut-
legan máta, án þess að missa
tökin á framvindu tónsmíðar-
innar.
Hljómsveitin gerði margt vel á
þessum tónleikum og það var
greinilegt, að hljómsveitarstjór-
inn var í essinu sínu.
Ég hef séð heilmikiö af myndum
eftir Carl Fredrik Hill enda marg-
oft komið til Malmö þar sem
mesta og besta safnið er af þeim.
Þá hefur verið gefið út mikið
ritverk með fjölda mynda lista-
mannsins og þekki ég það vel.
Bókin var einmitt til sýnis á
sýningunni að Kjarvalsstöðum, sá
ég fólk fletta í henni og hlakkaði "
til að nálgast hana seinna. Fljót-
lega skeði það þó, að einhver
„grandvar og heiðarlegur" maður
tók hana í vörslu sína með öllu
óumbeðinn. En þar hvarf mikil-
vægur og mér er nær að halda
ómissandi hluti sýningarinnar því
að hún sjálf megnar ekki að kynna
Carl Fredrik Hill
í Kjarvalssal að Kjarvals-
stöðum stendur yfir mjög sérstæð
sýning á teikningum eins
merkasta myndlistarmanns Sví-
þjóðar á seinni hluta síðustu aldar
og fram á þessa öld, Carls Freder-
iks Hill (1849-1911). Er hér
einstakt tækifæri fyrir þá er
áhuga hafa á list þessa hugsjúka
snillings, að skyggnast inn í lok-
aða veröld hans og hugarheim. Ég
býst fastlega við að margir ís-
lenzkir myndlistarmenn muni
þekkja til þessa snillings og örlaga
hans en hann var haldinn kleyf-
hugasýki meira en hálfa ævi sína
og var honum líkt farið og landa
hans og samtíðarmanni Ernst
Josephson. sem mun öllu þekktari
meðal hérlendra.
Að listamenn séu á mörkum
þess að vera geðveikir telst ekki
óalgengt og kleyfhugar munu þeir
hafa verið margir að meira eða
minna leyti, en það er hins vegar
óalgengara að blómaskeið listar
þeirra spanni þann tíma er sjúk-
dómurinn hrjáir þá mest. Frekar
að þeir gerðu sín mestu listaverk
er þráði af þeim, og á það einnig
við um eiturlyfjaneytendur og
alkóhólista er gengu berserksgang
í list sinni á milli þess sem
sjúkdómurinn sótti á þá. Sagan
segir einungis frá örfáum er nutu
Nlyndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
sín betur undir áhrifum vímuefna
eða geðveikikiasta.
Það er hins vegar alkunna, að
geðveikt fólk og vangefið getur oft
tjáð sig öðrum betur í línum og
litum, en það hefur sínar eðlilegu
orsakir, — tjáskiptin eru þá einatt
beinni og hömlulausari en hjá
venjulegu fólki og á stundum eini
möguleikinn til tjáningar.
Það er allt annað mál, að
þjóðsagan vill gjarnan gera lista-
menn smáskrítna og öðruvísi en
fólk er flest og raunar ýta þeir
sjálfir oft undir þetta til að auka
athygli og eftirtekt á persónu
sinni. En það er þessu með öllu
óskylt og oftar eru listamenn
mjög venjulegt fólk en sem hefur
valið sér óvenjulegt hlutskipti í
lífinu, sem er ofar skilningi fjöld-
ans.
þennan listamann nægilega vel.
Teikningarnar njóta sín t.d. mun
betur á hvítum blaðsíðum bókar-
innar en á hinum brúna umbúða-
pappír, sem þær eru teiknaðar á,
en það var gert í sparnaðarskyni
vegna óhemju afkasta listamanns-
ins. Ekkert er það sem einangrar
myndirnar á veggjunum og fyrir
merkilega einhæfa og sérvizku-
lega upphengingu hverfa mynd-
irnar næstum inn t strigaklædda
veggina. Þetta gerir þá kröfu til
áhorfandans að hann rýni vel og
gaumgæfilega á hverja mynd því
að ella missa þær marks. Ég sá
nokkra gera slíkt en obbinn hleyp-
ur hratt yfir og er það mjög
skiljanlegt. Á hinum hvítu veggj-
um Malmö Konsthall t.d. trúi ég
að myndirnar skili sér margfalt
betur.
Ágæt sýningarskrá fylgir sýn-
ingunni með ítarlegri kynningu á
lífi, list og sjúkdómssögu lista-
mannsins og er það þýðingarmikið
að verða sér úti um hana um leið
og menn gefa sér rúman tíma við
skoðun myndanna.
Að lokum hvet ég sem flesta að
legja leið sína á Kjarvalsstaöi og
kynna sér hinar tjáningarríku
undirfurðulegu myndir Carls Fre-
derik Hill.
úrskarandi vel. Leikhúsið getur
ekki síst verið stolt af leikurum
sínum sem leika af lífi og sál.
Þráinn Karlsson í hlutverki
Brjálæðingsins (Dárans) er mál-
pípa höfundarins, leikur sér að því
að hafa lögreglustjórann, lögreglu-
fulltrúana og lögregluþjónana að
háði og spotti og nær sannfærandi
tökum á þessu erfiða hlutverki.
Annar leikari af norðlenskum
skóla, Arnar Jónsson, hefur ekki
lengi leikið á jafn áhrifamikinn
hátt og í hlutverki lögreglustjór-
ans. Ymislegt sem manni hefur
þótt miður í fari leikarans, einkum
hástemmd framsögnin, er eins og
gufað upp.
Bjarni Ingvarsson kom á óvart í
hlutverki Pissanis fulltrúa fyrir
það hve leikur hans var heilsteypt-
ur og túlkunin gjörhugsuð.
Viðar Eggertsson lék hinn vand-
ræðalega Bertozzo fulltrúa og gerði
honum þau skil sem ætlast var til.
Björn Karlsson var hinn heimski
og sýfjaði lögregluþjónn (tvö
stykki), dæmigerður fulltrúi þess
sem aðeins hlýðir skipunum. Elísa-
bet B. Þórisdóttir var trúverðug
ítölsk blaðakona, Maria Feletti.
Það skal að lokum áréttað að
hinn nýi samastaður Alþýðuleik-
hússins, Hafnarbíó, er nú vettvang-
ur leiklistar sem eflaust á eftir að
gleðja marga. Sýningarnar á leik-
ritum Dario Fos eru leikhúsinu
mikill ávinningur.
AK.I.VSrNOASlMINN KH:
22410
JH#r0iinhUit>ib
AÐEINS 25% ÚT, OG ÞÚ FERÐ HEIM
MEÐ HUSQVARNA ELDAVÉL.
RESTINA BORGARÐU Á NÆSTU 5—8 MÁN.
HUSQVARNA verksmiöjurnar framleiöa eldavélar sem eru allt frá því aö vera
einfaldar 3ja hellna vélar meö einum ofni og geymsluofni, til fullkominna
eldavéla meö keramik helluboröi, 2 ofnum, efri ofninn sjálfhreinsandi,
tölvustýröu klukkuboröi, sem hægt er aö tengja viö ofn og hellu. Vélarnar eru
til í breiddum: 50 — 55 — 60 og 70 cm. Hellurnar eru fljótvirkar, og ofninn
hitnar á 6 mín. HUSQVARNA hefur fengiö sérstaka viöurkenningu fyrir aö
framleiöa sérlega sparneytnar eldavélar.
Verðið er frá: 2891,- til 6832,-
Þetta tilboö gildir til 1.3. ’81.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
Husqvarna
sparar orku
Viö kynnum Husqvarna