Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Óskabörn ríkis-
stjórnarinnar
O lafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, stærsta atvinnufyrirtækis í því byggðarlagi, spyr
í grein hér í blaðinu á laugardag, hvort ríkisstjórnin sé ef til vill
ríkisstjórn „rikissjóðs, Seðlabanka, viðskiptabanka og lánastofnana
svo sem Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs". Olafur segir: „Ástæða er til
að benda öllum sérstaklega á það að bera afkomu þessara aðila
saman við afkomu sjávarútvegsins, sem ber þetta allt þó á herðum
sér. Þegar afkoma þessara aðila er skoðuð, sést hvaða þrýstihópur
er öflugastur í þessu landi."
Hér er sterkt að orði kveðið og ekki að ástæðulausu. Það eru ekki
aðeins atvinnurekendur, sem spyrja þessarar spurningar. Hún
hlýtur einnig að brenna á vörum þeirra, sem störfin vinna,
launþeganna. Ólafur Gunnarsson segir afkomu sjávarútvegsins
óviðunandi og hún hafi verið það undanfarin sex ár. Vanskilaskuldir
útgerðar og fiskvinnslu nema 40—50 milljörðum gkróna. Hann
segir, að sjávarútvegurinn standist ekki lengi enn samkeppni
annarra þjóða á mörkuðunum, ef reksturinn dregst enn saman og
lamast vegna óviðunandi rekstrarafkomu.
Eins og forsætisráðherra dr. Gunnar Thoroddsen viðurkenndi í
viðtali við útvarpið á sunnudagskvöld, hefur ríkisstjórnin ekki náð
markmiðum sínum í baráttunni við verðbólguna. Raunar má segja,
að í því efni sitji hún í sama farinu og fyrir réttu ári. Þó ekki alveg,
því að nú er verðbólgumarkmiðið ekki einungis jafn fjarlægt og
áður, heldur stefnir alls staðar til samdráttar í atvinnu.
Sjávarútvegurinn er að sligast undan verðbólgubyrðunum. Háir
vextir eru auðvitað afleiðing verðbólgunnar en ekki orsök. Staða
sparifjáreigenda hefur versnað, af því að stjórnvöld hafa ekki farið
að landslögum um vaxtahækkanir. Þau svik verða ekki afsökuð með
því að segja, að innlán hafi aukist á síðasta ári, eins og Steingrímur
Hermannsson hefur látið eftir sér hafa. Ríkisstjórnin lofaði að
koma á verðtryggðum innlánsreikningum með 6 mánaða bindi-
skyldu um áramótin. Jafnframt lýsti hún því yfir, að útlánsvextir
ættu að lækka 1. mars. Af eðlilegum ástæðum á ríkisstjórnin erfitt
með að komast út úr þessari þversögn. Með hliðsjón af orðum Ólafs
Gunnarssonar, sem vitnað var til í upphafi, er enginn vafi á því, að
ráðherrarnir reyna að finna leið út úr vandanum, sem kemur sér illa
bæði fyrir sparifjáreigendur og skuldara, einstaklingana og
atvinnufyrirtækin, en miðast við hagsmuni ríkishitarinnar, banka-
kerfisins og sjóðanna.
Hvaða gengi?
Ríkisstjórnin veit ekki, hvernig hún á að grípa á loforðum sínum
í vaxtamálum. Hún sýnist einnig komin í vandræði vegna
ákvörðunarinnar um að binda gengi krónunnar fast við Bandaríkja;
dollar. Nú er talað um nauðsyn þess að finna aðra gengisviðmiðun. I
því felst auðvitað fráhvarf frá þeirri stefnu að festa gengið. Þau rök,
að dollarinn hafi styrkst og þess vegna sé þetta nauðsynlegt, eru
síður en svo sannfærandi. Hver sá, sem les gengistöflur í
dagblöðunum, gat sagt sér, að dollarinn sveiflaðist til og frá.
Ríkisstjórnin hlýtur einnig að hafa haft hugmynd um það, þegar
hún tók ákvörðun sína um áramótin.
Víglundur Þorsteinsson stjórnarformaður Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins segir í viðtali við Morgunblaðið á laugardag, að íslenska
krónan hafi hækkað um 8% gagnvart vestur-þýsku marki á einum
mánuði. Af þessu leiði, að íslenskur iðnaður fái í raun 8% lægra
verð, umreiknað í íslenskar krónur, fyrir útflutning til flestra
Evrópulanda en hann fékk um áramót. Samkvæmt því hafi
útflutningsiðnaðurinn tapað 600 milljónum gkróna á þeim 5 vikum,
sem liðnar eru frá áramótum, sem svari til 7 milljarða gkróna á
heilu ári.
Samhliða því, sem ríkisstjórnin batt gengið fast við Bandaríkja-
dollar, ákvað hún að beita millifærslu til að greiða niður gengið
fyrir sjávárútveg og útflutningsiðnað. Þýðir hugmyndin um nýja
gengisviðmiðun það, að horfið er frá millifærsluleiðinni? Eða á nú
bæði að láta gengið síga og standa að millifærslum (með erlendu
lánsfé eða nýprentuðum seðlum), þegar því er opinberlega haldið á
loft, að gengið sé fast?
Gott ráð
Garðar Sigurðsson þingmaður Alþýðubandalagsins í Suður-
landskjördæmi gaf flokksbróður sínum Ragnari Arnalds
fjármálaráðherra gott ráð í Þjóðviljagrein um helgina. Hann benti
ráðherranum vinsamlega á að segja af sér.
J*" spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hér á eftir fara spurningar og svörin við þeim, sem
lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins
Spurt og svarað um skattamál.
Lesendaþjónusta þessi er fólgin í því að lesendur hringja
spurningar inn í síma 10100 kl. 14—16 frá mánudegi til
föstudags, síðan leitar blaðið svara hjá skattyfirvöldum og
birtir spurningarnar og svörin í blaðinu.
Barna-
skattar
Þorkell Harðarson, Lind-
arhvammi 13, Kópavogi: Ég er
11 ára og fékk 160 þús. og 60 kr. í
laun á síðasta ári. Hvað þarf ég
að borga mikið af því í skatta?
Svar: Álagningarprósentan til
svokallaðra barnaskatta er 7%,
sem þýðir, að þú fengir kr. 11.204
kr. í skatt. Á sl. ári ákváðu
skattayfirvöld að feila niður
barnaskatta, sem væru lægri en
10.000 kr. Ef við framreiknum þá
upphæð til dagsins í dag gera
það 14.500 kr., þannig að ef þessi
niðurfelling verður látin gilda
nú sleppur þú alveg við skatt til
ríkissjóðs. Þá kveða lögin á um,
að þú eigir að greiða 3% af
tekjum þínum í útsvar til sveit-
arfélags þíns. Það gera kr. 4.802
, kr. Sum sveitarfélög hafa fellt
niður barnaútsvar, önnur ekki.
Hægt er að fá upplýsingar um
það á viðkomandi bæjarskrif-
stofu.
Húseigenda-
trygging o.fl,
N.N. spyr:
a) Hvernig á að færa loka-
greiðslu af skuldabréfi, sem
stendur í 0 í árslok?
b) Hvar á að færa námsskuld-
ir barns við foreldra á skýrslur
foreldranna?
c) Er húseigendatrygging fall-
in niður á frádráttarliðum?
d) Hvernig á að gera grein
fyrir kostnaði við byggingu
bílskúrs?
e) Gjarnan vildi ég fá nánari
útskýringu á lið T5, þ.e. um val
10% af samtölunni og hvernig á
að útfæra?
Svör: a) Afborgun af skulda-
bréfi er ekki færð á framtal en
greiddir vextir færast í þann
vaxtadálk á lið S1 sem við á og
kr. 0 í eftirstöðvadálk.
b) Skuldin færist hjá foreldr-
um í lið E6.
c) Iðgjald af húseigendatrygg-
ingu vegna íbúðar til eigin nota
er ekki lengur frádráttarbært.
d) Húsbyggingarskýrsla vegna
bílskúrs skal fylgja skattfram-
tali (eyðublað fæst hjá skatt-
stjórum). Til eignar á að telja á
fasteignamati, sé það fyrir
hendi, annars á byggingarkostn-
aði, að viðbættum verðstuðuls-
hækkun hans, sem á er fallinn til
ársloka 1980.
e) Ef valinn er 10% frádráttur
er hann reiknaður af samtölunni
í lið T5 og færist hann í reit 58
og síðan er reiknað áfram niður
dálkinn hægra megin.
Munurinn
á liðunum 63
M.T. spyr: Á framtals-
eyðublaðinu eru tveir liðir
merktir 63. Hver er munurinn a
þeim, hvað á að setja í hvorn
þeirra?
Svar: í báða reiti getur komið
tekjuskattsstofn. Ef valinn er
fastur frádráttur (10% af sam-
tölu í T5) er reiknað skv. dálki
hægra megin, en sé valinn frá-
dráttur D og É, þ.e. lífeyrissjóðs-
greiðsla, vaxtagjöld o.fl., þá er
reiknað skv. dálki vinstra megin.
Ef báðar aðferðir eru sýndar
velja skattstjórar þá reglu sem
hagstæðari er framteljanda.
Imyndaðar
leigutekjur
Árni Tómasson, Stakka-
hlið 10, Reykjavík: Ef maður á
gamla íbúð (aðra en þá sem
maður býr í), sem stendur auð
vegna langvarandi viðgerðar,
getur skattstofan þá talið hon-
um til tekna ímyndaðar leigu-
tekjur af auðu íbúðinni? Nægir
ekki að greiða af henni fast-
eignagjöld og eignaskatt, auk
viðgerðarkostnaðarins?
Svar: Ef íbúðin stendur sann-
anlega auð, verða ekki reiknaðar
af henni leigutekjur.
Persónu-
frádráttur
Geir Sigurjónsson, Grett-
isgötu 96, Reykjavik: Hver er
persónufrádrátturinn fyrir ein-
stakling og hjón? Á framteljandi
ekki að geta hans á eyðublaðinu.
Ef svo er, hvar á þá að setja
hann?
Svar: Persónufrádráttur er
enginn skv. núgildandi lögum.
Þegar skattur er á lagður er
hann reiknaður af tekjuskatts-
stofni og síðan er persónuaf-
sláttur dreginn frá reiknuðum
skatti. Persónuafsláttur er nú
g.kr. 732.250 fyrir einstakling
eða hvort hjóna. Þessi upphæð
færist aldrei á framtal, heldur er
notuð þegar útreikningur skatts-
ins fer fram, eins og áður segir.
Nám
erlendis
S.L. spyr: Bróðir minn
vann hér á landi í 10 mánuði sl.
ár og fór í nóvember til náms í
Danmörku. Þar mun hann verða
í tvö ár án launa og verður að sjá
algjörlega fyrir sér. Hvað er til
ráða? Getur hann beðið með að
borga skattinn og hvernig á
hann þá að snúa sér í þvtmáli?
Svar: Honum ber að telja
fram á venjulegan hátt og fær
hann þá álagningu skv. því í
sumar. Vegna greiðslu á álögð-
um gjöldum verður hann að snúa
sér til viðkomandi innheimtu-
manna, ríkissjóðs og sveitarfé-
lags.
Tekjur
erlendis
Hafdis Kristmundsdóttir,
Lindarflöt 14, Garðabæ: Ég var
við störf í Danmörku í sumar og
borgaði þar skatta jafnóðum af
launum mínum. Ég er nú í skóla
hérlendis. Þarf ég að gefa upp
launin erlendis og þá hvernig?
Svar: Skattur verður ekki
lagður á hér vegna teknanna í
Danmörku, enda er í gildi samn-
ingur milli Islands og Danmerk-
ur til að komast hjá tvísköttun.
Engu að síður þarf að gera grein
fyrir tekjum erlendis og greidd-
um sköttum þar, svo og tekjum
hérlendis, ef einhverjar eru. Rétt
er að geta þessara skatta i
athugasemdadálki á baksíðu
framtalseyðublaðsins.